Þjóðviljinn - 04.09.1976, Side 11
Laugardagur 4. september 1976 ÞJÖÐVILJINN — SIÐA 11
Matthías kemur ekki fyrr en á mánudaginn
HSK sigraði með
nokkrum yfirburðum
i skemmtilegri keppni á Unglinga-
meistaramóti Islands í sundi
HéraOssambandib Skarp-
héðinn, HSK, sigraði i stiga-
kcppninni' á Unglingameist-
aramótinu i sundi sem fór
fram um siðustu helgi. Loka-
stig féllu þannig aðHSK sigr-
aði með 137 stig, Armann kom
næstur með 122 stig, siðan
Ægir með 97,8 stig, IBK með
97,3stig,tA 75 stig, KR 75 stig,
Breiðablik 50 stig, Óðinn
Akureyri 35 stig, Sundfélag
Hafnarfjarðar 36,5 stig og
lestina rak UMSB með 22,3
stig.
Brynjólfur Björnssonúr Ar-
manni hlaut flest verðlaunin á
mótinu, en hann sigraöi I
hverri greininni á fætur ann-
arri og tók með sér heim sex
gullverölaun. Hann setti
drengjamet i 200 m. fjórsundi
erhannsyntiá 2,25.0 mínútum
og lofar hann svo sannariega
góðu I framtiðinni.
Af öðrum þátttakendum má
nefna Sonju Hreiðarsdóttur úr
IBK sem vann margar greinar
og lofar góðu ásamt fjölda
'annarra keppenda. .— gsp
Tvær landsliðsæfingar
í gær og síðan haldið
strax til Þingvalla
Tvær æfingar voru hjá islenska
knattspyrnulandsliðinu sem á
sunnudaginn mætir belgiumönn-
um á Laugardalsvelli klukkan
18.15. Að lokinni seinni æfingunni
var svo haldið beint til Þingvalla
og þar verður dvalist fram að leik
við æfingar og „afslöppun”.
Einnig verður æft á Laugarvatni.
Stemmningin á æfingunum i
gær var hin ágætasta og létt yfir
mannskapnum, þrátt fyrir erfið-
an leik framundan. Myndirnar
sem hér fylgja voru teknar i gær,
en á æfingarnar vantaði þrjá
menn, þá Inga Björn, sem ennþá
var veikur, Jóhannes Eðvaldsson
og svo Matthias eða þann mann,
sem i hans stað kemur.
Tony Knapp var sitalandi að
vanda, þrátt fyrir erfið veikindi
undanfarna daga. Það er ekki
annað að sjá en að æfingin hafi
veriö hressandi.
Guðgeir og Tony Knapp ekki á eitt sáttir
Þeir voru hressir landsliðsstrákarnir I gær,og hér er I uppsiglingu skyndiárás á Ijósmyndarann sem
stakk þó landsliðsmennina léttilega af f spretthlaupinu!
„V alið stendur á milli
Hinriks og Vilhjálms”
— segir Tony Knapp og lýsir
megnustu skömm sinni
á afstöðu Halmia-liðsins
Nú er endanlega Ijóst að
Matthías Hallgrimsson
kemst ekki til Islands til
þess að leika með gegn
belgíumönnum á sunnu-
daginn. Hann lenti i mikl-
um útistöðum við sænska
félagsliðið sitt, Halmia, en
þrátt fyrir margendurtek-
intilmæli KSi og Matthías-
ar neituðu svíarnir stað-
fastlega að láta hann laus-
an.
Matthias hótaði hins vegar að
fara i trássi við öll fyrirfhæli svi-
anna, en þeir komu með hótanir
um að svipta Matthias i staðinn
öllum launum og réttindum.
Matthias mun þvi láta undan, þótt
þetta séu brot á öllum þeim lof-
orðum sem Halmia gaf bæði hon-
um og KSI þegar gengið var frá
samningunum á sínum tima.
— Þetta er reginhneyksli,sagði
Tony Knápp þegar hann var tek-
inn tali á landsliðsæfingu I gær. —
Og það sem meira er, þeir viija
ekki sleppa honum þótt hann eigi
aðeins að vera varamaður með
liði sinu um helgina. Matthias
komur þvl ekki fyrr en á mánu-
daginn,en hann veröur þá vonandi
með á móti hollendingunum.
— Hver kemur þá I staðinn?
— Það er ekki búið aö ákveða
þaö ennþá, en þó er vist að það
verður annaö hvort Hinrik Þór-
hallsson eða Vilhjálmur Kjart-
ansson úr Val. Við munum
ákveða þetta i kvöld eða fyrra-
málið og fá þá þann útvalda beint
á Þingvelli til okkar.
— gsp
Matthias — varðaðláta undan.en
verður með á móti hollendingum.