Þjóðviljinn - 22.07.1976, Blaðsíða 16
DJOÐVIUINN
Fimmtudagur 22. júlí 1976.
Harðorð
mótmæli
gegn úr-
skurði
kjara-
nefndar
frá trúnaðarm,-
ráði SFR
I fyrrakvöld var haldinn fundur
trúnaðarmannardðs i stærsta
félaginu innan BSRB, Starfs-
mannafélags rikisstofnana.
Fundarmönnum var heitt i hamsi
út af úrskurði kjaranefndar um
kjör rikisstarfsmanna. Margir
tóku til máls og voru sammála
um að þessi úrskurður yrði til að
þjappa opinberum starfsmönnum
saman um allsherjarverkfall á
næsta ári. Sumir vildu jafnvel
fara út i alvarlegar aðgerðir fyrr.
Tvær ályktanir voru samþykktar
á fundinum og fara þær hér á
eftir:
„Enn einu sinni hefur Starfs
mannafélag rikisstofnana orðið
að sæta úrskurði svo kallaðrar ó-
hlutdrægrar nefndar um kjara-
mál félagsmanna. Úrskurðurinn
sýnir ljóslega að ekkert tilllit hef-
ur verið tekið til kröfugerðar
félagsins — hins vegar ganga rök-
semdir rikisvaldsins eins og
rauður þráður i gegnum úrskurð-
inn. En vinnubrögð nefndarinnar
eru einnig forkastanleg að öðru
leyti. T.d. er úrskurðað um störf,
sem ekki eru lengur til, önnur
hverfa og enn önnur lækka. Dæmi
er meira að segja til um að mað-
ur, sem hefur verið látinn i rúmt
ár, fær eins flokks hækkun 1. júli
og annan flokk um áramót.
Trúnaðarmannaráð Starfs-
mannafélags rikisstofnana mót-
mælir harðlega þessum úrskurði
Kjaranefndar. Kjaranefnd hefur
með þessum úrskurði gefið út
mjög skorinorða yfirlýsingu um
hvernig hún litur á hlutverk sitt.
Það er um leið yfirlýsing til rikis-
starfsmanna að nú þurfi að
breyta um starfsaðferðir.
Trúnaðarmannaráð Starfs-
mannafélags rikisstofnana bend-
ir á að úrskurður nefndarinnar er
enn ein röksemdin fyrir þvi hve
Framhald á bls. 14
Millisvæðamótið
í Sviss
Smysloff og
Byme efstir
i
eftir 7 umf.
I 7. umferð á millisvæða-
mótinu i Bienne i Sviss urðu
úrslit þessi: R. Castro frá Col-
umbiu vann Geller, Larsen
vann Lombardy. Jafntefli
gerðu Byrne og Sanguineti,
Rogoff og Diaz, Anderson og
Petrosjan, Smysloff og
Sosonko. Aðrar skákir fóru i
bið.
Smysloff og Byrne eru nú
efstir i mótinu með 5 vi'nninga.
Petrosjan, Larsen og Hubner
eru með 4 l/2v., Portisch,
Csom, Smejkal, Matanovic og
Sosnko með 31/2 v. Tal og
Gulko með 2 1/2 v. Rogoff,
Sanguineti, Anderson, Castro
og Geller með 2 v. og Diaz með
1/2 vinning.
Togarsjómenn eru stoltir af starfisinu. Samt fylgir þvi mikii streita.
Sjómenn eru stoltir af
starfi sínu
Könnun á lífi togara-
sjómanna
Fyrir um það bil ári siðan átti
Tómas Helgason prófessor frum-
kvæði að þvi að kanna heilsufar
og féiagsaðstöðu islenskra sjó-
manna. Hann fékk til liðs við sig
Þorbjörn Broddason félagsfræð-
ing, Harald ólafsson mannfræð-
íng og Gylfa Asmundsson sál-
fr. Siðan drógust inn I rann-
sóknina læknarnir Jón Stefánsson
og Helga Hannesdóttir. Sjómenn
eru mikilvægur þjóðféiagshópur
sem býr við crfiðar aðstæður og
að baki þessari könnun lá þjóö-
hagslegur og fræðilegur áhugi.
Segja má að könnunin sé enn
frekar stutt komin. en þó liggja
nokkrar niðurstöður fyrir. Haft
var samband við Þorbjörn
Broddason og hann spurður
tiðinda um þetta mál.
— Hvernig hefur könnunin
farið fram Þorbjörn?
— Hún náði til áhafnar eins
togara og samanburðarhóps
verksmiðjufólks i landi. Við
höfum unnið upp bráðabirgða-
niðurstöður og þó að þetta sé litill
hópur eru þær athyglisverðar.
— Geturðu sagt mér eitthvað
frá niðurstöðum?
— Það sem stingur strax í augu
er að áhöfn togarans er að meðal-
tali miklu yngri i árum heldur en
starfsmenn verksmiðjunnar.
Meðalaldur áhafnarinnar er 32,2
ár en i verksmiðjunni allri 48,3ár.
Hér er þvi 16 ára aldursmunur og
er það áreiðanlega ekki sérkenni
á þessum togara sem við rann-
sökuðum. Togarasjómenn endast
skemur. Það er eitt helsta vanda-
mál þeirra. Á tiltölulega ungum
aldri þurfa þeir að leita sér að
nýju starfi, þá orðnir þaulvanir á
sjónum.
Útflutningur — innflutningur:
Álið gerði strik
í reikninginn
1200 miljóna halli sé það undanskilið
1 júni sl. voru fluttar út vörur
frá álverksmiðjunni fyrir 1,5
miljarða króna, en innflutningur
til verksmiöjunnar nam um 280
milj. kr. þannig að þessi mikli
munur álverksmiðjunnar hefur i
för með sér að vöruskiptajöfn-
uðurinn verður hagstæður i sl.
mánuði um 15 miljónir króna sem
er að visu ekki há tala i 8000
miljóna króna umsetningu út-
flutnings og innflutnings i mánuð-
inum.
í sama mánuði i fyrra var vöru-
skiptajöfnuðurinn alls óhag-
stæður um 5.3 miljarða, en þá var
vöruskiptajöfnuöur álverksmiöj-
unnar allt annar en nú.
Útflutningur alls i júní sl. nam
8.097 milj. kr. en innflutningur
8.082 milj. kr. Mismundur 15 milj.
kr. Á fyrstu sex mánuðum ársins
(1975 i svigum) var útflutning-
urinn alls 32.668 (21.465) milj. kr.,
en innflutningurinn 36.634 (35.179)
milj. kr.
Af útflutningnum var álverk-
smiðjan með 5.062,4 (1.294,6)
milj. kr., en af innflutningnum 279
(1.600) milj. kr.
Af innflutningi má nefna: Skip
á fyrstu sex mánuðum ársins
fyrir 1.262,7 (3,662,8) milj. kr.,
flugvélar fyrir 46.5 (26.0) milj.
kr., til Landsvirkjunar 952,7
Framhald á 14. siðu.
— Hvað veldur því að menn
fara til sjós?
— Þetta er spurning sem við
veltum talsvert fyrir okkur. Þorri
sjómanna á þessum togara hóf
störf á 15-17 ára aldri og það er
ekki sérislenskt fyrirbæri. Við
spurðum m.a. hvort þetta væri
fjölskylduhefð og völdum þá út
jafnstóran hóp i verksmiðjunni
með sömu menntun og á sama
aldri. Niðurstöður bentu til þess
að svo væri. Miðað við 23 togara-
sjómenn og jafnmarga verk-
smiðjumenn höfðu feður þeirra
verið sjómenn i 9 tilvikum hjá
togaramönnum, en 8 hjá verk-
smiðjumönnum. Hins vegar hafði
enginn afi verksmiðjumanna
verið sjómaður en 10 föðurafar og
4 móðurafar sjómannanna.
— Voru fleiri marktækar
niðurstöður?
— Já, það kom skýrt fram að
sjómenn eru stoltir af starfi sinu
og upplifa það sem feikiþýðingar-
mikið. En hvað það er, sem þeim
þykir að gefi þessu starfi svona
mikið gildi, er fjölbreytilegt. Hins
vegar komu tveir skýrir þættir
fram þegar spurt var um van-
kanta á starfinu. 1 fyrsta lagi eru
fjarvistir frá fjölskyldu mesti ó-
kosturinn og i öðru lagi erfið
vinnuskilyrði vegna veðurs.
— Hverjir eru mestu
erfiðleikarnir i sambandi við
fjarvistir frá heimili?
— Það eru bæði sálrænir og
likamlegir kvillar sem koma i ljós
hjá sómönnum. Þeir njóta litils
fjösk.lífs, eru kannski i landi
30 tima i senn og þurfa þá að fást
við ýmis vandamál sem aðrir
geta rætt á hverju kvöldi. Það er
þvi mikið lagt á fjölskyldur
þeirra. í athugunum kemur
fram að streita og likamleg á-
reynsla sjómanna er meiri en
verksmiðjuhópsins. Hins vegar
benti ekkert til að drykkjuskapur
þeirra væri meiri en gengur og
gerist.
— Ætlið þið að halda könnun-
inni áfram?
— Já við ætlum að stækka
úrtakshópinn. Það skal tekið
fram að við höfum notið góðrar
samvinnu við sjómannasamtökin
og Guðmudnur Hallvarðsson á
skrifstofu Sjómannafélagsins
hefur verið okkur sérstaklega
innan handar. Þessi rannsókn er
að þvi leyti skemmtileg að þetta
er samvinna fræðigreina á breiðu
sviði og milli deilda i háskól-
anum. Það þykir okkur mikils
virði.
—GFr.
Vörubíla l
hjólbarÖar I
Kynnið ykkur hin hagstæðu verð.
TÉKKNESKA BIFRE/ÐAUMBOÐIÐ I
Á ÍSLAND/ H/F
AUÐBREKKU 44—46 KÓPAVOGI SÍMI 42606 [