Þjóðviljinn - 03.09.1976, Blaðsíða 7
Föstudagur 3. september 1976 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7
60 ára í dag
Björn Jónsson
r
forseti Alþýðusambands Islands
Björn Jónsson, forseti Alþýðu-
sambands tslands, er sextugur i
dag.
Nú eru liðin nokkuð yfir 30 ár
siðan kynni okkar Björns Jóns-
sonar fyrst hófust, þegar við vor-
um saman i Menntaskólanum á
Akureyri. Samstarf okkar hefir
orðið mikið og margþætt, enda
unnum við saman um árabil,
fyrst i Sósialistaflokknum og sið-
an i Alþýðubandalaginu. Það var
engin tilviljun að Björn Jónsson
skipaði sér snemma i raðir
islenskra sósialista og hóf baráttu
fyrir bættum kjörum verkafólks.
Hann þekkti af eigin raun kjör al-
þýðu og hafði til að bera þá eigin-
leika sem til þurfti til þátttöku i
stéttabaráttu þeirra tima.
Björn Jónsson varð, eins og
kunnugt er, einn aðalforystu-
maður verkalýðshreyfingarinnar
á Norðurlandi. Hann varð for-
maður verkalýðsfélagsins Ein-
ingar á Akureyri og forseti
Verkalýðssambands Norðurlands
og jafnframt alþingismaður
Sósialistaflokksins og siðar Al-
þýðubandalagsins fyrir Akureyri
og siðar Norðurlandskjördæmis
eystra. Það fór ekki á milli mála i
hópi þeirra sem best þekktu til i
verkalýðshreyfingunni, að Björn
Jónsson var einn af áhrifamestu
og sterkustu forustumönnum
hreyfingarinnar.
Þrátt fyrir pólitiskan ágreining
sem upp kom á milli Björns og
okkar sem nú skipum Alþýðu-
bandalagið og siðan flokkslegan
aðskilnað hefir samstarf, einkum
innan verkalýðshreyfingarinnar
alltaf verið mikið Og nú þegar
Björn Jonsson skipar forsetasæti
i Alþýðusambandinu þá blandast
vist engum hugur um aö hin
eiginlega stjórn i sambandinu
byggist á samstarfi Björns og
nokkurra bestu forustumanna
verkalýðshreyfingarinnar úr röð-
um Alþýöubandalagsins.
Það hefir vakið athygli margra
að undanförnu hve eindregið
Björn Jónsson sem forseti Al-
þýðusambandsins hefir gerst
talsmaður þess, að verkalýðs-
hreyfingin verði að taka ein-
dregnari afstöðu en hún hefir oft
gert til flokkspólitiskra málefna
og að hún láti sér ekki nægja
þröngt svið kaupgjaldsbaráttu,
heldur beri henni að beita áhrif-
um sinum til fulls á það hvernig
landinu er stjórnað. í þessum efn-
um eigum við alþýðubandalags-
menn fulla samstöðu með Birni
Jónssyni. Við höfum árum saman
bent á þann hættulega veikleika i
verkalýðsbaráttunni að ætla að
einangra samninga um kaup-
gjaldsmál frá öðrum þáttum
stéttabaráttunnar og frá hinni al-
mennu pólitisku baráttu. Sú
verkalýðshreyfing, sem velur sér
til forustu dygga þjóna atvinnu-
rekenda, eða þá sem á pólitiska
sviðinu styrkja stöðu þeirra, sem
alltaf eru i andstöðu við réttinda
og hagsmunabaráttu verkalýðs-
hreyfingarinnar, — hún mun
aldrei ná miklum árangri i sinni
baráttu. Hún getur að visu samið
um hækkað kaup á pappirnum en
siðan koma pólitisku ákvarðan-
irnar sem kippa öllu til baka aft-
ur.
Þó að atvik hafi legið til þess að
Björn Jónsson skipar nú annan
stjórnmálaflokk en ég, — þá
breytir það ekki viðhorfi minu til
samstarfs við hann um þau mál-
efni sem við teljum báðir mikil-
væg og ætlum okkur að berjast
fyrir.
Þaö er ósk min til Björns Jóns-
sonar á þessum afmælisdegi
hans, að hann megi áfram vinna
að hagsmunamálum islenskrar
alþýðu af einurð og heiðarleika og
þá vænti ég þess að við getum átt
gott samstarf og árangursrikt
um þau pólitisku grundvallar-
sjónarmið sem við höfum lengi
átt sameiginleg.
Ég flyt Birni og fjölskyldu hans
bestu hamingjuóskir.
Lúðvik Jósepsson.
Björn Jónsson, forseti Alþýðu-
sambands Islands, er sextugur I
dag.Á þessum timamótum koma I
hug minn ýmsar minningar frá
löngu samstarfi við Björn, en þær
minningar verða ekki skráðar
hér, heldur aðeins afmælis-
kveðja.
Ungur að árum helgaði Björn
verkalýðshreyfingunni starfs-
krafta sina og skipaði sér þar I
fylkingu hinna róttæku afla. Um
langt árabil var hann aöal
forystumaður verkalýðshreyf-
ingarinnar á Norðurlandi, þótt
starfsvettvangur hans væri fyrst
og fremst á Akureyri. Hér veröa
ekki tiunduð þau margvislegu
störf, bæði fagleg og pólitisk, sem
Björn Jónsson hefur tekist á
hendur I þágu verkalýðshreyf-
ingarinnar, en forystuhæfileikar
hans eru svo óumdeilanlegir, að
nú um nokkur ár hefur hann
gegnt æðsta trúnaðarstarfi hreyf-
ingarinnar, hinu vandasama
starfi að vera forseti ASI. 1 þessu
starfi hefur Björn aflað sér
virðingu samherja og and-
stæðinga og aukið veg Alþýðu-
sambandsins.
Meðan Björn var helsti forystu-
maður verkalýðshreyfingarinnar
á Norðurlandi var um árabil náið
samstarf milli verkamannafélag-
anna hér i Reykjavik og fyrir
noröan og segja má aö þetta sam-
starf hafi verið burðarásinn i
framsókn verkalýðshreyfingar-
innar á þeim árum. Og þótt við
værum ekki ávallt sammála um
mat á aðstöðum og baráttu-
aðferðum, þá skilaði þetta sam-
starf verkalýðsstéttinni drjúgum
árangri i hagsmunabaráttunni og
það er ánægjulegt að lita til baka
til þessara ára.
Það hefur verið gott að starfa
með Birni Jónssyni að verkalýðs-
málum og pólitiskir sviftivindar á
vinstri væng stjórnmálanna, sem
leitt hafa til þess að Björn skipar
sér nú i annan pólitiskan flokk,
hafa ekki leitt til neinna vinslita I
samstarfi okkar að verkalýös-
málunum. Björn er einkar vel
verki farinn, mikill afkasta-
maður, ritfær I besta lagi og
túlkar skoðanir sinar I ljósu máli,
og siðast en ekki sist hefur hann
reynst laginn við að laða til sam-
starfs menn með ólíkar skoðanir
og verið stjórnsamur. Fyrir
mann i stöðu forseta ASI eru
þessir hæfileikar mikils virði,
ekki bara fyrir hann, heldur
hreyfinguna i heild.
Það er öllum ljóst, að Islenska
verkalýðshreyfingin er ekki einlit
samstillt heild. Þar eru hópar
með ólikar stjórnmálaskoðanir
og sterkir hagsmunahópar. Það
er ekki á valdi neins eins aöila að
fara með stjórn Alþýðusam-
bandsins við núverandi aöstæður.
Þar verður að koma til samstarf
fleiri aðila. Að minni hyggju á
ekki að beita útilokunaraðferð —
það væri ekki til að styrkja sam-
tökin. Kjarni þess samstarfs, sem
verður að vera um stjórn ASÍ,
verður aö byggjast á samstarfi
sósialisku aflanna I verkalýðs-
félögunum, ef vel á að fara veröa
þau að ráða stefnunni.
Ég get þessa hér vegna þess aö
það fer saman að við minnumst 60
ára afmælis Björns Jónssonar og
yfir stendur undirbúningur
Alþýðusambandsþings, þar sem
minnst verður 60 ára afmælis
sambandsins. Um leiö og ég óska
Birni Jónssyni til hamingju með
afmælið og að hann megi njóta
góörar heilsu og starfskrafta um
ókomin ár, þá er það ósk min
Alþýðusambandinu til handa, á 60
ára afmæli þess, að starfsreynsla
og forystuhæfileikar Bjönrs Jóns-
sonar nýtist á þann veg aö fagleg
og pólitisk reisn verkalýðs-
stéttarinnar verði meiri.
Ég endurtek bestu hamingju-
óskir til þin, Björn, og þinnar fjöl-
skyldu, og þá ekki sist til þinnar
ágætu konu, Þórgunnar, sem viö
eigum einnig mikið að þakka.
Eðvarð Sigurösson.
Það var merkur áfangi i sögu
hinnar ungu verkalýðsstéttar á
tslandi þegar Alþýðusamband
tslands var stofnað árið 1916.
Verkafólkið var að vakna til vit-
undar um að einungis samstaða
og samtök gátu fært þvi sjálf-
sögðustu mannréttindi og réttlát-
ara þjóðfélag. Við Alþýðusam-
bandið voru þvi bundnar miklar
vonir. Þvi var ætlað að vera fag-
legt og pólitiskt baráttutæki
hinnar kúguðu alþýðu. Sextiu ára
saga Alþýðusambandsins er þrot-
laus baráttusaga verkalýðsins
fyrir lýðréttindum, bættum kjör-
um, félagslegum umbótum og
auknum jöfnuði. Sem betur fer
hefur þetta þrotlausa strið verka-
lýðshreyfingarinnar fært alþýð-
unni betra og fjölbreyttara lif.
Þrátt fyrir það standa verkalýðs-
samtökin enn i dag frammi fyrir
risavöxnum verkefnum. Ekki er
lifandi á daglaunum, enn rikir
margháttað misrétti og spilling I
landinu, sem fyrst og fremst bitn-
ar á alþýðu manna. Löggjafar- og
framkvæmdavaldið lýtur enn
stjórn auðstéttarinnar, sem með
aðgerðum sinum ógnar efnahags-
legu og pólitisku sjálfræði þjóðar-
innar.
En Alþýðusambandið hefur
einnig á 60 ára ferli sinum vaxið
mjög að fjölda og afli. Samstaða
félagsmanna, virk þátttaka
þeirra i félögunum og harður vilji
forystumanna þeirra getur fært
alþýðunni nýja sigra.
Svo skemmtilega vill til að for-
seti Alþýðusambandsins, Björn
Jónsson, er fæddur á stofnári
þess, en hann er 60 ára i dag.
Björn komst á legg á einu erfið-
asta skeiði islensks verkalýðs
þegar stéttabaráttan var hvað
hörðust. Hann mátti sjálfur þola
þau þröngu kjör sem alþýðan bjó
við á timum kreppu og atvinnu-
leysis. En einmitt I átökum þess-
ara ára eignaðist Björn, eins og
fjölmargir verkalýðssinnar
dýrmæta reynslu og þroska. Hin
harða barátta verkalýðsfélag-
anna og um leið hin agaða stjórn-
málaskólun i sósialistaflokknum
var vegarnesti sem Björn fékk
við upphaf sinnar löngu félags-
málagöngu. Hann hefur siðan
helgað alþýðuhreyfingunni alla
sina krafta.
Strax aö loknu stúdentsprófi
hóf Björn störf sem hafn-
arverkamaður á Akureyri.
Hann var fljótt valinn til forystu i
verkalýðsfélaginu og gerðist
starfsmaður þess. Samhliða fór
hin pólitiska barátta hans I sósial-
istaflokknum, starf á hans vegum
og útgáfa Verkamannsins, sem
Björn stýrði um árabil. Þessi
störf rækti Björn af þeim mikla
dugnaði sem ávallt siðan hefur
einkennt hann hvort heldur sem
formann Einingar eða forseta
ASl, þingmann eöa ráðherra. All-
ir sem unnið hafa meö Birni i
verkalýöshreyfingunni hrifast af
þvi hversu vel hann er verki far-
inn, fljótur að vinna og taka af-
stöðutil hinna ólikustu mála. En i
brjósti hans býr einnig svellandi
skap sem gerir Björn aö hörðum
baráttumanni þegar svo horfir.
Hann skortir heldur ekki einurð
og kjark til að halda sinu máli
fast fram og fara þær leiðir sem
hann telur réttar hverju sinni.
Styrkur hans hefur þó fyrst og
siðast falist i þvi nána sambandi
sem hann hefur haft við vinnandi
fólk. Það ásamt fræðilegri þekk-
ingu á kenningum sósialismans,
hefur verið kjölfesta hans og skóli
i löngu og óeigingjörnu starfi i
verkalýðsfélaginu, erfiðum
kjarasamningum og hörðum
verkfallsátökum.
Þetta hefur gert Björn Jónsson
að frjóum og skapandi forystu-
manni. Hann hefur lika hlotið
óvenjulegan trúnaö og traust
verkafólksins. A siðasta þingi ASl
var hann einróma valinn forseti
Alþýðusambandsins. Sá stóll hef-
ur verið allt annað en auðsetinn i
tið núverandi rikisstjórnar auð-
valdsins á tslandi, enda hafa sl.
tvö ár einkennst af stöðugu
varnarstriði við rikisstjórn og at-
vinnurekendur. Þessi varnarbar-
átta hefur legiö þyngst á herðum
Björns Jónssonar. Þrátt fyrir
erfið skilyrði tókst i vetur aö sam-
eina hreyfinguna til viðtækustu
verkfallsaðgerða i sögu verka-
lýðssamtakanna til þess að
hrinda enn einni kjaraskerð-
ingaratlögunni. Þessi barátta við
rikisstjórn verslunarauðvaldsins
hefur áreiðanlega átt sinn þátt i
þvi, að Björn hefur i vetur hvað
eftir annað kveðið upp úr um þá
staðreynd, að verkalýðshreyfing-
una skorti öðru fremur pólitiskt
afl til að geta þjónað hagsmunum
verkafólksins.
Björn er einnig upphafsmaður
þess máls, að þing Alþýðusam-
bandsins I haust gangi frá
sérstakri stefnuskrá, sem marki
afstöðu ASI til flestra þýðingar-
mestu þátta þjóðlifsins. Þessi
ákvörðun sambandsstjórnar i
vetur getur á margan hátt mark-
að þáttaskil i sögu Alþýðusam-
bandsins. Slik pólitisk stefnuskrá
hefur ekki verið til hjá samtökun-
um siðan sundur skildi með Al-
þýðusambandi og Alþýðuflokki.
Drög að þessari fyrirhuguðu
stefnuskrá hafa nú verið samin og
send út til umræðu i verkalýðs-
félögunum. Þeim gefst þvi ein-
stakt tækifæri til að fá félags-
menn til þjóðfélagslegrar um-
ræðu og umfjöllunar um hlutverk
og starf alþýðusamtakanna. Auð-
vitað má deila um innihald slikr-
ar stefnuyfirlýsingar, en hitt
stendur eftir, aö hún getur orðið
uppspretta frjórra umræðna á
vinnustöðum og i verkalýðsfélög-
unum.
Á þennan hátt hefur Björn
Jónsson á 60 ára afmæli sinu og
Alþýðusambandsins gegnt miklu
sögulegu hlutverki. Vonandi
verður komandi Alþýðusam-
bandsþing, og undirbúningur
þess, til að efla samtökin i þeim
miklu stéttaátökum sem
óhjákvæmilega eru framundan á
Islandi. 1 þeim átökum er Björn
Jónsson liklegastur manna til að
vera leiðandi i samstarfi við þá
menn sem vilja koma á þjóðfélagi
sósialisma og þjóðfrelsis og hafa
þannig forystu um að alþýðusam-
tökin verði virkur aðili i mótun og
stjórnun atvinnulifs og þjóðlifs.
Eins og við upphaf Alþýðusam-
bandsins eru nú miklar vonir við
það bundnar. Verkalýðssamtökin
eru eini aðilinn i landinu sem get-
ur verndaö alþýðuna gagn að-
gerðum rikisstjórnar auðvalds-
ins, og i samvinnu við þá stjórn-
málaflokka sem byggja á þjóö-
félagshugssjón verkalýðshreyf-
ingarinnar, komið á alþýðuvöld-
um i landinu. I þessu efni binda
menn áreiðanlega einnig miklar
vonir við forystu Björns Jónsson-
ar sem forseta Alþýðusambands-
ins. Hin rika reynsla han§, dugn-
aður og baráttuvilji fær vonandi
að njóta sin lengi i þvi starfi.
Ég veit að ég mæli fyrir munn
allra félaga Björns i verkalýðs-
hreyfingunni þegar ég óska hon-
um og fjölskyldu hans allra heilla
á þessum timamótum i lifi hans.
Ég vona að hann megi njóta þess
að sjá sem flestar draumsýnir
verkalýðsins, sem birtast i
stefnumörkun Alþýðusambands-
ins á þessu hausti, verða að veru-
leika.
Baldur Oskarsson.
Ein kvöldstund er alltof
skammur timi fyrir mig til að
rifja upp að gagni þau löngu
kynni og margþætt samskipti er
ég hef átt við Björn Jónsson, for-
seta Alþýðusambands Islands,
sem nú er orðinn sextugur. Ég
kynntist Birni fyrst á unglings-
árum hans er hann var nemandi i
Menntaskólanum á Akureyri, en
Björn fór þá, svo ungur, að hafa
afskipti af verkalýðsmálum i bæn-
um. Slik afskipti skólapilta i MA
voru ekki vel séð af skólameist-
ara og skólayfirvöldum. Björn lét
það ekki á sig fá.
Björn var frá fátæku mjög
barnmörgu heimili i Hrafnagils-
hreppi. Faðir hans, Jón Kristj-
ánsson, var kennari þar og bjó á
litlu nýbýli skammt frá Espihóli,
en var áður kennari i Blönduhlið.
1 skóla var Björn góður og fjöl-
hæfur námsmaður. Síðan heyrði
ég Sigurð skólameistara telja að
Björn hefði verið með allra bestu
nemendum sinum i islensku máli.
Hann nam þóvið stærðfræðideild
skólans.
A þessum árum þurfti bæði vel
sannfæröa menn og kjarkgóða til
að drlfa sig út i mikil afskipti af
verkalýðsmálum á Akureyri.
Verkalýðshreyfingin var klofin i
tvær fylkingar sem voru býsna
grályndar hvor i annars garð,
eins og þá var einnig ástatt bæði á
Siglufirði og i Vestmannaeyjum.
Verkamannafélagið gamla á
Akureyri, Verkakvennafélagið
Eining og Sjómannafélagið voru
öll útskúfuð frá Alþýðusamband-
inn en Verkalýðsfélag Akur-
eyrar, þá nýstofnað undir forystu
Erlings Friðjónssonar, var eitt
viðurkennt af sambandinu.
Á þessum árum var mikið nas-
istafjör I brjóstum margra góö-
borgara á Akureyri og algeng
sjón að sjá þá heilsast með nas-
istakveðjum á góðviðris-
morgnum á götum bæjarins.
Andstæðurnar voru mjög
skarpar, bæði i verkalýðsmálum
og bæjarmálum. Þá var það til
siðs að safna hvitu liði undir for-
ystu yfirvaldsins til að slást
meðan róttæku verkalýðsfélögin
stóðu i baráttu fyrir bættum
kjörum verkamanna og gegn at-
vinnuleysi sem var landlæg plága
á Akureyri um árabil. Margir
verkamenn áttu þá ekki jakkaföt
og höfðu ekki annað en hrein
nankinsföt til að fara i á helgum
dögum. Um þetta tvennt þekkti
ég mörg dæmi.
A þessum árum var stéttabar-
áttan mjög hörð.ekki sist á Akur-
eyri.vegna tviskiptingarinnar
innbyrðis, og gilti þá að geta
safnað miklu traustu liði til átak-
anna. Róttæki armurinnn var
ekki fjölmennur, en samhentur,
og mikil einlægni rikti innbyrðis
að inér fannst.
Þegar ég var kosinn formaður i
Sjómannafélaginu sem þá hét
Sjómarnafélag Norðurlands,
1936, gerðum við verkfall um
vorið til að berjast fyrir þvi að
sjómenn fengju lágmarkskaup-
tryggingu á sildarskipunum. A
sildarleysisárinu 1935 höfðu
flestir sjómenn komið allslausir
heim frá sildarvertiðinni og
sumir skuldað fæðið að miklu
leyti. Okkur fannst að hin æva-
fornu hlutakjör, að hlutamenn
kæmu allslausir heim frá ver-
tiðum þegar afli brást, gætuekki
gengiðlengur. Við lögðum þvi I að
reyna að brjóta isinn um það ný-
mæli að sjómenn fengju ákveðin
lágmarkslaun. Okkur tókst að
stöðva öll sfldarskipin á Akur-
eyri, 28 að tölu,þrátt fyrir samn-
ing sem Verkalýðsfélg Akur-
eyrar hafði gert i umboði Alþýðu-
sambandsins. Við þurftum að
vaka yfir hverjuskipi i 14 daga,að
það kæmist ekki út, En við náðum
góöu sambandi við skipshafn-
irnar sem margar voru að mestu
skipaðar aðkomumönnum.
1 miðju verkfallinu buðust þrir
ungir menn til að koma i verk-
fallsvaktir. Einn þeirra var Björn
Jónsson, þá 19 ára og nýkominn
frá stúdentsprófi. Ekki man ég
með vissu hvort hann fór þá á
sDdarskip.en hann fór eitthvað á
þessum árum. Okkur þótti Björn
Framhald á bls. 14.