Þjóðviljinn - 14.10.1976, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 14.10.1976, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 14. október 1976 Skrifið eða hringið. Sími: 17500 Ádrepa úr Mývatnssveit Garði við Mývatn, 3/10 1976. 1 Þjóðviljanum, dagsettum 30. sept. sl. , rakst ég á klausu, sem vakti athygli mina og varð til þess, að mig langar til að koma hér nokkrum athuga- semdum á framfæri. 1 klausu þessari var sagt frá nýrri „bók” eftir Dag Sigurðar- son. (Þvi miður kann ég ekkert betra orð en ,,bók” yfir umrætt verk, þótt slíkt orö sé vafalaust til á einhverju finu máli). Þaö, sem einkum vakti athygli mina i umræddri grein, var lýsingin á listaverkinu. Það er, að sögn 23 cm. á lengd og 4,5 sm. á breidd og þvi stysta „verk” höfundar til þessa. Óskandi væri aö sú þróun listsköpunar Dags héldi áfram, svo fljótlega yrði von i að umfang listaverka hans færi ekki yfir 0,0 sm á nokkurn veg. Tveggja nafna var getiö á „verkinu”, „Fagurskinna” eða „meövituð andarteppa”, og ku upplagið vera geymt I vösum höfundarins, „þar sem hann stikar yfir islenska jörö”, eins og stendur svo glæsilega orðað i klausunni. Ennfremur var þarna getið annars andlegs af- kvæmis þessa merka manns, sem heitir „Meðvituð breikkun á raskati” og er liklega heldur breiöara en þetta nýja Verk, eftir nafninu að dæma. Raskat trúi ég muni þýða rassgat, enda ekki óliklegt, þar sem staður sá virðist vera hinsta skjól stein- geldra listamanna, eftir þvi að dæma, hve fast þeir halda sig við þann stað i alls kyns list- sköpun, og vilja ekki þaðan víkja séu þeir eitt sinn þangaö komnir. Annars var ekki aðalatriöið að ræða um fiflalæti Dags Sigurðarsonar, — þau eru flest- um kunn, sem orðið hafa á vegi hans, þar sem hann stikar yfir islenska jörð með hvita druslu fyrir ásjónunni, og býður sam- borgurum upp á nýjustu viðburði i raskatslist. Ég læt félagsfræðingum og öðrum slikum eftir að skilgreina slikt uppátæki, sem raunar eru ekki svo fágæt meðal ungs fólks úr Dags stétt. Frá- Mývatni. Erindi mitt var einkum það, að spyrja á hvern hátt málgagni alþýðunnar, (sósialisma, verkalýðshreyfingar og þjóð- frelsis) sé hagur i þvi að eyða plássi og fyrhöfn i að birta annað eins og það, sem þarna var birt. Er „list” þessa manns á einhvern hátt i þágu t.d. sósialisma eða verkalýös? Er verkalýðurinn álitinn svo and- lega geldur, að hann geti fundið til einhverar samkenndar með svona trúðslátum? Ef þaö er álit forráðamanna Þjóöviljans, þá er þeim eins gott að setja annan haus á blaðið. Það eina, sem venjulegt alþýðufólk finnur til, gagnvart þessari tegund „listar”, er innileg fyrirlitning á þeim veslings mönnum, sem selt hafa þá hæfileika, er þeir e.t.v. höfðu á sölutorgi kapi- talismans, og spila þar trúðs- hlutverkið, sem húsbændurnir vilja sjá og heyra. Vilji Þjóðviljinn kalla sig málgagn alþýðu á einhvern hátt, bæri honum fremur að eyða blaðrými slnu I eitthvaö annað og þarfara en að útmála kapitaliskan sora,— af nógu er að taka, sem kemur alþýðu þessa lands, meira viö en svona lagað. Reiknið bara út hve margar linur úr t.d. Rauða kverinu kæmust fyrir i plássinu, sem fór undir Dag. Stefanla Þorgrimsdóttir, (venjuleg húsmóðir) Frá nyrstu byggðum á Ströndum Sauöfjárslátrun er nú langt komið hér hjá okkur. Ég býst við að við Ijúkum henni i þessari viku, sagði Gunnsteinn Gislason, kaupfélagsstjóri i Norðurfirði á Ströndum, er blaðið ræddi við hann s.l. þriðjudag. Við byrjuðum að slátra 22.- sept. Dilkar reynast nokkuð vel. Ég veit að visu ekki ennþá um meðalvigt á þeim i haust en ég held, að vigtin komi til meö að verða svipuð og i fyrra, a.m.k. hef ég ekki trú á að þaö muni miklu. Hún var 17.2 kg. i fyrra og er þá að sjálfsögðu átt við meðalvigt. Ég held, aö þetta verði að teljast allgóð vigt þegar þess er gætt að mikill meirihluti af þessum dilkum eru tvilembingar. Flokkunin á kjötinu er llka góð. Það á að heita allt 1. ti. kjöt. Þaö heyrir til undantekninga ef skrokkur fer i annan flokk og það er þá gjarnan fyrir einhvern áverka, mar eða þvi um likt Ég býst við að við slátrum svona 3500 kindum I haust. Þetta er nú aðeins fé úr einum hreppi, Árneshreppi, eða frá Djúpuvik og noröur til Ingólfsfjarðar. Við erum hér eingöngu með sauöfé. Kýr eru bara svona til heimilis- þarfa. Bændur hafa hinsvegar nokkurn stuðning af sjófangi, sérstaklega er það grásleppu- veiðin og hún er raunar eina sjávargagnið en um hana munar lika talsvert. Grásleppu- veiðin var nú samt engan veginn með besta móti i vor en hún er samt mjög mikil búbót. Kaupfél. sér um sölu á töluvert miklu af g'rásleppu- hrognum en ýmsir selja samt „privat”-mönnum. Ég held að við höfum fengið eitthvað um 300 tunnur til sölu i vor en svo er liklega nærri annaö eins, sem selt er meö öðrum hætti. Svo er það náttúrlega rekinn. Það rak nú að visu ekki mikið i vetur en það eru margir, sem áttu viö frá þessum betri rekaárum. Það hefur nú verið eitthvaö dræmara með markað fyrir rekaviðinn I sumar en stundum áður en hann selst nú samt alltaf. Meirihlutinn af viðnum er rifinn niður i girðingarstaura en svo nota menn hann lika i byggingar fyrir sjálfa sig. Nú, varp er hér lfka á nokkrum bæjum. Það er i Arnesi og i Ófeigsfirði er mikið varp og svo á Dröngum og Drangavik en þeir bæir eru nú eiginlega báðir i eyði. Rekinn þar er hinsvegar nytjaður af þeim, sem eiga jarðirnar. Þeir koma heim og nytja hlunnindin. Svo hefur verið mjög mikið um byggingaframkvæmdir hér i hreppnum i sumar. Það er búið að byggja mikiö af svo- nefndum flatgryfjum, til votheysverkunar. Menn eru hér með mikla votheysverkun og hafa þá notað geymslur meö eldra sniði, gryfjur og turna en menn byggja yfirleitt flat- gryfjur búna. Það mun vera búið að byggja hér I sumar 9 eða 10 flatgryfjur. Verið er að byggja fjárhús i Bæ, sem meiningin er að reyna að ljúka við i haust og einnig er verið að byggja fjárhús i Litlu-Avik. Þá var fjárhúsbyggingu lokið á Felli i vor. Ibúðarhúsabygging- ar eru hinsvegar hér engar nú. Steinhús eru á flestum bæjum en þau eru yfirleitt orðin nokkuö gömul og þvi ekki sem hentug- ust, miðað við nútimakröfur. Margir kvarta undan tiðar- farinu i sumar en ég vil nú segja, að hér norður frá hafi verið frekar góð tið. Það voru hreint ekki mikil úrfelli. Að visu var enginn heyþurrkur töluvert langan tlma, skúraveður en ekki mikil úrkoma. Það var eiginlega vinnuveður upp á hvern dag og þessir óþurrkar hömluðu þeim ekkert, sem Drangaskörð heyja i votheysgeymslur. Veðrið var mun verra sunnar á Ströndunum. Þaö er þurrkur hér noröurfrá i suðvestan- áttinni. Nú og siðan I ágúst hefur veriö alveg með eindæmum góö tiö. Það lá við, að þurrkar væru orðnir of miklir hér I haust, vár að byrja að bera á vatnsskorti. Hinsvegar hefur verið hér dálitil úrkoma upp á siðkastiö svo að úr vatns- skortinum hefur nú greiðst. Samgöngur eru hér góöar yfir sumarmánuðina. Það má heita, að vegur sé kominn á hvern bæ en þeir vilja nú teppast yfir veturinn. Reynt er samt að halda þeim opnum að vetrinum, ef ekki eru þvi meiri snjóalög.l sumar var lagöur vegur i Ófeigsfirði. Menn fara núorðið litið á milli bæja sjóleiðis. Það hefur minnkað mikið. Og ekki má gleyma þvi, aö við höfum hér orðið flugferðir. Það er flogið til Gjögurs tvisvar I viku og að þvi er feykimikil samgöngubót. Flugfélagiö Vængir annast þessa þjónustu. Hún má með engu móti falla niður. Þetta hafa verið góðir flugmenn og flugið hefur gengið áfallalaust hjá þeim. Nefna má og, að verið er að rannsaka Hvalsá og Rjúkandi, með virkjunarmöguleika i huga. Þessar ár koma sin úr hverri áttinni en sameinast svo og falla I einu lagi niður i Ofeigsfjörð. Þær þykja álitleg- ar til virkjunar. Það var sett niður mælistöð við þær I sumar en annars eru athuganir búnar að fara þarna fram i tvö ár. Hvort nokkurntima verður virkjað þarna eða ekki, það skal ég ekki segja um en að þvi er nú samt verið að huga. Við höfum ekki rafmagn frá samveitu en hinsvegar eru hér heimilis- rafstöðvar. Verið er nú að vinna að linulagningu frá Hólmavik og hérnorður hreppinn. Búið er að setja niður staura hér um alla sveitina og ég held, aö þaö eigi nú að fara að strengja virinn á þá, svo við vonumst nú til þess aö fara aö fá glætu. Fyrirhugað var aö þessu verki yrði lokið i haust en ég er nú hálf hræddur um að það takist ekki úr þessu. Allt virðist þetta hinsvegar vera á góðri leiö og við erum ánægð meö það. Og nú verður þess ekki lengur vart að fólk hyggi á brottför héðan. Það er miklu heldur á hinn veginn. Ungt fólk héðan úr byggðarlaginu er t.d. að hefja búskap á tveimur býlum hér núna, sem komin voru I eyði. —-mhg Umsjón: Magnús H. Gíslason

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.