Þjóðviljinn - 02.10.1976, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 02.10.1976, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 2. október 1976 • Ekki hœgt að aðskilja póli- • Lagði til að haldin yrði önnur tiskt og efnahagslegt lýðrœði ráðstefna um efnahagslegt lýðrœði Magnús Kjartansson um lýðræðisráðstefnu Norðurlandaráðs „Umræðum alltof þröngur stakkur skorinn 99 /.Umræöur á þessari ráðstefnu Norðurlanda- ráðs um lýðræðið voru á býsna háu stigi og skemmtilegar. Það voru haldin nokkur framsögu- erindi misjafnlega vel undirbúin, og síðan skipt- ust á stuttar ræður og fyr- irspurnir. Hinsvegar voru þær ekki sérlega spennandi eða tímamótamarkandi vegna þess að allir þykjast aðhyllast lýðræðið og tala fjálglega um lýðræðisást sína. Staðreyndin er nátt- úrulega sú að þótt borgara- flokkarnir vilji nú Lilju kveðið hafa þá hefur á undanförnum áratugum þurft að berja á þeim til þess að fá þá til að fallast á umbætur, sem horft hafa í lýðræðisátt. Það hefur ver- ið hlufverk hinna sósíal- ísku verkalýðsf lokka að þrýsta á í þessum efnum og hver áfangi hefur kost- að baráttu." Þetta sagði Magnús Kjartans- son, alþingismaöur, i gærmorgun um ráðstefnu Norðurlandaráðs i Kristjánssand I Noregi sem hald- in var dagana 27.-29. sept. Magnús sótti ráðstefnuna sem fulltrúi I Norðurlandaráði og kom heim á fimmtudagskvöldið. A annað hundrað þátttakendur voru á ráöstefnunni. Fjórum af fulltrú- um hvers lands i Norðurlandaráöi var boðið til ráðstefnunnar, svo og fulltrúum samtaka atvinnu- rekenda og verkalýðshreyfingar- innar. Þá voru meðal ráðstefnu- gesta nokkrir blaðamenn og for- ystumenn i menningarmálum. Viðfangsefnið i Kristianssand var að beina athyglinni að póli- tisku lýðræði. Þetta setti umræð- unum alltof þröngan ramma og var það meginumræðuefnið i ræðu, sem Magnús Kjartansson flutti á ráðstefnunni. Magnús byrjaði ræðu sina á þvi að gera grein fyrir pólitiskri stöðu sinni. Hann kvaðst vera sósial- iasti en vildi hvorki nefna sig sósialdemókrata eða kommún- ista. Sú aðgreining væri sprottin af sögulegum ágreiningi, en að- stæður væru svo breyttar I dag, að þessi hugtök vísuðu aðeins tií þessarar forsögu hins sögulega á- greinings, en segðu ekkert um nú- tiðina og þaðan af siður um fram- tiðina. Sem dæmi um þetta mætti taka skiptinguna i krata- og kommaflokka i Evrópu. 1 suður- hluta álfunnar nefndu stærstu verkalýðsflokkarnir sig kommúnistaflokka, en i norður- hlutanum sósialdemókrataflokk'a. Ef hinsvegar væri litiö á verk þessara flokka utan og innan þjóðþinganna væru þau ákaflega hliðstæð. Með verkin sem for- sendu væri varla hægt að skipta þeim I vinstri og hægri flokka. Þá ræddi Magnús um það að i þvi að vera sósialisti fælist fyrst og fremst að styrkja hið pólitiska lýðræði og útvikka það þannig að það næði einnig til efnahagsmála. Pólitiskt og efnahagslegt lýðræði væru tvær hliðar á sama máli. Pólitiskt lýðræði yrði aldrei nema nafnið ef ekki rikti efnahagslegt lýðræði um leið og hið efnahags- lega lýðræði einskis virði ef ekki væri pólitiskt lýðræði. Þvi væri ekki hægt að fjalla um þetta sem tvö aðgreind og jafnvel óskyld mál. Magnús fagnaði þvi sérstak- lega að sósialdemókratar I Dan- mörku, Noregi og Sviþjóö hefðu siðasta áratug veitt þessum mál- um1 vaxandi athygli. Sænskir sósialdemókratar væru lengst á veg komnir. Þeir hefðu stofnað digra sjóði, sem beinlinis hefðu þann tilgang að kaupa upp fyrir- tæki og koma þeim i almennings- eign. Þá hefði á siðasta þingi i Sviþjóð verið samþykkt löggjöf um vaxandi völd og áhrif verka- fólks og opinberra starfsmanna i fyrirtækjum og stofnunum. Magnús lýsti þeirri skoðun sinni að átök á þessu sviði yrðu vax- andi verkefni á Norðurlöndum á næstu árum. Þá nefndi Magnús hina gömlu hugsjón sósialista um framtiðar- riki þar sem búið væri að dreifa valdinu þannig að rikisvaldiö yrði veikara og veikara, fleiri og fleiri tækju pólitiskar og efnahagsl. á- kvaröanir, þangað til rikisvaldið dæi út að lokum. Þetta sýndist vera óraunsær óskadraumur i hinum miöstýröu risaveldum samtlmans. Magnús Kjartansson tekur til við þingmennskuna að nýju. Ætlar að taka sœti á Alþingi i þingbyrjun Fjarlægðin milli hins al- menna manns og valdhafanna væri nánast óbrúanleg i þessum risaveldum, við hvaða stjórnar- far sem þau kenndu sig. Hér átti hann sérstaklega við riki eins og Bandarikin, Sovétrikin, Kina, Indland og hið nýja risariki sem verið er að reyna að stofna i Vest- ur-Evrópu. Hann vitnaði i bók eft- ir sænska hagfræðinginn heims- þekkta Gunnar Myrdal, þar sem hann færir býsna gild rök að þvi að það séu smárikin i Vestur- Evrópu sem hafi náö mestum efnahagsframförum og um leið tekist best að tryggja mannúðlegt réttlæti i framkvæmd. 1 þessum löndum sé framtiðardraumur sósialista ekki eins fjarlægur og i risaveldunum. Allra sist væri hann óraunsær á Noröurlöndum og i hópi þeirra væru möguleik- arnir á framkvæmd sósialismans mestir á tslandi, þvi islendingar væru svo gæfusamir að vera fá- mennir. „Þessar hugleiðingar minar og vangaveltur i stuttri ræöu voru hugsaöar sem gagnrýni á ráð- stefnuna. Ég taldi að grundvöll- urinn fyrir henni væri svo ein- hliða, að Norðurlandaráð gæti ekki verið þekkt fyrir þaö. Um það bil helmingur kjósenda á Norðurlöndum aðhylltist sósial- isma i einhverri mynd og vildi koma efnahags- og framleiðslu- kerfinu i hendur almennings. Þessvegna taldi ég það skyldu stjórnar Noröurlandaráðs að gangast fyrir annarri ráðstefnu hið fyrsta um efnahagslýðræði. Tilgangurinn með ræðunni var þvi að koma þessari hugsun • á framfæri.” Þannig fórust Magnúsi Kjart- anssyni orð er Þjóðviljinn ræddi við hann um ráðstefnuna i gær. Tillaga hans hlaut nokkrar undir- tektir og meðal annars tók Trygve Bratteli, fyrrv. forsætis- ráðherra Noregs, mjög I sama streng. Ýmsir fleiri tóku undir hugmyndina. Aðspurður um hlut annarra is- lendinga á ráðstefnunni sagði Magnús að Ragnhildur Helga- dóttir, formaður Norðurlanda- ráðs, hefði sett ráðstefnuna, og Indriði G. Þorsteinsson, rithöf- undur, flutt framsöguerindi. Þá hefði Guðlaugur Þorvaldsson, há- skólarektor, flutt stutta ræðu þar sem hann ræddi einkum um hvað lýðræðisleg vinnubrögð væru timafrek og varpaði fram þeirri spurningu hvort menn hefðu eða vildu gefa sér tima til þess að við- hafa þau. Baldur óskarsson flutti einnig ræðu og ræddi einkum um þær hættur sem lýðræðinu stafaði af einkaauðvaldi og alþjóðlegu auðvaldi. Siðan greindi hann frá spillingaráhrifum einkaauð- valdsins og nefndi meðal annars tvö dæmi sem islendingar kann- ast við um húsakaup núverandi samgönguráöherra af Alverinu á sama tima og það sótti um stækk- un álverksmiðjunnar og oliumál- ið alræmda. Þjóðviljinn spurði einnig um viðbrögð fjölmiðla við þessari ráðstefnu: „Þau voru ekki mikil. Staöar- blööin þarna i suðurhluta Noregs sögðu að visu frá henni, en stór- blöð á Norðurlöndum sögðu að- eins frá setningu hennar. Nokkrir blaðamenn sem voru á ráöstefn- unni munu sjálfsagt fjalla um hana I yfirlitsgreinum, en annars var viðfangsefnið ekki það spenn- andi eins og ég hef áður sagt, að þess væri að vænta að ráðstefn- unni væri sýndur mikill áhugi. A hinn bóginn hefði mátt gera ráð fyrir miklum undirtektum ef rætt hefði verið á raunhæfan hátt um vandamál lýðræðisins og efna- hagslifið hefði verið tekið með i dæmið. Á þvi sviði væru átaks- punktarnir i dag.” Magnús Kjartansson hefur ný- lega hafið þátttöku I pólitisku starfi og farið að koma fram opin- berlega eftir nokkurt hlé. Meðal annars hefur hann byrjað leið- araskrif i Þjóðviljann og komið fram i útvarpi. Þjóðviljinn spurði Magnús að lokum hvort hann myndi taka sæti á þingi I haust, en sú spurning hefur verið mörgum ofarlega i huga að undanförnu. — „Já, ég hef hugsað mér það. Það er nokkur vandi sem stafar af þrengslum I húsakynnum Al- þingis. Ég geng við tvær hækjur sem stendur og ég hef rætt það við forseta neðri deildar og forseta Alþingis hvort hægt sé að útvega mér hljóðnema, þannig aö ég geti talað úr sæti mínu, ef ég til taka til máls. Þeir hafa tekið mjög vel i þessa málaleitan og takist að leysa vandamál af þessu tagi fyr- ir mig geri ég ráð fyrir aö taka sæti mitt á Alþingi I þingbyrjun.” —ekh. Rafmagnsveitur ríkisins óska að ráða nú þegar manneskju til skrif- stofustarfa og simavörslu hálfan daginn. Verslunarskóla eða hliðstæð menntun æskileg. Upplýsingar um starfið gefur starfs- mannastjóri. Rafmagnsveitur rikisins Laugavegi 116 Iþróttatímar Nokkrir kvöldtimar i iþróttasölum skól- anna i Reykjavik eru lausir i vetur. Hent- ugir m.a. fyrir badminton og blak. íþróttabandaiag Reykjavikur, íþróttamiðstöðin, Laugardai F r amboðsf restur Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjar- atkvæðagreiðslu um kjör fulltrúa Starfs- stúlknafélagsins Sóknar á 33. þing Alþýðu- sambands íslands, sem hefst 29. nóv. n.k. Kjörnir verða 12 fulltrúar og jafnmargir til vara. Framboðslistar þurfa að hafa borist kjörstjórn á skrifstofu Starfs- stúlknafélagsins Sóknar Skólavörðustig 16, fyrir kl. 12 mánudaginn 4. október n.k. Kjörstjórn

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.