Þjóðviljinn - 12.10.1976, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 12.10.1976, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 12. október 1976 Enn tefst bygging í Arnar- holti „Það var um það samið við verktaka fyrir meira en ári að byggingu þessari skyldi lokið I ágústmánuði 1976. Nú er sá timi liðinn og enn er veriö að semja við verktakann.” Eitthvaö á þessa leið fórust öddu Báru Sig- fúsdóttur orð er hún ræddi um einn lið i fundargerð borgarráðs frá 5. október si. þar sem segir frá samkomulagsdrögum vegna verktaka i Arnarholti. Adda Bára sagði að um væri að ræða byggingu, sem ekki þyldi bið, byggingu, sem ætti að leysa af hólmi húsnæði i Arnar- holti, sem væri óhæft til að gegna hlutverki sinu og til skammar væri að hafa sjúkl- inga í. Adda Bára benti á það, að hún hefði oftsinnis vakið athygli á seinaganginum vð byggingu þessa og spurði borgarstjóra siðan hvaða hugmyndir menn hefðu nú um það hvenær bygg- ingu hússins lyki, og um hvaö menn hygðust semja við þann verktaka, sem svo slælega hefði staðið að verki þar efra. Birgir tsi. Gunnarsson, borgarstjóri sagðist harma það hversu illa verk þetta hefði gengið. Sagði hann að fjárveit- ingar borgarsjóðs hefðu verið við það miöaöar að verkinu yrði lokið i ágústmánuði siðastliön- um. Sagði borgarstjóri að það sem gerst hefði væri það, að verktaki hefði gefist upp við verkið, sem Framhald á bls. 14. Umræða um æskulýðsmál í borgarstjórn Reykjavíkur Að berja ekki höfðinu við steininn meira en ástæða er til A siðasta borgarstjórnarfundi áttu sér stað all mikiar umræð- ur um æskulýðsmál. Tilefnið var „snemmborin” tillaga frá Björgvin Guðmundssyni borg- arfulltrúa Alþýðuflokks, um framhald á rekstri Tónabæjar, um rekstur vinlausra veitinga- staða fyrir unglinga og um að athuga bæri hvort ekki væri unnt að halda fleiri dansiböll fyrir unglinga i skólum borgar- innar. Björgvin fylgdi tillögu sinni úr hlaði og að ræðu hans lokinni tók til máls Davið Oddsson (D) og skýrði borgarfulltrúum frá ýmsu þvi, sem á döfinni væri varðandi rekstur Tónabæjar, sagði tillögu Björgvins snemm- bæra og lagði til að henni yrði visað til æskulýðsráðs. Eftir þetta tók til máls Bessi Jóhannsdóttir (D). Sagði hún það sina skoðun að i þessu máli skyldu menn flýta sér hægt svo hægt væri að ræða það. Blaða- menn þyrftu að taka jákvæðari afstöðu til mála. Únglinga- vandamál hér væri litið sman- borið við það sem er á öðrum Norðurlöndum. Hræsni væri viðhöfö i sambandi við vin- drykkju, þvi unglingar drykkju vín! Þá skýrði Bessi frá þvi, að til- laga Björgvins væri tekin úr gögnum vinnunefndar æsku- lýðsráðs! Reis þá úr sæti æskulýðsfull- trúi Framsóknarflokksins, Al- freð Þorsteinsson og talaði' á- byrgum rómi um peningaaustur til æskulýðsmála borgarinnar en peningasvelti hinna „frjálsu” æskulýðsfélaga, og var helst á honum að skilja að þessi væri ástæðan fyrir þvi hvernig komið væri æskulýðs- málum. Þorbjörn Broddason (G) tók næstur til máls. Ræddi hann til- lögu Björgvins lið fyrir lið og sagðist vera á móti henni, fyrsta liðnum vegna þess að Tónabæ ætti að sinu viti aö reka með breyttum hætti frá þvi sem nú væri, öðrum liðnum vegna þess að þarflaust ætti að vera að taka fram að skemmtistaðir fyrir unglinga skyldu vera vinlausir og þriðja liðnum vegna þess, að ekki beri eingöngu að efla dans hjá unglingum i skólum borgar- innar heldur allt félagslif og starfsemi. Nýta bæri skólahús- næði, sem stæði autt á kvöldin og um helgar, og stuðla þannig að þvi að unglingar litu skólana sem iverustaði til náms og skemmtunar. Þá sagði Þorbjörn: „Ung- linga vandamál er rangnefni. Það er skapaö af þeim full- orðnu, þeim sem ráða þessari borg, og þau munu halda áfram að vaxa meðan henni er stjórn- að á þann hátt, sem gert hefur verið.” Þá lýsti Þorbjörn það lýð- skrum eitt hjá Alfreð Þorsteins- syni að halda þvi fram að aðrir myndu gera betur en borgin i þessum efnum, aðeins ef i þá væri ausið fé. Nokkrir aðrir tóku til máls um æskulýðsmálin. Ma. talaði Davið Oddsson (D) aftur. Davið sagði ma: „Agli Skallagrimssyni tókst aö vera óveisluhafandi á fimmta ári vegna drykkjuskap- ar þó ekki væru æskulýðsncfnd- ir þá. Ég held að hollt væri að fara að þvi ráði heilasérfræö- inga aö berja ekki höfðinu við steininn oftar en ástæða er til.” —úþ Þorbjörn Broddason. Húsgagnakaup í heilsugæslu- stöðina í Árbæ til umræðu í borgarstjórn Sigurjón Pétursson. Rannsaka þarf innkaup borg- arstarfsmanna „Ég itreka vitur minar á bygg- ingarnefnd heilsugæslustöðvar- innar f Arbæ fyrir þessi kaup. 1 þessu sambandi skiptir ekki máli hvort um hagstæð og góð kaup befur verið að ræða eða ekki held- ur hitt að það var ekki byggingar- nefndin, sem gera átti þessi inn- kaup heldur Innkaupastofnun borgarinnar. Þetta mál þarf að rannsaka nánar og þá jafnframt hvort hugsanlegt sé, aö mál svip- uð þessu hafi áður átt sér stað en ekki verið komiö upp um þau.” Nálægt þessu hagaði Sigurjón Pétursson (G) orðum sinum á siðasta borgarstjórnarfundi er hann vakti máls á húsgagnakaup- um þeim i heilsugæslustöðina i Arbæ sem gerð voru án vitundar Innkaupastofnunarinnar og þvi til viðbótar hafðar i frammi blekk- ingar við kaupin. Um mál þetta hefur allmikið verið skrifað i blöð (nema Morgunblaðið) nú undanfarið og þvi ekki ástæða til þess að rekja það hér út i hörgul. Þá skal frá þvi skýrt, að á þann fund i Innkaupa- stofnun Reykjavikurborgar, hvar ræða átti húsgagnakaupin og ákveða þau, mætti einn þeirra manna, sem i byggingarnefnd átti sæti, en sá þagði þunnu hljóöi allan timann sem fundur stóð og á meöan menn ræddu um fyrirhug- uð húsgagnakaup, og upplýsti fundarmenn ekki um að kaupin hefðu þegar verið gerð, og sam- þykkti fundurinn að bjóða hús- gagnakaupin út! Eftir að Sigurjón hafði rakið gang þessa máls og krafist rann- sóknar á þvi og öðrum málum skyldum tók til máls Páll Gisla- son (D) til að verja aðgerðir byggingarnefndar heilsugæslu- stöðvarinnar. Sagði hann að um hafi verið að ræða mistök i mála- rekstri og þótti miður að upp skyldi komast um þau!. Skýring- in á þögn stjórnarmanns bygg- ingarnefndar á' fundi hjá Inn- kaupastofnun væri sú, að honum hafi þá verið oröinn Ijós mis- skilningurinn! Páll skýrði frá þvi, að Gamla kompaniið, en af þvi voru kaupin gerð, hefði verið i skuld við Gjald- heimtuna, og leitað hefði verið eftir þvi af fyrirtækisins hálfu að fá að greiða þessa skuld með hús- gögnum. Sagði hann að slikt og þviumlikt væri ekki óalgengt. Siðar i umræðum um þetta mál skýrði Sigurjón Pétursson frá þvi, að hann ræki ekki minni til þess á sex ára setu sinni i stjórn Inn- kaupastofnunarinnar að viðskipti hafi veriö ákvörðuð vegna þess eða með tiliiti til þess að fyrirtæki skulduðu Gjaldheimtunni. Amk. fjóriraðrir borgarfulltrú- ar tóku til máls um mál þetta og voru þar höfð þau orð með öðrum, aö „harmur væri vegna þessara mannlegu mistaka”, og minnir það orðalag óneitanlega á orð við- höfð um annað og meira, aðra og meiri pretti viðhafða i annarri og meiri heimsálfu af öðrum og meiri mönnum. —úþ Rætt um veitingu aðstoðarskólastjóraembættis við Fjölbrautarskólann í Breiðholti Osmekkleg framkoma Alfreös Þorsteinssonar A siðasta borgarstjórnarfundi, þeim fyrsta eftir sumarleyfi urðu langar og eftir þvi sem á leið ómerkilegar umræður um veit- ingu aðstoðars kólastjóra- embættis við Fjöibrautarskólann i Breiðholti. Gekk þar heist i hlut- verki lágkúrunnar annar borgar- fulltrúi Framsóknarflokksins, Alfreð Þorsteinsson. Formaður fræðsluráðs borgar- innar Ragnar Júliusson hóf þess- ar umræður með þvi að benda á að veitingu menntamálaráöherra til þessa embættis hefðu fulltrúar allra stjórnmálaflokka fordæmt nema fulltrúar Framsóknar- flokksins, en eins og lesurum er kunnugt veitti ráðherrann em- bætti þetta gegn vilja meirihluta fræðsluráðs borgarinnar. í fræðsluráði hafði sá er stööuna hlaut með veitingu ráðherrans hlotið eitt atkvæði, en sá er hafn- að var hlaut 5 atkvæði. Taldi for- maðurinn embættaveitingu þessa „ögrandi ráðstöfun” af hálfu ráð- herrans i garð kjörinna fulltrúa borgarinnar. Kristján Benediktsson (B) varði gerðir ráðherrans af flokks- hollustu, og benti m.a. á það, að fræðslustjórinn i Rvik hefði valið þann sem stöðuna hlaut sem um- sækjanda númer eitt, en þann sem flest atkvæði hlaut i fræðslu- ráði númer tvö. Sagðist hann ekki siður taka mark á umsögn fræðslustjórans svo og skóla- stjóra Fjölbrautarskólans, sem hafði gefið sams konar umsögn og fræðslustjórinn. Sagðist Kristján vilja lita á þessa deilu sem valda- baráttu milli fræðslustjórans og form. fræðsluráðs, sem hann sagði að væri á allra vitorði að hefði komið miður vel saman. Að þessu loknu hófst lágkúruleg umræða um veitingu þessa. Reið þar á vaðið, sem oft áður þeg- Alfreð Þorsteinsson, ógeðfelldur málflutningur. ar lágkúran er annars veg- ar, borgarfulltrúi Fram- sóknarflokksins, Alfreð Þor- steinsson. Hóf hann ræðu sina með þvi að snúa út úr ummælum Þeir sem slysast til að lesa Timann endrum og sinnum hafa hallast að þeirri skoðun að staf- irnir JG við greinar þar merki að Jónas Guðmundsson, stýri- maður, rithöfundur og listmálari hafi skrifað þær. En þeir, sem sitja i borgar- stjórn Reykjavikur og lita i Timann sér til leiðinda eru farnir að velta þvi fyrir sér hvort JG þýði ekki eitthvað allt annað. Astæðan er sú, að Jónas hefur setið all marga borgarstjórnar- fundi siðasta vetur og þá merkt formanns fræðsluráðs og kastaði siðan fram spurningum nokkrum i framhaldi af útursnúningi sin- um. Eftir að formaður fræðslu- ráðs hafði leiðrétt villu fram- sóknarstráksins, stóð sá enn á fætur, neitaði að skilja leiðrétt- ingarnar og hóf að tiunda um- sóknir þess aðilans, sem flest at- kvæði hafði hlotið i fræðsluráði, hversu mörg atkvæði hann hefði hlotið til embætta við hverja um- sókn og lýsti þvi siðan yfir að slik- ur og þviumlikur maður gæti ekki búist við að hljóta náð fyrir aug- um ráðherra. Margir borgarfulltrúar urðu til þess að setja ofan i við Alfreð fyr- irþað sem þeir kölluðu ógeðfellda upptalningu, og þótt mönnum sem misnotkun ráðherra á valdi sinu hefði siður en svo komist i geðfeldara ljós við framgöngu þessa varnarliðsmanns hans i borgarstjórn. 1 umræðunum toku siðan þátt Björgvin Guðmundsson (A og SFV.), Albcrt Guðmundsson (D). Framhald á bls. 14. skrif sin JG. En hann hefur einnig sleppt þvi að sitja fund og fund, en samt sem áður koma jafnan greinar frá borgarstj.fundum merktar JG. Á fund borgarstjórnar sl. fimmtudag kom Jónas til að myr.da alls ekki. Samt sem áður eru greinar i laugardags-Tima frá þessum fundi merktar JG! Hann hefur hugmyndaflug i lagi, aðstoðarmaður Þórarins Timaritstjóra, hann Alfreð Þor- steinsson, borgarfulltrúi Fram- sóknarflokksins! -úþ. Hver er JG?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.