Þjóðviljinn - 20.06.1976, Qupperneq 13

Þjóðviljinn - 20.06.1976, Qupperneq 13
ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13 Umsjón: Magnús Rafnsson og Þröstur Haraldsson Meðan skerið ekki sekkur Tvær plötur, önnur með stórmeisturum íslenska poppsins um þessar mundir Spilverki þjóð- anna, hin með bóndakonu utan af landi sem semur eigin lög. Tvær plötur sem eiga eitt sameigin- legt, enska texta. Á Spilverksplötunni eru ellefu lög, nokkur stutt aukalög og stúdióhljóð i kaupbæti. Platan ber nafnið Cn (Nærllfi). Nafn sitt dregur hún af hliðunum tveimur á plötunni en þær heita Cog D eða Norðausturhliðin og Suðversturhliðin, útgefandi er Steinar, útgáfunúmer 007, hvar ertu nú James Bond? Undirleik annast Spilverkið að mestu sjálft en Þorleifur blæs i saxófón og Helgi i munnhörpu. Á plötu Sigrúnar eru einnig ellefu lög, engin aukalög. Hún ber nafnið Shadow lady eftir einu laginu. Undirleik annast Magnús Kjartansson,Vignir Bergmann, Finnbogi Kjartans- son, Hrólfur Gunnarsson auk Gunnars Þórðarsonar, Rúnars Georgssonar, Ragnars Sigurjónssonar og Valgeirs Skagfjörð i einstökum lögum. Spilverkið syngur undir i tveimur lögum. Plötuumslög eru bæði smekkleg. Gunna Snæfriður útbjó fyrir Spilverkið, Robert Guillemette fyrir Sigrúnu. Helreið enskunnar Ég sagði i upphafi að þessar plötur ættu sameiginlegt enska texta. Undanfarin ár hefur það tiðkast hér á landi að semja dægurlagatexta á ensku. Þetta hófst með Hljómum og hefur siðan helriðið popptónlist hér- lendis og staðið henni mjög fyrir þrifum. Það er ef til vill engin tilviljun að þessi þróun hefst á Suðurnesjum. Að visu hefur enskan verið á undanhaldi undanfarin tvö ár en ennþá ber of mikið á þeim skoðunum að dægurlaga- og popptexta sé ekki hægt að semja á islensku. Popp- ararnir halda þvi fram að enskan sé langtum betur til þess fallin og að þeir eigi auðveldar með að semja á ensku. Auk þess hafa margir gengið með heims- frægðargrilluna góðu i hausnum, og talið að þá ættu þeir inngengt á alþjóða- markað. Litið hefur enn borið á þeirrifrægð og þessir textar eru i langflestum tilfellum fyrir neðan allar hellur, og þeir verða i framtiðinni eflaust merkilegt undrunar- og rannsóknarefni félagsfræðingum. Semjendur hafa i flestum tilfellum vart meira en hvolpavit i ensku og raða saman klisjum sem þeir hirða úr textum innfæddra breta og bandarikjamanna en hafa samt enga tilfinningu fyrir hljómfalli og finni blæbrigðum enskunnar. Þetta kemur sér- staklega að sök er þeir skella sér út i heimspekilegar vanga- veltur. Þá Verður þetta harla hlálegur t.d. á Lifun Trúbrots hér um árið. Og við megum ekki gleyma þvi að kveðskapur á ensku útilokar islenska popp- listarmenn frá þvi að fjalla um vandamál sem koma okkur við, það er þau vandamál sem sprottin eru úr islenskum jarð- vegi og islerísku þjóðfélagi. Við sem teljum okkur vinstri menn megum ekki vanrækja að setja þessi mál i rétt samhengi, sérstaklega nú á timum land- sölusjónarmiða. Það hlýtur að vera liður i sjálfstæðisbaráttu okkar að berjast gegn einhliða ensk -amerískum áhrifum. 1 Reykjavik er nú verið að sýna tvær kvikmyndir frá megin- landi Evrópu, franska og italska. Báðar eru með ensku tali. Um 80-90% af öllum kvik- myndum sem sýndar eru hér, eru íramleiddar af banda- riskum fyrirtækjum. Verum minnug þess að til er banda- riskur menningarimperialismi og hann er mjög sterkur hér á landi.Höfum i huga þær upp- lýsingar sem komu fram i geinum Eliasar Daviðssonar hér i balaðinu i vikunni sem leið. Stórmeistarar Nú finnst vafalaust ein- hverjum að ég sé kominn langt frá þvi að fjalla um plötur Spil- verksins og Sigrúnar. Það er að vísu rétt en samt er þessi útúr- dúr nauðsynlegur vegna hinna ensku texta. En svo ég snúi mér aftur að plötunum. Hvernig eru þær? Þær eru báðar góðar. Spil- verkið sýnir að visu ekki á sér neinar nýjar hliðar á þessari plötu. En tæknihliðin er betri i minum eyrum, betri upptaka en á fyrri plötunni en lögin eru ekki eins góð. Samt virkar þessi plata heilsteyptari en fyrri platan, Diddú fellur inn i söng- heildina og þvi er samsöngurinn mun betri og undirleikur er fágaður með góðri hjálp frá Þorleifi saxófonleikara og munn hörpu Helga Guðmundssonar. Mer finnst kominn timi til að Helgi fái að leika stærra hlut- verk á plötu heldur en hérna. Hvernig væri að fá ekta blús- Úr látbragðsleik Spilverksins á poppkonsertinum i Háskólabiói á dögunum. plötu? Ég er viss um að það er góður markaður fyrir hana. Bóndinn Sigrún Harðardóttir kemur skemmtilega á óvart á plötu sinni. Hún er okkar fyrsti kven- lagasmiður sem semur i anda þeirra kvenskörunga sem haslað hafa sér völl undarfarin ár i hinum enskumælandi heimi, svo sem Joni Mitchell, Carole King, Laura Nyro og Judee Sill. Ahrifin eru þó stundum full- mikil svo einstaka lög verða hreinar stælingar. Sigrún notar rödd sina einstaklega skemmti- lega en mér finnst undir- leikurinn ekki alltaf samboðinn söng hennar. Hann er of flat- neskjulegur og það vantar til dæmis gitarleikara sem getur fylgt á eftir rödd hennar i tóna- hæðir. Ég vona að plata Sigrúnar fái þá athygli sem hún á skilið, þvi hér er á ferðinni besta söngkonuplata sem komið hefur út hér á landi. Eitt er það sem Sigrún kann sem fáir kunna hérlendis. Það er að semja texta á ensku, enda hefur hún dvalið lang- dvölum i Bandarikjunum og ber þvi meiri skyn á málið og kann að láta mál og lag falla vel saman. 1 þvi stendur hún framar Spilverkinu, þótt henni fatist stundum flugið i heimspekihugleiðingum, t.d. viðlagið i Lead us into temptation (Leið þú oss i freistni), en yfirleitt stendur hún framar öllum hérlendis á þessu sviði. Að lokum þetta. Eftir plötu Spilverksins að dæma virðist mér sem þau hafi stöðvast á þróunarferli sinum. Engin tón- listarþróun er sýnileg á milli fyrri og seinni plötunnar. Þvf er auðséð að þau þurfa að hugsa um nýjar leiðir og þær leiðir verða að vera róttækari en þær sem komu fram á konsertinum i Háskólabiói. Sigrún ætti eftir þessa ein- stöku byrjunarplötu að hafa aðstöðu til að halda áfram á þessari braut sinni. En hún verður að hrista af sér þessa kvenskugga sem svo viða koma fram á plötu hennar, það eru of sterk áhrif frá öðrum söng- konum. Og mér finnst að hún mætti að ósekju lita umhverfis sig skoða lif og starf annars fólks þvi henni hættir til að verða of innhverf og slik inn- hverfun snýst oft upp i sjálfs- meðaumkun. Þá mættum við ef til vill eiga von á plötu um búskap og búraunir og vanda- mál lifsins i dreifbýlinu. Slikir söngvar mættu vera á málinu ylhýra, þvi svo vill til að það er enn talað hér á þessu skeri, meðan það sekkur ekki. EÓ. HLERAD 0G SLÚÐRAÐ Klásúlum hafa aö undanförnu borist nokkrar nýútkomnar islenskar hljómplötur. Verða hér á eftir tiundaðar helstu staðreyndir um þessar útgáfur en tvær plötur lentu i höndum gagnrýnenda Klásúlna áður en slúðurberi komst til að gera þeim skil og birtist dómur um þær hér að ofan. Fyrir nokkrum árum var hér starfandi hljómsveit sem bar nafnið Brimkló. Eins og gengur um slik bönd leystist það upp af einhverjum orsökum,en i vetur hittust þeir félagar aftur og tóku nokkra vini sina með sér suður i Hafnarfjörð þar sem hljóðrituð var plata. Ber hún nafnið Rock’n Roll (öll min bestu ár).. Þeir sem senda tónirih á plöt- unni eru þeir Arnar Sigur- björnsson, Björgvin Halldórs- son, Hannes Jón Hannesson, Jónas R. Jónsson, Ragnar Sigurjónsson, Sigurjón Sighvatsson, Magnús Kjartans- son og Gordon Huntley. Þeir félagar flytja 11 lög og eru niu þeirra erlend en tvö eftir Arnar gitarleikara. Textar eru allir islenskir, sjö eftir keflviska voðamennið Þorstein Eggerts- son, tveir eftir Interlocutor og tveir eftir Stegg Högnason. Klásúlum segir svo hugur að tveir þeir siðarnefndu séu raunar einn og sami maðurinn sem vinnur hér á Þjóðviljanum. Útgefandi er fyrirtæki Rúnars Júliussonar, Geimsteinn, og stjórnaði Rúnar einnig upptöku. Vélstjórar voru þeir Jónas R. Jónsson og Böðvar Guðmunds- son. Hönnun plötuumslags og frumvinnu við það vann Prisma i Hafnarfirði en prentun og skurður plötu fór fram i Bandarikjunum. Geimsteinn hefur sent frá sér aðra plötu og er sú eftir forstjór- ann sjálfan, Rúnar Júliusson. Nefnist hún Hvað dreymdi sveininn? Draumur nr. 999. A plötunni eru 13 lög, 10 þeirra útlend, tvö eftir Rúnar sjálfan en eitt er upptaka á söng Rúnars þegar hann var fimm ára og spreytti sig á Ö, Jesú bróðir besti. Upptöku á þvi lagi stjórn- aði afi Rúnars, Stefán Berg- mann, og er honum tileinkuð platan i þakklætisskyni. Textar eru allir islenskir, fimm eftir Rúnar, sex eftir Þorstein Eggertsson, einn eftir Jónas Friðrik og svo Ó, Jesú... eftir Pál Jónsson. Upptaka plötunnar fór fram i New York og Miinchen undir stjórn Stephen Y. Scheaffer og Mal Luker. Útsetningar sáu Rúnar, Þórir Baldursson og" Harold Wheeler um en þeir ásamt Mariu Baldursdóttur sjá um allan flutning. Graphics i London hönnuðu útlit og Prisma gerði offsetfilmur en prentun og skurður fór fram i Bandarikjun- um. Loks er fyrir nokkru komin á markað plata eftir Hörð Torfa- son, og mun það vera sú þriðja sem hann sendir frá sér. Útgef- andi er Perluplötur en það mun vera dulnefni sem Hörður hefur tekið sér i tilefni útgáfunnar. A plötunni er hvorki meira né minna en f jórtán lög og eru þau öll ásamt textum eftir Hörð sjálfan. Hörður syngur öll lög in sjálfur og leikur undir á gitar en honum til aðstoðar eru bróðir hans Benedikt, Sveinn Magnús- son, Linda Gisladóttir, Reynir Sigurðsson og Sigurður Arna- son. Platan er tekin upp i Tóntækni hf. og stjórnaði Sigurður Arna- son upptöku. Umslagið er mjög einfalt, textarnir handritaðir hvitum stöfum á svartan grunn og mun rithönd Harðar vera á þeim. Prentun þess og skurður plötunnar fór fram i Hollandi. —ÞH

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.