Þjóðviljinn - 12.10.1976, Side 9

Þjóðviljinn - 12.10.1976, Side 9
Þriðjudagur 12. október 1976 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 Norður i Skagafirði situr aldraður heiðursmaður, bænda- höfðingi og forystumaður sam- vinnustarfs heima i sinu héraði. Hann hefur lifað lengur en þessi öld og reynt umfangsmestu breytingar i sögu landsins. A bernskuárum hrærðist hann i kyrrstöðuþjóöfélagi fyrri tima. A manndómsárum baröist hann i forystusveit fyrir margvisleg- um félagslegum stórvirkjum, sá erfiðiö bera ávöxt og hreyfingu alþýðu til sveita veröa öflugasta framkvæmdaaðila héraðsins. A efri árum birtast honum straumar nýrrar tiðar, frásagn- ir af hvers konar glæfrum og braski, jafnvel úr herbúðum þeirrar hreyfingar sem honum hefur löngum verið kærust, samvinnuhreyfingarinnar á Is- landi. t Þjóðviljanum birtist einn þriðjudag siðla sumars almenn lýsing á þeim fjötrum sem her- mangið hefur steypt yfir óska- samtök islenskra bænda, félagsskapinn sem ætlað var að gerast ötulasti merkisberi efna- hagslegs sjálfstæðis og félags- legra yfirráða alþýöunnar yfir tækjum framleiðslunnar. Höfundur þriöjudagspistilsins rekur hvernig helmingaskipti við Ihaldið leiddu samvinnu- hreyf inguna og Framsóknar- flokkinn fyrstu skrefin á villu- götum hermangsins, hvernig keðja dótturfyrirtækja tengir þessa aðila við uppsprettu landssöludollarana, hvernig af- rakstur Regins og Esso streym- ir i sjóði þess félagsskapar sem i Frá aðalfundi Sambands islenskra samvinnufélaga 1974. Við miðborðið sitja meðal annarra þeir sem eru fulltrúar neytendahreyfingarinnar innan samvinnusamtakanna. Þrjár hreyfingar upphafi átti að gera landræka alla erlenda fésýsluaðila og ógnvalda sjálfstæöisins. Og bóndanum á Eyhildarholti i Skagafirði berast þessi skrif — litið dæmi um þær holskeflur sem nú steypast yfir flokkinn og fyrirtækin sem hann til þess hafði talið i hópi höfuðviga. Hinn aldraði öðlingur eirir ekki lengur, tekur sér penna i hönd og lætur Bæjarpóst þessa blaðs flytja höfundi pistilsins ærlega kveðju. A fyrsta degi siðasta mánaðar birti Þjóðvilj- inn bréf frá heiðursmanninum sem i hálfa öld hefur ávallt látið Timann flytja allan sinn boð- skap. Hann krefst nánari skýringa á þvi hvernig sam- vinnuhreyfingin og þá einkum kaupfélögin hafa flækst i fjötra hermangsins. Kjarni bréfsins felst i spurningu um hvaða kaupfélög hafi þegið Essogróða og þannig notiö ávaxtanna af herm angssamkrullinu við ihaldsöflin. Þungi spurningar- innar er áréttaður með þvi að tilgreina sérstaklega for- mennsku bréfritara i Kaupfé- lagi Skagfirðinga. Þegar einhver ágætasti full- trúi þeirrar kynslóöar sem hóf félagslegt framtak til vegs i is- lenskum sveitum ávarpar pistlahöfund svo kröftuglega, er ekki aöeins skylda aö veita hon- um svar, heldur er einnig nauð- synlegt að halda áfram aö út- skýra fyrir bestu hugsjóna- mönnum samvinnuhreyfingar- innar og drengilegustu liðs- kröftum Framsóknarflokksins i áratugi hvers konar náttmyrkur spilltrar f jármálastarfsemi hef- ur heltekiö hluta þeirrar hreyfingar sem islenskir félags- hyggjumenn hafa eflt sjálfum sér og þjóð sinni til halds og trausts. Og þegar hinn norð- lenski bændahöföingi Itrekar spurn sina i siðustu viku, þá boöar kurteisin að eigi skuli lengur beðið. Skiptingin örlög islenskrar samvinnu- hreyfingar hafa á siðustu ára- tugum markast mjög af skipt- ingu hennar i þrjá arma sem i reynd hafa myndað þrjár hreyfingar þótt formlega séð hafi allt verið tengt i eina heild. Elsti armurinn eru byggða- kaupfélögin sem eru fyrst og fremst samtök bænda. Þau hafa löngum verið öflugasta félags- lega baráttutæki ibúa lands- byggðarinnar. Annar armurinn eru neytendakaupfélögin sem einkum annast kjarabætur til handa verkalýð og öðrum laun- þegum með þvi að tryggja lágt vöruverð og hagstæð innkaup. Þessir tveir armar, byggöa- hreyfingin og neytenda- hreyfingin, i islensku sam- vinnustarfi, grundvallast á hug- sjónum jafnréttis og félags- hyggju og hafa með verkum sin- um gert þær hugsjónir að veru- leika. Þriöji armurinn er hins vegar aðskotadýr frá siðari tim um. Hann birtist i formi hlutafé- laga sem forkólfar Sambands- ins, forstjórarnir i Reykjavik, hafa stofnað með liðsinni ýmissa fjármálakónga úr röð- um ihaldsins. Burðarásar þessa arms eru Reginn og Oliufélagið, umboðsfyrirtæki Esso, sem eru meðal stræstu gróöaaðila á vettvangi hermangsins. Þessi armur efldist i kjölfar hernáms- ins og hann hefur oröiö sifellt öflugri peð hverjum rikis- stjórnartima helmingaskipta- flokkanna. Þessi armur starfar ekki samkvæmt lögmálum og hugsjónum samvinnustefnunn- ar. Hann er óskabarn hins versta úr viðskiptaháttum kapi- talismans. Braskhreyfing er hans rétta heiti. Sambúð þessara.arma innan vébanda samvinnuhreyfingar- innar gerist æ erfiðari með ári hverju og mengunaráhrifa braskarmsins er þegar farið að gæta innan hinna tveggja. Það er þvi eitt brýnasta verkefni allra baráttumanna raunveru- legrar félagshyggju og hrein- ræktaðrar samvinnustarfsemi að koma á bandalagi með byggðahreyfingunni og neyt- endahreyfingunni til að útrýma braskhreyfingunni af vettvangi islenskra samvinnumanna. Upphaf sliks bandalags kann að felast i nánari greiningu á hverjum hinna þriggja arma. Byggðahreyfingin A fyrri hluta þessarar aldar grundvallaðist sókn islenskra samvinnumanna fyrst og fremst á sigrum félagshyggj- unnar meðal ibúa hinna dreiföu byggða. Framleiðslan og verslunin voru tengd saman með heilsteyptu skipulagi. Fyrirtæki á félagslegum grunni urðu máttarstólpar héraðanna. Samvinnustarfið var meðal helstu varnaraðgeröa gegn si- felldri byggðaröskun. t öllum landshlutum eru merki þessar- ar baráttu. Þegar verslunin reyndist duga skammt voru færðar út kviarnar. Sláturhús, frystihús, fiskerkunarstöðvar, bátafloti og togarar bættust smátt og smátt i flokk þeirra framleiðslutækja sem rekin voru á grundvelli samvinnu- skipulags byggðahreyfingar- innar. Fjármagnið var form- lega i höndum fólksins sjálfs og fyrirtækin voru efld heima i héraöi en ekki flutt burtu þegar hart var i ári eins og viða vildi brenna við þar sem gróöaöfl einkaframtaksins réðu rikjum. Að visu reyndust einstök kaup- félög byggðahreyfingarinnar ekki eins lifandi vettvangur lýð- ræðislegrar ákvörðunartöku og æskilegt hefði verið. Stjórn- endurnir geröust of einráöir og samvirkjun félaganna hvarf i skuggann af sterku miö- stjórnarvaldi. Slikir vankantar breyta þó ekki þeirri grund- vallarstaðreynd að uppbygging byggðahreyfingarinnar felur i sér einhverja mestu fram- kvæmdasigra islenskrar félags- hyggju. Neytendahreyfingin Vöxtur þéttbýlisins á siðari áratugum hefur stuðlað mjög aö eflingu samvinnustarfs meðal verkalýðs og annarra launþega. Neytendur bæjanna hafa tekið höndum saman og háð kjara- baráttu sina á tvenns konar vett vangi. Annars vegar með starf- semi launþegahreyfinganna. Hins vegar með eflingu kaupfé- laga sem tryggja lægra vöru- verð og þar með verulegar kjarabætur Mesta félagsmanna aukning samvinnuhreyfingar- innar hefur undanfariö verið bundin við neytendakaupfélög- in. Þótt þetta samvinnustarf hafi viða náð góðum árangri hefur það á miklvægustu stöð- unum, Reykjavik og nágrenni, orðið að heyja harða baráttu við fjandsamleg stjórnvöld sem kappkostaö hafa að setja neyt- endahreyfingunni stólinn fyrir dyrnar. Ahrifum kaupmanna- valdsins hefur verið beitttil hins itrasta. Sömu ihaldsöflin og standa aö hermanginu með braskarmi Sambandsins kapp- kosta aö halda niðri hinni fé- lagslegu samvinnuhr. i þétt- býlisversluninni. Með slikri samfléttun hugsmuna i hlutafé- lögum ihalds og braskarmsins hefur tekist að koma Troju- hesti i herbúöir isienskra sam- vinnumanna. 1 staö þess að ein- beita sér að sameiginlegum verkefnum þurfa neytenda- hreyfingin og byggðahreyfingin að glima við vandamál sem koma með eflingu braskhreyf- ingarinnar. Braskhreyfingin Um og eftir 1950 fór þriðji armur samvinnuhreyfingarinn- ar að eflast. Skipulag þessarar starfsemi var hlutafélagaform- ið og var það valið af tvennum ástæðum. 1 fyrsta lagi til að auövelda samkrull með gróða- öflum einkaframtaksins sem einnig áttu hlut i þessum fyrir- tækjum. t öðru lagi til aö for- stjórasveit Sambandsins hefði öll tök i þessum armi og hinir óbreyttu félagsmenn komu þar hvergi nærri. Starfsemi hlutafé- laganna var aldrei til umræðu á aðalfundi Sambandsins, hinir kjörnu fulltrúar félagsmann- anna höfðu engan aðgang að þessari nýju starfsemi. Starfs- hættir kapitalismans og lögmál gróðahyggjunnar höfðu haldiö innreið sina i herbúðir islenskra samvinnumanna. Samkrulliö með ihaldsöflun- um og afnám samvinnuforms- ins eru aðeins tvö af einkennum braskhreyfingarinnar. Hið þriðja er að burðarásar hennar eru hlutafélög sern aðallega hafa hagnast á hermangi. Reginn og Oliufélagið eru mátt- arstólpar braskhreyfingarinn- ar. Reginn hefur skapað Sam- bandinu mikinn gróða af fram- kvæmdum i þágu hersins. A sið- asta ári nam þessi hreini ágóða- hlutur rúmum 12 millj. kr. og er það mun meira en sá hagnaður sem fjöldi byggðakaupfélaga hefur skilað. Þetta fé rann að veruiegum 'hluta til Sambands- ins. Einnig var Reginn nýlega notaður til að kaupa 10 milj. kr. hlutabréf i Arnarflugi h.f. og er það enn eitt dæmið um nýjan samkrullsvettvang með gróða- öflum einkaframtaksins. Starfsemi Oliufélagsins á vett- vangi hernámsviðskiptanna er löngu kunn og má lesa hluta þeirra sögu i dómum Hæstarétt- ar. Skipulag Oliufélagsins var snibuglega úthugsað bragð til aö flækja byggðaarm samvinnu- starfsins i net braskhreyfingar- innar. Auk hlutafjár Sambands- ins var Oliufélagið grundvallaö á hlutafé fjölmargra byggða- kaupfélaga, t.d. KEA og KA svo að tvö hin stærstu séu nefnd, og framlagi frá ihaldsöflunum og var Hvalur h.f. (félag Sveins Benediktssonar o.fl.) og önnur útgerðarfyrirtæki þar fremst i flokki. Þessi hlutafjáreign kaupfélaganna i Oliufélaginu hefur skilaö þeim allháum upp- hæðum á siðustu áratugum og þannig veitt þeim hlutdeild i á- vöxtum hermangsins. Hlutur byggðahreyfingarinnar i her- námsviðskiptunum er þó, sem betur fer, greinilega minnstur en nægir samt til að menga hana af spillingu braskhreyf- ingarinnar. Hreinsun Þegar hinn aldni frumherji byggöahreyfingarinnar, bænda- höfðinginn i Skagafirði, hefur fengiö svar við spurningunni um hvernig kaupfélögin tengjast gróðanum af hermanginu, er vonandi að hann beiti áhrifum sinum meðal samvinnumanna i Skagafiröi til að koma á banda- lagi byggðahreyfingarinnar og neytendahreyfingarinnar gegn braskhreyfingunni. Hlutafé- lagakeðja braskarmsins i is- lenskri samvinnuhreyfingu er helsti mengunarvaldurinn i gróðurreit félagshyggjunnar. Reginn, Oliufélagið og aðrir angar braskarmsins hafa leitt lögmál kapitalismans og gróöa- hyggjunnar til mikilla valda i höfuðvigi samvinnuhreyfingar- innar og stjónunarstaða for- stjóranna, sem m.a. er grund- völluö á yfirráðum þeirra i braskhreyfingunni, hefur gert lifandi lýðræðishreyfingu að miðstýrðu skrifstofuveldi. 1 stað hins félagslega valds fólksins er komin drottnun gróbafikinna forstjóra. Það er brýnasta verk- efni islenskra samvinnumanna að hreinsa braskarminn alger- lega burtu. Til þess verða byggöahreyfingin og neytenda- hreyfingin aö taka höndum saman. —A.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.