Þjóðviljinn - 13.08.1976, Síða 2

Þjóðviljinn - 13.08.1976, Síða 2
2 SÍÐA — ÞJÓDVILJINN Föstudagur 13. ágúst 1976 Skrifið eða hringið. Sími: 17500 MOGGAPERLUR Ég vissi að þeir stiga ekki I vitið margir blaðamennirnir á Morgunblaðinu en ekki hafði ég búist við að þeir væru svo skyni skroppnir sem ég þýkist nú sjá. A sunnudaginn var birtist grein i blaðinu um bankarán aldarinnar, (innbrot i bankann Société Generale i Nissa), auð- sæilega hirt úr bandariska vikuritinu Time. Atvika- og af- stöðuteikning vikuritsins yar endurprentuð yfir hálfa innsiðu Moggans ásamt meö skýringa- textum, svo hlálega klaufalega og jafnvel ranglega þýddum, að mig rak i rogastans.en fór siðan að hlæja að perlum þessara Moggapilta, sem lagt hafa heilasellurnar i bleyti við að snara umræddri grein. Þegar ég las oröin „gips meö grjóti” sem lýsingu á jarð- veginum við vegg bankans, sem þjófarnir uröu aö grafa sig i gegnum varð mér ljóst, að umræddir Moggamenn eiga ekki einungis i erfiðleikum eð hina ensku tungu,heldur og sina eigin, og er þá ekki von á góðu þegar þaö fer saman. 1 rauninni var hér um að ræða malborinn leirjaröveg. En ailt er þegar Silt af hverju fm Vestnumnaeyjum — Eigum við ekki bara aö byrja þetta spjall á þvl að minnast á þjóðhátiöina okkar hér i Eyjum, sem nú er nýaf- staöin, sagði Þórarinn Magnús- son f Vestmannaeyjum við blaöið á þriöjudaginn. — Þaö væri náttúrlega synd aösegja að veðriö hafi leikiðvið okkur fremur en aðra súnn- lendinga þessa dagana og auðvitað bar hátiðahaldiö nokkur merki þess m.a. þannig, að aðsóknin var með minna móti. Ekki ber mönnum samt fyliilega saman um hvað hátiðargestir hafi verið margir, sumir segja 4000, aðrir nefna 6000 en sennilega er það á mörkunum, aðhátiðin hafi borið sig fjárhagslega þvi kostnaöur viðhanaer ávalltnokkuð mikill. Til eru þeir, sem höfðu á orði.aö þeir myndu ekki sækja þjóö- hátið fyrr en unnt yrði aö halda hana aftur i Herjólfsdal. Eitthvað á það nú i land, en aö þvi kemur væntanlega. Sjávarafli hefur verið dágóður I sumar og atvinna þvi góð. Veitti sannarlega ekki af þvi eftir vertiöina i fyrra, sem var einhver sú lélegasta er um getur hér. Nýja sundlaugin i Brimhóla- laut hefur verið óspart notuö siðan hún var fullgerð. A rúmum mánuði sótti hana hvorki meira né minna en 18 þús. manns. tþróttahússbyggingunni mið- ar vel áfram og er gert ráð fyrir aö hægt verði að taka allt húsið i notkun um 12. sept. n.k. Þörfin fyrir Herjólf hefur rækilega sannast, þvi á einum mánuöi aðeinshefurhann flutt 9 þús. farþega. Til samanburöar má geta þess, aö gamli Herjólf- ur flutti allt s.l. ár 14 þús. manns. Og hvað bilana áhrærir þá er nú þegar búið að flytja meira af þeim en gamli Herjólf- ur flutti á einu ári, og það þótt aðstaðan i Þorlákshöfn til þess aö skipa bilunum um borð, sé hin hörmulegasta. Þar verður að lyfta hverjum bii meö krana. Hér tekur aðeins 10 minútur aö umskipa þeim bilum, sem 2klst. þarf tii i Þorlákshöfn. Rikið hefði átt að reyna að semja við vestmannaeyinga um þessar framkvæmdir i Þorlákshöfn, en þar sér maður ekki neitt stein- marka áfram,en hér var þessari aðstöðu komið upp á nimum mánuði, fyrir 22,5 milj. kr. Eitt þýðingarmesta málið fyrir uppbyggingu Eyjanna er gjallhreinsunin og uppgræöslan, sem Viðlagasjóður hefur meö Fádœma ógœftir þrennt er. Til fleytingar á feng sinum um holræsin frá bank- anum notuðu ránsmennirnir, að sögn Mbl., „rafta” Time Magasine talar um „raft”, þ.e. fleka, og af myndinni að daana erhérum gúmmifleka eöa vind- sæng að ræða. Hér hafa Morgunblaðsmenn ekki nennt að fletta upp i Zoéga gamla, eða talið sig skilja þetta enska orð. Samanber: He shut the gate, hann skaut geitina. Fleiri gullkorn er aö finna i umræddri grein. Vökvaþvingur, (hydrolie jacks), sem þjófarnir notuðu til að færa til þunga stál- skápa, eru orönar aö „lottpress- um” i meðferð Morgunblaðs- snillinganna. Slitlag, eða einskonar ábreiða, (carpeting), á gólfi gangna þeirra, er þjófarnir grófu sér, nefnir Moggi „teppi”. Ætli það hafi verið persneskt teppi? Siðan að Spegillinn’ sálugi andaöist hefur ínéi' sjaldan stokkið bros á vör við lestur Is- lenskra blaða. Þessi sunnu- dags-Moggi, sem ég barði augum hjá kunningja minum um daginn, var þó gleðileg undantekning. Er ekki óliklegt aö ég freistist til þess i framtið- inni að fá mér ódýrt skemmti- efni viðog við I formi Moggans. — Mér virðist þvi að Morgunblaðiö sé vaxandi blaö — á sina visu. Einar Jónsson. Krá Breiðafirði. — Hér hafa ógæftir verið með hreinum fádæmum i júli og það sem af er ágúst, svo að elstu menn telja sig ckki muna aörar eins, sagði Skúli Alexandersson á Hellissandi við blaðið á mið- vikudaginn. Aldrei hefur gefiö á sjó fyrir minni bátana en þeir stærri hafa rétt skotist út öðru hverju. Skarðsvik landaði hér 60 smál. af netafiski á mánu- daginn, eftir viku útivist. Einn bátur, Saxhamar, er byrjaður að reyna með reknet. Fiskaöi hann i einni lögn 30 tunnur, en oftast hefur það verið minna. Frystihúsið hér var lokað vikuna eftir verslunarmanna- helgina, en það er raunar oröin venjahér um slóðir að gefa fólkinu þá einskonar sumarfri. —mhg höndum, en framkvæmdastjóri hans hér er Arnar Sigurmunds- son og yfirverkstjóri við upp- græðsluna er Gisli Óskarsson. Arangur þessa starfs er sá, að með fullum sannindum má segja, að græn bylting hafi nú átt sér stað á Heimaey. 1 sumar hefur veriö unnið viö þessar framkvæmdir fyrir tæpar 100 milj. kr. og enn verður, I sumar eöa haust, unnið fyrir 20 til 25 milj. kr. Fullvist má telja, aö næstu þr jú árin þurfi að ver ja til þessara framkvæmda frá 50 til 100 milj. kr. til viðbótar. Annað höfuðmálið fýrir kaup- staðinn er fjarhitunin. Hún er nú komin i nýja bæjarhlutann. Viö bindum miklar vonir viö hraun- hitann, sem nýttur er á þann hátt, aö vatn eða gufa er látin hita vatniö I forhitara, en siðan fer vatnið hringrás úr for- hitaranum i húsin og svo i hitarann aftur. Sjúkrahúsið er nú hitaö með hraunhita og reynist það vel og auk þess er búið að leggja i um 30 hús, sem væntanlega verða tengd hraun- hitanum. Til þessa er búið að verja um 30 milj. kr. Mjög mikið verkefni er fýrir höndum við endurbyggingu gatnákerfisins. Þá er og hug- myndin aö leggja sameiginlega leiðslu frá öllum skolplögnum norður fyrir Eiði og svo er fyrir- hugað aö koma upp sorpkvörn, tii mölunar á sorpi og úrgangi i þeim tilgangi m.a. að fá þar á- burð til uppgræðslunnar. Akveðið hefur verið að reisa Oddgeiri heitnum Kristjáns- syni, tónskáldi, minnismerki. Var efnt til samkeppni um gerð þessog bárustalls lStillögur frá 12 aöilum. Óhætteraðsegja, að þær eru allar mjög vel unnar og er mjög mikið vandaverk að skera úr um það hver skuli veröa fyrir valinu. Það, sem okkur bagar mest hér i Vestmannaeyjum, er skortur á nægu fjármagni til endurreisnar- og uppbyggingar- starfsins og svo vöntun á i- búðarhúsnæði. Breiðholt byggöi hér 7 ibúöarblokkir i sumar. Vorunokkrar ibúðirnar sddar á , kostnaðarveröi, aðrar með sömu kjörum og verkamanna- bústaöir, og svo eru nokkrar —mhg. C t *. Frá þjóðhátíö I Eyjum þegar hún var haldin i Herjólfsdal. r Ofœrt um túnin — Þetta er i sem stystu máli sagt bláköld hörmung, sagöi Ólafur Guðmundsson bóndi I Hellnatúni í Rangárvallasýslu, er blaðið innti hann eftir hey- skaparhorfum þar eystra á mið- vikudaginn var. — Hér hefur ekki verið unnt að þurrka nokkurt strá það sem af er þessarivikuogþvinær ekkert heldur i siðastliðinni viku. Þaö er blátt áfram ekkert hægt aö gera, þvi ófært er meö vélar um flatlend tún. Flestir bændur náöu einhverju upp af heyjum framan af slætti, einkum þeir sem fyrstir byrj- uðu. En það hey, sem nú er búiö að velkjast á túnum dögum saman er að veröa mjög hrakið og lélegt. leiguibúðir. Umsjón: Magnús H. Gíslason Astandið er að þvi leyti verra nú en i fyrra sumar, að nú er spretta miklu meiri og örari, svo það gras, sem enn er óslegið, er þegar að verða eða orðið sprottið. Ef ekki skiptir um tið næstu daga horfir til hreinna vandræða með hey- skapinn. Mér er sagt að vel líti út meö vöxt á kartöflum, nema ef svo færi, að frosta tæki aö gæta með fyrra móti. Og þaö er e.t.v. nokkur hætta á þvi ef að skiptir um tið og upp úr rigningunum gengi I norðanátt með bjart- viðri. Þá mundi kólna og þar með aukast hætta á nætur- frostum. —mhg.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.