Þjóðviljinn - 10.08.1976, Síða 16

Þjóðviljinn - 10.08.1976, Síða 16
Þriðjudagur 10. ágúst 1976 Kolmunnanum landað úr togaranum Runólfi Sveinn Sveinbjörnsson, fiskifræðingur. Þröstur Guðlaugsson, útkeyrslumaður hjá Sæbjörgu og Grimúlfur Andrésson, afgreiðslumaður, sýna Ijósmyndaranum þann umrædda fisk, kol- munnann. (Ljósm. eik). Runólfur Guðmundsson, Páll Guðmundsson, skipstjóri. verkstjóri. KOLMUNNI „Þessar tilraunaveiðar, sem við höfum stundað siðan 12. júni, hafa gengið framar björtustu vonum,” sagði Sveinn Svein- björnsson, fiskifræðingur, en hann hefur stjórnað tilrauna- veiðum þeim, sem gerðar hafa verið á kolmunna I sumar. Sveinn sagöi, að sá kolmunni, sem hér hefur veiðst i sumar væri á göngu hingað norður i ætisleit og væri búinn að hrygna. Kol- munninn hrygnir i mars og þó aðallega i april við norðvestur- strönd Irlands og á nokkuð breiðu belti norður undir Færeyjar. Hann verður kynþroska 3ja ára og hefur verið aldursgreindur upp i 14 ár. Sá kolmunni, sem hér hefur verið Veiddur er yfirleitt 5-9 ára. Suður við Irland og að Fær- eyjum er kolmunni veiddur af norðmönnum, rússum og færey- ingum í maí og aðallega til bræðslu, en hér eru uppi hug- myndir með að nota hann til skreiðargerðar, auk mjölvinnslu. Þá má éta kolmunnann nýjan, en einnig er verið að gera tilraunir með að vinna úr honum marning, sem siðan er blokkfrystur og eftir að hann hefur verið uppþýddur má nota hann til fiskibollugeröar, i fars og sjálfsagt á ýmsan annan hátt. Þá er kolmunni og frystur til beitu. Sveinn sagði að lokum, aö þeir á Runólfi hefðu ekki lagt kapp á „Verktakaveður”: Ásmundur Sigurðsson, bílstjóri. Mesta vatn sem ég man eftir í Mörkinni „Svona veður köllum við nú verktakaveöur, eftir þessa reynslu,” sagöi einn ferðalang- anna úr Þórsmörk, við komuna til Reykjavikur um þrjúleytið i gærdag. Lái manninum hver sem vill þótt hann reyni að koma sökinni á fjölmennasta hópinn sem þarna var vatns- tepptur. Þeir feröamenn sem i mörk- inni voru á vegum Ferðafélags Islands voru hinir hressustu þegar þeir komu út úr rútunni við Umferöamiðstöðina. Enda höfðu þeir ekki liðið hinn minnsta skort þótt óneitanlega hafi væst um þá. Gestur Guðfinnsson farar- stjóri í ferðinni vildi ekki margt um hana tala, en viðurkenndi þó, að þarna hefði verið meira vatn en menn ættu almennt að venjast á þessum slóðum. „Ég er búinn að fara um það bil 300 ferðir i Þórsmörk um ævina og þetta er það mesta vatn sem komið hefur niður á þeim slóðum á þeim tima,” sagði Gestur, „en annars var þetta skemmtilegasta ferð. Þið ættuð frekar að tala við þessa frá Islenskum aöalverktökum, það voru þeir sem lentu i erfið- leikum, enda á vita vonlausum bilum.” Asmundur Sigurðsson bil- stjóri var sammála Gesti um að þetta væri mesta vatnsveöur sem hann hefði lent i á Þórs- merkurslóðum. „Það kom þarna veghefill frá Vega- gerðinni á sunnudagskvöldið og hjálpaði bilnum sem fest hafði i Jökullóninu. Siðan ruddi hann upp vegi fyrir okkur, þar sem vatnselgurinn var búinn að rjúfa skarð i gamla veginn. En nýi vegurinn fór fljótlega veg allrar veraldar og hefillinn varð að byrja upp á nýtt. Svo hljápaði hann okkur yfir i morgun. Annars var þetta verst fyrir þessa frá aðalverktökum. Þeir voru á litlum einsdrifs bilum og þeir hafa litiö aö segja viö svona aöstæður. hm að fá sem mest af kolmunna, heldur að afla sem mestra upplýsinga um hegðan hans jafn- framt veiðiskapnum. Sagði Sveinn að áreiðanlega mætti fá af honum svo sem 2-300 tonn á sólar- hring i flottroll ef skip eins og loðnuskipin stunduðu þær veiðar og notuðu loðnudælurnar til að dæla honum úr vörpunni. 60 tonn á klukktíma Um borö i togaranum Runólfi eru fimm eigendur hans, en samanlagt eiga þeir 50% af togaranum. Fyrsti stýrimaður, og skipstjóri i næsta túr, er Runólfur Guðmundsson frá Grundarfirði. Runólfur sagði, að þeir væru með flotvörpupokann klæddan með poka úr sildarnót. Er vörpunni haldiö á um 20-40 föðmum frá botni þegar togað er og togað i klukkutima f senn. Mest hafa þeir fengið 60 tonn eftir klukkutima hal. Aðallega hefur verið lagt kapp á að fá kolmunna til vinnslu, svo jafnframt veiðitilraunum megi gera vinnslutilraunir. Hefur þvi lítið verið leitað annars staðar en i djúpálum út af Austfjörðum. Þau 90-100 tonn, sem þeir voru með nú fengu þeir mest I Héraðs- flóadýpi, en einnig hafa þeir fengið nokkurn kolmunna i Seyðisfjarðardýpi. Þá hefur frést af kolmunnalóðningum á Bakka- firði. Aflann i þessum túr fengu þeir i fjórum klukkustundar löngum hölum, þar af 50 tonn i siöasta hali. Enginn annar fiskur slæddist með i vörpuna. Viða hafa þeir landað aflanum, sem þeir hafa fengið. Má þar Nýjasti nytja- fiskurinn nefna Neskaupstað, Hornafjörð, Þorlákshöfn, Grundarfjörð og i gær Reykjavik. Grundfirðingar frystu til beitu það sem þangað kom, en austifirðingar hanfa notað kolmunna til beitu og segja að hann lofi góðu. Ekki vondur Vestur i hraðfrystihúsi Is- bjarnarins hittum við að máli Pál Guðmundsson, verkstjóra, en eitthvað af afla Runólfs átti einmitt að fara þangaö til vinnslu. Páll sagði, að þeir ætluðu sér að frysta til beitu þann kolmunna sem þangað kæmi. Taldi hann að framtið ætti aö vera i þvi að nota kolmunna i beitu, en þannig mundu sparast fúlgur i gjaldeyri, en hin siðari ár hefur þurft að kaupa talsvert af beitu erlendis frá. Páll hélt þvi fram, að mikið af umtali um ágæti kolmunnans sem matfisks væri auglýsinga- mennska. Sagðist hann hafa átt tal viö mann, sem vel þekkti til og spurt hann hvernig honum þætti kolmunni og hefði hann svaraö: Ekki vondur. Það var nú allt. Páll sagði að lokum, að sjálf- Framhald á bls. 14 DWDVIUINN BÍÓ FYRIR BLAÐBERA Framvegis mun hver blaðberi Þjóðviljans fá afhentan aðgöngumiða fyrir tvo að kvik- myndasýningum í Haf narbíói. Sýningar verða kl. 1 eftir hádegi annan laugardag í hverjum mánuði, nema sú fyrsta, sem verður 21, ágúst næstkomandi. Vitja má miða á fyrstu sýning- una til afgreiðslunnar frá og með næsta mánudegi, 16. ágúst. öllum blaðberum Þjóðviljans gefst kostur á þessum sýningum, einnig þeim sem búa utan Reykjavíkur. AFGREIÐSLA ÞJÖÐVILJANS \

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.