Þjóðviljinn - 04.09.1976, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 04.09.1976, Blaðsíða 14
14 SiÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 4. september 1976 Siðustu iþróttafréttir: Jón Gunnlaugsson valinn í landsliðið Seint i gærkvöld tilkynnti Tony Knapp landsliðsþjálfari, að Jón Gunnlaugsson frá Akra- nesi hefði verið valinn vara- maöur fyrir Matthias Hall- grfmsson í leiknum viö belgiu- menn á morgun. Er hann valinn með tilliti til þess, að hann geti tekið stöðu Jóhannesar Eð- valdssonar, ef hann kemstekki til landsins i tæka tið. Ársþing UÍA á V opnaf irði Ungmenna- og iþróttasamband Austurlands heldur 33. ársþing sittá Vopnafirði dagana 12. og 13. september n.k. Auk venjulegra r Avisanir Framhald af bls. 16 unarinnar. í þessari könnun kemur fram, að 5 aöilar hafa hver um sig gefið út ávisanir fyrir 100- 557 miljónir á tveggja ára tima- bili. 8 aðilar hafa framselt yfir 100 miljónir hver yfir timabilið. Hér er sumpart um einhverja sömu aðila að ræða sem útgef- endur i einu tilfelli en framselj- endur i öðru. Rétt er að láta þess getiö að hér er sumpart um fyrir- tæki að ræða i fullum rekstri og þarf þvi útgáfa þetta mikillar upphæðar ekki endilega aö vera tortryggileg. Athugaðir voru 26 reikningar, en það eru aðeins 15 menn sem ávisa á þessa reikninga. Nokkuð ljóst er að sumir útgefenda koma fram fyrir aðra aðila. Svo virðist sem slikir aðilar geti ætið fundið sér nýja aðila til þess að opna bankareikninga fyrir sig, hafi þeirra eigin reikningum verið lokað. bá er hér um 12 fyrirtæki að ræða, sum þeirra eru ekki á firmaskrá. Hrafn sagði að þeir bankar sem teljast mættu aðalbankarnir I þessumáli væru: Landsbankinn, Búnaðarbankinn, Alþýðubank- inn, tltvegsbankinn, Verslunar- bankinn, Iðnaðarbankinn og Sparisjóðurinn Pundið. En hann tók fram að alls ekki væri vist nema fleiri bankar kæmu inn i málið. Hann tók fram, að þótt ákveðnir aðilar næðu fjármagni útúr bönkunum meö tékkakeðju, þá er ekki endilega þar með sagt að viðkomandi bankar tapi á þvi. Og meira að segja sagði Hrafn að hugsast gæti, að bankarnir högn- uðust á öllu saman og átti þar við hina háu vanskilavexti og kostnað sem sliku fylgdi. Hitt er ljóst að reikningshafar þeir sem mynda tékkakeðju, taka sér fé, án þess að spyrja nokkurn um það og án þess að greiða fyrir það. Enginn þeirra banka, sem hér hafa verið nefndir, hafa gefið upp að þeir hafi tapað fé á þessari tékka- keðju, sem hér um ræðir. Hrafn margtók fram, að rann- sókn málsins væri svo stutt á veg komin, að segja mætti að nær all- ir endar þess væru enn lausir. —S.dór. aðalfundarstarfa verða eftirtalin mál reifuð og rædd: 1. Skíöamiðstöðá Austurlandi. Málshefjandi Gunnar Ólafsson Neskaupstað. 2. Minjasafn Austurlands og framtið þess. U.l.A. hefur verið aðili að stjórn Minjasafnsins frá stofnun þess. 3. Gönguleiðir á Austurlandi. Hermann Nielsson kynnir starf gönguleiöanefndar. Lögð verða fram þau tvö gönguleiðakort, sem þegar eru komin út. 4. Niðurstöður ráðstefnu um æskulýðsmál, sem haldin var á Hallormsstað i sumar. 5. Sumarhátið U.l.A. 6. Lagabreytingar. Tillögur sem óskast teknar fyr- ir á þinginu skulu hafa borist stjórn sambandsins, eða fundar- stjóra áður en þing verður sett. Fiskimál Framhald af bls. 2 ins i Norður-Þrændalögum. En auðséð er á þeim fréttum sem þaðan hafa borist og ég hef hér að framan birt útdrátt úr, að þetta mál hefur engan veginn jafnast I sumar á milli deiluaðila, heldur virðist það allt hafa magnast og færst i aukana. Er þvi ekki auð- velt að geta sér til, hver endalok þessarar deilu verða. Ólik viöhorf sjómanna i Suður-T romsf y Iki A sama tima og sfldveiöisjó menn i Norður-brændalögum skömmuðu norska haf- og fiski- fræðinga útaf veiðibanni á sild eins og sagt er frá hér að framan, þá varð allt annað uppi á teningn- um hjá sjómönnum á aðalfundi fiskifélagsins I Suður-Tromsfylki. Þar var óskað viðræðna við Haf- rannsóknarstofnunina um að leyft yrði að veiða ákveðið magn af sild á næsta ári til matvæla- framleiðslu og i beitu, en að við það yrðu einungis notuð net. Hins vegar var samþykkt að krefjast þess að sildveiði með snurpunót yrði algjörlega bönnuð næstu 5 árin. Fastakúnnar Framhald af bls. 1 hringurinn hef ur komið við sögu, vita nöfn ,,sinna" manna úr hringnum. Nöfn sumra þeirra manna sem hlut eiga að máli í tékka- keðjumálinu hafa að sögn Hrafns komið meira og minna vjð sögu í þeim f jöl- mörgu tékkasvikamáTum, sem hann hef ur fengist við í tólf ára starfi sínu sem borgardómari. En auðsjá- anlega hefur það ekki dug- að til þess að loka banka- kerfinu fyrir þeim. Ég þakka af alhug vinum og vandamönnum hlýjar kveðjur og góðar gjafir 24. ágúst siðastliðinn. Jón Kaldal Eiginmaður minn Guðmundur A. Björnsson, Skúlagötu 52 lést I Landakotsspitala 3. september. Fyrir hönd aðstandenda Guðmunda Agústsdóttir Gaman og alvara úr borgar- ráði I fundargerð siðasta borgar- ráðsfundar segir að til umræðu hafi verið tillaga um að koma á fót athvarfi i Austurbæjarskóla fyrir unglinga, sem fallnir eru út úr skólakerfinu vegna hegðunar- erfiðleika. Var þetta samþykkt. Einn borgarráðsmanna, Albert Guðinundsson, lét þó samþykki sinu fylgja bókun, þar sem segir um skilyrði hans fyrir samþykki: ,,... en samþykki hans er háð þvi, að starfsemi sú sem lagt er til að hafin veröi til rcynslu á komandi vetri, verði ekki að neinu leyti rekin af sálfræðingum.” Or Æfingastöðinni Fjölskylduhátlð Kvennadeild Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra heldur sina árlegu kaffisölu i Sigtúni við Suð- urlandsbraut á morgun, sunnu- daginn 5. september, kl. 2-6. A boðstólum verða úrvals kaffi- veitingar og meðlæti. Einnig verða fjölbreytt skemmtiatriði: Pónik og Einar leika, Ómar Ragnarsson skemmtir, Magnús Ingimarsson leikur á pianó, Unn- ur Arngrímsdóttir stjórnar tisku- BEIRUT 3/9 (Reuter) — Elias Sarkis, sem útnefndur hefur verið forseti Libanons og á að taka við völdum 23. september, hóf I dag viðræður við fulltrúa deilduaðila i sýningu. Þá verður einnig bingó með glæsilegum vinningum. Spil- aðar verða sex umferðir um Kanarieyjaferð, málverk, veiði- leyfi, myndavél og fl. Bingóið hefst kl. 16.30. Styrktarfélagið hefur unnið fjáröflun til Æfingastöðvarinnar við Háaleitisbraut og rennur ágóðinn af fjölskylduhátiöinni þangað og til starfseminnar i Reykjadal. herrar arabaríkjanna að koma samantil fundari Kairó til aöræða ástandið i Líbanon. Eiga þeir að leggja drög að fundi æðstu manna arabarikjanna. ómenntaður yfirkennari Kristján Benediktsson lét bóka eftir sér svohljóðandi sem vart vekur kátinu: ,,Ég lýsi furðu minni á þvi, að meirihluti fræðsluráðs skuli leggja til, að maður sem ekki hef- ur réttindi til kennslu, hvorki próf frá kennaraskóla né háskóla, verði skipaður yfirkennari við Laugalækjarskóla.” Sendibréf frá Alþýðu- bandalaginu. En það er greinilega Albert Guðmundsson, sem heldur uppi húmornum á borgarráðsfundum. 1 tilefni af bókun Sigurjóns Péturssonar vegna úthlutunar iðnaðarlóða og birt var hér I blað- inu sl. miðvikudag, lét Albert bóka eftir sér og segir þar ma.: ,,... eru eingöngu fram settar til þcss að skapa tortryggni i garö þeirra, sem stunda verslunar- og þjónustustarfsemi. Legg ég til að tillaga S.P. verði felld sem hreint áróðursplagg, enda lit ég á hana sem sendibréf Alþýðubandalagsins inn á fund borgarráðs.” —úþ Libanon: F riðarumræður landinu. Orðrómur er uppi um að sýrlendingar hafi fallist á tillögur hans um að koma á friði i Libanon. Sarkis fór til Damaskus á þriðjudaginn til að ræða þar við Hafez Assad forseta Sýrlands, en mjög lítið hefur verið látið uppi um þeirra viðræður. Hins vegar hefur Sarkis nú byrjað á við- ræðum við ýmsa fulltrúa deilu- aðila og er búist við þvi að hann skýri Assad frá niðurstöðum þeirra áður en hann tekur við völdum. Dagblaðið An Nahar, sem er sjálfstætt, skýrði frá þvi i dag að sýrlendingar hefðu fallist á til- lögur Sarkis um friðsamlega lausn deilunnar i Libanon.Átti rit- stjóri blaðsins viðtal við Sarkis i gær. Miklar getgátur hafa verið uppi um það að sýrlendingar myndu hafja stórsókn i Libanon til að binda endi á styrjöldina, ef ekki næðist eitthvert samkomu- lag á næstunni. Búist er viö því að Sarkis hefji viðræður við æðstu menn allra deiluaöila I næstu viku. t dag komu fulltrúar palestínu- araba og falangistaflokksins saman til fundar til að ræöa um nýtt vopnahlé sem komið yrði á 1 áföngum. Ef þetta vopnahlé verður samþykkt verður það 55. vopnahléð, sem samkomulag hefur náðst um i Libanoa Hin 54 hafa öll fariö út um þúfur á stuttum tima. Sagði útvarpsstöð vinstri manna i Beirut að báðir aðilar myndu einnig ræða tillögur sem borist hafa frá Damaskus um samningafund ásamt full- trúum sýrlendinga. A morgun eiga utanrikisráð- Styrktarmenn Alþýðubandalagsin$ Styrktarmenn Alþýðubandalagsins, sem enn hafa ekki greitt fram- lag sitt til flokksins á þessu ári, eru vinsamlega minntir á að greiða það sem fyrst með gíróseðli inn á hlr. Alþýðubandalagsins i Alþýðubankan- um nr. 4790, eða senda það beint til skrifstofunnar að Grettisgötu 3. Seyðisfjörður Aðalfundur Alþýðubandalagsins á Seyðisfirði verður haldinn mið- vikudaginn 8. sept. 19761 Barnaskólahúsinu og hefst kl. 20.30 Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Kosning fulltrúa á aðalfund Kjördæmisráðs Alþýðubandalagsins I Austurlandskjördæmi 3. Onnur mál Þingmenn Alþýðubandalagsins á Austurlandi mæta á fundinum Stjórnin. Alþýðubandalagið Norðurlandskjördæmi eystra. — Kjördæmisþing Kjördæmisþing Alþýöubandalagsins I Norðurlandskjördæmi eystra verður haldið á Akureyri laugardaginn 11. september i Alþýðuhúsinu og hefst kl. 13.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aöalfundarstörf. 2. t/tgáfumál. 3. Stjórnmála- ástandið. 4. Verkalýðsmál. Stefán Jónsson, alþm., mætir á fundinn. Kjartan Ólafsson, ritstjóri, verður gestur þingsins. Alþýðubandalagið i Kjósarsýslu Aðalfundur Alþýðubandalagsins I Kjósarsýslu verður haldinn að Hlé- garöi miövikudaginn 8. sept. 1976 og hefst kl. 20. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Kosning fulltrúa á kjördæm- isráö. 3. Finnur Torfi Hjörleifsson ræðir um málefni Þjóðviljans. 4. önnur mál. — Geir Gunnarsson alþingismaður mætir á fundinum. — Stjórnin.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.