Þjóðviljinn - 29.06.1976, Qupperneq 6
6 SÍÐA — ÞJÓDVILJINN Þriöjudagur 29. júnf 1976.
Frá Hússtjórnar-
kennaraskóla
Islands
Hússtjórnarkennaraskóli tslands annast
menntun hússtjórnarkennara og matráðs-
manna. Hann starfar i tveimur deildum.
1. Kennaradeild býr nemendur undir
kennslustarf i hússtjórnarfræðum við
grunnskóla og hússtjórnarskóla.
2. ' Matráðsmannadeild menntar
starfsmenn til þess að veita forstöðu
mötuneytum sjúkrahúsa og heimavistar-
stofnana.
Námið tekur þrjú ár.
Inntökuskilyrði eru: a) Stúdentspróf
ásamt námskeiði i hússtjórn, eða b) Próf
úr hússtjórnarskóla ásamt prófi úr tveggja
ára framhaldsdeild gagnfræðaskóla.
Umsóknir um skólavist skal senda til Hús-
stjórnarkennaraskóla íslands, Háuhlið 9,
Reykjavik, fyrir 30. júli
Með umsókn skal senda afrit af prófvott-
orðum og meðmælum frá skólum og
vinnuveitendum.
Skólastjóri.
Vegna sumarfría
og afleysingaörðugleika verða
eftirfr. breytingar á starfsemi barna-
deildar Heilsuverndarstöðvar Reykja-
vikur i júlimánuði:
1. Kúabólusetningar falla niður frá 1.. - 31.
júli.
2. Breiðholtsútibú verður lokað frá 1. - 23.
júlí, en börn úr þvi hverfi verða afgreidd á
aðalstöð barnadeildar Heilsuverndar-
stöðvar Reykjavikur á meðan á lokun
stendur.
3. Langholtsútibú verður opið á
mánudögum en lokað á fimmtudögum frá
1. - 31. júli.
4. Árbæjarútibú verður opið að vanda á
þriðjudagseftirmiðdögum.
5. 3-4 ára börn verða afgreidd einungis
eftir þvi sem aðstæður leyfa frá 1.-31. júli.
Heiisuverndarstöð Reykjavíkur
Geymið auglýsinguna.
Hjallfiskur h/f
Sel brotaharðfisk,
mylsnu og marineraða síld
næstu daga.
Opið frá kl. 8-6,
laugardaga 1-5
Hjallfiskur h/f
Hafnarbraut 6 — Kópavogi.
j Skjaldhamrar eftir Jónas Árnason_
Fyrsta íslenska leikritíð
á Bretíandseyjum
Jónlna ólafsdóttir I hlutverki sinu.
Rœtt við Jónínu
Ólafsdóttur um
uppfœrsluna á
Skjaldhömrum,
heimsóknina til
Irlands og leik-
húslíf í London
— Jónas hringdi i mig, sagöi
mér að hann væri boðinn með
Skjaldhamra til tslands, bauð
mér að leika aðalhlutverkið og
taka að mér framkvæmdina á
þessu.
Ég hélt satt aö segja að þetta
væri ekki framkvæmanlegt. bað
var enginn peningur i þessu. Og
það er afskaplega erfitt að fá leik-
stjóra i London. Ef þeir eru góðir,
þá eru þeir önnum kafnir.
Það er Jónina ólafsdóttir sem
skýrir okkur frá tildrögum þess,
að fyrsta islenska leikritið komst
á fjalirnar á Bretlandseyjum.
Jónina hefur búið i tiu ár i Lond-
on, þar sem hún lauk námi i leik-
list og giftist siðar David Scott,
leikara.
En ég datt ofan á ágætan leik-
stjóra nánast af tilviljun. Hann er
gamall kunningi okkar Davids, og
heitir Anthony Matheson. Hann
kom i heimsókn til okkar og það
barst I ta) að hann langi til að
koma til Islands. Nú, ég spyr
hann þá hvort hann langi ekki til
þess að setja upp Islenskt verk.
Honum brá svolitið, — en svo fór
hann að athuga þetta nánar — og
tók það að sér.
Þá var eftir aö finna góða leik-
ara sem bæði pössuðu i hlutverkin
og voru lausir. Það tókst líka að
lokum, þó við gætum ekki boðið
fólkinu upp á neitt, nema að taka
þátt i þessu, leika i leikritinu og
fara til trlands. Það var gott að
við gátum komið til Islands. Bret-
arnir okkar eiga það sannarlega
skiiið.
Við æfðum i þrjár vikur i Lond-
on og eina á staðnum i Irlandi.
— bað hefur komið hér I blöðum
að þið hafið fengið góðar undir-
tektir á leikiistarhátiðinni I Dun-
dalk.
— Þær voru frábærar. Við
fengum langbestu undirtektirnar.
Það stóðu allir upp i fagnaðarlát-
um siðast. Það gerðist aldrei ann-
ars. Og svo var okkur boðið að
koma til Dublin i september i
haust á alþjóðlega leiklistarhátið.
En það er ekki alveg útséð um
það, hvort við komumst öll i
haust. Ef einhverjum býðst veru-
lega spennandi atvinnutilboö, þá
geri ég ráð fyrir þvi að þetta þurfi
að vikja. Fólk getur þvi miöur
ekki gefið vinnu sina i lengri
tima.
— En til hvers farið þið þang-
að?
— Til þess að kynna islenska
leikritun. Það er mitt erindi og is-
lendinganna i stykkinu. En þetta
er kannski öðru visi hjá bretunum
okkar. En þeir trúa á það sem
þeir eru að gera i leikritinu. Þeim
finnst þetta gott leikrit.
— Hvernig var á írlandi?
— Fyrstu þrjá dagana fór
ástandið virkilegá I taugarnar á
mér — maður þorði varla að
hreyfa sig, — skíthræddur við
sprengjur og svoleiðis. Beint á
móti leikhúsinu var lika autt
svæði, — þar hafði verið krá, sem
var sprengd upp bara nokkrum
mánuðum áður en við vorum
þarna á ferð. Nú sást hvorki tang-
ur né tötur eftir af henni.
Og það var ofsaleg skoðun á
flugvellinum á leiðinni þangað.
Maður varð að taka slna tösku
sjálfur og koma henni á vélina út
á velli. Það fer engin taska án
þess að það sé maður með henni.
Annars er maður orðinn vanur
þessu i London. Maður fer ekki i
strætisvagn, lest eða i kvik-
myndahús án þess að svipast um,
— maður gáir að sprengjum. Svo
það má segja að maður hafi verið
undirbúinn áður en við komum til
Irlands, — en pressan er miklu
meiri þar á staðnum. Við ætluð-
um að fara i smáferð niður á
strönd, en þar var vegalögreglan
og stoppaði alla bila. Okkur leist
ekkert á þetta. Þaö var ekkert
hægt að fara út úr borginni án
þess að vera stoppaður af her-
mönnum. Og fólkiö er auðvitað
þjakað og þjáð. Það veit t.d.
aldrei hvaða aðili það er sem
stoppar það úti á vegum.
En eftir þvi sem vikan leið fór
maður að venjast umhverfinu og
kannast við fólkið sem var þarna,
og það var afar elskulegt fólk. Þá
fór manni auðvitað að liða betur.
— Hvað segirðu okkur af leik-
húslifi i London?
Mér finnst söluleikhúsin í
London verða voðalega leiðinleg
með timanum. Þetta byggir svo
mikið á hreinu söluefni. Leikhús-
in eru rekin mikið fyrir ferða-
menn. Það eru klassisku verkin
og svo kemur fólk til að sjá þessar
stjörnur sem bera hin stóru
nöfn. En þetta staðnar og festist I
sama farinu. Hins vegar er svo-
nefnt „fringe” leikhús — utan-
garðsleikhús, það eru margs kon-
ar smáhópar sem taka sig saman
og leika á krám og i kjöllurum —
oftast fyrir engin laun. Efniviður I
þessum sýningum höfðar mun
meira til þjóðfélagsins en áður
var.
— Hvað varð um ungu reiðu
mennina?
— Þeir skrifa fyrir pening i
dag. Mér finnst ekkert gaman að
þessu lengur. Ég nenni ekki einu
sinni að fara að sjá nýtt verk eftir
Pinter t.d. Maður hefur séð þetta
áður. En auðvitað er samt alltaf
eitthvað skemmtilegt að gerast,
— það koma nýjar og forvitnileg-
ar sýningar, — ef ekki I söluleik-
húsunum, þá altént utangarðs.
— Hvernig er að vera starfandi
leikkona i London?
— Það er erfitt. Það er afar
erfitt að fá eitthvað að gera. Laun
eru mjög misjöfn og þeim er illa
deilt. Stjörnurnar fá gott kaup, —
en aðrir fá svo miklu minna. Það
þykir gott að fá sem svarar átta-
tiu þúsundum á mánuði. Og i
fyrra t.d. sló umboðsmaðurinn
minn sem þá var, striki yfir alla
sem ekki höfðu a.m.k. 5000 pund i
tekjur á ári. Svo ég þurfti að fá
nýjan umboðsmann.
— Hvert er hlutverk umboðs-
manna?
— Þeir annast kynningu á leik-
urunum og reyna að skapa þeim
tækifæri. Þeir bjóða fólki á sýn-
ingarnar, sjá um samband við
blöðin o.s.frv. En sumir eru mikið
Framhald á bls. 14.
jóhanna Bjarnadóttír frá
A X* * r "1 landiogÞjóðviljans. Jóhanna er
/lílóíirni ATI íiril í Ciftfy ekkja eftir Jón heitinn Bjarna-
son fyrrum fréttaritstjóra Þjóð-
viljans og bjuggu þau lengi i
Jóhanna Bjarnadóttir frá As- heiman i dag. húsinu að Skólavörðustig 19.
garði er 85 ára I dag, 29. júni. Jóhanna hefur um áratuga- Þjóðviljinn flytur afmælis-
Jóhanna býr að Skjólbraut 7 i skeið verið eindreginn liðsmað- barninu árnaðaróskir og óskar
Kópavogi en hún verður að ur sósialiskrar hreyfingar á Is- Jóhönnu alls hins besta.