Þjóðviljinn - 12.10.1976, Síða 3

Þjóðviljinn - 12.10.1976, Síða 3
Þriðjudagur 12. október 1976 ÞJÖÐVILJINN — SIÐA 3 Útnefning HIJAS ekki enn tilkynnt opinberlega PEKING 11/10 (Reuter) — Tals- verð óvissa rikir nú I Kina að sögn. Á laugardaginn voru limd upp veggspjöld i Peking, Sjanghai og Nanking með til- kynningu um að Hua Kúo-feng hefði verið útnefndur eftirmaður Maos, en enginn opinber tilkynn- ing hefur verið gefin út um það enn. Hua Kuo-feng kom opin- berlega fram i dag þegar hann tók á móti forsætisráðherra Papúu, og var þaö i fyrsta skipti siðan á iaugardaginn, en málin virtust þó ekki skýrast við það. Veggspjöld hafa verið limd upp með hvatningu til fólks um að styðja herinn og meðal erlendra sendimanna i Peking var orðróm- ur um valdabaráttu. Annan dag- inn i röð hvatti Alþýðublaðið i Peking lesendur sina til að forð- ast sundrung, undirferli og samsæri. 1 kvöld var enn óvist hvenær útnefning Huas yrði tilkynnt, og þykir þessi óvissa benda til sundurþykkis meðal valdhafa eða alvarlegs áreksturs. Þegar Hua fór á flugvöllinn til að taka á móti forsætisráðherra PapUu var Li Hsien-nien varaforsætisráðherra og einn af leiðtogum „hægfara-arms” kinverskra kommúnista i för með honum, en enginn af þeim sem taldir hafa verið til róttækara armsins. Giskað hefur verið á að Li, sem er helsti fjármálasér- fræðingur Kina og var náinn sam- starfsmaður Sjú En-læs, kunni að vera útnefndur forstæisráðherra og væri það sigur fyrir „hægfara arminn”. Þúsundir manna flykktust saman á götum borgarinnar Hua Kuo-feng. Hangchow i austurhluta Kina i dag og börðu á trumbur til stuðn- ings við útnefningu Huas. RÓDESÍA Bilið breikkar Það er hætt viö að það verði gagnslaust fyrir Ian Smith þótt hann taki stöðugt harðari afstöðu. LUSAKA 11/10 (Reuter) — Eftir þvi sem ráðstefna sú, sem bretar boða til i Genf um stjórnarskipti i Ródesiu, nálgast virðist ágreiningur milli minnihluta- stjórnar hvitra manna og leiðtoga svartra þjóðernissinna vera að aukast. Fulltrúar þriggja helstu flokka þjóðernissinna lögðu I dag áherslu á að svertingjar yrðu að fá yfirumsjón með her landsins og lögreglu meðan bráðabirgða- stjórnin færi með völd, en Ródesiustjórn sagði hins vegar að hún myndi ekki fallast á neinar breytingar á þeim tillögum sem Kissinger hefði borið fram og Ian Smith siðan samþykkt. í gær sagði Ian Smith að hvitir menn yrðu að fara með löggæslu á valdatima bráðabirgðastjórnar. Þegar Robert Mugabe, einn helsti leiðtogi þjóðernissinna, var spurður um horfurnar á Genfar- ráðstefnunni, sagðist hann ekki vera bjartsýnn, og sagði hann að ekki væri neinn grundvöllur til að hefja umræður við Ian Smith. Mugabe hefur farið fram á að ráðstefnunni yrði frestað um tvær vikur. Gagnrýndi hann breta fyrir að hafa ekki ráðfært sig við þjóðernissinna áður en þeir boðuðu til ráðstefnunnar. Hann sagði einnig að það væru kröfur Smiths um að hyitir menn fengju yfirrað yfir her og lögreglu sem yllu svartsýni hans. Hreyfing A bels Muzorewa biskups sagði að ekki væri hægt að fallast á það að hvitir nýlendumenn héldu yfir- ráðum yfir helstu þáttum rikis- valdsins meðan valdataka meiri- hlutastjórnar væri undirbúin, og yfirmenn i þeirri hreyfingu, sem Nkomostýrir sögðu að meirihlut- inn yrði að fá full umráð yfir öll- Framhald á bls. 14. Landhelgisviðrœður milli norðmanna og sovétmanna MOSKVU 11/10 (Reuter) — A morgun hefjast i Moskvu viðræð- ur norðmanna og sovétmanna um fiskveiðiréttindi I Barensts—hafi. Hafa þeir hlutar hafsins, sem deilurnar standa heist um, verið taldir mjög mikilvægir frá hernaðarlegu sjónarmiði. Yfirmaður norsku samninga- nefndarinnar er Jens Evenson fiskimálaráðherra, og yfirmaður sovésku nefndarinnar er Alex- andr Ishkov, sem einnig er fiski- málaráðherra. Þeir munu eink- um ræða ákvöröun norsku stjórnarinnar aö færa fiskveiði- lögsöguna út i 200 sjómllur. 1. janúar 1977. Norðmenn og sovét- menn hafa ekki orðið ásáttir um það hvar eigi að draga markalin- una milli norskrar og sovéskrar efnahagslögsögu eftir útfærsluna, og standa deiiurnar um þrihyrnt hafsvæði, sem er 155.000 ferkiló- metrar að flatarmáli og lokar siglingaleiöum til Murmansk. Þetta hafsvæði hefur mikla hernaðarlega þýðingu fyrir Sovétrikin, en auk þess er það auðugt að fiski og jafnvel oliu og gasi. Norðmenn byggja kröfur sinar á samþykkt ráðstefnu sem haldin var i Genf 1958 um skipt- ingu landgrunns, en sovétmenn telja að um það gildi ákvæði sam- þykktarinnar um „sérstakar ástæður” og þess vegna eigi að draga markalinu milli norskrar og sovéskrar landhelgi vestar en norðmenn vilja. Viðræðurnar munu standa yfir i a.m.k. fjóra daga. Erlendar fréttir í stuttu máli Palestínuarabar ráðast á sendiráð RÓM 11/10 (Reuter) —Skæru- liðar, sem hliðhollir voru palestinuaröbum, gerðu i dag árásir á sendiráð sýrlendinga i Róm og i islamabad i Pakistan. 1 árásinni i tslamabad féll einn skærulið- anna en i Róm særðist einn sendiráðsmaður aivarlega. 1 Róm réðust þrir menn vopnaðir vélbyssum og hand- sprengjum inn i sendiráð Sýrlands og særðu þar einn mann, fyrrverandi blaðafull- trúa sendiráðsins, sem átti að taka við nýrri stöðu i Bonn, áður en þeir gáfust upp fyrir lögreglunni. Foringi hópsins sagði blaðamönnum að’til- gangur árásarinnar hefði ver- ið sá að draga athygli almenn- ings að örlögum palestinu- araba i Libanon og „útrým- ingarstriði” sýrlendinga gegn þeim. Sagði hann að þeir væru félagar úr hreyfingunni „svarta júni”, sem talin er hafa aðsetur sitt i Irak, en hún er nefnd eftir þeim mánuði þegar sýrlenskt herlið gerði innrás sina i Libanon á þessu ári. Lögreglan áleit að tilgangur árásarinnar hefði verið sá að taka sendiherrann i gislingu en hann var ekki staddur i sendiráðinu. 1 Islamabad gerðu einnig þrir menn árás á sendiráð Sýrlands. Þeir ruddust inn að sendiráðsbyggingunni og köstuðu handsprengju, sem braut rúður en olli ekki öðrum skemmdum. Um leið hófst skotbardagi milli palestinu- arabanna og öryggisvarðar sendiráðsins og féll einn palestinumaðurinn en hinir tveir voru handteknir. Aö sögn sjónarvotta særðust sjö menn i bardaganaum. þ.á.m. þrir lögregluþjónar, en lögreglan neitaði að gefa nokkrar upplýsingar meðan málið væri i rannsókn. Opinberir talsmenn palestinuaraba i Beirut sögðust ekkert vita um þessar árásir, og sögðu bæði tals- menn þjóðfrelsishreyfingar Palestinu, PLO, og alþýðu- fylkingarinnar til frelsunar Palestinu, PFLP, að þær væru ekki á vegum þessara sam- taka, og væri þeim málið al- veg óviðkomandi. Talsmenn PLO sögðu að aðgerðir af þessu tagi væru ekki þáttur i baráttu palestinuaraba og gætu skaðað málstað palestinsku þjóðarinnar al- varlega. Þær gætu aðeins orð- ið skálkaskjól fyrir þá sem vildu spilla fyrir umræðum um vopnahlé. Talsmenn palestinuaraba spáðu þvi að i kjölfar þessara árása kynni að farafrekari sókn sýrlendinga i Libanon. Hreyfingin „svarti júni” var fyrst nefnd i sambandi við árás skæruliða i siðasta mán- uði á Semiramis-hótelið i Damaskus. Einn skæru- liðanna og fjórir gislar týndu lifinu i skotbardaga, sem af árásinni hlaust. Hinir skæru- liðarnir þrir voru hengdir næsta morgun. Tveimur dög- um siðar hófu sýrlendingar stórsókn á hendur palestinu- aröbum i fjöllunum fyrir austan Beirut. Giskað hefur verið á að leiðtogi „svarta júni” sé maður að nafni Abu Nidal,sem áður var háttsettur maður i hreyfingunni A1 Fatah, en sagði svo skilið við hana 1970. Er talið að flokkur hans hafi bækistöðvar sinar i trak. Dularfullur sjúkdómur í rannsókn ANTWERPEN 11/10 (Reuter) — Visindamönnum viö rann- sóknarstöð hitabeltissjúk- dóma i Antwerpen hefur tekist að einangra veiru þá sem veldur dularfullum sjúkdómi, sem nýlega kom upp i Mið-Af- riku. Hins vegar hafa þeir ekki enn getað skilgreint hann. Rannsóknarstofnunin i Ant- werpen er ein af fjórum stofn- unum af þessu tagi sem nú eru að kanna orsök þessa sjúk- dóms, en hann kom upp fyrir skömmu, og hefur nú a.m.k. 41 maður beðið bana af hans völdum i Zaire og tólf i Súdan. Að sögn starfsmanna belgiska utanrikisráðuneytisins hefur sjúkdómur þessi einnig breiðst út til Nigeriu og Sierra Leone. Helstu sjúkdómsein- kennin eru hár hiti og miklar blóðnasir. Aðrar rannsóknar- stofnanir þar sem sams konar rannsókn fer fram eru i Paris, Atlanta i Bandarikjunum og Salisbury i Englandi. Tals- maður rannsóknarstofnunar- innar i Antwerpen sagði að það væri aðeins fyrsta skrefið að einangra veiruna, en það væri nauðsynlegt að skil- greina hana til þess að hægt væri að lækna sjúkdóminn eða finna varnir gegn honum. Hœtta á nýju málastriði i Belgíu BRUSSEL 11/10 (Reuter) — Hætta er talin á þvi að at kvæðaaukning fransks þjóðernisflokks I Brussel i bæja- og sveitastjórna- kosningum, sem þar fóru fram á sunnudaginn hleypi aftur af stað tungumálastriðinu milli flæmsku- og frönskumælandi belga, en það hefur legið niðri að mestu siöan kosningar fóru fram 1974. Hinn hægri sinnaði flokkur FDF „Lýðræðisfylking frönskumælandi manna” vann tiu prósentustig i kosningunum i Brussel, og fékk hreinan meirihluta i fimm af nitján kjördæmum borgarinnar. Hann vann at- kvæði á kostnað stjórnarflokk- anna og einnig á kostnað sósialdemókrata, sem eru i stjórnarandstöðu. Jafnframt vann flokkurinn talsvert á i belti bæjarfélaga umhverfis höfuðborgina, en þar var stefnuskrá flokksins sú að tengja þessi bæjarfélög betur við Brussel. Bæði höfuðborgin Brussel og einnig ýmis úthverfi hennar eru e.k. frönskumælandi eyja i landsvæði þar sem flæmsku- mælandi menn eru i yfirgnæf- andi meirihluta. Yfirvöld Brussel vilja færa út borgar- mörkin inn á flæmskumælandi svæði, en yfirvöld i þeim héruðum eru alveg mótfallin þvi að komast undir yfirráð frönskumælandi manna. Einn af foringjum FDF, Roger Nols, bæjarstjóri i hinu róstu- sama hverfi Schaerbeek, þar sem áður hefur komið til bar- daga milli flæmingja og vallóna, lofaði þvi eftir kosningarnar i gær að hann myndiauka baráttu sina gegn flæmskum áhrifum i Brussel. Annar flokkur frönskumæl- andi manna, RW, sem er minnsti flokkurinn i stjórnar- samsteypu Leo Tindemans, tapaði hins vegar fylgi. Sósial- demókratar juku fylgi sitt i iðn aðarborgum Vallóniu (frönskumælandi hluta Belgiu), en hins vegar mis- tókst þeim að ná fótfestu i Flandern eins og þeir höfðu vonað. Þar héldu kristilegir demókratar Tindemans velli. Þingkosningar eiga ekki að fara fram i Belgiu fyrren 1978.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.