Þjóðviljinn - 20.06.1976, Síða 17

Þjóðviljinn - 20.06.1976, Síða 17
Sunnudagur 20, júni 1976 ÞJOÐVILJINN — SIÐA 17 Sköpun himinsins — Allar hugmyndir ykkar eru góöar, börnin góö, viö notum þær til skiptis. SKÖPUNGUFUNNAR — Efniö reynir aö likjast andanum... Sköpun gufunarinnar eöa fæöing gufuaflsins Skýjaþeytarinn ADOLF J. PETERSEN: VÍSNAMÁL Hættu að dýrka auraok Það var Valgerður Gisladóttir i Reykjavik sem sendi Visna- málum gott bréf og visur með. t bréfinu segir hún meðal annars: ,,Nú þegar margir fara hringveginn, finnst mér viðeig- andi að minna á Foss á Siðu”. Og það gerir Valgerður með visu eftir móður sina Helgu Mariu borvarðardóttur (1862) Holti undir Eyjafjöllum. Fossinn dundi fjalls i þröng fjalliö stundi i sárum. Bergið undir bassa söng, biikaði grund i táruin. Valgerður var á Siðu 1922 og orti þá: Sæit er að blunda við brjóst- in þin blessuð fagra sveitin min, i friðar ró þá dagur dvin, dreyma vor þá sólin skin. Gaman væri að heyra margt fleira eftir þessar hagmælsku mæðgur. Með trega hafa margir kvatt hestinn sinn þá hann varð að falla. Einn af þeim var séra As- mundur Gestsson á Hálsi i Fnjóskadal, er hann kveður Ægi sinn: Alitaf man ég augun hans, er ég siðast lagði kveðjumund á höfuð hans hryggur i lund og sagði: Þú varst alltaf, Ægir minn, yndislegur hestur farsæll, traustur, fótheppinn og fimari en prestur. Nú eru eyfirðingar hættir fyrir löngu að fara suður i skreiðarferðir sem þeir geröu áður fyrr; þegar þvi var hætt kvað Arni Jónsson eyfiröinga- skáld, er hart var orðið i búi hjá honum: Hvorki á ég roð né ruöur, rifgarð eða dálkamor, engan hestinn sendi ég suður svei þvi, ef ég lifi i vor. Verkefnanna dvinar duður. Prepast börnin öll úr hor. Ekki hefur útlitið verið gott hjá Arna þá. Benedikt Jónasson bóndi á Vöglum á Asum var þrek- maður mikill til likama og sálar og þurfti þess oft við Um ævina; hann kvað: Lyftu maður hug og hönd, hættu að ganga i draumi. Aldrei ber þig upp að strönd undan vonarstraumi. Hættu að dýrka auraok eða klæöin finu. Þá mun heimsku fjaörafok felast viti þinu. Lærðu að ineta andans auð cftir lifsins kröfum. Ekki geyma efni i brauð inni i dauðra gröfum. Láttu knýja skýjaskil skapa kæti veldi. Gráttu hlýjan æskuyl undir næturfeldi. Um sleggjudómarann hefur Guðni Eggertsson þetta að segja: Ilonum fátt til varnar var, vItt það mátti heyra. Löngum þáttur lyginnar lætur dátt i evra. Sennilega hefur Jóhann Sveinsson frá Flögu lent i ein- hverju orðaskaki við viðmæl- anda sinn þegar hann gerði þessá visu: Sést þér litlar gáfur gaf guð af rikdóm sinum þegar flett er ofanaf innri manni þinum. Meðal húnvetnskra hag- yrðir.ga var Valdimar K. Benénýsson velþekktur.Um eitt kærvstupar kvað hann: A því græðir okkar land átján reifarstranga, þegar i heilagt hjónaband Helga og Bjössi ganga. Annar húnvetingur, Kristinn Bjarnason frá Ási i Vatnsdal, var um skeið b isettur i Vest- mannaeyjum og orti þá: Kg er fangi á úthafsströnd við Ægis stranga róminn. Sárt min þangað þráir önd þar sem anga blómin. En kanski hefur Kristinn ver- ið i Eyjum þegar hann gerði þessa kvöldvisu: Lykjast armar liðins dags, I.ind við barm hans grætur. Siðsti bjarmi sólarlags signir hvarma nætur. Um mann sem giftist seint kvað Kristinn: Angursbáran óðum dvln, enduð sára biðin. Nú eru tárin þornuð þin þrautaárin liðin. Það var i Hallormsstaða- skógi sem Jón Hansson gekk fram á pilt og stúlku er undu sér þar i laut. Jón raulaði þá: Eðlið vakti unaðsþrá ást sem lengi varði. Adam þiggur epli hjá Evu i rósagarði. Nútima umstangi lýsir Jón þannig: Mafiuna mynda þeir meðan æru þrýtur. Alvarlega Augnageir innri manninn litur. Um Hindisvik kvað séra Sigurður s'orland: Fagurbúna bjarta vlk, bær og túnið frjóa, logn við dúna dýr og rik drottning Húnaflóa. Ekki hefur ástandið verið gott hjá Jóni Guðmundssyni frá Hólmakoti i Hraunhrepp. er hann lýsir svo: Finnst mér lániö furðu valt, föl er engin meyja, bæði lund og bólið kalt, best er þvi að deyja. Jóhanni Eyjóifssyni i Sveina- tungu hefur haft gaman af að horfa á hið fingerða kyn og segir: Mörgum Vikurmeyjunum mætti ég inn við tjöidin. Gaman er að þeim greyjunum i góðu veðri á kvöldin. Austan úr Breiðdal, frá Einari B. Björnssyni i Eyjum. heyrðist svona sælukvak: Mesta sælu i heimi hér liygg ég vera þetta: Fljóð aö vefja i faðmi sér, ef fundiö er hið rétta A Akureyri kveður Eirikur Sigurðsson kennari: Þeir segja að ástin eigi undarlegt tungumál. Mig dreymir á nótt og degi uni dýrðlega konusál.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.