Þjóðviljinn - 22.07.1976, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 22.07.1976, Blaðsíða 9
8 SÍÐA — ÞJODVILJINNvFimmtudagur 22. júll 1976. Fimmtudagur 22. JÚH 1976. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 Montreal ’76 Heimsmet strax í imdanrás- iimmi í 4x200 m. boðsundi Lndanrásir I 4x200 m fjórsundi karia fóru fram i gær og þá þegar setti banda- riska sveitin heimsmet, synti á 7:30,33 min. en áöur haföi so- véska sveitin, sem var i riöli á undan, sett OL-met, 7:33,21 min. Eidra heimsmetiö átti önnur bandarisk sveit,og var þaö 00,22 sek. lakara. i bandartsku sveitinni voru Tim Shaw, Mike Bruner, Bruce Furniss og Doug Northway. Úrslitakeppnin fór fram i nótt sem leiö, og þvi getum við ekki sagt frá endanlegum úrslitum fyrr en á morgun, en þarna veröur um öruggan sigur bandarikjamanna aö ræða. Handbolti Ekkert óvænt geröist f siö- ustu leikjunum I handknatt- leik á Óly mpiuleikunum i Montreal, úrslit uröu þessi: Júgóslavia — Danmörk 25:17 (13:5) Sovétr. — Kanada 25:9 (12:5) Tékkóslóvakia — Túnis 21:9 (10:3) Rúmenia—USA 32:19 (16:8) Póliand —Ungverjal. 18:16 V-Þýskal.—Japan 19:16 (11:5) Körfubolti Allt viröist stefna aö þvi, að það veröi sovétmenn og bandarikjamenn, sem leiki til úrslita I körfuknattleiknum á Ólympiuleikunum i Montreal, alveg eins og I Munchen, en þá sigruöu sovétmenn mjög ó- vænt eins og menn eflaust muna. En lítum á úrslit siöustu leikja i körfunni I Mon- treal. Júgóslavia — Tékkoslóvakia 99:81 (51:43) Bandar. — Puerto Rico Rico 95:94 851:51) Þessi naumi sigur banda- rikjamanna koin mjög á ó- vart. Flestir bjuggust viö stór- sigri eftir aö júgóslavar höföu sigrað puerto rico-mcnn með nokkrum yfirburöum Fótbolti Urslit leika i knattspyrnu á Ólympiuleikunum igær: Kúba — íran 0:1 (0:1) Þaö var snilldar mark- varsla iranska markvarðarins sem færöi irönum þennan ó- vænta sigur. Brasilia — Spánn 2:1 (1:1) Sigurmark brasiliumanna var skoraö úr vitaspyrnu á 47. mínútu leiksins. Brasiliumenn náöu forystu á 7. min., en spánverjar jöfnuöu seint i fyrri hálfleik. Atta heimsmet í níu fyrstu sundgreinunum A-þjóðverjar halda ófram að einangra kvennagreinarnar °g bandaríkjamenn karlagreinarnar — aðeins einn a-þýskur karlmaður virðist blanda sér í baráttu bandaríkjamannanna Hin harða barátta milli bandaríkjamanna og a- þjóðverja í sundinu á olympiuleikunum heldur áfram og harðnar með hverri greininni. A-þýsku stúlkurnar einoka kvenna- greinarnar gersamlega/ en bandaríkjamenn karla- greinarnar, nema hvað út- lit er fyrir að Roger Pyttel frá A-Þýskalandi muni blandasér ítoppbaráttuna i 100 m flugsundi karla, hann náði bestum tíma allra keppenda í milliriðla- keppninni i þessari grein, en úrslitin fóru svo fram í nótt er leið. Þá vekur það einnig mikla at- hygli hve framfarirnar eru stór- stigar i sundinu. I þeim 9 greinum sundsins, sem keppt hefur verið til úrslita I, hafa verið sett 8 heimsmet og tugir Ólympiumeta, þar sem þau voru bætt hvað eftir annað i riðlakeppninni. Allir muna sjálfsagt eftir hin- um mikla sundmanni frá ÓL i Munchen, Mark Spitz, sem sigraði I 5 greinum og setti heims- met i þeim öllum. Timar hans sem þá voru heimsmet, hefðu ekki dugað nú til aö komast i úr- slit svo stórstigar hafa fram- farirnar i sundinu verið. En litum nú á úrslitin i siðustu sundgreinunum: 100 m. bringusund karla 1. John Hencken, USA 1:03,11 min. (heimsmet) 2. David Wilkie, Bretl. 1:03,43 min. 3. Arvidas Iuozaytis, Sovétr. 1:04,23 min. 1500 m. skriðsund karla 1. Brian Goodell, USA 15:02,40 min. (heimsmet) 2. Bobby Hackett, USA 15:03,91 min. 3. Stephen Holland , Astral. 15:04,66 min. 400 m. skriösund kvenna 1. Petra Thumer, A-Þýskal. 4:09,89 min (heimsmet) 2. Shirley Babashoff, USA 4:10,46 min. 3. Shannon Smith, Kanada 4:14,60 min. Breiðablik vann bikarinn í 2. fl. r Hneykslanleg framkoma KSI Breiðablik sigraöi ÍBK meö einu marki gegn engu i úrslita- leik Bikarkeppni KSÍ i 2. flokki sem fram fór i felum á Melavcll- inum á mánudag. Einn af fáum áhorfendum að leiknum hringdi til Þjóðviljans i gær og lýsti hneykslun sinni á þeirri vanvirðu sem KSl sýndi á þessum leik á allan máta. Leikurinn var ekki auglýstur, og iþróttafréttaritarar blaðanna ekki látnir vita að þessi leikur ætti að fara fram þetta kvöld. Enginn fáni var dreginn að hún eins og venja er, nöfn liðanna voru ekki sett á markatöflu og klukkan ekki höfð i gangi. Að loknum leiknum skokkaði Hilmar Svavarsson formaður móta- nefndar KSl inn á völlinn og af henti fyrirliöa Breiðabliks bik- arinn án þess leikmenn fengju ráðrúm til að stilla sér eða áhorf- endur tækifæri til að hlýða á orð hans. Skyldi sú fyrirlitning sem KSl sýndi þessum leik stafa af þvi, að þarna voru tvö utanbæjar- lið að keppa til úrslita um bik- arinn? Heimsmetin í lyftingum halda áfram að falla l öllum þeim þremur þyngdarf lokkum í lyft- ingum sem keppt hefur veriö i á ölympíuleik- unum hafa verið sett ný heimsmet og nú síðast í f jaðurvigtinni, þegar sovétmaðurinn Nikolai Kolesnikov sigraði; lyfti hann samtals 285.00 kg. sem er ölympíumet, en í jafnhöttun setti hann heimsmet; lyfti hann 161,5 kg. sem er hálfu kg. betra en eldra metið sem hann átti sjálfur. Annars urðu úrslitin i fjaður- vigt þessi: 1. Nikolai Kolesnikov, Sovétr. 285,00 kg. 2. Georgi Todorov, Búlgar. 280.00 kg. 3. Kazumasa Hirai, Japan 275.00 kg. 4. Takashi Saito Japan 262,5 kg. 5. Edward Weitz Israel. 262,5 kg. Nikolai Kolesnikov, sem er aðeins 24ra ára gamall, vann þarna auðveldan sigur yfir búlgaranum Todorov, sem á heimsmetiö i samanlögðu 287,5 kg., og áttu flestir von á þvi, að hann myndi sigra í þessari grein. Nikolaj Andrianov, sigurvegarinn i einstaklingskeppn- inni í fimleikum karla á ÓL. KYNNING A ISLENSKU ÓLYMPÍUKEPPENDUNUM Er það ekki þetta sem alla dreymir um? Rætt við Þórdisi Gísladóttur hástökkvara Yngsti keppandinn i islenska Olympiuliöinu er Þórdis Gisla- dóttir IR sem keppir Ihástökki á leikunum. Hún er aöeins 15 ára gömul, siöan i mars. sl., hefur veriö nemandi I Hliöarskóla en hefur lokiö skólagöngu sinni þar og veröur I Vöröuskóla næsta vetur. — Ég byrjaöi i Iþróttum áriö 1972, segir Þórdis, þegar ég ræddi viö hana á heimili hennar daginn áöur en hún hélt til Montreai. Ég tók þá þátt i þri- þrautarkeppni sem haldin er i skólunum á vegum Frjálsi- þróttasambands tslands. Mér tókst aö komast I úrslitakeppn- ina sem fram fór á Laugarvatni og varö þar þriöja i mfnum ald- ursflokki, 11 ára. t þríþrautinni er keppt i boltakasti, 60 m hlaupi og hástökki og stökk ég 1,35 I þessari fyrstu keppni minni i hástökkinu. Ég haföi ekkert æft þegar ég fór I þessa keppni og byrjaöi ekki á þvi fyrr en áriö eftir. Ein stelpan i skólanum þekkti Guö- mund Þórarinsson þjálfara hjá tR og viö fórum allar i bekknum á æfingu. Þær hættu aUar en ég ein hélt áfram og keppti nokkr- um sinnum þá um sumariö, aðallega I hlaupum. Um veturinn æföi ég svo af kappi og sneri mér þá aö há- stökkinu. t fyrrasumar var ég valin i Kalottkeppnina og náöi þar ööru sæti, stökk 1,62 m. Um haustiö fór ég svo á Andrésar Andar-leikana i Noregi og í svipaöa keppni i Sviþjóö sem kenndir eru viö ,,KaIla frænda”. Þar stökk ég 1,63 m og varö i 3. sæti. t fyrravetur reyndi ég aö fara á hverja æfingu, þaö vildi þó stundum farast fyrir fram eftir vetri, en eftir jólæföi ég á hverj- um degi. Ég tók þátt I fjórum eöa fimm mótum innanhúss um veturinn og á móti I Kópavogi jafnaöiég tslandsmetiö 1,63 m. t febrúar tókst mér svo aö slá metiö, stökk 1,65 m og stendur þaö met enn. Á fyrsta mótinu nú i vor, Vor- móti tR, stökk ég 1,60 i vondu veöri viö slæmar aðstæöur. t kvennalandskeppninni i Finn- iandi 11. júni tókst mér svo aö setja nýtt islandsmet 1,73 m, fyrra metiö átti Lára Sveins- dóttir. Þar meö náöi ég Olym- piulágmarkinu sem var 1,72 m. t Kalottkeppninni hér i Reykja- vik i þessum mánuöi stökk ég 1,72 og reyndi viö nýtt tslands- met 1,75 m en tókst ekki þótt litlu munaöi. Ég hafö alls ekki hugleitt aö svo gæti fariö aö ég yröi valin til aö fara á Olympiuleikana fyrr en ég haföi náö lágmarkinu en siðan hef ég búiö mig undir þetta eins og ég hef framast get- aö. Mér er alvegljóst hvaö ég er langtá eftir þeim bestu i þcssari keppni, heimsmetið I þessari grein er 1,96. Ég set mér þaö mark fyrst aðkomast yfir byrj- unarhæöina 1,70 m og svo verö- ur þetta aö fara eins og þaö fer. Þótt ég geri mér engar vonir um árangur þá hlakka ég til aö vera innan um þessar stóru stjörnur og sjá þaö sem fram fer. Éghefaldrei séö neitt þessu likt, og er þaö ekki þetta sem alla iþróttamenn dreymir um — aö komast á Olympiuleikana? Þórdis Gisiadóttir. Æðisgengin barátta á milli sovétmanna og japana í fimleikum Aðeins 0,40 stig skildu í milli þeirra í flokkakeppninni sem lauk með sigri japana — Nikolaj Andrianov sigraði í einstaklingskeppninni Japanir, sem jafnan hafa sigr- aö i flokkakeppni karla i fimleik- um á Ólympiuleikum, brugöu ekki útaf þeirri venju sinni I Montreal. En naumur var sigur- inn, naumari en nokkru sinni fyrr. Aðeins 0,40 stig skildu á milii þeirra og sovétmanna, japanir hlutu 576,80 stig en sovétmenn 576,40 stig. 1 3. sæti uröu a-þjóö- verjar meö 564,60 stig, i 4. sæti ungverjar meö 564,40 stig, 5tu v- þjóöverjar meö 557,40 stig. 6. rúinenar með 557,30 stig, 7. bandarikjamenn meö 556,,10 stig 8. svisslendingar með 550,60 stig 9. tékkar meö 550,10 stig og 10. frakkar með 546 stig. ■ t einstaklingskeppninni sigraði sovétmaðurinn Nikolaj Andri- anov, hlaut 116,50 stig. Sigur hans kemur nokkuð á óvart, þar sem japanir hafa oftast sigrað lika i einstaklingskeppninni. Mjög mikil læti urðu meðal á- horfenda þegar Andrianov fékk aðeins 19,65 stig fyrir æfingar á hárri slá, og aftur æstust áhorf- endur þegar japaninn Kato fékk aðeins 19,80 stig fyrir æfingar i hringjum. En úrskurði dómara var ekki breytt, jafnvel ekki þótt sovéski þjálfarinn gengi til dómara til að gera athugasemd, enda var um hreint hneyksli að ræða, þegar Andrianov fékk aðeins 19,65 stig, og sumir vildu kenna hlutdrægni um, en alla vega varð þessi furðu- lega einkunn til þess að sovét- menn misstu i fyrsta sinn af sigri i flokkakeppninni i íimleikum karla á Ólympiuleikum. YIKINGUR UR LEIK eftir tap fyrir Breiðabliki Síðasta að vinna titilinn slokknaði Kópavogi von Víkings um íslandsmeistara í knattspyrnu í rigningunni í í gærkvöld. Breiðablik var betra liðið og vann sannfærandi sigur 3:1. Hinn leikni framherji Breiða- bliks Gisli Sigurðsson skoraði fyrsta markið er 18 min. voru liðnar af leik. Þetta var eitt fal- legasta mark sem lengi hefur sést hér. Gisli fékk sendingu fram og vippaði knettinum fram fyrir sig með hælnum inn i vitateig og þrumuskot fylgdi, óverjandi fyrir Diðrik i markinu. A 32. min, bætti Vignir Baldurs- son ööru marki við fyrir Breiða- blik með skoti af vitateig, boltinn lenti i varnarmanni Vikings og breytti um stefnu svo mark- vörður fékk við ekkert ráðið. Breiðablik lék skinandi vel i fyrri hálfleik og réð lögum og lofum á vellinum en gaf þó eftir i lok hálfleiksins. Aðeins einu sinni komst mark Breiðabliks i hættu, er Óskar skallaði boltanum i þverslá. I siðari hálfleik snerist dæmið viö. Breiðablik lagðist i vörn, ætlaði sýnilega að halda þessu tveggja marka forskoti. Vikingar sóttu ákaft og markið lá i loftinu. Á 12. min bar svo sóknin árang- ur. Haraldur Haraldsson gaf góða sendingu fyrir mgrkiö þar sem Stefán Halldórsson var óvaldaður og skallaði i mark. Þarna var vörn Breiöabliks illa á verðinum. Smám saman fór vonleysiö að segja til sin sin hjá Vikingum og Breiðabliksmenn fengu hættuleg færi með löngum sendingum fram völlinn. Og 3 min. fyrir leikslok gerði Breiðablik út um og bætti við þriðja markinu. Einar Þórhallsson skallaði fyrir markið úr hornspyrnu frá vinstri og bróðir hans Hinrik fékk knöttinn og skoraði viðstöðulaust. Vikingsliðið virðist alveg heill- um horfið eftir að hafa lengi fylgt Val fast eftir i baráttunni um is- landsmeistaratitilinn, og er þetta þriðji tapleikur liðsins i röð. Eins og oftast áður sýndu þeir Róbert Agnarsson og Stefán Halldórsson bestan leik þeirra Vikinga. Breiðablik hefur sótt sig mjög eftir þvi sem liður á mótið eftir heldur slaka byrjun og var þetta langbesti leikur liðsins i sumar. Bestu menn liðsins voru þeir Gisli Sigurðsson og Vignir Baldursson. Dómari var Grétar Norðfjörð og sýndi hann einum leikmanna gula spjaldið, Ólafi Hákonarsyni markverði Breiðabliks, er hann ætlaði að fara að hjálpa Grétari Framhald á 14. siðu. Bandariskt gull i dýfingum Bandariska stúlkan JenniferChandler sigraöi meö miklum yfirburöum i dýfing- um kvenna af 3ja metra bretti á Ólympiuleikunum i Montreal og færöi bandaríkja- mönnum þar meö óvænt en dýrmætt gull i hina höröu verölaunakeppni leikanna. Crslitin í dýfingum af 3ja metra bretti uröu sem hér scgir: 1. Jennifer Chandler USA 506,19 stig. 2. Christa Kohler, A-Þýskal. 469,41 st. 3. Chyntia Mcingvala, USA 466,83 stig. 4. Heidi Ramlow. A-Þýskal. 462,15 st. 5. Karin Guthke, A.Þýskal. 459,81 st. r Ovæntur a-þýskur sigur A-þjóðverjinn Klaus-Jurgen Grunke sigraöi mjögó'æut i 1000 m hjólrciöakeppninni á ÓL I gær.Fram til þessa hafa „flötu löndin” Holland, Belgia og Danmörk átt bestu hjól- reiöamennina, og þvi kom sig- ur a-þjóöverjans svo mjög á óvart. Annars uröu úrslitin þessi: 1. Hans-Jurgen Grunke, A-Þýskal. 1:05,927 min. 2. Michel Vaarten, Belgiu 1:07,516 min. 3. Niels Fredborg, Danm. 1:07,617 min. 4. Janusz Kierzkowski, Póll. 1:07,660. 5. Eric Vermeulen, Frakkl. 1:07,846. Montreal 76 Gull, silfur brons Bandarikin A-Þýskaland Sovétrikin V-Þýskaland Búlgaria Pólland Ungverjaland Belgia Rúmenia Bretland Danmörk Kanada íran Austurriki Holiand Japan ttalia Astralia g s b 7 6 2 5 3 3 3 0 1 1 1 1 1 0 0 0 3 0 0 1 0 0 10 0 1 0 0 10 0 0 2 0 0 1 0 0 1 0 0 1 0 0 1 0 0 1 0 0 1 0 0 1

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.