Þjóðviljinn - 14.10.1976, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 14.10.1976, Blaðsíða 3
Fímmtudagur 14. október 1976 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 Sjang Sjún-sjiaó, varaforsætis- Húa Kúó-feng, hinn nýskipaöi eftirmaöur Maós sem formaöur ráðherra, af mörgum talinn mesti Kommúnistaflokks Kína, heilsar Schlesinger, fyrrum varnarmála- áhrifamaður Sjanghai-hópsins, ráðherra Bandarikjanna, er sá siöarnefndi kom til Peking fyrir sem nú kvað vera i varðhaldi skömmu. ásamt þremur öðrum forustu- rnönnum þess hóps. Líkur á sannleiks- gildi handtökufrétta PEKING, PARIS 13/10 Reuter — Erlendir fréttamenn i Peking reyndu i dag að fá keyptar myndir af Sjiang Sjing, ekkju Maós og þeim þremur öðrum forustumönnum svokallaðs Sjanghai-hóps, sem orðrómur hermir að hnepptir hafi verið i varðhald. Var fréttamönnunum tilkynnthjá fréttastofunni Nyja- Kina að engar myndir af þeim fjórmenningum væru 'til og þyk- irþað benda til þess að orðróm- urinn um handtökurnar hafi við rök að styðjast. Galdramál Polanskis LUNDCNUM 13/10 Reuter — Sunnudagsblaðið News of the World og kona að nafni Maxine Sanders hafa játað að hafa logið upp frásögn um að Sharon Tate leikkona, sem Manson og kumpánarhans myrtu, og jafnvel eiginmaður hennar, Roman Polanski kvikmyndahöfundur, hafi iðkað galdra og gerninga. Polanski hafði höfðað mál út af þessu, að hann sagði til hreinsa mannorð hinnar látnu eiginkonu sinnarog sjálfs sins. Umrættblað og frú Sanders féllust á að borga málskostnað Polanskis og eru þá málsaðilar sáttir að kalla. Maxine Sanders er gift manni, sem mjög er oröaður við fjöl- kynngi, enda kallaður „norna- konungurinn.” Nýr herráðs- foringi Var- sjárbandalags MOSKVU 12/10 Reuter — Anatoli Gribkof yfirhershöfðingi,57 ára gamall skriðdrekasérfræöingur, hefur verið skipaöur herráðsfor- ingi Varsjárbandalagsins, að þvi er Tass-fréttastofan sovéska til- kynnti i dag. Tekur Gribkof við af Sergei Sjtemenkó hershöfðingja, sem lést i april. Starf herráðsfor- ingjans felst 1 þvi að hann stjórnar hversdagslegum rekstri herja Varsjárbandalagsins og samræmingu athafna þeirra. Gribkof veröur einnig fyrsti stað- gengill yfirhershöfðingja banda- lagsins, Ivans Jakúbovskis marskálks. Að visu flækir það málið eitt- hvað fyrir fréttamönnum að þeim var sagt að yfirhöfuð væru engar myndir til i bráðina af neinum kinverskum forustu- manni, utan hinum nýja for- mánni, Húa Kúó-feng. Erlend blöð hafa haldið þvi fram að um þrjátiu manns hafi verið hand- teknir i viðbót, en opinberir talsmenn kinverskir vildu aðspurðir ekkert um það mál segja. Vestrænir sendiráðs- menn og aðrir heimildarmenn i Peking sögöu I dag að þeir hefðu ekkert þaö heyrt, sem benti til þess að hér væri rétt með fariö. Rólegt er i Peking og enga ólgu að sjá, engar fréttir hafa borist um viðbrögö frá Sjanghai, sem er talin öflugasta vigi róttækari arms kommúnistaflokksins. Sjiaó Kúan-húa, utanríkisráð- herra Kina, sem er staddur i Paris á heimleið frá allsherjar- þingi Sameinuðu þjóðanna I New York, vildi i dag ekkert segja um það hvort handtöku- fréttirnar væru sannar eður ei . Hann sagði að allt væri i góðu lagi i stjórnmálunum I Kina, en útskýrði þau ummæli ekki frek- ar. Sjiaó gaf hinsvegar hiklaust i skyn, að ekki þyrfti i bráðina að búast við sáttum Kina og Sovétrikjanna. Parisarblaðið LeMonde sagði i dag að handtökufréttimar, ef sannar reyndust, væru vottur um alvarlegustu kreppu i stjórnmálum, sem orðið hefði i Kina allt frá þvi að kommúnist- ar komust þar til valda 1949. Blaðið spáir þvi að þráttfyrir handtökurnar sé liklegt að Húa Kúó-feng eigi enn eftir að mæta andstöðu, bæði frá hægri og vinstri. Séra Sithole ekki boðið SALISBURY, LUSAKA 13/10 Reuter — Joshua Nkomo, leiðtogi hluta af Afriska þjóðþingsflokkn- um (ANC) i Ródesiu, hefur útnefnt sendinefnd samtaka þeirra er hann stjórnar á ráð- stefnuna um Ródesiumál i Genf, og er hann sá fyrsti af leiötogum blökkumanna i Ródesiu er það gerir. Breska stjórnin, sem stendur fyrir ráðstefnunni, hefur einnig boðið á hana tveimur öðr- um af helstu leiðtogum ródesiskra blökkumanna, skæru- liöaleiðtoganum Robert Mugabe og Abel Muzorewa biskupi, en ekki séra Ndabaningi Sithole, sem sjálfur heldur þvi fram að hann sé forseti Afriska þjóöar- sambandsins fyrir Zimbabwe (ZANU), en Mugabe, sem er framkvæmdastjóri þeirra sam- taka, véfengir þá fullyrðingu. Sithole hefur lýst þvi yfir aö ekki sé hægt að sniðganga hann i baráttunni fyrir meirihlutastjórn blökkumanna, og sagt er að Julius Nyerere, forseti Tansaniu, hafi hvatt bresku stjórnina til að bjóða honum lika til að greiða fyrir lausn málanna. — Eins og sakir standa hafa bretar boðið þremur sendinefndum ródesiu- manna á ráöstefnuna, bandalagi samtaka þeirra Mugabes og Nkomos, samtökum Muzorewa biskups og Smith-stjórninni. Stjórnmálasamband r Islands og Páfagarðs PAFAGARÐI 12/10 Fréttastofan Reuter skýrir svo frá í dag aö Páfagarður hafi tekið upp stjórnmálasamband við Island. Hefur Páll páfi útnefnt Joseph Zabkar erkibiskup, postullegan fulltrúa (nuncio) Vatikansins á Norðurlöndum, til að gegna þvi embætti einnig fyrir tsland. Er trúlegt að þetta sé I fyrsta sinn að eðlilegt stjórn málasamband kemst á milli Islands og Páfagarðs, frá þvi að Jón Arason var leiddur út. Þjóöviljinn 40 ára 31. október Við reisum nýtt Þjóðviljahús Fjársöfnun vegna ÞjóðviIjahússins nýja stendur yfir. Tekið er við framlögum á skrif- stofu framkvæmdastjóra Þjóðviljans, Skóla- vörðustíg 19, og skrifstofu miðstjórnar Alþýðubandalagsins að Grettisgötu 3. Bygging Þjóðviljahússins nýja er á lokastigi. Með samstilltu lokaátaki tryggjum við blaðinu nýtt húsnæði, og bætta starfsaðstöðu á þessum tímamótum. ^ Minnumst baráttu liðinna ára — Framtíðin þarf á Þjóðviljanum að halda 31. okt. 1 Q7fi ^ lllu'*- 1/ O 1936197C. Icfel D2 Ráðstefna um starfsemi sjálfstætt starfandi háskólamanna verður haldin á vegum Bandalags há- skólamanna dagana 15. og 16. október n.k. að Hótel Loftleiðum og hefst hún kl. 14.00 föstudaginn 15. október. Fjallað verður um: 1. Samkeppni hins opinbera og sjálfstætt starfandi háskólamanna. 2. Eftirmenntun. 3. Tryggingaþörf sjálfstætt starfandi há- skólamanna. 4. Gjaldskrármál. Ráðstefnan er öllum opin meðan húsrúm leyfir. Ráðstefnugjald er kr. 2.500,- (matur og kaffi innifalið) Nánari upplýsingar á skrifstofu BHM, Hverfisgötu 26, s. 21173. Blikkiðjan Ásgarði 7, Garðahreppi Önnumst þakrennusmíði og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmíði. Gerum föst verðtilboð. SIMI 53468 Byggingaeftirlit Byggingadeild borgarverkfræðings óskar eftir að ráða 1-2 byggingaeftirlitsmenn. Til greina kemur að ráða tæknifræðing, byggingafræðing eða verkfræðing i aðra stöðuna. Umsóknir sendist deildinni, Skúlatúni 2 fyrir 21. okt. n.k.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.