Þjóðviljinn - 21.08.1976, Qupperneq 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJBVN Laugardagur 21. ágúst 1976
Þjóðviljinn fór á stúfana i vikunni og innti fólk
eftir þvi hvernig þvi litist á skattamál þjóðarinnar
og allt það svindl sem margir athafnamenn eru nú
bendlaðir við, bæði í sambandi við skattsvik,
ávisanafals og önnur afbrot. Margt af þvi fólki sem
við fundum á förnum vegi vildi aiis ekki láta hafa
neitt eftir sér á prenti, en notaði stór orð um svind-
Iarana. Einn iðnverkamaður, sem sagðist hafa það
fyrir reglu að tala áldrei við blaðamenn, taldi skatt-
svikarana mestu glæpamenn þjóðarinnar og ef
hann kæmist i tæri við þá mundi hann skjóta þessa
helvitis þorpara, eins og hann sagði. Opinber starfs-
maður sagði það vera algera svivirðu að meðan
hann þyrfti að borga 300 þúsund krónur i skatta,
kæmust stórkarlar hjá þvi að borga og gæfu kannski
ekki nema 700 þúsund krónur upp i tekjur, en það
gera innan við 60 þúsund krónur á mánuði.
FÁTT ER NÚ MEiRA RÆTT
MEÐAL LAUNAFÓLKS EN:
Anton Armannsson og Guömann Karlsson
Skattsvik
og ávísanafals
••
Omurlegt að þjóðin
skuli vera svona
djúpt sokkin
Á bjóðminjasafninu hittum við
elskulega konu sem hefur þann
starfa að gæta muna þar i 2 1/2
tima á dag. Þetta er Stefania
Þorsteinsdóttir sem verið hefur
ekkja i 19 ár. Hún segist lifa af
eftirlaunum eftir mann sinn, elli-
lifeyri og þeim launum sem hún
fái fyrir starf sitt á Þjóðminja-
safninu.
Stefania segist vera mjög
óánægð með þá skatta sem hún
hefur fengið. Henni er gert að
greiða 32600 kr á mánuði i seinni
greiðslu.
Ég veit að það eru menn sem
sleppa undan þvi að borga skatt,
segir Stefania. Það eru þeir sem
kunna að telja fram. Sumir þeirra
hafa engan skatt og borga smá-
vegis i útsvar. Ég veit ekki
hvernig þeir fara að þessu.
Um ávisanafalsið segir
Stefania:
Það er óskaplega ömurlegt
fyrir okkar fámenna þjóðfélag að
við séum svona djúpt sokkin. Mér
finnst þetta afskaplega
sárgrætilegt.
Tími til kominn að
gera eitthvað
1 Hampiðjunni i Reykjavik hitt
um við að máli við nokkra menn
við netagerð. Viö tökum tali þá
félaga Anten Armannsson og
Guðmann Karlsson.
Anton segir að það sé kominn
timi til að gera eitthvað i þessum
skattamálum þvi að einhvers
staðar hljóti pottur að vera brot-
inn. Ég er með um 65 þúsund
krónur á mánuð: og fæ 170
þúsund krónur i skatta og útsvar
og svo sér maður þessi skatt-
lausu stórinenni.
Ef maður stæli einhvers staðar
smá peningaupphæð þá yrði mað-
ur umsvifalaust hirtur en það er
vist aðalatriðið að hafa upphæð-
ina nógu háa. Þá sleppur maður.
Guðmann vill litið leggja til
mála. Hann er 18 ára gamall og
vissi ekki enn hvað hann hafði
fengið i skatta.
Stefania Þorsteinsdóttir stendur hér undir gamalli vog íkjallara Þjóöminjasafnsins (Myndir: eik).
Viðar Benediktsson.