Þjóðviljinn - 02.10.1976, Síða 10
10 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 2. október 1976
Skrifið
eða
hringið.
Sími: 17500
Fyrirspurn úl
Orkustofnunar
( Skútudal við Siglu-
fjörð hafa staðið yfir
jarðboranir að undan-
förnu. Viðborunina munu
starfa sex menn. Fram-
kvæmd er þannig hagað,
að á móti hverjum þrem
vikum, sem borað er,
kemur ein frívika. Bor-
mennirnir fara þá allir í
frí og borinn stendur
ónotaður á meðan.
Alkunna er, aö mikið er sóst
eftir jaröborunum Orkustofnun-
ar til aö leita aö jaröhita. Meö
þvi fyrirkomulagi, sem hér er
haft, stendur borinn ónotaöur i
þrjá mánuöi á ári. Eölilegt virö-
ist, aö þessi dýru og eftirsóttu
taeki væru i samfelldri notkun
allt áriö og aö borun væri þannig
hagaö, aö viö borinn störfuöu 8
menn, sem færu i fri til skiptis,
t.d. tveir i senn eina viku I einu,
en eftir væru alltaf sex menn til
starfa við borunina, sem þá félli
aldrei niöur.
Orkustofnun, eöa sá aöili
innan hennar, sem sér um
rekstur jaröboranna, er vin-
samlegast beðinn að skýra
hversvegna rekstri borsins, sem
hér starfar, er hagaö á þennan
hátt, og hvort sama fyrirkomu-
lag er viö rekstur annarra jarö-
bora, sem eru i gangi á vegum
stofnunarinnar.
Benedikt Sigurösson.
Vegaframkvœmdir á Vestfjörðum
— Já, stærstu verkefni i
vegamálum hér á Vestfjaröa -
kjáikanum i ár er vegaiagning
fyrir Hörgsnes I Vatnsfirði, svo
aö maður byrji þá þeim megin,
sagöi Eiríkur Bjarnason á tsa-
firði, umdæmisverkfræðingur
Vegagerðarinnar á Vestfjörð-
um, er blaöið átti tai við hann á
fimmtudaginn var og spurði
hann cftir vegaframkvæmdum
á Vestfjörðum i sumar.
Þaö verður tekinn af vegurinn
yfir Fossárháls og i hans staö •
lagöur vegur fyrir Nesiö. Þetta
er svona 8 km langur kafli, sem
var raunar byrjað á i fyrra. Nýi
kaflinn veröur tengdur viö eldri
veg meö einskonar lágmarks-
tengingu nú i ár, en veröur svo
væntanlega aö fullu lokiö á
næsta ári. Er við það miðað, að.
hann veröi jeppafær fyrir bænd-
ur nú i vetur. Þetta er stærsta
verkefnið i Vestur-Baröa-
strandarsýslu, og um leiö i öllu
kjördæminu.
1 Austur-Baröastrandarsýslu
höfum viö tekið nokkra smærri
kafla viö Bjarkarlund og þar
fyrir sunnan. Þar er um aö ræöa
endurbætur á núverandi vegi,en
engar stórbyltingar.
Ef viö förum svo i Vestur-lsa-
fjaröarsýsluna þá hefur veriö
jnninn inn frá Þingeyri kafii,
sem heitir Sandfell — Ketils-
eyri, og gamli veturinn þar
endurbættur verulega.
I Djúpinu hefur veriö lagöur
nýr vegur viö Skutulsfjörö að
austanveröu, frá flugvellinum
og útaö Arnarnesi. Hann nær aö
visu ekki aö flugvellinum nú í
ár, en vonandi samt á næsta ári.
A fjárhagsáætlun eru svo
hraöbrautarframkvæmdir viö
tsafjörö. Ekki er enn ljóst hvort
þaö verk verður unniö i haust,
þvi enn hefur ekki náöst sam-
komulag um hvar vegurinn
skuli koma inn i bæinn.
Efviö höldum siöan áfram inn
Djúpiö, þá hefur veriö unniö i
— Hér var gott veður i vor, en
hinsvegar mjög rysjótt 1 sumar,
svo ekki sé meira sagt. En það
skipti um tið með Höfuðdegi og
siðan hefur verið hin mesta
bliðu4Ið. Þær fréttir færði okkur
Ketiil Guðfinnsson i Bolgunar-
vik er blaöiö haföi tal af honum
nú i vikunni.
Heyskapur gekk hér sæmi-
lega, en hér er hey verkaö bæði
Bolungarvik
Bolungarvíkinni
er björgulegt lífið”
sem vothey og þurrhey og þó
meira þurrkaö.
Sæmilegt fiskiri var I sumar,
en trillukarlarnir eru nú aö
byrja að setja bátana sína. Enn-
þá er róðrarstöðvun á stærri
bátunum, 150 tonna og þar yfir,
en veriö er nú aö undirbúa þá
báta, sem hugmyndin er að
halda út á rækjuveiðar I vetur.
Rækjuveiöin hefst nú upp úr
mánaðam ótunum.
Nokkrar endurbætur voru
geröar hér á höfninni I sumar og
var unniö I henni fyrir um 50
milj. kr. Var sú vinna I þvi fólg-
in, aö Grettir mokaði upp úr
höfninni 11 þús. rúmm. Auk
þess var unniö við trébryggju,
lengdur viðlegukantur.
Þá er verið aö ganga hér frá
nokkrum götum til undir-
búnings lagningu á bundnu slit-
lagi,en það er nú vist varla hægt
aö kalla þaö varanlegt lengur,
þetta vill reynast forgengilegt.
Mér er ekki kunnugt um aö neitt
varanlegt slitlag hefi verið lagt
á vegi hér á Vestfjöröum, nema
þá eitthvaö litilsháttar á Pat-
reksfiröi af oliumöl.
Senn liöur aö þvi, aö leit
hefjist hér aö heitu jarövatni.
Er borinn, sem nota á til þess,
nú i Súgandafiröi, en er væntan-
legur hingað eftir 10 til 12 daga.
Mun þetta vera framkvæmd
upp á einar 25 milj. kr. og biöa
menn nú meö eftirvæntingu
þess aö sjá hvaö út úr þessum
tilraunum kemur.
Skuttogarinn okkar er búinn
aö afla 2740 tonn frá áramótum
og afli hefur einnig veriö alveg
sæmilegur hjá bátunum.
Unniö er aö stækkun hraö-
frystihússins um eina 1000 ferm.
og verður sú viöbót á tveimur ef
ekki þremur hæöum.
Allverulegt magn hefur borist
hingaö aö loðnu. Er búiö að
landa 7500 tonnum og Arsæll
Sigurösson er að koma meö 150
tonn. Búiö er aö skipa héöan út
750 tonnum af mjöli og 500 tonn-
um af lýsi og svo við vikjum aft-
ur aö loönunni þá er hún ekki
nema 70 milur hér undan landi
og er nú kotnin hér suöur fyrir
okkur. Manni finnst þaö þvi
vera hálf skothent þegar alltaf
er verið aö tala um loönuna út af
Noröurlandi.
Miklar framkvæmdir eru hér
viö byggingar. Ég hef áöur
minnst á stækkun hraðfrysti-
hússins,en auk þess eru i bygg-
ingu ein 10 Ibúðarhús. Vél-
smiöja Bolungarvikur er aö
reisa hús yfir nýtt plötuverk-
stæöi. Veriö er aö byggja hús
yfir trésmiöaverkstæði og ann-
aö yfir vélsmiðaverkstæöi og
svo er loks veriö að byggja yfir
heilsuverndarstöö.
1 júli var flutt inn i 6 Ibúöir
sem komið var hér upp sam-
kvæmt lögum um byggingu
leiguibúöa á vegum sveitar-
félaga.
Hér hefur verið og er alveg
yfirdrifin atvinna. Þaö vantar i
raun og veru ekkert nema fólk.
Og þaö er mjög fátt aðkomufólk
hér I vinnu. Við erum þannig
settir meö húsnæöi, gagnstætt
þvi sem mér skilst aö sé viöa
annarsstaðar, að viö gætum
tekið á móti aðkomufólki. Ég
man i svipinn eftir fjórum
ibúöum, sem standa auöar, og
þær kunna aö vera fleiri.
Unglingar vinna hér mikiö viö
fiskinn yfir sumarmánuöina.
Aftur á móti tekur sumt eldra
fólkiö sér þá gjarnan sumarfri.
Þegar svo unglingarnir hverfa
inn I skólana með haustinu kem-
ur eldra fólkiö aftur til vinnu.
—mhg
Skötufirðiog er þaö frágangur á
vegi, sem lagöur var 1973 og
1974.
Brú var smiöuö á Laugardals-
á I Djúpi og þar var einnig lagö-
ur dálitill vegarspotti. Brúin á
Laugardalsá er ein hin stærsta,
sem byggö hefur veriö á Vest-
fjöröum til þessa, 46 m löng.
Nýr vegarkafli hefur veriö
lagöur hjá Arngeröareyri viö
ísafjörö, sem er innsti fjöröur-
inn I Djúpinu. Þar er um aö
ræöa tveggja km kafla og er þaö
aö mestu nýr vegur en einnig aö
nokkru gamall vegur, sem var
endurbættur. En veruleg sam-
göngubót er aö þessari fram-
kvæmd.
1 Strandasýslu var unniö aö
ærnum endurbótum á veginum
viö Árnes. Var hann hækkaöur
og hefur tekið viö þaö miklum
stakkaskiptum.
I Hrútafiröi var nýr vegur
lagöur hjá Stóru-Hvalsá og brú
smiöuö á ána og eiimig var
unniö að nýjum vegarkafla hjá
Prestsbakka.
Til viöbótar þvi, sem hér
hefur veriö drepið á má geta
þess, aö unniö hefur veriö aö
nokkrum lagfæringum á vegin-
um i Kollafiröi á Baröaströnd, á
Ketildalavegi og á Laxárdals-
vegi var fyllt aö brú, sem
smlðuö var i fyrra.
Loks er svo ástæöa til þess aö
nefna þaö, aö I fyrra voru settir
upp á Breiðadalsheiöi nokkrir
snjóskermar af mismunandi
geröum, og var tilgangurinn
meö þvi sá, aö prófa hvernig
þeir reyndust til þess aö bægja
snjóhengjum frá veginum, en
veruleg brögð eru aö slikri
hengjumyndun á Breiöadals-
heiöi. Niöurstaöan af þeirri
reynslu, sem af skermunum
fékkst i fyrravetur er sú, aö ein
tegund þeirra bar af, og veröa
skermar þeirrar geröar nú sett-
ir viöar upp á heiöinni fyrir
veturinn. Vonumst viö til þess,
aö fyrir vikiö haldist vegurinn
yfirheiðina lengur opinn en ella.
Fjárveiting til þessa verks er
um 1 milj. kr.
Ég held ab þá sé lokiö viö aö
geta um helstu framkvæmdirn-
ar en svo hefur náttúrlega veriö
unnið aö viöhaldi eldri vega,
auk þess sem hér er talið, en þaö
skortir alltaf viöhaldsfé. En svo
er fólk nú heldur ekki ánægt
nema þaö fái lika aö sjá eitthvaö
nýtt.
— mhg
!
■
Umsjón: Magnús H. Gíslason