Þjóðviljinn - 29.06.1976, Qupperneq 12

Þjóðviljinn - 29.06.1976, Qupperneq 12
t H i •• •• Ivo mork frá Teiti r tryggou IA sigurinn — en KR-ingar máttu þakka fyrir að sleppa af Skaganum með aðeins eins marks tap Tvö mörk frá Teiti Þóröarsyni eldfriskum ileiknum gegn KR um helgina, tryggðu akurnesingum eins marks sigur við mikinn fögnuð áhorfenda á Akranesi. Hið fyrra kom á 34 min, eftir varnar- mistök KR-inga en seinna markið fæddist siðan I byrjun seinni hálf- leiks. KR-ingar minnkuðu svo muninn I 2-1 á 34. min. eftir hlé og fleiri urðu mörkin ekki þrátt fyrir góð tækifæri beggja aðila. 1 heild var þessi leikur hinn ágætasti þrátt fyrir rakan gras- völlinn og dálitið rok. Einkum voru það skagamenn sem sýndu á köflum skemmtilega tilburði með þá Teit Þórðarson, Karl Þórðar- son og Jóhannes Guðjónsson sem bestu menn. KR-ingar léku undan vindi i byrjun og sóttu þá nokkuð stift framan af. Hálfdán örlygsson misnotaði dauðafæri snemma I leiknum og Karl Þórðarson sömuleiðis uppi við hitt markið. En á 34. min. hafnaði boltinn loks i netmöskvum KR-inga. Mistök urðu i KR-vörninni. Ölafur Ólafsson skallaði boltann niður til Karls Þórðarsonar sem sendi á Teit i dauðafæri og boltinn var af- Eftir nær látlausa en árang- urslausa sókn Víkinga gegn FH á Laugardalsvellinum á sunnu- dagskvöldið fengu þeir gullið tækifæri að hreppa bæði stigin i leiknum, er Guðjón Finnboga- son dæmdi vitaspyrnu á FH fimm minútum fyrir leikslok eftir að Helgi Ragnarsson hafði brugöiö fæti fyrir Stefán Hall- dórsson. En Eirfki Þorsteins- syni mistókst vltaspyrnan hrapalega boltinn flaug langt utan marksins, og markalaus leikur var staðreynd. Veðrið var eins og best verður kosið, völlurinn eins og teppi, en leikurinn lélegur. Víkingar höfðu alla yfirburði i leiknum en uppskáru ekki árangur erfiðis sins eins og áður segir. Til marks um sóknarþunga þeirra i leiknum má nefna að þeir fengu 10 hornspyrnur á FH i leiknum en FH aðeins þrjár. Sókn Vik- inga beindistum of upp miðjuna en kantarnir litt notaðir. Með þessu leiklagi tekst ekki að skora mörk, þetta vita allir og allir tala um, en eins og áður: ákafinn ber yfirvegunina ofur- liöi og árangurinn eftir þvi. Strax i byrjun leiksins kom forsmekkurinn að þvi er verða vildi:Eirikur átti hörkuskot rétt yfir markið. Næsta umtalsverða tækifæri Víkinga var nokkru eftir miöjan fyrri hálfleik er Óskar skaut föstu skoti af stuttu færi beint i fang Ómars mark- varðar og tveim mínútum siðar komst FH-markið I einna mesta hættu i leiknum, þegar ómar hirti boltann af tánum af óskari greiddur með það sama I netið þrátt fyrir þrönga aðstöðu. A 2. min. seinni hálfleiks var Teitur aftur á ferðinni. Arni Sveinsson tók hornspyrnu, Jón Gunnlaugsson skallaði til Teits sem sendi boltann i markið. Um miðjan hálfleikinn skoraði KR nokkuð óvænt. Hálfdán óð um kantinn og gaf fyrir til Jóhanns Torfasonar sem skallaði i netið 2- i. KR-ingar tóku mikinn fjörkipp og sóttu af þunga I kjölfar marks- ins en smám saman náðu skaga- menn á ný tökum á leiknum og héldu áfram aðhafa frumkvæðið. Undir lokin bjargaði Magnús Guðmundsson markvörður tvi- vegis stórglæsilega og skömmu áður hafði Jón Gunnlaugsson átt skot i markstöngina. Karl Þórðarson sýndi stjörnu- leik að þessu sinni og dansaði i gegnum KR-vörnina fram og til baka. Einnig kom Teitur vel frá sinu ásamt Jóhannesi i vörninni. Hjá KR bar mest á þeim Magnúsi markverði, Ottó Guðmundssyni og Halldóri Björnssyni. Dómari var Rafn Hjaltalin og dæmdi hann mjög vel. Ólafur Ólafsson fékk gula spjaldið. —gsp eftir góða sendingu frá Jóhann- esi, vel gert hjá ómari sem átti einn sinn besta leik i mótinu. Aðeins tvivegisreyndi á Diörik i Vikingsmarkinu I þessum hálf- leik og raunar i öllum leiknum, i bæði skiptin eftir hornspyrnu, og stóð Diðrik vel fyrir sinu. í siðari hálfleik héldu Viking- ar uppi sókninni af öllu meiri ákafa en áður en með sama árangri. FH-ingar gerðust harð- ari i vörninni er þeir eygðu ann- að stigið I leiknum eftir þvi sem á leið. Skömmu eftir miðjan hálfleikinn var harkan i há- marki og fengu þá þrir leik- menn að sjá gula spjaldið með nokkurra minútna milli bili, Vikingarnir Ragnar Gislason og Adolf Guðmundsson og Pálmi Sveinbjörnsson FH. Bestu menn i liöi Vikings voru þeir Stefán Halldórsson og Róbert Agnarsson, sem er geysisterkur i vörninni og kem- ur vei fram i hornspyrnum og innköstum nærri markinu. Vik- ingar hafa aðeins tapað þrem stigum i mótinu og eru jafnir Val i efsta sæti með einum leik fleiri. Höfuðstyrkur FH-liðsins er aftasta vörnin en framlinan er gjörsamlega bitlaus enda hefur liðið ekki skorað nema 5 mörk i 8 leikjum. Að vanda var Ólafur Danivalsson skástur i sókninni, en Vlkingar höfðu á honum góð- ar gætur. Ahorfendur voru fáir I sumar- bliðunni á Laugardalsvellinum. — Hj.G. Hinrik Þórhallsson færði Breiðabliksmönnum tvö stig á silfurfati er hann skoraði þrjú mörk I ieiknum gegn Þrótti sem fór fram I Kópavogi á sunnudags- kvöld. 1 leikhléi hafði Þróttur yfir 2-1 en Hinrik jafnaði og skoraði slðan sigurmarkið eftir laglegt gegnumbrot Gisla Sigurðssonar á siðustu sekúndu leiksins. Guð- mundur Haraldsson dómari flautaði markið löglegt, hljóp siðan að miðjunni og flautaði leik- inn af. Vonsviknir Þróttarar hentu sér niður og engum dylst að þeir höfðu barist eins og úthaldið frekast leyfði. Lengi vel virtist þessi ómælda barátta ætla að færa þeim langþráð stig I 1. deildarkeppninni en með siðasta marki Hinriks var sú von úti og hefur Þróttur þá farið I gegnum alla fyrri umferðina án þess að ná stigi. Greinilegt var á liði Þróttara að breyting hefur orðið á i þeim her- búðum. Liðið var frisklegra að sjá en fyrr, barátttan I hámarki og leikgleðin meiri en sést hefur I sumar. Þeir höfðu tapað siðasta leik sínum á tveimur ódýrum mörkum Vikinga og nú átti að hefna þeirra ófara. Breiðabliksmenn mættu hins vegar að venju með „samspils- hugsjónina” i broddi fylkingar og uppskáru mark strax á 5. min. Laglega var spilað upp völlinn, boltinn gekk frá manni til manns uns Gisli Sigurðsson sendi til Hin- riks sem sigraði i kapphlaupi við Jón Þorbjörnsson markvörð og skoraði 1-0. A 30. min. jafnaði Þróttur. Þar var að verki Þorvaldur Þorvalds- son, sem þarna lék sinn fyrsta leik I sumar og var stöðugt ógn- andi. Hann notfærði sér mis- heppnaða sendingu Breiðabliks- manns, fékk boltann I opnu færi og þakkaði fyrir sig með skoti sem Sveinn Skúiason í ureioa- bliksmarkinu réði ekki við. 45. min. gaf Þrótturum annað mark. Aftur var Þorvaldur þar að verki eftir misskilning milli markmanns og bakvarðar, sem skullu saman, boltinn hrökk úr fangi Sveins til Þorvaldar sem skoraði i mannlaust markið. Staðan I leikhléi var þvi 2-1 og mátti sjá á Þrótturum að það átti aö halda fenginni forystu. Þó liðu ekki nema fimm min. þar til Hinrik Þórhallsson jafnaöi metin. GIsli Sigurðsson tók hornspyrnu, Ólafur Friðriksson skaut að marki en boltinn hrökk til Hinriks sem skoraði. Eftir þetta datt fjörugur leik- urinn svolitið niður. Bæði liðin virtust hætta að spila upp á að skora fleiri mörk og varkárnin sat I fyrirrúmi. Hjá Þrótturum hillti undir fyrsta stigið en 45, minútan átti eftir að verða örlagarik. Það var enn einu sinni GIsli Sigurðsson sem undirbjó þá árás. Hann braust í gegnum vörn Þróttar, komst inn fyrir á vinstra kanti og sendi fyrir markið. Ólafur Friðriksson skaut að marki, aftur hoppaði boltinn út til Hinriks sem skoraði með föstu skoti af stuttu færi. 3-2 sigur var staðreynd, leikúrinn var flaut- aður af nánast um leið og ekki tók þvl að byrja með boltann að nýju. Hjá Breiðabliki var Einar Þór- hallsson að venju góður en maður leiksins var þó bróðir hans Hinrik, sem barðist mjög vel og skoraði öll þrjú mörkin. Þessi markheppni miðherji Blikanna hefur verið drjúgur i sumar, si- vinnandi og ógnandi. Sömuleiðis átti Vignir Baldursson góðan leik að ógleymdum Þór Hreiðarssyni sem hafði góða yfirferð, sótti boltann margoft i vörnina og skilaði honum vel frá sér, — hans langbesti leikur I sumar. Lið Þróttar átti skilið annað stigið i þessum leik. Baráttan var mikil og mörg markskot þeirra Framhald á bls. 14. Þróttarar köstuöu sér vonsviknir I völlinn er Hinrik skoraði þriöja markiö. Fjær sést I dómarann yfirgefa völlinn meö boltann I hendinni — leiknum var lokiö. Myndir: — gsp Yíkingum mistókst að skora gegn FH Misnotuðu vítaspyrnu í leikslok > Einar Þórhallsson er hér kominn Isóknina en Jón Þorbjörnsson er til varnar og haföi vinninginn eins og svo oft I þessum leik. Hinrik sá um að afgreiða Þrótt! — er hann skoraði þriðja mark sitt á síðustu sekúndunni og slökkti þar með síðustu von þróttara um að ná stigi úr fyrri umferðinni

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.