Þjóðviljinn - 10.08.1976, Síða 14
14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 10. ágúst 1976
Staða
Deildarfulltrúa.
í f jölskyldudeild stofnunarinnar er laus til
umsóknar fyrir félagsráðgjafa. Æskilegt
er að umsækjandi hafi starfsreynslu.
Ennfremur er laus staða
Félagsráðgjafa
með aðsetri i ^reiðholtsútibúi, Asparfelli
12.
Nánari upplýsingar veitir yfirmaður fjöl-
skyldudeildar Félagsmálastofnunar
Reykjavikurborgar. Umsóknir skulu hafa
borist Félagsmálastofnun Reykjavikur-
borgar, Vonarstræti 4, fyrir 1. sept. n.k.
Lyfsöluleyfi 5 sem
Forseti íslands veitir
Lyfsöluleyfið i Neskaupstað er laust til
umsóknar
Umsóknarfrestur er til 3. september 1976.
Umsóknir sendist landlækni.
Samkvæmt heimild i 32. gr. lyfsölulaga nr.
30 29. april 1963 er viðtakarida gert skylt að
kaupa vörubirgðir og áhöld lyfjabúðar-
innar. Einnig skal viðtakandi kaupa hús-
eignina Egilsbraut 7, þar sem lyfjabúðin
og ibúð lyfsala er.
Leyfið veitist frá 1. október 1976.
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið
6. ágúst 1976.
Norrænir styrkir til
þýðinga og útgáfu
norðurlanda-
bókmennta
Siðari úthlutun 1976 á styrkjum til útgáfu norrænna bók-
mennta i þýðingu á aðrar norðurlandatungur fer fram á
fundi úthlutunarnefndar 11.-12. nóvember n.k. Frestur til
að skila umsóknum er til 20. september n.k. Tilskilin um-
sóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást I menntamála-
ráðuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavik, en umsóknir ber
að senda til Naboalandslitteraturgruppen, Sekretariatet
for nordisk kulturelt samarbejde, Snaregada 10, DK-1205
Köbenhavn K.
Menntamálaráðuncytið,
5. ágúst 1976.
Vélar og þjónusta hf.
auglýsa breytt símanúmer
Síminn er
Vélar og þjónusta hf.,
Smiðshöfða 21.
i ... .
Mikið úrval bóka
Marx, Engels, Lenin, tækni, visindabæk-
ur, skáldsögur, listaverkabækur, einnig
nótur og hljómpiötur frá Sovétrikjunum,
Tékkóslóvakiu, Póllandi og Ungverja-
landi.
.ERLEND TÍMARIT
Hverfisgötu 50 v/Vatnsstig, 2. hæð. Simi
28035.X "
^^mmmmmmtmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm
GSP tók þessa ljósmynd af áhorfendastúkunni á Laugardalsveilinum um helgina, en þar fór þá fram
frjálsíþróttamót. Ahorfendur létu sig vanta eins og stundum áður á slikum mótum. Þessir áhugasömu
áhorfendur voru þó ekki þeir einu, en Ihópi sárafárra.
I Emstrnferð
Framhald af 9. siðu.
uns rúta frá Ferðafélaginu lagði
af stað til Reykjavikur klukkan
þrjú.
Gort
Nú er ferðasagan eiginlega bú-
in en það er freistandi að gorta
svolitið af afrekum okkar. Þegar
við komum I Landmannalaugar
og sögðumst ætla að ganga til
Þórsmerkur á fjórum dögum var
skellt framan i okkur sögum af
mönnum sem gengið höfðu þessa
sömu leið á tveimur dögum og allt
niður i 20 tima. Við vorum þvi
heldur lúpuleg þegar i Þórsmörk
kom og urðum að viðurkenna að
hafa verið hálfan fimmta dag á
leiðinni. En þar var annað hljóð i
strokknum. Okkur var sagt að
leiðin sem við höfðum nýfarið
væri i raun ófær öðrum en sér-
hæfðum fjallageitum með Isaxir
og annan búnað jöklafara. Þvi til
sanninda var okkur sagt að hópur
sem lagði upp frá Laugum rétt á
undan okkur hefði orðið að snúa
við. Við þetta urðum við öll hin
mannalegustu og þóttumst garp-
ar miklir.
— ÞH
Fram
Framhald af bls.io
inn rúllaði framhjá opnu markinu
og sóknarmenn Fram stóðu
stjarfir og horfðu á. En á 40. min.
uppskáru FH-ingar loks mark.
Ólafur Danivalsson lék iaglega
upp hægri kantinn og hugðist
senda boltann fyrir markið, en
varnarmanni Fram tókst að
bjarga i horn. Viðar Halldórsson
tók hornspyrnuna og sendi
boltann beint til Gunnars Bjarna-
sonar sem afgreiddi hann beint i
markiðmeð laglegum skalla, 1-1.
Stuttu siðar áttu bæði lið mögu-
leika á að skora, Kristinn
Jörundsson fyrir Fram, en Leifur
Helgason fyrir FH, en i bæði
skiptin vörðu markverðirnir
mjög vel.
Siðari hálfleikur var mun
atburðasnauðari en sá fyrri, fátt
var um tækifæri og litið um
skemmtilega knattspyrnu. Það
var ekki fyrr en á 35. minútu aö
framarar skoruðu sigurmarkið.
Eftir þvögu út við hornfána barst
boltinn fyrir FH markið og Krist-
inn Jörundsson lyfti honum I átt
að marki og stefndi hann inn, en
Gunnar Guðmundsson kom þar
aðvifandi og hjálpaði félaga
sinum Kristni með að skora, þvi
hann potaði Iboltann i þann mund
sem hann fór yfir marklinunan og
skrifast markið þvi á hann, 2-1.
Þó svo aö framarar hafi borið
sigur úr bítum i þessum leik, þá
voru FH-ingarnir sist verri og
höiðu stuðningsmenn Fram orð á
þvi að þeir hafi átt öllu meira i
leiknum en sinir menn.
Leikinn dæmdi Valur Bene-
diktsson og slapp hann sæmilega
frá þvi hlutverki. Þrir leikmenn
fengu að sjá gult spjald hjá
dómaranum, allir fyrir að rifa
kjaft, þeir Eggert Steingrimsson
og Pétur Ormslev hjá Fram og
Asgeir Arnbjörnsson hjá FH.
G.Jóh.
íþróttir
Framhald af 12 siðu
Langstökk kvenna:
Hafdis Ingimarsdóttir Breiða-
bliki 5.45 m.
110 m grindahlaup:
Valbjörn Þorláksson KR 16.6 sek.
Kringlukast kvenna:
Ingibjörg Guðmundsdóttir HSH
33.60.
400 m hlaup karla:
Vilmundur Vilhjálmsson KR 50.6
sek.
4x400 m boðhalup kvenna:
Sveit HSK 4.25.0 mln.
4x400 m hlaup karla:
Sveit KR 3.31.5 min.
—gsp-
Kolmunni
Framhald af bls. 16
sagt mætti þó bragðbæta kol-
munnann með kryddi og til-
heyrandi eins og annan fisk.
Rauk út úr
fiskbúðunum
Kolmunni var gefinn i nokkrar
fiskbúðir og þaðan aftur. Sagði
sölumeistari Sæbjargar vestur á
Granda, að hann hefði rétt lokið
við aö setja sex kassa á bil og
þegar hann hafði siðan brugðið
sér frá og litið aftur á kolmunna-
farminn i næstum sömu svifum
voru aðeins fjórir kassar eftir. Sá
kolmunni, sem I þeim var rauk
siðan út úr fiskhúðunum á svip-
stundu.
Mun kolmunni framreiddur á
þann venjulegasta máta sem
þekktur er með fisk hér, þeas
soðinn, eða þá flakaður og
steiktur, og enn ein tilreiðslu-
kúnstin mun vera sú að heil
steikja hann eða grilla, likt og
gertervið þannágæta fisk, murt-
una.
Bardagi
Framhald af '3. siðu.
nýtt vopnahlé 'og hugsanlegan
brottflutning allra ibúa flótta-
mannabúðanna Tel al-Zaatar
sem hægrimenn hafa setið um á
áttundu viku. Upphaflega áttu
fulltrúar vinstrimanna og sýr-
lendinga einnig að mæta en fund-
um þessara fjögurra aðila hefur
verið frestað i a.m.k. viku.
Flóttamenn streymdu i dag út
úr hverfinu Nabaa sem er á yfir-
ráöasvæði kristinna manna i
austurhluta Beirút. Hverfi þetta
er byggt múhameðstrúar-
mönnum af flokki shiita og var
hægrimönnum lengi mikill þyrnir
i augum þar til þeir náðu þvi á sitt
vald fyrir helgina.
SKIPAUTGCRÖ RIKISINS
M/s Esja
fer frá Reykjavik föstu-
daginn 13. þ.m. austur um
land i hringferð.
Vörumóttaka:
þriðjudag, miðvikudag og
fimmtudag til Vestfjarða-
hafna, Norðurfjarðar, Siglu-
fjarðar, ólafsfjarðar,
Akureyrar, Húsavikur,
Raufarhafnar, Þórshafnar
og Vopnafjarðar.
Hjartkær. eiginmaður minn og faðir okkar
Amundi Sigurðsson
Laugarásvegi 31
andaðist I Landakotsspitala 8. ágúst.
Nanna Ágústsdóttir
Margrét Ámundadóttir
Sigurður Ámundason
Jón örn Ámundason
Konan min
Inga Markúsdóttir,
Andaöist aö Landakotsspítaia 8. þ.m.
Ásgeir Höskuldsson.