Þjóðviljinn - 03.09.1976, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 03.09.1976, Blaðsíða 1
UÚÐVIUINN Föstudagur 3. september 1976. — 41. árg. —195. tbl. Engin lausn ennþá Þjóðviljinn hafði tal af for- manni verkalýðsfélagsins i Stykkishólmi, Einari Karlssyni, um kvöldmatarleytið f gær, og hafði sjómönnum á skelveiðibát- uin þaðan þá ekki verið birt nein tillaga um leiðréttingu á skel- verði, og falla þvi róðrar niður þangað til leiðrétting hefur verið gerð. Að sögn Einars er ekki ven ja að róa á föstudögum og laugardög- um. Hins vegar halda bátarnir yfirleitt út á sunnudögum, og sagði Einar að til þess að róðrar hæfustnk.sunnudag yröiaðleysa úr málum-i dag eða á morgun. Sjómenn munu væntanlega halda með sér fund um málið á morgun. —úþ Mengunin og Elkem: Timman hélt jöfnu á móti Friðriki — og hefur þvi enn örugga forystu í Reykja- vikurskákmótinu Friðrik og Timman vöktu langmesta athygli I gærkvöldi, en skák Gunnars Gunnarssonar var sú skemmtilegasta. Myndin er tekin viö upphaf áttundu umferöarinnar I gær. Mynd: —eik. með hálfs vinnings forskot og gjörunna biðskák Hollendingurinn Timraan varöist i gærkvöldi öllum tilraunum Friðriks ólafss., til að ná vinningi úr viðureign þeirra, en hennar var beðið með inikilli eftirvæntingu. Friðrik þurfti að vinna þessa skák til þess að komast f efsta sætið ásamt Timinan.en þrátt fyrir á- kafar tilraunir gekk dæinið ekki upp hjá honum. Hollendingur- inn sá við hverri ráðagerð Friðriks sem varð þvi að láta sér lynda jafntefli eftir 22 leiki. En áttunda umferðin sem tefld var i gærkvöldi var I heild sinni fremur fjörlitil. Metað- sókn var þó að mótinu, hátt i 400 inanns komu til þess að sjá skákirnar og var ansi þröngt á þingi og heitt f salnum. Gunnar Gunnarsson bjargaði kvöldinu með þvi að tefla stór- skemmtilega á móti englend- ingnum Keene og þegar skák þeirra fór i bið virtist Gunnar með gjörunnið tafl. A öðrum vigstöðvum var mikið um jafn- tefli, en frá .keþpninni i gær- kvöldi ei;að venju ein siða full af glænýjum fréttum. gsp Tveir menn kynna sér málin í Noregi Þegar til stóð að bandariska fyrirtækið Union Carbide reisti og ræki járnblendivcrksmiðjuna að Grundartanga, ásamt Islenska rikinu, var búið að ganga frá öllu þvisem viðkom mengun frá verk- smiöjunni, enda þarf UC að undirgangast afar strangar mengunarreglur I Bandarikjun- um. En nú þegar norska fyrir- tækið Elkem Spicgelverket tekur sæti UC f Járnblendifclaginu verður að fara I þessi mál öll uppá nýtt, enda hafa norðmenn litt sinnt mengun frá slikum verk- smiðjum til þessa, en nú er komin fram i Noregi ný löggjöf um auknar mengunarvarnir. Eyjólfur Sæmundsson, hjá Heilbrigðiseftirliti rikisins, sagði að heilbrigðiseftirlitið i samráði við náttúruverndarráð væri sú stofnun, sem gerði tilögur um skilyrði fyrir slikum verksmiðju- rekstri, sem þarna er um að ræða. Hann sagði að eftir að skriður komst á viðræður Elkem og rikisstjórnarinnar um járn- blendiverksmiðjuna, hefði verið haldinn fundur með fulltrúa heil- brigðiseftirlitsins og fulltrúa frá náttúruverndarráði og fulltrúum frá Elkem um mengunarvanda- málið. A þessum fundi fór fram frumkynning á áætlunum Elkem i málinu. Þessi fundur fór fram vegna þess að Járnblendifélagið þarf að sækja um starfsleyfi til eftirlitsins. Eyjólfur sagði það rétt vera, að tækni Elkem væri að einhverju leyti frábrugðin UC, en umsókn um starfsleyfi hefur ekki verið lögðfram ennþá og þvi ekki ljóst i smáatriðum hver munurinn er, en þegar umsóknin er lögð fram verður lýsing á öllum atriðum varðandi mengun og mengunar- varnir að leggjast fram. Fram til þessa hefur norskur kisiljárniðnaður ekki beitt nein- um mengunarvörnum hvað út- blástur snertir. En þær nýju Framhald á bls. 14. Viltu auka skuldirnar og lœkka eignarskattinn? Þinglýsing y eðskulda bréfs í eigin hendi! Ef þú vilt vera skuldun- um vafinti þegar þú telur fram til skatts þannig að þú losnir undan því að greiða eignaskatt getur þú gef ið út veðskuldabréf upp á svo mikla upphæð sem þér sýnist og látið þinglýsa þvi og fært siðan upphæð bréfsins í skuldadálk skattframtals! Samkvæmt unplýsingum borgarfógetaembættisins er aldrei spurst fyrir um það á þeim bæ, hvað gera eigi við skuldabréf. Við spurðum þá eftir þvi hvort eigandi fasteignar gæti gefið út skuldabréf, sem tryggt væri meö veði i eigninni, látið þinglýsa upp- hæð bréfsins sem áhvilandi veðskuld, en haldiö bréfinu i eigin höndum, og fengum það svar að ekkert væri sliku og þviumliku uppátæki til fyrirstöðu. Orðrétt fórust borgarfógeta svo orð vegna þessarar spurningar: „Viö höfum engan rétt til þess að spyrja fólk eftir þvi hvað það ætlar aö gera við skuldabréf eða þá peninga, sem það hljóðar upp á” —uþ Þj óðvilj ahúsið Málarar og aðrir lagtækir menn óskast i vinnu við Þjóðviljahúsið á morgun, laugardag- inn 4. sept. Vinna hefst kl. 9. Kröfluverð er svipað og frá Sigöldu — Sjá 16. siðu Likur á að Vikingi verði breytt í nóta- veiðiskip Talið er að breytingin kosti ekki undir 300 miljónum króna Eigendur togarans Vikings AK, sem er síðutogari af sömu stærð og gerð og Sigurður RE, sem breytt var I nótaskip fyrir tveim- ur árum eða svo, hafa mikinn hug á þvi að iáta breyta Vikingi á saina hátt og Siguröi RE var breytt með svo góðum árangri, scm raun ber vitni. Akvöröun um málið hefur ekki verið tekin endanlega, en allar likur benda til þess að af þessu verði. Yrði breytingin að öllum likindum látin fara fram i Noregi, og er talið að hún kosti ekki undir 300 miljónum kr. en tilboð i verkið liggur ekki fyrir, heldur er hér um lauslega áætlun að ræða. Breytingin á Sigurði RE tókst eins og áður segir mjög vel og hefur Sigurður RE verið mesta aflaskip landsins á loönu bæði yfir veturinn og eins I sumar, en hann hefur aflað yfir 7 þúsund lestir það sem af er. Það er þvi ekki nema von að eigendur Vikings AK láti breyta skipinu, þar sem það kemur nú að engu gagni eins og er sem gamall siðutogari á skut- togaraöld. —S.dór Grjótjötuns- málið er i sumarfríi! Eins og frá hefur veriö skýrt i blaöinu visaði saksóknari rfkisins faktúrusvindlmáli þvi, sem heitiö hefur verið Grjótjötunsmál I al- memium fréttum, til sakadóms á nýjan leik fyrir nokkru ineö þvi loforði, að það yrði tekið til fram- haldsrannsóknar. Hraði verður ekki á þeirri framhaldsrannsókn, þvi sam- kvæmt upplýsingum frá Saka- dómi er fulltrúi sá, sem með framhaldsrannsóknina hefur að gera og jafnframt vann að frum- rannsókn i Sakadómi, Erla Jóns- dóttir, i frii þessa stundina, og málið þar með!!! Þá flytur Dagblaðið þá frétt i gær að samkvæmt ósk stjórnar Sandskips, sem er hlutafélag stofnað til reksturs og kaupa á Grjótjötni, verði félagið tekið til gjaldþrotaskipta fyrir Skiptarétti Reykjavikur. —úþ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.