Þjóðviljinn - 02.10.1976, Síða 5

Þjóðviljinn - 02.10.1976, Síða 5
Laugardagur 2. október 1976 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 af erlendum vettvangi Þrjd andlit Franz Josefs Strauss: fær góðar undirtektir i smábæjum i Bajern. Aðalefni Strauss i kosningabaráttunni: Rússagríla og mennta- mannahatur Langmest er klappaö fyrir Franz Josef Strauss, þegar hann fordæmir alla linkind við „hryðjuverkamenn”. En þeir, sem flykkjast saman til að hlýða á mál hans I smábæjunum fyrir sunnan Munchen gera þó góðan róm öllu sem hann segir. Og þessi höfuðleiðtogi bæjara, sem verður áreiðanlega fjármálaráðherra og næstráö- andi I þeirri rikisstjórn, sem næst fer með völd I Vestur- Þýskalandi, ef sóslaldemókrat- ar og bandamenn þeirra tapa kosningunum 3. október, er ekki myrkur I máli: aö sögn hans er ógn sósialismans og kommúnismans alls staðar. Þessi ógnun kemur frá hinum herskáu Sovétrlkjum — en einn- ig frá óánægðum stúdentum og marxlskum kennurum sem espa börnin upp gegn foreldrun- um. En ef svo fer að Franz Josef Strauss kemst I ríkisstjórn er hætt við þvl að völd hans verði jafnvel enn meiri en ráðherra- embætti hans segir til um. Fáir efast um það aö hann er útsmognasti og viljasterkasti maðurinn i báöum hægri flokk- unum, CDU og CSU, sem nú eru I stjórnarandstöðu, og verður honum þvl I lófa lagið að sveigja stjórnina til hægri og sjá til þess að þeir stjórnmálamenn, sem helst eru á hans bandi, fái mest áhrif. Þeirra fremstir eru menn yst til hægri I flokki kristilegra demókrata, CDU, eins og Alfred Dregger og Karl Carstens, og menn úr höfuðvigi Strauss sjálfs, eins og Hans Maier. Kjördæmi Strauss er rétt fyrir sunnan Miinchen, og hefur hann reglulega verið kjörinn á þing siðan 1949. En reyndar er allt Suður-Þýskaland sterkt vlgi fyrir báða hægri flokkana CDU og CSU, og hefur bandalagið við kaþólsku kirkjuna mikla þýðingu I þvi sambandi, en hún hefur þar enn mjög mikil áhrif. Franz Josef Strauss ferðast um og heldur ræður I hinum ýmsu smábæjum bæjaralands. Oftast mun það vera sama ræð- an, en hún tekur ýmsum breyt- ingum eftir hentugleikum. Þegar hann kom til kjördæmis sins, bæjarins Baden Tölz, var hann búinn að halda ræðuna sjö sinnum þann sama dag. En þegar hann byrjaöi á henni I át- unda sinni, varð hún talsvert lengri og Itarlegri en I fyrri skiptin. Um leið og hann opnaði munninn ultu út úr honum ókvæðisorðin um sósialdemókratana: hann fékk sérstakan tón I röddina þegar hann lýsti Willy Brandt sem „sósialiskum Messias”. Slöan setti hann fram með miklum krafti sina meginkenningu um að valið stæði nú um frelsi eða sósialisma. Þetta er aðalvanda- málið, sagði hann, og valið hef- ur þýðingu langt fram á næstu öld. Strauss talaði eins og hann vildi vara við hættum, sem aðrir hefðu ekki séð eöa vildu ekki sjá: „Friður og frelsi eru ekki lengur sjálfsagðir hlutir. Sósialistarnir kalla fram hættur fyrir frið og frelsi, sem ekki er hægt að sigrast á. Og sósialistarnir eru ekki þess megnugir að veita mönnum verulega hamingju”. Hann hélt áfram og boðaði nú einfalda lausn á félagslegum vandamálum: „Hægt er að ryðja úr veginum þjóðfélags- vandamálum, atvinnuleysi og skorti á stööum til að uppfræöa æskuna, bara með þvi að snúa aftur til frjáls markaðskerfis, með frjálsum vinnuveitendum og frjálsum verkamönnum! ” 1 augum Strauss standa sovétmenn alls staöar á bak við þegar upp úr sýður vegna alvar- legra vandamála, hvort sem þaö er I Ródesiu eöa Suður- Afriku. Og vinstri menn eru ekki réttu mennirnir til að berjast á móti fasisma, þvl að sósialismi og fasismi eru tveir óvinveittir bræður sem eiga sömu foreldra: tvær eiturjurtir, sem vaxa upp úr sama jarðvegi, þótt þær séu ólikar á litinn! „Marxisminn er ofbeldis- kenning”, segir Strauss siðan, „menn tala um jöfnuð og bræðralag og siðan um arörán. Menn brjóta sundur gamla þjóðfélagsbyggingu, og skapa svo grimmúðugasta ofbeldis- kerfi, sem mannkynið hefur nokkurn tima skapað”. En þrátt fyrir setningar af þessu tag virðist Strauss þó einna mest upsigað við skóla og menntamenn: hann sendir stöðugt eitraöar örvar til þeirra, kallar m.a. háskólann I Vestur- Berlln „svinastiu”, en stærir sig svo af þvi að i þeim fylkjum þar sem hægri flokkarnir CDU og CSU fari með völd hafi þeir þó getað stöövað framrás marxistanna I háskólunum. „Það er alveg óþarfi að hafa svo marga stúdenta” segir Strauss. „Áætlanir rauðu stjórnmálamannanna um að fjölga stúdentum fela i sér óhemju mikla misnotkun manna og óheyrilega sóun á framleiðslugetu og ekki sist fjármagni. Fyrir flest störf þurfa menn ekki menntaskóla- nám. Hvað eigum við svo að gera við allar þessar miljónir óánægðra háskólamanna sem viö fáum slðan?” Siðan útskýrir hann það rækilega að „tauga- veikluöu börn velferðar- þjóðfélagsins”, „þeir sem vilji breyta þjóðfélaginu” og „ þeir sem siöar geti orðið hryðju- verkamenn” komi alls ekki frá þeim stéttum sem þurfi að vinna hörðum höndum, heldur frá forsnobbuðum, borgaraleg- um ,,playboy”-heimilum. Þessu fagna áheyrendurnir ákaft. Með áróðri af þessu tagi hafa Strauss og samstarfsmenn hans raunverulega mótað umræð- urnar I kosningabaráttunni i i Vestur-Þýskalandi: þeir hafa valið sin vopn, ásakanir og lýðskrum. Kannske hefur áróður af þessu tagi takmark- aöan hljómgrunn utan Bajerns, en það skiptir hins vegar tals- verðu máli að hann skuli höfða til fólks þar. Fyrir sósialdemókratana er það ekki nóg aö vinna sigur á þeim svæö- um, þar sem þeir hafa lengi haft sitt höfuðfylgi, t.d. I Ruhr-hér- aöinu. Þeir þurfa einnig að auka fylgi sitt i suðurhluta landsins. Þess vegna er kosningabaráttan sérstaklega hörð þar. A.S.B. Allsherjaratkvœðagreiðsla Ákveðið hefur verið að allsherjarat- kvæðagreiðsla fari fram um kjör fulltrúa Félags afgreiðslustúlkna i brauða- og mjólkurbúðum —ASB— til 33. þings Alþýðusambands íslands, sem hefst 29. nóv. n.k. Kjörnir verða þrir fulltrúar og jafnmargir til vara. Framboðslistar þurfa að hafa borist kjörstjórn á skrifstofu ASB að Kirkjutorgi 4, Reykjavik, fyrir kl. 12 mánudaginn 4. október n.k. Kjörstjórnin Auglýsing um styrk úr Rannsóknarsjóði IBM vegna Reiknistofnunar Háskóla íslands Fyrirhugað er að fyrsta úthlutun úr sjóðnum fari fram I nóvember næstkomandi. Tilgangur sjóðsins er að veita fjárhagslegan stuðning til visindalegra rannsókna og menntunar á sviði gagna- vinnslu með rafreiknum. Styrkinn má meðal annars veita: a. til greiðslu fyrir gagnavinnslu við Reiknistofnun Háskóla Islands. b. til framhaldsmenntunar 1 gagnavinnslu aö loknu há- skólaprófi. c. til vlsindamanna, sem um skemmri tlma þurfa á starfsaðstoö að halda til að geta lokið ákveönu rann- sóknarverkefni. d. tilútgáfu vlsindalegra verka og þýðinga þeirra á erlend mál. Frekari upplýsingar veitir ritari sjóðsins Jón Þór Þór- hallsson I slma 2 13 40. Umsóknir, merktar Rannsóknarsjóöur IBM vegna Reiknistofnunar Háskóla islands, skulu hafa borist fyrir 20. október, 1976 i pósthólf 1379, Reykjavlk. Stjórn sjóðsins Vetraráætlun m.s. Akraborgar Vetraráætlun Akraborgar frá og með 3ja október veröur sem hér segir: Frá Akranesi klukkan 8:30 — 13:30 og 17:00. Frá Reykjavik klukkan 10:00 — 15:30 og 18:30. Simi afgreiðslunnar I Reykjavik er 1-64-20. Simi afgreiöslunnar á Akranesi er 2275. Framkvæmda- stjóri heima, simi 1095 og 1996. Talstöövasamband er viö skipiö og afgreiösluna á Akranesi og i Reykjavik á FR-bylgju, rás 2. Afgreiðslan Verkamannafélagið Dagsbrún GRUNNSKÓLI Í.S.Í. Þjálfaranámskeið A-stigs verður haldið i Reykjavik i október og nóvember. Hefst 5. október og lýkur i byrjun desember. Bókleg og verkleg kennsla i iþróttum Þátttakendur öðlast rétt til þátttöku i B-stigs námskeiðum sérsambandanna. Upplýsingar veittar á skrifstofu í.B.R. Forstöðu annast Jóhannes Sæmundsson. íþróttabandalag Reykjavíkur - Sími 35850 Fulltrúakjör Ákveðið er að viðhafa allsherjaratkvæða- greiðslu um kjör fulltrúa Dagsbrúnar á 33. þing ASÍ. Tillögum með nöfnum 22. fulltrúa og jafn margra til vara skal skila i skrifstofu Dagsbrúnar fyrir kl. 17 þriðjudaginn 5. október. Tillögu skal fylgja skrifleg meðmæli 100 fullgildra félagsmanna. Stjórn Dagsbrúnar

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.