Þjóðviljinn - 02.10.1976, Síða 1
Eœtt við fóstrur um
launakjör, — Sjá opnu
,,Við erum aö máia pollinn", sögOu þessir pattaralegu k.
strákar. Hlynur og Ingvar, þegar Gsp tók þessa mynd af | \
þeim i Laugaborg I gær. Blaöamaöur truflaöi þá ekki I >
meira viö þetta ábyrgðarstarf, en ræddi þess i staö viö
fóstrurnar um hagsmunamál þeirra. jr
UPPELDIÐ
ræður miklu
Mistök afdrifarík. — Stofnun
vantar til að hjálpa föngum að
aðlagast á ný
— Það eru engin tak-
mörk fyrir þvi/ hvað for-
eldrar geta gert mikil
uppeldisleg mistök. Þeir
gera sömu vitleysuna hvað
eftir annað og fer þá oft
svo/ að barnið skaðast svo
á sálinni að það býður þess
kannski aldrei bætur.
Þetta sagði Helgi Gunnarsson,
forstööumaður Vinnuhælisins á
Litla-Hrauni, en stjórn hælisins
boðaði blaðamenn á sinn fund i
gær til að kynna starf hælisins og
vinnuaðstöðu fanganna, sem þar
eru að afplána refsingu.
Hæliö rúmar48 fanga og er
„nýtingin” oftast 100%. Flestir
eru fangarnir kornungir, allt frá
17 ára til þritugs. 75% þeirra eiga
við áfengisvandamál að striða og
meirihlutinn lendir i afbrotum æ
ofan i æ.
Mistök í skóla
Engar innlendar rannsóknir
hafa verið gerðar á þvi, hvers
vegna menn leiðast út i afbrot, en
Helgi sagði, að samkvæmt er-
lendum rannsóknum hefði komið
i ljós, að þrennt væri sibrota-
mönnum sameiginlegt: 1 fyrsta
lagi kæmu þeir úr fátækustu
stéttum þjóðfélagsins, i öðru lagi
hefði heimili þeirra leyst upp að
einhverjum ástæöum og i þriðja
lagi höfðu þeir beðið skipbrot i
skóla.
— Þetta eru sjúkir menn, sagði
Frimann Sigurðsson fanga-
vörður, sem hefur starfað við
hælið i 21 ár
Ofthafa þeir aö engu að hverfa,
þegar þeir fara héðan, sagði
hann, og það sem mér finnst
brýnast að gert verði er aö koma
upp hjálpar- og leiðbeiningar-
stofnun, sem tekur við þessum
mönnum fyrst i stað. Þeir eru
ekki tilbúnir að fara beint út i at-
vinnulifið héðan.
Vita að þeir gera gagn
Mikil áhersla er lögð á aö vist-
menn vinni arðbæra vinnu og fá
þeir greitt kaup fyrir hana. Þarna
eru steyptar t.d. gangstétta-
hellur, netasteinar og fleira. Tré-
Framhald á bls. 14.
Aflamagnið
aðeins
fimmtungur þess,
sem veiddist á
síðustu
vetrarvertíð9
en aflaverð-
mœtið rúmur
helmingur
Litla-Hraun heimsótt
(;r eldhúsi og matsal fanganna á Litla Hrauni.
DJODVUHNN
Laugardagur 2. október 41. árg. 220. tbl.
SUMARLOÐNU-
VEIÐARNAR:
Aflaverðmæti er
um 600 mil j. kr.
Undanfarin ár hafa vetrar-
loönuveiöarnar veriö kallaöar
„gullkista” okka islendinga og
vissulega hafa þær fært mikla
björg i bú. En hvaö má þá kalla
sumarloönuveiðarnar i ár? A
vetrarvertiöinni i fyrra var
heildar aflamagniö um 340
þúsund lestir og aflaverömætiö
um 1100 miljónir kr. En aflinn
þaö sem af er þessum sumar
loönuveiöum er aöeins um
73.000 lestir en aflaverömætiö
um 600 miljónir króna, svona
miklu betra hráefni fæst meö
þvi aö veiöa loönuna yfir
sumartimann. Hún er þá svo
miklu fitumeiri.
Með þessu er þó ekki öll sagan
sögð. Hér er aðeins um afla-
verðmæti að ræða. útflutnings-
verðmætið er vitaskuld enn
meira og þar sem verð á loðnu-
mjöli hefur farið upp i tæpa 7
dollara próteiningin i stað 4,70
dollara sl. vetur geta menn séð
hve gifurlegt verðmæti þessi
sumarloðna er.
Þá er og þess að geta, að
veiðunum er enn ekki lokið, þótt
bátum sem stunda loðnu-
veiðarnar hafi fækkað nokkuð
undanfarnar vikur eru bátar
enn að, eða voru það i byrjun
þessarar viku og þvi má búast
við að aflinn verði enn meiri en
nú er, þegar loks verður upp
staðið.
—S.dór
Nœr 50 norðfirðingar í leikhúsferð
Þessa dagana er staddur í
Reykjavik hópur starfsmanna
hjá Fiskvinnslustöð Samvinnu-
félags útgeröarmanna I
Neskaupstaö og makar þeirra.
Alls eru 48 manns i feröinni.
Erindi hópsins, sem býr á Hótel
Hofi meöan hann dvelur hér, er
fyrst og fremst aö sjá eitthvaö
af þvi, sem um þessar mundir
er á boöstólum i leikhúsum
höfuöborgarinnar, nánar tiltek-
iö Sólarferöina og Saumastof-
una.
Norðfirðingarnir komu i borg-
ina á fimmtudaginn og fara
heim á morgun, sunnudag.
Skemmtinefnd starfsfólksins
við Fiskvinnslustöðina undirbjó
og skipulagði ferðina, en upphaf
hennar er það að siðan um
siðustu árshátið hefur starfs-
fólkið safnaö i sjóð, sem ákveðið
var að nota til að fara i ferðalag
sér til gamans. Þeir úr hópnum,
sem Þjóðviljinn hafði tal af,
sögðu að fólk hefði svo orðið á
einu máli um það, að upplagt
væri að nota peningana til að
fara þessa ferð. Fiskvinnslu-
stöðin veitti hópnum nokkurn
fjárstyrk uppi ferðakostnaðinn.
dþ.