Þjóðviljinn - 02.10.1976, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 02.10.1976, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 2. október 1976 DJOÐVIUINN MÁLGAGN SÓSÍALISMA, VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS. Útgefandi: Ctgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann Ritstjórar: Kjartan ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson Umsjón með sunnudagsblaði: Arni Bergmann ÍJtbreiBslustjóri: Finnur Torfi Hjör- leifsson Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Skólavörðust. 19. Slmi 17500 (5 linur) Prentun: Bláðaprent h.f. OPINBER RANNSÓKN YERÐUR AÐ FARA FRAM Kröfugerð um vammleysi stjórnmála- manna, hvað fjármál og viðskipti öll snertir getur áð sjálfsögðu aldrei komið i staðinn fyrir pólitik og stéttabaráttu. Engu að siður á sú kröfugerð jafnan fyllsta rétt á sér, og ekki sist i þvi þjóð- félagsástandi, sem við búum við hér á Is- landi nú. Að undanförnu hafa fjölmargar forystu- greinar i málgagni Framsóknarflokksins verið kveinstafir einir yfir þvi, að flokkur- inn sé af ýmsum talinn vera gróðrarstia hvers kyns spillingar og ljósfælinnar auðgunarstarfsemi óvandaðra fjárafla- manna. Hér er máske ástæða til að undirstrika það, sem þó ætti að vera óþarft, — að sem betur fer, þá er meginþorrinn af þvi fólki, sem skipað hefur sér i raðir Framsóknar- flokksins, heiðarlegir einstaklingar, ekk- ert siður en flokksmenn annarra stjórn- málasamtaka, og gildir þetta reyndar einnig um f jölmarga forystumenn flokks- ins. Hitt er svo annað mál, að eigi vinstri menn á íslandi að geta eygt einhverja von , þar sem Framsóknarflokkurinn er, þá verður að fara fram djúptæk hreinsun inn- an flokksins. Það hlýtur að vera ærið mörgum, og ekki sist mörgum Framsóknarmönnum, alvarlegt áhyggjuefni, þegar annar æðsti maður i fjármálum flokksins kemst i kast við réttvisina með þeim hætti sem orðið er i sambandi við ávisanakeðjumálið. Félagsskapurinn á þeim vettvangi er sannarlega ófagur, þótt rétt sé það, sem Timinn hefur haldið fram, að þar sé ekki eingöngu um Framsóknarmenn að ræða, — samstarfsflokkurinn i núverandi rikis- stjórn á þar lika sina gildu fulltrúa. Þjóðviljinn hefur borið fram þá kröfu, að skipuð verði opinber rannsóknarnefnd til að kanna viðskipti eins af ráðherrum Framsóknarflokksins við islenskt útibú auðhringsins Suisse Aluminium i sam- bandi við húsakaup, Þessari skýlausu kröfu hafa hvorki ráðherrann né aðrir for- kólfar Framsóknarflokksins fengist til að svara. Ráðherrann hefur bæði hér i Þjóð- viljanum og i fleiri blöðum verið borinn mjög alvarlegum sökum um að hafa þegið miljónaverðmæti að gjöf úr hendi auð- hrings sem hér seilist til vaxandi itaka. Þau atriði, sem athygli vekja i sambandi við húsakaup ráðherrans frá álherrunum i Straumsvik eru: I. útborgun var aðeins 20% af kaup- verði hússins i stað þess að á al- mennum markaði var útborgun yfir- leitt 50%—60% á þeim tima, sem húsið var keypt. Allir vita hvað þetta þýðir hér i verðbólgunni. II. Þau 80% kaupverðs hússins, sem lán- uð voru, voru ekki aðeins lánuð til 8 ára, svo sem tiðkast á almennum fasteignamarkaði, heldur til nær helmingi lengri tima, það er til 15 ára. Allir vita hvað slikt þýðir hér i verðbólgunni. III. Vextir af þessu 15 ára láni voru ekki 10% á ári svo sem venja var i fast eignaviðskiptum, þegar kaupin fóru fram fyrir 2-3 árum, heldur voru vaxtakjörin með þeim hætti að á fyrsta ári eftir kaupin þurfti ráð- herrann að borga i vexti upphæð, sem var — miðað við núgildandi verðlag — um heilli miljón lægra en verið hefði, ef vaxtakjör hefðu verið i samræmi við venjur á fasteigna- markaði. IV. Miðað við þessi sérstæðu greiðslu- kjör, þá var verðið á einbýlishúsinu, sem álherrarnir „seldu” ráðherran- um, mörgum miljónum króna lægra, en svaraði til markaðsverðs, og því um stórgjafir auðhringsins til ráð- herrans að ræða. Það skal fullyrt hér, að hvar sem væri i nágrannalöndum okkar, — hvort heldur i Norður-Ameriku, eða Vestur-Evrópu, þá hlyti sá ráðherra að vikja úr sæti þegar i stað, sem uppvis yrði að þvi, að hafa þegið slika persónulega „fyrirgreiðslu” frá auð- félagi, sem á sama tima leitar eftir aukn- um réttindum úr hendi viðkomandi rikis. Halldór E. Sigurðsson fer fram á það, að Þjóðviljinn sanni að hið sérstæða gustuka- verk álherranna hafi haft áhrif á afstöðu sina til auðhringsins. Slik krafa er að sjálfsögðu algerlega út i hött. Hjörtun og nýrun verða aldrei rannsökuð i slikum til- vikum, ekki fremur en i fjölmörgum hlið- stæðum málum erlendis, eða t.d. Ár- mannsfellsmálinu hér heima. (Máske hefði Ármannsfell fengið lóðina góðu, þótt miljónin hefði aldrei verið greidd i flokkssjóð Sjálfstæðisflokksins.) Það eitt að nota aðstöðu sina með þess- um hætti i auðgunarskyni nægir til dóms- áfellis. Hitt er svo staðreynd, að Halldór E. Sigurðsson studdi af alefli þá kröfu auðhringsins að fá heimild til stækkunar álverksmið junnar. Það versta er þó, að opinberir talsmenn Framsóknarflokksins láta eins og ekkert sé i sambandi við þau mál, sem hér hefur verið rætt um og fleiri. — Virðast telja það vænlegast að stinga hausnum i sandinn í stað þess að hefja ærlega hreingern- ingu í húsi sinu, sem mjög brýn þörf er fyrir, — og laða þannig fram þá góðu krafta, sem enn haida tryggð við Fram- sóknarflokkinn, þá er þess i stað tekinn sá kostur, að veitast dag eftir dag i Tímanum að Lúðvik Jósepssyni — og fyrir hvað? Fyrir það eitt, að Lúðvik skuli leyfa sér að telja fram á skattaframtali, svo sem lögboðið er. eðlilega vexti og viðhalds- kostnað af ibúðarhúsnæði. Slikt er hörmung á að horfa. — Ætla Framsóknarforingjarnir að formyrkvast endanlega i heiðnabergi ihaldsins, eða hvað? Verður engin hreingerning gerð? Þeir eru margir, sem vilja bjarga Framsóknarflokknum en það ætlar að reynast erfitt. k. Herinn býður pressunni á það t vikunni barst Þjóðviljanum eins og öðrum blöðum bréf frá NATÓ-herstöðinni á Keflavík- urflugvelli þar sem rifjað var upp að fimm ár væru liðin frá þvi aö isl. blaðamönnum hefði verið boðið i kynnisferð um her- stöövasvæðiö. Nú væri loks þar komið að þvi áhugamáli her- stöðvarmanna væri hrint i framkvæmd að fá blaðamenn til sin i heimsókn. I bréfinu sagði að tilgangurinn með heimsókn- inni væri að kynna blaðamönn- um starfsemi herstöðvarinnar þannig að þeir væru betur færir um aö skrifa fréttir siðar. Ekki var ætlast til að þetta væri beinn fréttaleiðangur. Hinsvegar sagði að ljósmyndurum myndi gefast næg tækifæri til ljós- myndunar. Þjóðviljinn skrifar að jafnaði talsvert um herstöðina og þvi þótti eölilegt að senda starfs- mann á vettvang, sérstaklega til endurnýjunar á myndasafni. Vænta mátti þess ei'nnig að ýmis legt fróðlegt kæmi fram I kynningarferðinni. 1 boðinu var tekið fram að fjölmiðlum væri i sjálfsvald sett að senda fleiri en einn starfsmann á Völlinn og það kom i ljós, þegar á reyndi að tilgangurinn með boöinu var að bjóða islensku pressunni á fylleri. Leynd yfir öllu Blaðafulltrúi hersins gaf litil eða engin svör við spurningum blaðamanna og visaði ýmist til sendiráðsins eða yfirmanna sinna. Tækifæri gafst til þess að skoða eina flugvél, lita inn i flugskýli og birgðastöð, en óskum um aö skoða sjónvarps- og útvarpsstöðina, og ljós- mynda fleiri mannvirki var visað á bug með banni eða til- visun til timaskorts. Hinsvegar stóð kokkteillinn fyrir blaða- mennina i tvo og hálfan tima. Hætt er viö að fulltrúar fjöl- miðla, sem mættu vel i heim- sóknina, hafa verið næsta litlu fróðari um herstöðina eftir „kynnisferðina”. En það er kannski dæmigert fyrir þá stöðu sem bandarikjamenn telja sig hafa á tslandi undir ihaldsstjórn að þeir halda sig geta keypt sér góðvilja fjölmiðla með brenni- vinsboðum. Þaö hefur veriö reynt i sam- bandi við aðra starfshópa og tekist vel en i þeim tilfellum hefur tilgangurinn ekki veriö falinn. Islenska pressan ætti að sjá sóma sinn i þvi að hafna einskisnýtum tiltækjum hersins af þessu tagi. Morgunblaðs— fjölmenntu menn Svo mikla áherslu lagði Morgunblaðið á þessa heim- sókn að ekki dugði minna en að senda fimm blaðamenn á Kefla- vikurflugvöll. Þegar mikið ligg- ur við er ekki mannekla á þvi heimili, jafnvel þótt aö heill vinnudagur fimm starfsmanna sé i húfi. —ekh.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.