Þjóðviljinn - 12.10.1976, Síða 13

Þjóðviljinn - 12.10.1976, Síða 13
Þriðjudagur 12. október 1976 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13 Starfsfólk og eigandi Innréttingabúðarinnar i nýju versluninni að Grensasvegi 11 Innréttingabúðin flytur í að Grensásvegi 13 húsnæði Innréttingabúðin, sem er sér- verslun með gólfteppi, hefir nú flutt starfsemi slna I nýtt húsnæði að Grensásvegi 13, á horni Miklu- brautar og Grensásvegar. Síðastliðin 9 ár hefur verslunin verið til húsa að Grensásvegi 3. Hin nýja verslun er sennilega stærsta sérverslun landsins með gólfteppi. Þar má velja á milli rúmlega 70 mismunandi gerða og lita i gólfteppum af breiðum rúllum, sem sýndar eru á raf- knúnum sýningarstöndum og dregnar fram á gólfið ef óskað er. Auk gólfteppa af breiðum rúllum býður Innréttingabúðin alls konar gólfteppi af annarri gerð. Má þar nefna stök teppi með austurlensku munstri, sem sýnd eru i sérstakri rennibraut, er auðveldar sýningu á þeim. Ennfremur verða á boðstólum stök rýjateppi og rýjamottur, bráðfallegir dreglar á stiga og ganga, kókosrenningar og kókos- mottur af mörgum gerðum, gúmmimottur, plastrenningar til hlifðar gólfteppum. Einng býður Innréttingabúðin teppahreinsara og teppasópa frá skosku fyrir- tæki, SABCO. Vanir teppa- lagningamenn annast ásetningu gólfteppa frá versluninni. Hin nýja bygging Innréttinga^ búðarinnar fellur vel inni umhverfið. Hluti hinna rúmgóðu malbikuðu bilastæða er hitaður upp með heitu vatni til að hindra is- og snjómyndun að vetrarlagi. Aðgangur allur að versluninni er auðveldur. Arkitekt að húsinu er Aðal- steinn Richter. Innréttingabúðin mun hafa rekstur sinn á tveimur grunnhæðum hússins en efri hæðirnar tvær eru fyrir skrif- stofur og þjónustufyrirtæki. Bygging þessa mikla húss tók aðeins 15 mánuði. Forstjóri Innréttinga- búðarinnar er Viðir Finnbogason en framkvæmdastjóri Jón H. Karlsson. 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnirkl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Hólmfriður Gunnars- dóttir heldur áfram lestri þýðingar sinnar á sögunni „Herra Zippó og þjófótti skjórinn” e'ft'ir 'NVls-Oiof Franzén (8). Tilkynningar kl. 9.30. Þingfréttir kl. 9.45. Létt lög milli atriða. Tónlist eftir Pál tsólfssonkl. 10.25: Ragnar Björnsson leikur á orgel Dómkirkjunnar i Reykjavik Passacagliu i f- moll/ Sinfóniuhljómsveit Is- lands leikur tónlist við leik- ritið ,,Gullna hliðið”, Páll P. Pálsson stj. Morguntón- leikar kl. 11.00: Enska kammersveitin leikur Sere- nöðu nr. 7 i D-dúr (K250), ,,Haffner”-serenöðuna, eft- ir Mozart, Pinchas Zuker- man stjórnar og leikur ein- leik. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Grænn varstu, dalur” eftir Richard Llewellyn Ólafur Jóh. Sigurðsson Islenskaði. Ósk ar Halldórsson les (23). 15.00 Miðdegistónleikar John Wilbraham og St. Martin-in- the-Fields hljómsveitin leika Trompetkonsert i Es- dúr eftir Haydn, Neville Marriner stjórnar. Nicolai Gedda syngur söngva eftir Beethoven, Jan Eyron leik- ur á pianó. Michael Ponti og Sinfóniuhljómsveitin i Westphalen leika Pianókon- sert i f-moll op. 5 eftir Sigis- mund Thalberg, Richard Knapp stjórnar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popphorn 17.30 Sagan: „Sautjánda sum- ar Patricks” eftir K.M. PeytonSilja Aðalsteinsdótt- ir les þýðingu sina (12). 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Fimm dagar i Geilo Gunnvör Braga segir frá nýloknu þingi norrænna barna- og unglingabókahöf- unda, — siðara erindi. 20.00 Lög unga fólksins Asta R. JóhannesdóHir/ kynnir. 21.00 „Golgatá”, sWásaga eft- ir Sigurð N. Brynjólfsson Höfundur les. 21.30 Sónata fyrir horn og pianó eftir Franz Danzi Barry Tuckwell og Vladimir Ashkenazy leika. 21.50 Ljóð eftir Svein Berg- sveinsson Höfundur les. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Kvöldsag- an: Ævisaga Sigurðar Ingjaldssonar frá Bala- skarði Indriði G. Þorsteins- son rithöfundur les (21). 22.40 Harmonikulög Erik Frank leikur 23.00 A hljóðbergiFjögur fræg atriði úr Pétri Gaut eftir Henrik Ibsen. Leikarar við Nationaltheatret i Osló flytja, — Tore Segelcke, Al- fred Maurstad og Eva Prytz. 23.35 Fréttir. Dagskrárlok. 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 McCLoud Bandariskur sakamálamyndaflokkur. Kúreki I Paradis Þýðandi Kristmann Eiðsson. 22.10 Utan úr heimiÞáttur um erlend málefni ofarlega á baugi. Umsjónarmaður Jón Hákon Magnússon. 22.40 Dagskrárlok Kveðja frá Knattspyrnufélaginu Vikingi Þorbjörn Þórðarson Þorbjörns Þórðarsonar verður sannarlega lengi saknað af okkur Vlkingum. Hann sótti „völlinn” og leiki félagsins svo lengi sem heilsan leyfði og jafnvel lengur en fært var hin seinni árin. Hann gerðist mjög ungur félagi i Viking lék þar i öllum andurs- flokkum og á leikvelli lék hann flestar þær stöður i sókn og vörn, sem þar er mögulegt að leika. Hann naut þesá að leika knattspyrnu og hafði hina mestu ánægju af uppbyggingu og leik hennar, var sjálfur fljótur og kappsfullur en ætið drengilegur og góður leikmaður. Þorbjörn átti lengi sæti I stjðrn félagsins og var eitt ár formaður þess.Hannstarfaði þar auk þess i ótal ráðum og nefndum, sem nauðsynlegt er i hverju sliku fé- lagi. Hann slitnaði raunar aldrei úr tengslum við félagið, eins og þó alltof algengt er, þegar menn hætta iþróttaiðkunum sjálfir og ný áhugamál skjóta upp koll- inum. Seinni árin tók hann þátt i störfum fulltrúaráðs félagsins en fyrir nokkrum árum var hann sæmdur gullmerki félagsins fyrir sin frábæru störf i þágu Víkings. 1 lifsstarfi sinu sem málari var Þorbjörn hinn mesti snillingur og nutum við Vikingar þess, er hann teiknaði og hannaði félagsmerki okkar, sem að allra mati er bæði stllhreint og fallegt. Þess má þá einnig minnast að eitt seinasta verk er hann vann fyrir félag sitt var að mála félagsmerkiö stórt og myndarlegt til notkunar og prýðis I Skiðaskála Vikings. Vikingar munu jafnan minnast þess hve Þorbirni var annt um fé- lagið og hann bar hag þess og gengi ætið vel fyrir brjósti. Við blessum minningu Þorbjarnar Þórðarsonar og öll hans störf fyrir Viking eru geymd en ekki gleymd af ungum sem öldnum. Við sendum eftirlifandi maka hans frú Charlottu og vensla- mönnum öllum okkar innilegustu samúðar- og saknaðarkveðjur. Mikið úrval bóka Marx, Engels, Lenin, tækni, vísindabæk- ur, skáidsögur, listaverkabækur, éinnig nótur og hljómpiötur frá Sovétrikjunum, Tékkóslóvakiu, Póllandi og Ungverja- landi. ERLEND TÍMARIT Hverfisgötu 50 v/Vatnsstig, 2. hæö. Simi 28035. NV Verslunarmannafélag Suðurnesja Stjórn og trúnaðarmannaráð félagsins hefur ákveðið að viðhafa allherjar atkvæðagreiðslu um kjör aðalf ulltrúa félags- ins og 5 til vara á 33. þing ASI sem haldið verður í Reykjavik dagana 29. nóv. til 3. des. n.k. Framboðslistum sé skilað til formanns kjörstjórnar Sigurðar Sturlusonar, Faxabraut41, D, Kef lavík eigi síðar en mánudaginn 18. okt. n.k. V. Verslunarmannafélag Suðurnesja Bifreiðasmiðir Réttingarmenn Okkur vantar menn i nýsmiði bifreiða og réttingar . Uppl. i sima 44221. Bifreiðasmiðja Sigurbjörns Bjarnasonar Vesturvör 24, Kópavogi. VINNINGUR i merkjahappdrætti berklavarnadags 1976 kom á númer 1465 S.I.B.S. Blikkiðjan Garðahreppi Önnumst þakrennusmíði og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmíði. Gerum föst verðtilboð. SÍMI 53468

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.