Þjóðviljinn - 10.08.1976, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 10.08.1976, Qupperneq 3
Þriöjudagur 10. ágúst 1976 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 Bardagar að nýju Beirút 9/8 reuter — Bardagar hófust aö nýju i Beirút og ná- grenni i dag i kjölfar þess aö hægrimenn náöu hverfi múham- cöstrúarmanna i borginni á sitt vald fyrir helgi. Hernaðarleiötogar palestinu- manna og tveggja fylkinga hægrimanna mætti i dag á fund meö umboösmanni Arababanda- lagsins i Beirút. Atti þar aö ræöa Framhald á bls. 14 . Ritari Tanaka ákœrður Tókió 9/8 reuter — Japanski rikissaksóknarinn lagöi f dag fram formlega ákæru á hendur Toshio Enomota ritara fyrr- verandi forsætisráöherra Japans, Kakuei Tanaka, og tveim starfs- mönnum Lockheed i Japan fyrir aö hafa komiö bandarisku mútufé áleiöis til Tanaka. t ákærunni er Enomoto sagöur hafa tekið á móti 500 miljónum jena (1,6 miljónum dollara) i reiðufé frá Lockheed i gegnum umboðsfyrirtæki þess i Japan, Marubeni. Atti féð að hafa borist Enomoto i fjórum sendingum á timanum frá 10. ágúst 1973 fram að 1. mars 1974. Tveir fyrrverandi forstjórar Marubeni, Toshiharu Ohkubo og Hiroshi Itoh, voru ákærðir fyrir að hafa átt sinn þátt i að koma fénu til Tanaka. Tanaka var handtekinn 27. júli sl. og gefið að sök að hafa brotið landslög með þvi að veita mútu- fénu viðtöku meðan hann gegndi embætti forsætisráðherra. Alls hafa 16 manns verið handteknir i Japan vegna Lockheed-hneyksl- isins, þar af hafa 10 verið form- lega ákærðir. Olíuleit við Jan Mayen Stafangri 9/8 ntb.— 1 þessari viku hefst oliuleit á landgrunninu viö Jan Mayen. Það er oliuráð norska rikisins sem stendur að þessum rannsóknum en framkvæmdar- aðilinn er franskt jarðfræðifyrir- tæki. Þær rannsóknir sem hefjast nú verða gerðar úr flugvélum og eru einkum fólgnar i segulmælingum en þær eru taldar ódýrasta leiðin til að fá grófa mynd af jarðlögum i landgrunninu. Niðurstöður úr þessum mælingum ættu að liggja fyrir meðhaustinuenþátekur við næsta stig rannsókna sem eru skjálftamælingar. Nústanda einmitt yfir skjálfta- mælingar á Barentshafi og á þeim að ljúka i sumar. Samhliða þeim eru tekin jarðvegssýni af hafsbotninum. Jóhannesarborg 9/8 reuter — Lögregla í blökku- mannahverfinu Alexandra norðaustur af Jóhannesar- borg skaut í dag tvo unga blökkumenn til bana og særði þann þriðja. Uppreisn blakkra stúdenta breiddist i dag út til sjö blökkumannahverfa auk Soweto. 1 Soweto kveiktu stúdentar i tveim skólum og dómshúsi og grýttu verkamenn sem voru á leið til vinnu i Jóhannesarborg. 1 ööru blökkumannahverfi austan við Soweto, Diepkloof, voru settar upp vegatálmanir og leigubilum og einkabilum snúið af leið. Helgin var fremur róleg i Soweto en óeirðir hófust þar aftur i dag. Verst var ástandið i dag i Alex- andra en aö sögn lögreglu neydd- ist hún til að skjóta á hóp upp- reisnarmanna sem gerði aðsúg aö lögreglubil. 1 Mohlakeng hverf- inu vestur af Jóhannesarborg hleypti lögreglan einnig af skotum og samkvæmt frásögn lögreglustjóra i hverfinu var einn blökkumaður skotinn til bana og óþekktur fjöldi manna særður. Þetta var siðan borið til baka úr æðri stöðum lögreglunnar og sagt að aðeins tveir hefðu særst en enginn fallið fyrir kúlum lög- reglumanna. Oeirðir urðu einnig i Mafeking, nyrst i landinu, Duduzu, Suð- austur af Jóhannesarborg, Jou- berton, suðvestur af borginni, Hammanskraal, nærri Pretoriu, Gabi, i nágrenni Durban, og Khaiso sem er i norðvesturhorni landsins. A þessum töðum lýstu óeirðirnar sér mjög svipað og annars staðar, þe. grjóthrið og ikveikjur sem einkum bitnuðu á skólum. Ekkert hefur enn heyrst frá stjórnvöldum um að þeir hafi uppi einhverjar áætlanir til að mæta kröfum blökkumanna. 1 viðtali sem Vorster forsætis- ráðherra átti við blaöið To the Point i Jóhannesarborg segir hann það mesta sem hægt sé að segja um ástandið i landinu sé að það sé „alvarlegt” en ekki iskyggilegt. — Meðan þrýstingur á okkur eykst utan frá sjá óvinir okkar til þess að spennn aukist einnig innanlands. Það er nákvæmlega það sem þeir eru að gera núna, sagði Vorster. Kenýamönn- um sleppt Nairobi og viöar 9/8 reuter ntb — 1 dag komu 72 kenýamenn yfir landamærin frá Uganda eftir að þeim var sleppt úr fangelsi i Uganda. Fólkið var þreytt en kvaðst ekki hafa sætt illri meö- ferð. T ískustóllinn frá Evrópu Síðasta sending í sumarer komin. Stóllinn, sem alls staðar hæf ir: I eldhús- ið, stofuna, skrifstofuna félagsheimilið, safnaðarheimilið, veitingastof- una, gistihúsið, barnaherbergið, sumarbústaðinn, svalirnar og garðinn, úti sem inni. Stóllinn er smíðaður úr völdu brenni og plasthúðaður og þolir því bleytu. Bestu arkitektar hérlendis og erlendis mæla með þessum stól, enda augna- yndi. I.l'l'llt: Kiiuúur. s\;u lur. «iieiiii. hruiiii. oranne ug nulur. Eilinie Verðið ÓtrÚlega lágt oiualaóir Umboð i Keflavík: Sportvík, Hafnarg. 36 Borgarfell, Skólavörðustig 23 simar 11372, 86153. Enn skelfur Kína Peking 9/8 ntb — Jarðskjálfti að styrkleika 3-5 stig á Richterskvarða mældist á skjálftamæla rannsókna- stöðva I Japan, Hong Kong og Uppsölum i morgun. Upptök hans voru einhvers staöar i Kina en ekki reynd- ist unnt að staðsetja hann nánar. Að sögn Markúsar Baath prófessors i Uppsölum var þessi skjálfti i framhaldi af stóra skjálftanum sem varð i Kina 28. júli sl. Engar fregnir bárust fréttariturum i Kina um manntjón eða annan skaða af völdum skjálftans i morgun. Kinversk yfirvöld telja litlar lfkur vera á þvi að Peking verði fyrir öðrum stórskjálfta úr þvi sem komið er en íbúar borgar- innar eru hvattir til að vera r áfram á varðbergi. Tanaka fyrrum forsætisráðherra Japans við handtökuna 27. júli sl. Nú hefur ritari hans verið ákærður fyrir að koma til hans mútufé frá Lock- heed. Grikkir Vilja fund í öryggisráðinu Aþenu, Ankara 9/8 reuter. — Griska rikisstjórnin ákvaðá fundi sinum I dag að krefjast aukafund- ar öryggisráðs Sameinuðu þjóð- anna til að ræða ástandið á Eyja- hafi þar sem grikkir telja tyrki vera að ráðast inn á griskt land- grunn i oUuIeit. Fyrir rikisstjórnarfundinn haföi Karamanlis forsætisráö- herra haft samráð við leiðtoga stjórnarandstoðunnar, þá Ge- orge Mavros og Andreas Papandreou um máliö. Mavros var samþykkur Karamanlis en Papandreou sagði aö loknum Suður- Afrika Logreglan myrðir tvo blökkumenn fundinum að hann væri fylgjandi þvi að hervaldi væri beitt gegn tyrkjum. Griskt síödegisblað birti i dag úrslit skoðanakannanar um málið og voru þau á þann veg að mikill meirihluti aþeninga kveðst fylgjandi þvi að svara aðgerðum tyrkja með vopnavaldi. 1 Istanbul ræddi Suleyman Demirel forsætisráðherra Tyrklands við blaðamenn og sagði að Sismik 1. myndi halda rannsóknum sinum áfram hvað sem mótmælum grikkja liði. — Grikkir hafa engan rétt til að segja neitt. Eyjahafiö er ekki griskt stöðuvatn. Þess vegna höf- um viö fullan rétt til aö halda uppi rannsóknum á hafinu, sagði Demirel. Stuttu áður hafði griski sendi- herrann 1 Tryklandi afhent mót- mælaorðsendingu frá stjórn sinni þar sem staðhæft er að Sismik 1. hafi farið ólöglega inn i gri'ska lögsögu og tyrkneska stjórnin beðin að tryggja að það endurtaki sig ekki. Diprómatar i Ankara gerast nú æ svartsýnni á að komast megi hjá vopnuðum átökum þessara tveggja nágrannaþjóða og banda- manna i Nató.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.