Þjóðviljinn - 02.10.1976, Blaðsíða 16
Kröflusvœðið:
Eldgos í aðsigi eða
skjálftum að ljúka?
DMÐVIUINN
Laugardagur 2. október 1976
Sameinast
um sólar-
ferðir
Stofnuö hafa veriö samtök
þriggja islenskra feröaskrifstofa
og Flugleiða um rekstur og
framkvæmd SÓLARFERÐA til
Kanarieyja. Aöilar eru feröa-
skrifstofurnar Landsýn, Crval,
Otsýn og Flugfélag islands og
Loftleiöir. Tveim öörum feröa-
skrifstofum, Sunnu og Samvinnu-
feröum var boöin þátttaka, en
þær höfnuöu.
Astæöan til stofnunar þessara
nýju samtaka um SÓLARFERÐ-
IR I SKAMMDEGINU er sú, aö
sólarferðamarkaöur á Islandi er
takmarkaður miðaö við önnur
Framhald á bls. 14.
Jarðskjálftakippum á Kröflu-
svæöinu fer enn fækkandi aö
þvi er Axel Björnsson jarðeðlis-
fræöingur, tjáöi blaöinu 1 gær.
Um tvöleytiö i gær höföu aöeins
mælst fjórir kippir, en timabil-
ið, sem miðað er viö mælingarn-
ar, er frá kl. 3 til 3 slðdcgis. I
fyrradag mæidust 16 kippir og
daginn þar áöur 50. Hefur
kippafjöldanum á dag fækkaö
þetta úr 130 fyrir tæpri viku, en
mestur hefur kippafjöldin oröið
139 á dag siöan mælingar hófust.
Axel sagði að dæmi væru til
um það erlendis frá að skjálfta-
virkni dytti skyndilega niður
skömmu fyrir gos, en hitt gæti
lika verið að þetta væri fyrir-
boði þess, að allt væri að veröa
rólegt á Kröflusvæðinu. Erfitt
væri að segja um hvort liklegra
væri, þar eð engin tvö eldfjöll
eru eins, og langvinnar og ná-
kvæmar mælingar hafa ekki
fyrr verið gerðar hér á landi i
grennd við eldfjöll. Hinsvegar
væru 'hinar öru breytingar á
skjálftavirkni og fleiru siðustu
Enn engin
ákvörðun
um varnar
dagana vissulega varhuga-
verðar og ástæöa til að vera við
öllu búinn. Það ætti að vera
orðið ljósara eftir nokkra daga,
viku eða svo, hvort nýtt eldgos
færi i hönd eöa að skjálftarnir
væru að hætta, en eins og sakir
stæðu væri ekkert um þetta
hægt að spá.
Af öðrum breytingum siðustu
daga má nefna að dregið hefur
úr rishraða norðurenda
stöðvarhússins við Kröflu. Hús-
ið seig að norðanverðu eftir gos-
ið, en hefur verið að rétta sig af
siðan, en nú hefur sú hreyfing
sem sagt hægt á sér. Einnig
hefur landrisið á Kröflusvæðinu
hægt á sér. í upphafi var ris-
hraðinn 6 1/2 millimeter á dag,
en nú er hann kominn niður i ná-
lega ámillimetra, þar sem mælt
er rétt norður af stöðvarhúsinu.
Gerð hefur verið á vegum
Orkustofnunar áætlun um bygg-
ingu tveggja varnargarða gegn
hraunrennsli, og er ætlast til að
garðarnir beini hugsanlegu
hraunrennsli úr Leirhnjúks-
sprungunni frá svæðinu, þar
sem virkjunarframkvæmdirnar
fara fram. Gert er ráö fyrir þvi
að garðarnir verði úr möl og
grjóti og þeim að verulegu leyti
ýtt upp með jarðýtum. Axel
Björnsson sagði að garðarnir
yrðu að vera nokkurra metra
háir og nokkra tugi metra á
lengd, en sem slikir ættu þeir að
koma að tilætluðu gagni, þar eð
reynsla væri fyrir þvi af þessum
slóðum að hraun væri þunnfljót-
andi og þvi tiltölulega auðvelt
að hafa áhrif á rennsli þess.
Þessi áætlun um varnar-
garðana, sem gert er ráö fyrir
að muni kosta 50-60 miljónir
króna að hrinda i framkvæmd
hefur verið lögð fyrir iðnaðar-
málaráðuneytið. Arni Þ. Arna-
son skrifstofustjóri hjá ráðu-
neytinu, skýröi Þjóðviljanum
svo frá að málið væri þar i at-
hugun og mætti búast við niður-
stöðum frá ráðuneytinu um þaö
mjög bráðlega.
Guöjón Petersen hjá Al-
mannavörnum tjáði Þjóðviljan-
um að af þeirra hálfu væri þess
óskað að menn væru tilbúnir til
að gripa til þeirra aðgerða, sem
búið væri að ákveða ef eldgos
hæfist. Væru þær i fyrsta lagi i
þvi fólgnar að flytja fólk frá
Kröflu, ef mælar sýndu gos, að
minnsta kosti þangað til vitað
væri hvar gosstöðvarnar væru.
Einnig yrði undirbúið að koma
fólki úr Mývatnssveit, en ekki
yrði fólk flutt þaðan þegar við
upphaf goss, þa eð talið er að
eldgos geti ekki ógnað byggð-
inni þar skyndilega. dþ
40 kennarar
knúðu fram
bráðabirgða-
lausn
Allir kennarar sem við
störf voru i Menntaskól-
anum i Hamrahlið felldu
niður kennslu i gær,
þegar i ljós kom á
skyndifundi, sem kallað
var til i skólanum, að
mikil óreiða og vanskil
voru á launagreiðslum
um þessi mánaðamót.
Kröfunefnd kennara fékk
áheyrn hjá fjármálaráðuneytinu
siðdegis og voru i henni Arni
Böðvarsson, Jón Hannesson,
Þorlákur Helgason, Stefán Briem
og Heimir Pálsson. Kröfur þeirra
voru að launadeild fjármálaráðu-
neytisins héldi geröa samninga i
framtiðinni, að málefni stunda-
kennarar og hlutakennara yröu
leyst þegar i næstu viku, og að
þegar yrði gengið frá samningum
Grafíksýning framlengd
Mikil aðsókn hefur verið á sýn-
ingu Menningarstofunar Banda-
rikjanna við Nesveg á verkum
þekktra bandariskra grafiklista-
manna. Sýningunni átti að ljúka
nú um helgina en ákveðið hefur
verið að hafa hana opna á sunnu-
daginn frá kl. 14 til 22 og á
-=-mánudag frá kl. 9 til 18.
varðandi laun fyrir kennslu við
öldungadeild. Höskuldur Jóns-
son, ráðuneytisstjóri, afsakaði
seinkun á launagreiðslum til
fastra kennara, sem hann viður-
kenndi að launadeild ráðuneytis-
ins bæri alla ábyrgð á. Launa-
greiðslur til stundakennara og
hlutakennara sagði hann að leyst-
ar y rðu með þvi að greiða skólan-
um til bráðabirgða einhverja
heildarupphæð sem reynt yrði að
deila réttlátlega milli þeirra. Þá
féllst ráðuneytið á að efna til
samningafundar vegna öldunga-
deildar n.k. þriðjudag.
Engin loforð né fullnaðarsvör
fengust að sögn kennara um það
hvort staðið yrði við samninga
framvegis. A kennarafundi var
siðan samþykkt að sú lausn sem
fékkst frá ráðuneytinu væri
viðunandi i bili, en engin lausn
hefði fengist á þvi grundvallar-
atriði að treysta mætti þvi að
greiðslur yrðu i lagi framvegis.
En kennarar munu semsagt taka
upp kennslu á ný.
Flugfargjöld
til útlanda
hækka 20%
í gær hækkuðu fargjöld með
vélum Flugleiða til útlanda um
20% að jafnaði. Með þessu er leið-
rétt að nokkru það gengissig sem
hefur orðið á krónunni frá því 1.
okt. i fyrra gagnvart dollar, en
fargjöldin eru reiknuð út i þeim
gjaldmiðli. Gcngissigið var orðið
það mikið aö talsvert ódýrara var
að kaupa farmiöa hér i islenskum
peningum, heldur en að greiða I
erlendum gjaldeyri. Það var
semsagt ódýrara að fljúga héðan
heldur en hingað. Að sögn Sveins
Sæmundssonar blaðafulltrúa
Flugleiöa, hefur þó þessi munur
ekki verið jafnaður að fullu.
Kennaraverkfall í MH
Baráttufundur herstöðva
andstæðinga í Kópavogi
A Starfshópur herstöðvaandstæðinga i Kópavogi
boðartil baráttufundar í Þinghól sunnudaginn
3. október nk. kl. tvö eftir hádegi.
Fundarstjóri Andrés Kristjánsson fræðslu-
stjóri.
0 Stutt ávörp flytja: Ásmundur Ásmundsson
verkfræðingur, Ingólfur Gíslason háskóla-
nemi og ólafur R. Einarsson menntaskóla-
kennari.
a Upplestur og söngur: Sigurður Pálsson les
w upp. Kristján Guðlaugsson syngur baráttu-
söngva.
0 Starfshópur herstöðvaandstæðinga
Ólafur Asmundur
Siguröur Andrés
Herstöðvaandstæðingar eru hvattir til að fjölmenna á baráttufundinn i Þinghól