Þjóðviljinn - 03.09.1976, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 03.09.1976, Blaðsíða 16
MOÐVIUINN Föstudagur 3. september 1976 Raftenglar fyrir skip og báta í Reykjavikurhöfn Þokast i rétta átt, — en þó hægt Hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur mun vera tilbúin áætlun um niðursetningu raf- tengibúnaðar fyrir fiskiskip, þannig að þau geti fengið raf- magn úr landi þegar þau liggja við bryggjur og spari á þann hátt olíu með þvi að þurfa ekki að keyra Ijósa- vélar við land. Samkvæmt upplýsingum Hannesar Valdimarssonar hjá Hafnarskrifstofu Rvik- urborgar var í sumar gert bráðabirgðaátak i vestur- höfninni i þessum efnum, en þar lét RR útbúa tengikassa sem skipin geta komist i. Aðrar aðgerðir i máli þessu eru, að við endurbætur á Ægisgarði, sem nú standa yfir, er gengið frá öllum lögnum fyrir tengingar. Hvenær þær komast i gagnið er hins vegar óvist. 1 áætlun RR hefur tenging- unum verið niður komið á teikningum. Samkvæmt fjárhagsáætlun er þó ekki gert ráö fyrir neinum fjár- veitingum til þessa verks. Er þvi enganveginn hægt að gera sér hugmynd um hvenær heildarverkinu lýkur. Rafvæöing hafnarinnar á þennan hátt kom fyrst til tals i borgarstjórn, er Guðjón Jónsson formaður Járn- smiðafélags Reykjavikur, lagði fram tillögu þess efnis fyrir nokkrum misserum, en Guðjón sat þá varaborgar- stj.fund fyrir Alþýðubanda- lagið. Framgangur málsins hefur að visu verið mun hægari en ætla hefði mátt, svo mikið nauðsynjamál, sem hér er um að ræða, en engu að siður er nokkur skriður á þvi. —úþ Orðrómur um afsögn Kosigins MOSKVU 2/9 — Nikoiai Tikhonov var i dag út- nefndur sem fyrsti vara- forsætisráðherra Sovét- rikjanna. Er hann 71 árs að aldri. Þessi frétt kemur i kjölfar þráláts orðróms um að Alexei Kosigin, forsætisráð- herra, kunni að segja af sér innan tiðar, en sam- kvæmt óstaðfestum fréttum frá Moskvu er hann heilsuveill, og var honum nýlega bjargað frá drukknun með naumindum, eftir að hann fékk hjartakast á sundi. UPPLYFTING UM HELGINA: Stöllur þær sem á myndinni sjást voru á meðal tvöþúsund áheyrenda á Rokkhátið Óttars Haukssonar og félaga, sem haldin var i Laugardalshöllinni i fyrrakvöld. Að sögn óttars eru menn sæmilega hressir með út- koinuna og hyggjast ótrauðir feta sömu braut áfram. Menn láta þó misjafnlega af þvi sem fram fór, og veröur nánar skýrt frá hljómleikunum i Klásúlum Þjóðviljans á sunnudag, en þar verða jafnframt birtar margar myndir sem —eik tók á hljóm- leikunum. Framkvœmdastofnun segir: Kröf luverð svipað og frá Sigöldu Framkvæmdastofnun rfkisins hefur sent frá sér athugasemd vegna fréttaflutnings um raf- orkuverð frá Kröfluvirkjun. Segir i athugasemdinni að tölur Gunn- ars Haraldssonar hagfræðings frá ráðstefnu Fjóröungssam- bands Norðuriands hafi verið rangtúlkaðar i fjölmiðlum. Stað- hæfingu sina byggir stofnunin á cftirfarandi atriðum: Þau orkuverð sem nefnd voru i erindinu voru miðuð við að kostnaður kæmi að fullu fram I verðlagningu á ári hverju frá upphafi. Ef orkan væri td. verð- lögð á 9,25 kr. kilóvattstundin á fyrsta ári mætti verðleggja hana á 45 aura kvst. á 13. ári. Liklega yröi útkoman svipuð ef orkuverð frá Sigöldu yrði reiknað á svipaðan hátt, segir i athuga- semdinni, og ennfremur að endanlegt orkuverð til neytenda sé ekki ákveðið þannig, heldur jafnað á milli ára. Þá ségir: ,,Ef bera á saman orkuverð frá fyrirhugaðri Norðurlandsvirkjun og Landsvirkjun verður að taka Sigöldu með i reikninginn, eða þá taka Sigöldu og Kröflu út úr og bera þær saman. Venjulega er fenginn samanburðargrundvöllur með þvi að reikna kostnað á kiló- vattstund miðað viö fullnýtingu. Séu Krafla og Sigalda bornar saman á þennan hátt verður orkuverð svipað eöa i kringum 2 krónur kilóvattstundin, en hvorug virkjunin verður fullnýtt strax. Með tilliti til nýtingar Kröflu- virkjunar fyrstu árin er rétt að vekja athygli á því, að með til- komu hennar er unnt að útrýma þeim orkuskorti sem rikt hefur á Norðurlandi og sinna aukinni eftirspurn. Samningar um sölu orku frá fyrri áfanga hennar eru vel á veg komnir.” Með Land- vernd í melskurði í Þor- lákshöfn A morgun verður fólki gefinn kostur á að skera mel i land- græðslugirðingu i Þorlákshöfn. Eins og undanfarin ár eru það Landgræðsla rikisins og Land- vernd sem standa að þessu sjálf- boðastarfi og hefur þátttaka farið vaxandi með hverju ári. Þeim, sem ekki fara á eigin bilum, verður séð fyrir fari frá Um- ferðarmiðstöðinni kl. 12 á hádegi og heim aftur að dagsverki loknu, og er öllum sem ekki hafa unnið við melskurð bent á að þetta er mjög skemmtileg vinna. Landgræðslan og Landvernd vilja hvetja alla sem tök hafa á að kom til melskurðar á morg- un og leggja góöu málefni liö og hressa andann eftir rigninga - samt sumar. Við viljum biðja fólk að taka vasahnifa með sér i mel- skurðinn. Loðnuaflinn orðinn 60 þús. lestir Við fengum þær upplýsingar hjá loðnunefnd i gær, að heildar- aflinn á sumarloönuvertiöinni fyrir Norðurlandi nú væri oröinn 60 þúsund lestir, eða nákvæmt talið 59.700 lestir, siðdegis I gær. Og þessi 60 þúsund tonn gera að verðmæti til jafn mikið og helmingur alls vetrarloðnuaflans sl. vetur, svo miklu feitari og pattaralegri væri loönan nú. t gær var heldur treg veiði, að- eins tvö skip tilkynntu um afla, Björn Ólafsson með 350 lestir, Súlan EA með 200 lestir. Nú munu vera á milli 15 og 20 skip á loðnu- miðunum, en loðnunefnd vissi ekki um nákvæma tölu skipa i gær. Aflahæsta skipið er Sigurður RE með 7826 lestir en næst kemur svo Súlan EA með 4470 lestir, ef sá afli sem skipið tilkynnti um i gær er talinn með. Lang-hæsta löndunarstöðin er Siglufjörður með 35 þúsund lestir. —S.dór Siðan 1973 hefur aöeins verið einn varaforsætisráðherra i Sovétrikjunum Kirill Mazurov, sem er 62 ára, og var lengi litið. á hann sem h'klegasta eftirmann Kosigins. Erlendir sendimenn i Moskvu 1 telja li'klegt að útnefning Tik- honovs boði það að Kosigin muni bráðlega segja af sér, ef til vill þegar á næsta fundi æðsta ráðs- ins, sem haldinn verður siðar i þessum mánuði. Fréttamenn telja að útnefning Tikhonovs styrki enn stöðu Bresnéfs, þar sem Tikhonov hefur haft náið samband við hann i mörg ár. Báðir byrjuðu þeir stjórnmálaferil sinn i borginni Dnépropetrovsk I Suður-Úkrainu, og báðir unnu i þungaiönaöi á þeim slóðum. Kaupfélögin: Vilja lika innheimta fyrir önnur blöð — ? Kaupfélagsstjórinn I Borgarnesi segir i yfirlýsingu að kaupfélagið sé reiðubúið að annast greiðslur á áskriftargjöldum til annarra blaða en Timans, óski viðkom- andi áskrifandi eftir þvi. Þetta kemur fram i yfirlýs- ingu sem blaðinu barst I gær frá kaupfélagsstjóranum, en þar segir: Yfirlýsing. Nýlega gerði Þjóðviljinn, i stjórnmálaleiöara sinum, að umtalsefni „innheimtu” Kaup- félags Borgfirðinga á áskriftar- gjöldum Timans. Áður höfðu komið ritsmiöar um þetta i Alþýðublaðinu og Staksteinum Morgunblaðsins. Þeir heiðursmenn sem að þessum skrifum standa i fyrr- nefndri þrenningu vita greini- lega litið um þá þjónustu sem Kaupfelag Borgfirðinga og mörg fleiri kaupfélög veita sin- um félagsmönnum og þá sérstaklega bændum sem þurfa á þvi að halda að hafa opna viö- skiptareikninga. Þeim bændum, sem eru félagsmenn og hafa kosið að Kaupfélag Borgfirðinga annað- ist fyrir þá ýmsar greiðslur, er veitt margvisleg þjónusta, þar er ekki einungis um vöruútveg- un að ræða, heldur fjölmargt annað svo sem greiðslur fyrir rafmagn, oliu, tryggingar, afborganir af lánum, dýra- læknisþjónusta, svo nokkuð sé nefnt. Ekki má heldur gleyma margskonar opinberum gjöld- um til rikis og sveitarfélaga, milliskriftum milli reikninga, sem mikið er um, og margt fleira, sem of langt yröi upp að telja. Yfirleitt reyna kaupfélögin að spara félagsmönnum sinum fyrirhöfn og fjármuni eftir þvi sem i þeirra valdi stendur. Askriftargjöld Timans greiðum við almennt ekki,en þó fyrir þá bændur sem hafa taiið sér það hagkvæmt. Það er i valdi bóndans að ákveða hvort við höldum áfram að veita hon- um þá þjónustu eða ekki. Borgarnesi 30. ágúst 1976 Ólafur Sverrisson, kaupfél.sstj. Borgarnesi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.