Þjóðviljinn - 16.10.1976, Page 1
UOWIUINN
Laugardagur 16. október 1976 —41. árg. 232. tbl.
ÞJÓÐVILJINN Blaðauki
Af\ nr. tvö
fyigir
ÁRA í dag
Fulltrúar auðmagnsins:
Enga veislu fyrir verkafólk
Samband fiskvinnslustöðva sendi i gær frá sér
fréttatilkynningu, þar sem tekið er fram, að fisk-
vinnslufyrirtækin skorti enn „öll efni til að slá upp
veislu”, eins og það er orðað i fréttatilkynningunni.
1 fréttatilkynningunni eru
látnar i ljós áhyggjur yfir hug-
myndum um að nú sé timabært að
hækka kaup verkafólks, vegna
hækkandi verðlags á útflutnings-
mörkuðum okkar.
Samkvæmt fréttatilkynningu
fiskvinnslustöðvanna er reiknað
með þvi að útflutningsverðlag
sjávarafurða úr frystingu, söltun
og herslu muni alls hækka á þessu
ári um 11,2 miljarða króna, en
kostnaðarhækkanir hér heima
fyrir vegna hráefnis, launa, oliu,
rafmagns, umbúða, viðhalds og
annars breytilegs kostnaðar muni
hins vegar hækka um 8,6
miljarða.
Sem sagt engin veisla hjá
verkafólki á næstunni ef
Samband fiskvinnslustöðvanna
fær að ráða verðinni.
Nóbelsverðlaunahafarnir
í læknisfræði í ár
Hafa dvalist
hér á landi
Nóbelsverðlaun i hinum ýmsu
fræðum eða listum vekja jafnan
nokkra athygli en kannski vekja
bókmennta verðlaunin mestan
áhuga okkar íslendinga, vegna
þess að við eigum einn slikan
verðlaunahafa. En svo
skemmtilega vill tii, að báðir
bandarikjamennirnir, sem
hiutu Nóbelsverðlaunin i
iæknisfræði i fyrradag, hafa
dvalist hér á landi og stofnað til
kunningsskapar við nokkra
kollega sina hér á landi.
Prófessor Baruch S. Blum-
berg fékk verðlaunin fyrir rann-
sóknir sinar á smitefni, sem
flokkast undir veiru, er veldur
lifrabólgu. Blumberg fann
þessa veiru fyrst I áströlskum
frumbyggja og nefndi hana
„Astraliuantigen”. Með aðferð
hans er nú unnt að finna smit-
bera og leiddu rannsóknir hans
til uppgötvunar bóluefnis til
varnar veikinni. Blumberg hef-
ur verið heimsfrægur fyrir
þessa uppgötvun sina i áratug.
„Þetta er afar elskulegur
maður og duglegur framúr
máta. Hann kom og dvaldi hér
hjá okkur i 4 daga 1974 eftir að
hafa setið læknaþing i Bretlandi
og á þessum 4 dögum kynnti
hann sér starfsemi Blóðbankans
og þó sérstaklega þær erfða-
rannsóknir sem þar fara
fram”, sagði Ólafur Jensson
læknir, forstöðumaður Blóð-
bankans, er Þjóðviljinn ræddi
við hann i gær.
Ólafur sagði að út úr þessu
hefði komið samvinna á milli
Blóðbankans og stofnunar
Blumbergs i Bandarikjunum og
hefur stofnun Blumbergs rann-
sakað sýni fyrir Blóðbankann.
Til marks um dugnað og vinn-
semi prófessors Blumbergs
benti Ólafur á að hann hefði
komið hingað fyrst og fremst til
að hvila sig, en samt notaði
hann timann til að vinna og
stofna til samvinnu við Blóð-
bankann.
Hinn verðlaunahafinn, dr.
Carleton Gaudusek, kom hingað
til lands 1961, til að kynna sér
niðurstöður rannsókna Björns
Sigurðssonar læknis, sem þá
var forstöðumaöur að Keldum
og hafði rannsakað hæggengan
smitsjúkdóm i sauðfé ásamt
starfsfólki sinu. Dr. Gaudusek
hafði verið að rannsaka sér-
stakan miðtaugakerfissjúkdóm
i mannfólki, sem hefur ákaflega
langan meðgöngutima, eftir að
hann hafði byrjað á að rannsaka
sérstakan sjúkdóm, sem heitir
„kúrún” á Nýju—Gaineu, en sá
sjúkdómur likist i mörgu riðu-
veiki i sauðfé.
Að sögn Páls A. Pálssonar
yfirdýralæknis, sem kynntist
Gaudusek nokkuð meðan hann
dvaldist hér á landi, hafði
Gaudusek þá dvalist nokkrum
sinnum á Nýju-Gineu og rann-
sakað þennan sjúkdóm, sem þá
var haldið að væri erfðasjúk-
dómur, en svo sýndi hann fram
á að hægt var tað taka bita úr
miðtaugakerfi og með þvi að
dæla efninu i apa, var hægt að
sýkja hann, en hann þurfti að
biða i mörg ár eftir niður-
stöðum. Og af þvi að hér var
verið að rannsaka þessa hæg-
gengu smitsjúkdóma kom hann
til tslands. Nokkrir læknar her
eru i kunningsskap við dr.
Gaudusek og einnig samstarfs-
menn hans Gips, sem einnig
hefur komið hingað og dvalist
hér lengri tima en Gaudusek.
—S.dór
Prófessor Baruch S. Blumberg, Nóbelsverðlaunahafi I læknisfræði
f ár, ásamt þeim ólafi Jenssyni lækni, forstöðumanni Blóðbankans
og Höllu Snæbjörnsdóttur yfirhjúkrunarkonu þar. Myndin er tekin
þegar Blumberg dvaldist hér árið 1974.
Þurfa að sœkja kaupið sitt
Ríkisspítalarnir
brjóta samninga
Sú nýlunda hefur verið tekin
upp hjá stjórnendum rikis-
spitaianna að hætta að senda laun
starfsfólks á hina ýmsu vinnu-
staði. Nú verða allir starfsmenn
spitalanna að fara niður á skrif-
stofu rikisspitalanna að Eiriks-
götu 5 og sækja kaupið sitt þang-
að. Samkvæmt upplýsingum
Andrésar Ingibcrgssonar,
sjúkraliða á Kópavogshæli munu
útborganir fara fram tvisvar i
mánuði og einmitt I gær var verið
að borga út. Mikil þröng var á
Framhald á bls. 14.
mom
gljgi
Þau komu langa vegu að sækja kaupið sitt.
Saltað
hefur
verið í
50 þús.
tunnur
Samkvæmt upplýsing-
um, sem Þjóðviljinn fékk
hjá Síldarútvegsnefnd i
gær, var þá búið að salta
sild í 50 þúsund tunnur. I
fyrrahaust var saltað i 94
þúsund tunnur alls. í ár
hefur verið samiö við
sovétmenn um kaup á 60
þúsund tunnum af heil-
saltaðri síld, en samning-
um mun ekki lokiö við svía,
finna og v-þjóðverja um
sildarkaup þeirra, en þær
þjóðir kaupa ekki heil-
saltaða sild, heldur
hausaða og slógdregna og
eins krydsild.
t gær höfðu 35 bátar hafið sild-
veiðaraf þeim 51 sem leyfi fengu
til veiðanna og af þessum 35 bát-
um höfðu 20 lokið veiðum, þ.e.
þeir voru búnir að fá þann afla
sem þeir máttu veiða. Alls mega
hringnótabátarnir veiða 10 þús-
und lestir að’þessu sinni, þannig
að það er um 200 lestir sem hver
bátur má veiða, en þó er það
nokkuð misjafnt og fer eftir þvi
hvort viðkomandi bátur fór fram
úr sinum kvóta i fyrra. Hafi hann
gert þaö, er það magn sem hann
fór fram úr kvóta, dregið frá að
þessu sinni. Og þessir 35 bátar
sem hafið hafa veiðar eru búnir
að fá 5445 lestir af sild i hringnót.
Engin kvóti hefur verið settur á
veiðar reknetabáta, en reiknað
er með aðveiði þeirra verði um 5
þúsund lestir á þessu hausti.
—S.dór
List í
mnnmg
Happdrætti herstöðva-
andstæðinga hefst í dag.
Hafið samband við skrif-
stofuna. Umboðsmanna-
kerfi út um allt land. Vinn-
ingar — 23 listaverk eftir
þjóðkunna myndlistar-
menn og sextán ritsöfn.
Dregið 1. desember.
Landsfundur herstöðvaandstœðinga í Stapa kl. 14 í dag
SJÁ
BAKSÍÐU