Þjóðviljinn - 14.10.1976, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 14.10.1976, Blaðsíða 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 14. október 1976 Markús B. Þorgeirsson, skipstjóri: r I yfirheyrslu hj a bandaríska sendiráðinu Sumarið 1974 var ég skráður skipverji á Fjallfoss eitt af skip- um Eimskipafélags tslands. 1 septembermánuði þaö ár áttum við að sigla til Bandarikjanna. Nokkrum dögum áður en lagt var upp i siglinguna var okkur öllum skipsmönnum á Fjallfoss sem ekki höfðum áður sigltá Banda- rikin fengið i hendur sérstakt eyöublað til útfyllingar. bað var loftskeytamaðurinn, sem hafði það verkefni að dreifa þessum pappirum. Þarna var um að ræða plögg frá bandariska sendiráðinu i Reykja- vik i sambandi við vegabréfs- áritun, Mac Carthy reglurnar, sem svo eru nefndar. Þarna er þess meöal annars krafist, að menn geri grein fyrir stjörnmálaskoðunum sinum, eins og ég mun rekja nánar hér á eftir. Min skoðun ersú, að með öllu sé ósæmilegt, að Eimskipafélag Is- lands taki að sér fyrir hönd bandariska sendiráðsins i Reykjavik að láta sjómenn út- fylla slik sóðaplögg. Það er hreint hneyksli og ekkert annað, að Eimskip skuli annast slika starfs- semi. „Af hverju slepptir þú þessu ekki”? sagði loftskeytamaðurinn á Fjallfoss við mig, þegar ég eins og aðrir fékk honum pappirana útfyllta, en þar stóð skýrum stöf- um að ég hefði verið i Kommún- istaflokknum og væri nú i Alþýðu- bandaiaginu. — „Af þvi aö Markús Þorgeirs- son er vanur að skýra satt og rétt frá staðreyndum”, svaraði ég. — ,,Þá verður þú að fara sjálfur meö þetta upp i sendiráð,” sagði þessi fulltrúi Eimskipafélagsins, og segir nú frá samskiptum min- um við sendiráöið. 6. september 1974, föstudag kl. 10 árdegis var ég mættur i :banda- riska sendiráðinu i Reykjavik til að ná i passaáritun til Bandarikj- anna. Miðvikudaginn 4. septem- ber kl. 10.15 sótti ég til rlkissak- sóknara sakarvottorö og fór þaðan upp i sendiráð Bandarikj- anna við Laufásveg, þvi nú skyldi Markús B. Þorgeirsson fara i sina fyrstu ferð til hinnar frjálsu bandarisku þjóðar, þar sem hið mikla lýðræði rikir ætið eins og á veisluborðum auðmannastéttar- innar á Islandi og vilja nú margir fá að deyja sem bandariskir skó- sveinar, jafnt æðri sem lægri, þrátt fyrir það að vera fæddir sem islendingar. Það sannast i dag á of mörgum islendingum, að málsháttur sá er hér verður færður i letur á þvi miður við allt of marga is- lendinga i dag: Af ljósum aurum verður margur api. Mac Carthy reglurnar i fullu gildi og Eimskip viðurkennir þær ennþá Þegar Fjallfoss skyldi halda til Bandarikjanna var mér fenginn eftirfarandi listi til útfyllingar. Listanum var útbýtt frá banda- riska sendiráðinu i Reykjavik og allir skipverjar sem ætla i fyrsta sinn á skipum Eimskip, ber að svara rétt og skilmerkilega áður en þeir fá vegabréfsáritun til „landsins helga”, ef svo mætti að orði komast. 1. Fullt nafn 2. önnur nöfn t.d. nafn konu fyr- ir giftingu. 3. Þjóðerni 4. Fæðingarstaður, borg, sýsla, land. 5. Fæðingardagur og ár. 6. Heimilisfang. 7. Símanúmer heima. 8. Vinnustaður 9. Simanúmen á vinnustað. 10. Starf eða staða 11. Kyn 12. Háralitur 13. Augnalitur. 14. Hæð. 15. Litarháttur, ljós, rauður o.s.frv. 16. Sér einkenni, sjáanleg ör o.s.frv. 17. Hjúskapur. Giftur, ógiftur, ekkja, ekkill, fráskilinn. 18. Tilgangur fararinnar til Bandarikjanna, skemmtiferð, viðskiptaerindi, heimsókn til vina og ættingja o.s.frv. 19. Aætlaður dvalartimi i Banda- rikjunum. 20. Aætlaður brottfarardagur frá Islandi. 21. Hver mun greiða fargjald GERIST EIGINN TÍSKU TEIKNARI 100 OfíVAlS FATAEFM/ Hltíma KJÖRGARÐI Markús B. Þorgeirsson yðar og annan kostnað, sjálfur, atvinnuveitandi, bróðir i Bandarikjunum o.s.frv. 22. Er maki yðar i Bandarikjun- um, já eða nei. 23. Erannað hvort foreldri yðar i Bandarikjunum? Já eða nei. 24. Hafið þér áður sótt um vega- bréfsáritun til Bandarikj- anna? Ef svo er, hvenær og hvar? 25. Takið fram hvort áritunin var útgefin, áritun synjaö, hætt við umsókn. 26. Haf ið þér nokkru sinni sótt um innflytjandaleyfi? Já eða Nei. 27. Hve lengi hafið þér búið á Is- landi? 28. Teljið upp lönd þau önnur en ísl. þar sem þér hafið búið i meira en eitt ár á undanförn- um 5 árum og þann tima sem þér hafið búið þar. Lönd, timabil. 19. Vegabréfið verður sótt. A að senda það. Heimilisfang. iO. Athugið vandlega: Bandarisk lög banna útgáfu ferðamanna- áritana til þeirra, sem hyggj- ast dvelja þar langdvölum. Sá sem kemur til Bandarikjanna með ferðam annaáritun, verður að fylgja fyrirmælum hennar. Gestur má ekki stunda atvinnu. Lögin banna einnig, nema sérstök undan- þága komi til, að gefnar séu út áritanir til handa þeim, sem haldnir eru smitandi sjúk- dómum, t.d. berklum eða þjást af alvarlegum geðsjúk- dómum, svo og þeim, sem nota eða selja eiturlyf, hafa gerst brotlegir við lög eða al- mennt velsæmi, eða verið meðlimir Kommúnistaflokks- ins eða skyldra samtaka. Ef ofangr. takmarkanir eiga við yður, er yður ráðlagt að koma hingað til viðtals. Getið þér það ekki, skuluð þér senda skýrslu um málavexti með umsókn yðar. Verið getur að unntséaðlátaþessarog aðrar takmarkanir niður falla I sér- stökum tilvikum. Upplýsingar þar að lútandi, svo og aörar upplýsingar um vegabréfs- áritanir, getið þér fengið með þvi að hringja koma eða skrifa sendiráði Bandarikjanna, Laufásvegi 21, Reykjavik, simi 24083. 31. Hafið þér lesið og skilið upp- lýsingar i lið 30? 32. Eiga einhverjar af tak- mörkunum i lið 30 við yöur? Já, Nei. Ef svo er útskýrið þær til fulls á sérstöku blaði. 33. Vegabréfsáritun veitt þeim sem af ásettu ráði hefur i um- sókn sinni gefið rangar upp- lýsingar, má ógilda, annað hvort fyrir eða eftir komuna til Bandarikjanna. Sá sem gefið hefur rangar upplýsing- ar fær ekki vegabréfsáritun i framtiðinni. 34. Ég staðfesti, að svör þau sem ég hef látið i té i umsókn þess- ari, eru rétt eftir bestu vitund og þekkingu. Einnig er mér kunnugt um að áritað vega- bréf heimilar ekki handhafa inngöngu i Bandarikin, sé koma hans talin óleyfileg. Dagsetning. Undirskrift. Svo lita þá Mac Carthy lögin út, sem liggja um borð i skipum Eimskip. Það er sæmd að slikum njósnasnepli um menn og mál- efni. Þetta heitir vist Varið landá islenskri tungu i dag, slikur upp- lýsingaboðberi. Eimskip sé sæmd að umboði sinu, á sama tima og Eimskip tekur að sér skítverkin fyrir sendiráðið Norðurlandaþjóðirnar láta ekki bjóða sér slíkt um sina farmenn. Er von að maður spyrji hvort Eimskip sé litið útibú frá leyni- þjónustufyrirbærinu C.I.A. i Bandarikjunum? Voru faðir þinn og móðir kommúnistar Þegar ég kvaddi dyra hjá bandariska sendiráðinu kom til dyra kona, sem var túlkur i sendi- ráðinu. Hún var mjög greinargóð. Þegar hún hafði kynnt mig fyrir ungum starfsmanni hófst yfir- heyrslan. Alþýðubandalagiö kommúnistar voru fyrstu orðin af vörum fulltrúanna i sendiráöinu. Ég svaraði þvi til, að ég hefði verið i Kommúnistaflokki Islands á sinum tima og einnig i Sam- einingarflokki Alþýðu, Sósialista- flokknum. Ég hefði lika siglt i siðustu styrjöld við hlið banda- rikjamanna, þá hefði verið hægt að nota okkur komrnúnista. Þegar við vorum efni i fallbyssu- fóður, þá vorum við góðir. Ég vil láta þig vita, starfsmaður, að Is- land fórnaði fleiri mannslifum hlutfallslega i siðustu styrjöld, en Bandarikin. Island missti 9 skip, 152 sjómenn. Þá var þögn. önnur spurning: „Hefuröu hugsað þér að breyta um skoðun? ” Nei, svara ég. Mér þyk- ir sæmd að þvi að vera kallaður kommúnisti og hafa talið mig skoðanabróður þeirra sem fórnuðu flestum mannslifum því ennþá verðum við að álita þá þjóð fórna mestu i styrjöld, sem fórnar flestum mannslifum i slikum átökum, þvi þó að byssan sé dýr- mæt i augum Bandarikjanna þá virði ég mannslifin meira. Ennfremur sé ég enga forsendu til þessað breyta um stjórnmála- skoðun, þar sem Bandarikin eiga i hlut, þvi ég hef aldrei fyrr þurft að gera grein fyrir minum stjórn- málaskoðunum, og er ég þó búinn að stunda sjó siöan 1941, og hef farið viða. Voru faðir þinn og móðir kommúnistar? Eru þau lif- andi? Þau eru bæði dáin, og voru að ég best veit ávallt fylgjandi Al- þýðuflokknum. Attu ættingja eða vini i Bandarikjunum? Ekki veit ég til þess. Ég vil koma þvi hér að, að mér er sagt að Bandarikin séu mesta lýðræðisriki heimsins, enþangaðá ég ekki að fá að kom- ast, ogþvisýnistmér þetta blekk- ing. Ekkert svar. Hann vill fá passann, sagði konan, þú mátt koma á morgun um 10 leytiö. Svo nú fór ég. Þegar ég mætti svo daginn eftir klukkan 10 var mér sagt að það væri ekki komið skeytiað utan, hvað varðaði árit- un i passann. Ég skyldi koma kl. 14, sem ég gerði. Allt við það sama, ekkert skeyti komið. Komdu fyrir klukkan 17. Ekkert skeyti komið. Komdu i fyrra- málið klukkan 10, og það gerði ég. Allt það sama. Komdu kiukkan 13. Hvað er nú að frétta, spurði ég konuna. Ekkert. Hún hafði ávallt tekið á móti mér, en fært allar fyrirspurnir minar inn til sendi- ráðsfulltrúans hvað varöaði fyrirgreiðslu mina. Kona góð viltu segja þessum herra, að koma með passann minn, viö eig- um að sigla klukkan 20, og ég vil fá passann, þvi ég fer til Banda- rikjanna þó ég fái ekki aö stiga þar á land, þvi ég læt þá ekki stoppa mina atvinnu. Hvar er passinn? Það vissi hún ekki eða þau. Reyndu að koma fyrir kl. 17. Þegarég kom þá, kom konan meö passann uppaskrifaöan fyrir tvo Framhald á bls. 14.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.