Þjóðviljinn - 02.10.1976, Page 9
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 2. október 1976
Þessi eru á elstu deildinni I Laugaborg, en börnunum þar er skipt I hópa eftir aldri. A sumum
heimilum er fariö aö blanda saman aldurshópunum, en forstööukonan sagöi okkur, aö þaö væri erfitt á
jafnstóru heimili og þessu.
Hólmfrföur Jónsdóttir, formaöur Fóstrufélagsins, og forstööumaöur
skóladagheimilisins aö Skipasundi 80 var aö spjalla viö Ragnar, þegar
viökomum. Hann vildiauövitaö vera meöá myndinni.
Þriggjaára námeftir stúdentspróf
eöa svipaða framhaldsmenntun.
92-101 þús. króna mánaðarlaun.
í heimsóknum okkar
blaðamanna Þjóð
viljans á ýmsa vinnustaði
í borginni höfum við kom-
ist að raun um það, að sá
hópur manna, sem hefur
65-70 þús. kr. í kaup á
mánuði og engar aðrar
tekjur er býsna fjölmenn-
ur. Væri fróðlegt að kom-
ast að því, hversu margir
fylla þann flokk og e.t.v.
tekst okkur að komast að
því innan tiðar. Bæði konur
og karlar eru i þessum
hópi, en óhætt mun að full-
yrða, að konurnar eru
samt í yfirgnæfandi meiri-
hluta. Fjölmargar þeirra
eru eina fyrirvinna
heimilis með eitt eða fleiri
börn á framfæri. Blandast
víst engum hugur um, að
þetta fólk má með sanni
nefna láglaunafólk.
Laun þessara sfétta hafa
alltaf verið lág, en á
nokkrum undanförnum ár-
um hefur kaupmáttur
launanna minnkað jafnt og
þétt og margs konar þjón-
usta, sem þetta fólk þarf á
að halda er hlutfallslega
dýrari nú en fyrir 10-15 ár-
um.
Falleg orð við
hátíðleg tækifæri
I finum skálaræðum og við
hatiöleg tækifæri eru uppeldis-
störf talin vandasömust og mikil
vægust allra. Það ser samt á al
mannavitorði, að þau eru illa
borguð og hafa alltaf verið. A
dagvistunarheimilum og viðar
starfa lærðar fóstrur og þó að þær
séu ekki i hópi hinna allralægst
launuðu á vinnumarkaðnum, eru
þær ekkert ofáælar af sinum 92
þús kr. á mánúði eftir þriggja ára
nám i Fóstruskólanum að
stúdentsþrófi loknu eða námi úr
framhaldsdeildum gagnfræöa-
skólanna.
En það eru fleiri en fóstrur,
sem annást uppeldi og umönnun
barnánna á þessum heimilum.
Með hverri fóstru vinnur ófag-
lærö starfsstúlka sömu störf og
fóstran og fyrir kemur, a.m.k. úti
á landi að eingöngu ófaglært fólk
vinni á heimilunum. Þvi veldur
fóstruskortur.
Til að fræðast nánar um kjör
starfsfólks dagvistunarheimil-
anna heimsóttum við i gær for-
mann Fóstrufélagsins og dag-
heimilið Laugaborg.
Hólmfriður Jónsdóttir, for-
stöðumaður skóladagheimilisins
að Skipasundi 80 er formaður
Fóstrufélagsins. Hún sagði okk-
ur, að starfandi fóstrur voru um
300, en alls hefðu útskrifast úr
Fósturskólanum rúmlega 500
manns. Flestar fóstrur eru
borgar- og bæjarstarfsmenn, en
allmargar starfa þó hjá rikinu.
t.d. starfa fóstrur bæði i öskju-
hliðarskólanum og Heyrn™
leysingjaskólanum. Fóstrur i
Reykjavik eru i Starfsmanna
félagi Reykjavíkurborgar og
semur það um kaup og kjör fyrir
þær.
— Fóstrur eru illa launaðar
miöað við mikilvægi óg ábyrgö
starfsins, sagði Hólmfriður, þær
eru flestar i 9. launaflokki (miðað
við nýju flokkaröðunina), en
hæstu laun i þeim flokki eru um 92
þús. kr. á mán. Yfirfóstrur á
vöggustofum eru einum launa-
flokki hærri og forstööumenn
leikskóla og dagheimila eru i 11.
og 12. flokki eftir stærð heimil-
anna. Hæstu laun i 12. fl. eru 101
þúsund kr.
Of Iitill munur sagði Hólm-
friður að væri á launum forstöðu-
fólks og fóstra, þess vegna væri
oft erfitt að fá fóstrúr til að taka
að sér slik störf.
Fóstrufélagið gerði þær kröfur
við siðustu samningagerð, að
vinnutimi þeirra styttist með
hækkándi aldri eins og kennara,
sömuleiðis að fóstrum yrði
ætlaðir a.m.k. 5 timar á viku til
undirbúnings daglegu starfi á
heimilunum og til foreldrasam-
vinnu.
— Ekkert af þessu náði fram að ElIn Arnad5ttir hefur unniö á Laugaborg I rúmt ár. Hún hefur umsjón
ganga í þetta sinn, sagöi Hólm- meg einni deildinni en fær borgaö eftir Sóknartaxta.
/
Laugardagur 2. október 1976 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 9
friður, og satt aö segja er mér
nær að halda, að karlarnir, sem
sömdu við okkur, hefi ekki einu
sinni lesið þessar kröfur okkar.
Skilja ekki gildi
starfa okkar
Á dagheimilinu Laugaborg eru
69börn frá eins og hálfs árs aldri
til 5 ára.
Anna Soffia óskarsdóttir er þar
yfirfóstra og hefur unnið á þessu
heimili i rúmt ár. Hún hefur um
95 þús. kr. I laun á mánuði og seg-
ir, að sér gangi alveg bærilega að
lifa af þeim launum. — En ég er
lika barnlaus, sagði hún, og mað
urinn minn vinnur fyrir litlu
lægra kaupi, þannig að okkur er
ekki mikil vorkunn miðað við
marga aðra. Hins vegar skil ég
ekki, hvernig hægt væri að fram-
fleyta 4-5 manna fjölskyldu á
þeim launum.
Anna sagði, að fóstrustarfið
væri erfitt en skernmtilegt, námið
tæki þrjú ár og nú væri stúdents-
próf talið æskilegt til að fá inn-
göngu i skólann.
— Fóstrustarfið er lágt metið til
launa eins og öll önnur uppeldis-
störf, sagði hún, þeim sem pen-
ingunum ráða,þykir vist borga
sig betur að leggja þá i eitthvað
annað en að gera vel við fólkið,
sem er að ala upp þjóðina.
Arangurinn af starfi okkar sést
heldur ekki svo greinilega frá
degi til dags. Malbikunarfram-
kvæmdir og önnur mannvirkja-
gerð er fremur mælanleg.
Fær 70 þús. í laun
A dagvistunarheimilum starfar
fleira fólk en fóstrur. Þar vinnur
lika ófaglært aðstoðarfólk við
umönnun barnanna og taka þær
laun eftir Sóknartaxta. Allt eru
það stúlkur, og eru byrjunarlaun
þeirra 60,457 þús. kr. á mán og
hæstu laun, sem unnt er að fá
samkv. þeim taxta er 64,666 kr.
Sé erfitt fyrir fóstrur að komast
sæmilega af með þau laun sem
þær hafa, hvað þá með þessar
stúlkur?
Við spurðum Elinu Arnadóttur
að þvi, en hún er ein þessara
stúlkna.
— Ég fæ að visu 10% álag á
þessa upphæð vegna þess að ég
hef umsjón með og ber ábyrgð á
deild eins og fóstra. Min
mánaðarlaun hanga þvi rétt i 70
þús. á mán. Ég er einhleyp og
eyði ekki miklu, en ég þurfti aö
taka mikla aukavinnu um tima,
þegar ég var að koma mér fyrir i
nýju leiguhúsnæði. Það er dýrt að
leigja og fyrirframgreiðsla oft
mikil.
Kjör
aðstoðarstúlkna
Forstöðumaöur Laugaborgar
er Guðrún Guðjónsdóttir. Hún
sagði, að stöðugt væri skortur á
fóstrúm og þess vegna væri alltaf
eitthvað um það, að ófaglært fólk
gengi inn i fóstrustörfin og bæri á-
byrgð á deildum eins og Elin ger-
ir. Hún kvað kjör þessara stúlkna
vera fyrir neðan allar hellur og
með verðlaginu i dag ættu engin
laun að vera undir 100 þús, kr. á
man.
Veit ekki hvað
framundan er
1 eldhúsinu hittum viö Erlu
Veturliöadóttur. Hún hefur unnið
á barnaheimilum yfir 10 ár og
mánaöarkaup hennar er nú 64.666
kr. Hún er einstæð móðir með 13
ára dóttur sína á framfæri. Þetta
eru einu tekjur hennar. Hún býr i
leiguhúsnæði, en hefur verið
heppin og ekki þurft að borga fyr-
ir það nema 15. þús. á mán. Nú
þarf hún hins vegar að fara aö
leita sér aö nýju húsnæði og
öruggt er, að hún fær ekkert
svona ódýrt aftur. Kannski þarf
hún að greiða allt að 30 þús. i
húsaleigu i framtiöinni eða nærri
helming mánaöarkaupsins.
— Maður getur auð^
vitaö ekki veitt sér neinn lúxus
fyrir þetta kaup sagði hún. Ég
reyni að láta telpuna ganga fyrir
og það er dýrt að kaupa föt og
skóladót fyrir börn á þessum
aldri. Það má segja, aö maður
rétt skrimti af þessum launum.
—hs.
» g. -
Erla Veturliðadóttir vinnur bæöi I eldhúsi og þvottahúsinu. Eins og sjá
má þarf aö láta vel i pottana.
Hæsta kaup aðstoðar-
fólks á dagvistunar heim-
ilunum í Reykjavík er
64,666 kr.
Fulltrúakjör til ASÍ-þings
6 félög
hafa útnefnt
fulltrúa
Fulltrúarkjör til Alþýöusam-
bandsþings sem haldiö veröur i
Ileykjavik dagana 29. nóvember
til 3. desember. fer nú fram I
verkalýösfélögunum. Frestur til
aö skila framboöslistum til
fulltrúakjörsins er þegar út-
runnin i fimm félögum aö þvi er
Þjóöviljanum er kunnugt. Sjálf-
kjörið var i þeim öllum. Þessi
félög eru Félag Járniðnaðar-
manna, Trésmiöafélag Reykja-
vikur, Verslunarmannafélag
Reykjavikur, Verkalýösfélagiö
Eining og Landssamband vöru-
bifreiöastjóra. Hér fer á cftir listi
yfir fulltrúa þessara félaga.
Félag járniönaöarmanna — 6
aöaifulltrúar.
Jón Jónsson, Tryggvi
Benediktsson, Snorri Jónsson,
Brynjólfur Steinsson. Guð-
mundur Sn. Jónasson og Gisli
Sigurhansson.
Trésiniðafélag Reykjavikur —
7 fulltrúar.
Benedikt Daviðsson. Jón Snorri
Þorleifsson, Grétar Þorsteinsson,
Hannes Helgason, Páll Jörunds-
son, Þórhallur Eiriksson, Eggert
Kristmundsson.
Verslunarmannafélag Reykja-
vikur — 35 aöalfulltrúar.
Guðmundur H. Garðarsson,
Magnús L. Sveinsson, Hannes Þ.
Sigurðsson, Bjarni Felixsson,
Helgi E. Guðbrandsson, Óttar
Októsson, Elis Adolphsson, Bragi
Lárusson, Auður Torfadóttir,
Sigrún Jóhannsdóttir, Pétur
Maack, Jón tvarsson, Ingibjörg
R. Guðmundsdóttir, Klemenz
Hermannsson, Jóhanna
Sigurðardóttir. Björn Þórhalls-
son, Ragnar Guðmundsson,
Böðvar Pétursson, Guðmundur
Jónsson, Soffia Johnson, Stella M.
Jónsdóttir, Grétar Hannesson,
Guðmundur Karlsson, Ólafur
Hannibalsson, Björk Thomsen,
Teitur Jensson, Sólveig Sveins-
dóttir, Erna Björnsdóttir, Gunn
laugur E. Danielsson, Reynir
Josepsson, Ottó J. Olafsson,
Kristján Sigurðsson, Sigrún
Jóhannsdóttir, Oddgeir Bárðar-
son og Gisli Gislason.
Verkalýösfélagiö Eining, Akur-
eyri.og deildir þess i Eyjafiröi —
15 fulltrúar.
Björn Jónsson, forseti ASÍ, Ei-
rikur Agústsson, Dalvik, Gunnar
J. Gunnarsson, Akureyri, Gunnar
Stefánsson, Grenivik, Heiðrún
Stefánsdóttir, Akureyri, Helgi
Asgrimsson, Dalvik, Jakobina
Magnúsdóttir, Akureyri, Jón
Helgason, Akureyri, Jóhan
Sigurðsson', Hrisey, ólöf Jónas-
dóttir, Akureyri, Sigvaldi Einars-
son, Ólafsfirði, Svan Ingólfsson,
Akureyri, Una Arnadóttir, Ólafs-
firði, Unnur Björnsdóttir, Akur-
eyri og Þórarinn Þorbjarnarson,
Akureyri.
Landssamband
vörubif reiöastjóra — 7
fulltrúar.
Einar ögmundsson, Reykjavik.
Skúli Guðjór.sson, Arnessýslu,
Helgi Jónsson, Keflavik, Gunnar
Valdimarsson, Bildudal, Björn
Pálsson, Egilsstöðum, og Gunnar
Arnason Akureýri.
Verkalýösfélag Vestmannaeyja-
2 fulltrúar.
Jón Kjartansson, form.
Alltaf er nóg aö gera hjá önnu Soffiu yfirfóstru á skriödeildinni,
smáfólkiö sér um þaö.