Þjóðviljinn - 13.08.1976, Síða 16
Útlenskir þátttakendur fundust eftir barning
„9. gæðaflokkur”
á Rvíkurmótinu
sem hefst i ágúst
Sjö stórmeistarar verða á meðal keppenda,
þar af báðir islendingarnir
DIOÐVIUINN
Föstudagur 13. ágúst 1976
í sjónvarpinu:
Vopna-
búnaður
heimsins
A þriðjudaginn i næstu viku
verður sýndur fyrsti þáttur
sænsks fræðslumyndaflokks, sem
ber heitið Vopnabúnaður heims-
ins. Flokkurinn er i 6 þáttum og
hefur hann verið sýndur viða um
heim og vakið mikla athygli og
umtal. Þjóðviljinn ræddi i gær við
þýðanda þessa myndaflokks,
Gylfa Pálsson, og spuröi hann um
þessa þætti.
Ég erbúinn aðsjá 3 fyrstu þætt-
ina og mér finnst þeir mjög góðir,
vekjandi og velta upp ýmsum
málum sem menn verða að velta
fyrir sér eins og tæknin erorðin.
Fyrsti þátturinn fjallar um til-
oröningu kjarnorkunnar og drög
þess að menn fóru að hugleiöa
Framhald á 14. siðu.
Nú hefur endanlega verið
gengið frá þvi hvaða erlendir
þátttakendur verða á Alþjóö-
iega Reykjavikurskákmótinu
sem hefst þann 24. þessa mán-
aðar. Keppendur verða sextán
talsins, þar af átta erlendir og
isamtali við Friðrik ólafsson,
sem að mestu leyti hefur séö
um að útvega útlensku þátt-
takendurna, kom fram að
fimm þeirra eru stórmeistar-
ar. Þeir Guðmundur Sigur-
jónsson og Friðrik verða siðan
báðir með i mótinu þannig aö
samtals verða þeir sjö,
stórmeistararnir að þessu
sinni.
— Það gekk nú óneitanlega
nokkuö illa að útvega útlend-
inga á mótið, sagði Friörik. —
A meðan ég dvaldist i Amster-
dam á IBM-mótinu fékk ég
heimild til að bjóða þremur
mönnum, þeim Miles frá
Englandi, Sax frá Ungverja-
landi og Kurajica frá
Júgóslaviu, en þá var oröinn
ansi naumur timi til stefnu og
þetta var of stuttur fyrirvari
fyrir þá, sagði Friörik.
Af keppendunum sextán
hafa nöfn fimmtán þeirra þeg-
ar verið ákveðin og eru þau
þessi:
Timman (Hollandi) stór-
meist., Najdorf (Argentinu)
stórmeist., Tukmakov
(Sovétr.) stórmeist., Antochin
(Sovétr.) stórmeist.,
Vesterinen (Finnlandi)
stórmeist., Keene (Englandi)
alþjl. meist., Matera USA
(titillaus), Vukcevic USA
(titillaus).
íslendingarnir eru þessir:
Friðrik ólafsson stórmeist-
ari, Guðmundur Sigurjónsson
stórmeistari, Margeir Péturs-
son, Helgi Ólafsson, Haukur
Angantýsson, Björn
Þorsteinsson, Ingi R.
Jóhannsson alþjl. meist.
Styrkleikagráða mótsins er
9, en þeir Friðrik og Guð-
mundur höfðu báðir lýst þvi
yfir að ef hún færi þar niður
fyrir myndu þeir ekki verða á
meðal þátttakenda. Litlu
munar þó að styrkleikatalan
hrapi niður f 8 og veltur það
raunar á þvi hvaða áttundi
islendingur bætist við. Hans
styrkleiki getur ráðið öllu um
styrkleikatölu mótsins I heild
sinni.
Eins og áður segir hefst
mótið þann 24. ágúst og mun
það standa til 14. september.
Teflt verður I Hagaskólanum
frá klukkan 18.00 — 23.00 en
biðskákir verða tefldar frá
klukkan 14.00.
Styrkleikatala mótsins er 9,
en þess má geta að styrkleika-
tala EUWE-mótsins sem Frið-
rik tefldi I fyrir skömmu var
13 og IBM-mótið var af styrk-
leikagráðu ellefu.
—gsp.
Heimilis-
fræðslan
hornreka
Heimilisfræðin hefur verið gerð
hornreka 1 skólakerfinu, segja
kennarar i þessari grein. Þetta
kemur fram i samþykkt sem
blaðinu hefur borist. Þar er visað
til þess að menntamálaráöu-
neytið ákvað sl. vor með auglýs-
ingu að kennslustundir I heimilis-
fræði skyldu að jafnaði vera 1
stundávikui7. bekkogO-lstund I
8. bekk i staö 4 stunda I hvorum
bekk áður.
Hafa kennarar I heimilis-
fræðum sent formönnum skóla-
stjórafélaga ,fræðslustjórum og
fleirum bréf um þessi efni.Þan er
rökstutt að heimilisfræðin sé ,,sú
námsgrein sem er hvað helst
tengd daglegu llfi nemandans,
hvaða starf sem hann velur sér.
,,Þá segir: „Bent skal á þaö að
þetta er ef til vill eina tækifærið á
ævinni, sem ungmenni njóta til-
sagnar á bóklegu og verklegu
sviði þessarar yfirgripsmiklu
námsgreinar. Með skertum
kennslustundaf jölda verður
aöeins viðkomið kynningu á
námsefni en ekki kennslu.”
Casáblanca 10/8 reuter — I gær
hófust I Casablanca réttarhöld I
máli sex marokkanskra
stúdentaleiðtoga sem sakaðir eru
um glæpi gegn rikinu. Meðal
þeirra er forseti stúdentasam-
taka landsins sem bönnuð voru
árið 1973.
Forsetinn, Abdelaziz Menhebi,
skýrði réttinum frá þvi að hann
og félagar hans hefðu verið pynd-
aðir i fangelsinu og að þrir
félagar þeirra hefðu látið lifið af
völdum pyntinga.
í júli 1973 var Menhebi dæmdur
i 10 ára fangelsi en þá var hann
sagður fjarverandi. Verjandi
hans sagði hins vegar fyrir rétti i
dag að hann hefði verið i höndum
lögreglu siðan I janúar 1973.
Simtalið við Kortsnoj í gærkvöldi:
„Það þarf að leysa mörg
vandamál og á meðan vil
ég vera hér í ró og næði”
— Jú, það var vissuiega erfitt
fyrir mig að tefla í IBM-mótinu
á meðan hugurinn var ailan
timann rigbundinn við þessa
erfiðu og mikiu ákvörðun, sagði
Viktor Kortsnoj i samtali við
Þjv. I gærkvöldi. — Skákirnar
voru mér svo mikið aukaatriði
að ég þurftí að taka mér geysi-
legt tak til þess eins að geta set-
ið yfir þeim allan daginn, hvað
þá ef biðskákir komu svo á
kvödin. Það er einmitt þess
vegna sem ég sagði þér um dag-
inn að ég væri ekki ánægður
með taflmennsku mina hér á
IBM-mótinu en þá hafði ég bara
ekki aðstöðu til þess að koma
fram með þessa stórkostiegu af-
sökun, sagði Kortsnoj og skelli-
hló.
— Þú virðist þokkalega
ánægður þessa stundina?
— Já, ég get ekki neitað þvi.
Þótt vandamálin séu margvis-
leg og óvissan út af fjölskyldu
minni nagandi liður mér ákaf-
lega vel eftir að hafa látið til
skararskriða. Ég dvelsti ágætu
yfirlæti hjá hollenskum vini
minum og eftir að hafa skoöað
hug minn áreiöanlega mörg
hundruð sinnum er ég sann-
færður um að ég valdi þá leið
sem farsælust var eftir þá erfið-
leika sem ég var kominn i
heima fyrir.
— Hvenær tókstu endanlega
ákvörðun I Amsterdam?
— Það má segja að ég hafi
fyrir löngu verið búinn aö gera
upp hug minn, löngu áður en ég
kom til Hollands. Ég fór hins
vegar dult með hana, sagði ná-
kvæmlega ekki neinum frá, ekki
einu sinni konu minni og einka-
syni. Ég lét að visu i veðri vaka
að ég vildi yfirgefa Sovétrikin
en jafnframt að ég ætlaði að
snúa heim frá Hollandi og reyna
siðar að komast meö alla fjöl-
skylduna yfir til Israel. En i
minum huga var löngu ákveðið
að sitja eftir I Amsterdam þótt
þaðhafi óneitanlega styrkt mig
til muna að ræöa við landa minn
Amalrik, sem er nýkominn
hingað til Amsterdam, en hann
flúði einnig frá Sovétrikjunum.
Hann kom hingað á meðan
IBM-mótið stóð yfir og hann var
fyrsti sovétmaðurinn sem ég
ræddi þessi vandamál min við.
Amalrik hvatti mig óspart og
veitti mér þann styrk sem allir
menn hljóta að þarfnast sem
snúa svo skyndilega bakinu við
öllu sem þeir hafa eignast I lif-
inu.
óvissan um afdrif fjölskyldu
minnar er auðvitaö mikil og það
er erfitt að hafa engin tök á að
ná sambandi við hana. Ég hef
alltaf verið fyrirvinna minnar
fjölskyldu og ég veit að næstu
mánuðirnir verða henni fjár-
hagslega mjög erfiðir að ekki sé
nú talað um alla þá erfiðleika
sem mæta henni vegna brottfar-
ar minnar úr landi. Þar á ég
ekki við einhverjar aðgerðir
stjórnvalda heldur reikna ég
með að konu minni og syni liði
lítið betur en mér þegar við er-
um svona skyndilega aðskilin.
— Reiknarðu meö að dveljast
I Hollandi áfram?
— Já, ég hef þegar tekiö að
mér að undirbúa landshð hér
fyrir Olympiuskákmótiö i Israel
sem verður haldið seinna á ár-
inu svo að i bili verður nóg að
gera hjá mér. Ég mun sjálfur
fara að undirbúa mig fyrir
keppnina um heimsmeistaratit-
ihnn i skák en ég reikna ekki
með þvi að það þýði neitl fýrir
mig að reyna að tefla á sterkum
skákmótum á meðan hugurinn
er i' svona miklu uppnámi. ÆtU
það verði nokkuð af sliku fyrr en
ég hef fengi fjölskylduna mina
til min, þá get ég aftur snúið
— sagði
Kortsnoj, sem
reynir að
halda
heimilisfangi
sinu leyndu
mér að skákUfinu af fuUum
krafti. Þangað til mun ég undir-
búa mig i einrúmi og kannski
tefla fjöltefli og taka þátt i létt-
ari mótum.
— En þú veist ekkert hvenær
þú hittir eiginkonu þina?
— Nei, ég hef enga hugmynd.
Ég held þó að það sé nokkurn
veginn útilokað að ég geti hitt
hana áður en hún hreinlega fær
að flytjast úr landi en slikt getur
tekið drjúgan tima, eitt til tvö ár
og jafnvel meira. Vonandi geng-
ur þetta þó fyrr fyrir sig, maöur
verður að vona svo margt þessa
dagana, sagði Kortsnoj.
Þegar Kortsnoj sté út úr bU
sinum fyrir utan húsið þar sem
hið frábæra tölvuskákmót fer
fram og gekk inn i salinn risu
áhorfendur úr sætum sinum og
fögnuðu honum innilega með
lófataki og faðmlögum.
Kortsnoj þótti greinilega vænt
um viðbrögðin en varð smeykur
er blaðmenn þyrptustaö honum
skömmu siðar og vUdu fá viötöl.
Honum var ekkertum þaðgefið
og að sögn fréttamanns Þjv. I
Amsterdam, Bert Verhoeff, fór
hann undan i flæmingi og hvart
á brott skömmu siðar.
— gsp