Þjóðviljinn - 02.10.1976, Side 11
Laugardagur 2. október 1976 ÞJÓÐVIUINN — SÍÐA 11
Þróttarar urðu
Rvíkurmeistarar
Sigruðu ÍR í gærkvöldi í
úrslitaleik mótsins með 21:19
Valur
sigraði
Framara
í gærkvöldi sigraöi Valur Fram
I keppninni um 5.-6. sæti Reykja-
vlkurmótsins meö 22:18 en i leik-
hléi var staöan 11:10 fyrir
Framara. —gsp
Hið unga og bráðefnilega
lið Þróttar sigraði í gær-
kvöldi lið IR í úrslitaleik
Reykjavíkurmótsins og
tryggði sér þar með
Reykjavíkurmeistaratitil-
inn. Nýliðarnir i 1. deild
byrja því keppnistimabilið
i meira lagi glæsilega og
óhætt er að fullyrða að
ekkert lið hefur komið
jafnmikið á óvart í haust.
Konráö Jónsson fór á kostum
fyrir Þrótt i fyrri hálfleik og
sýndi sinar allra bestu hliðar.
Hann var lang markahæstur i liöi
Þróttar, skoraði niu mörk og var
aö vanda einnig drjúgur i vörn-
inni.
t leikhléi var staðan 12:8 fyrir
Þrótt sem tók 2-0 forystu strax i
byrjun og hélt síðan forskotinu út
allan leikinn af miklu öryggi.
Leikurinn var allan timann nokk-
uö harður, fimm leikmenn fengu
að hvila sig í 2 minútur hver, þrir
ÞTóttarar og tveir IR-ingar.
Þessir skoruðu mörkin: Þrótt-
ur: Konráð 9, Sveinlaugur 4,
Bjarni 2, Olfar 3, Halldór 3 og
Trausti 1. 1R: Vilhjálmur 9,
Gunnlaugur 2, Sigurður Gislason
2, Brynjólfur Markússon 2 og siö-
an komu fjórir leikmenn með eitt
mark hver.
Þessi mynd var tekin af Þrótturum er þeir unnu sig upp i 1. deild
fyrir rúmu ári siöan. 1 fyrra áttu þeir I nokkru basli meö 1. deild-
ina, en ekki veröur sagt aö útiit sé fyrir annaö en stórglæsta
frammistööu i vetur, ef hinir ungu og efnilegu leikmenn liösins
halda áfram á sömu braut.
Badminton hjá Val
t dag laugardaginn 2. október
hefjast badmintonæfingar fyrir
unglinga hjá badmintondeild
Vals. Æfingar fyrir unglinga 14
ára og yngri hefjast kl. 13.10 i
iþróttahúsi Vals aö Hliðarenda og
kl. 14.00 fyrir unglinga eldri en 14
ára.
Allir sem hafa áhuga eru
velkomnir á þessar æfingar.
Þjálfari verður Sigurður
Haraldsson, tslandsmeistari i
babminton.
Einnig eru óleigðir nokkrir
badminton timar i iþróttahúsi
Vals. Upplýsingar um þá gefur
Gisli Guðmundsson i sima 12861.
Jóhann Ólafsson
& co. hf.
43 Sundaborg Rvik,
simi: 8-26-44
Ljós og Orka sf.
Suöurlandsbraut 12 Rvik,
simi 8-44-88
Lampar og Gler
Suöurgötu 3 Rvik,
simi 2-18-30
Söluumboð LÍR
Hólatorgi 2 Rvik,
simi 1-66-94
Rafbúðin
Dómus Medika
Egilsgötu 3 Rvik,
simi 1-80-22
Rafbúðin
Auöbrekku 49, Kópavogi,
simi 4-21-20.
Bústofn hf
Funahöföa 19 Rvik.
simar 8-10-77 & 8-16-63
E.N. Lampar
Skeifunni 3b Rvfk,
simi: 8-44-80
Málmsteypa
Ámunda
Sigurðssonar
Skipholti 23 Rvik,
simi 1-68-12
Sýning á öllu
þvf sem aö
Ijósum og
lýsingu lýtur.
Opin í dag og
á morgun frá
klukkan 14:00
til kl. 22:00
Frá 25. september sl. hefur staðiö
yfir sýning hjá Byggingarþjón-
ustu Arkitektafélags tslands að
Grensásvegi 11 i Reykjavik. Ber
sýningin heitiö Lýsing ’76, og er
þar að sjá allt, það sem tilheyrir
ljósum og lýsingu.
Sýningin verður opin til sunnu-
dagskvölds. t dag gefst fólki kost-
ur á að lita á sýninguna á timabil-
inu frá klukkan 14:00 til klukkan
22:00, svo og á morgun þennan
sama tima.
Og hvað er svo að sjá hjá þeim 13
sýningaraðiljum, sem þar sýna
hvað þeir hafa á boðstólum?
Svarið yrði langur upptalningar-
listi, svo langur, að best er að
gripa til oröfæris arkitekta I aug-
lýsingu um sýninguna: „Alltþaö,
sem tilheyrir Ijósum og lýsingu,”
svo og músikvörur.
Sérstök ástæða er til þess, i tilefni
af „Iönkynningarári” sem svo
hefur verið nefnt og til þess ætlað
að kynna Islenska framleiðslu, að
vekja athygli fólks á þvi, að hjá
nokkrum sýningaraðiljum er að
finna framleiðslu islenskra hönn-
uða, þeirra Birgis Breiðdal, Pét-
urs B. Lúterssonar og Finns B.
Fróöasonar.Þá er þar og aö finna
framleiðslu nýs isl. fyrirtækis,
sem starfandi er á Hellu á
Rangárvöllum, Kórans hf.
Auk þessa er siðan þarna að sjá
það besta, sem inn er flutt af raf-
magnsvörum alls kyns og til hins
margbreytilegasta brúks.
Meðal sýningaraðilja eru þessir: