Þjóðviljinn - 16.10.1976, Síða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 16. október 1976
□
SKAMMTUR
AF DÚSKMÖNNUM
Sú saga hefur verið sögð af einum dáðasta
og elskaðasta listamanni þjóðarinnar, sem fór
ungur í listrænt hljómleikaferðalag, að eitt
sinn hafi, eftir vellukkað hljómleikahald, ver-
ið ef nt til dansleiks þar sem listamaðurinn var
heiðursgestur, en þorpsbúar keyptu sig inn.
Þetta var fyrr á árum, meðan listamenn
áttu þaðtil, sumir hverjir, ef vel lá á þeim að
líta hitt kynið hýru auga. Hófst nú dansinn.
Fljótlega kom að því að hinn föngulegi lista-
maður sá ungmey sem hann öðrum fremur
gat hugsað sér að teygja í dansi — og hver veit
hvað annað — Hann bauð henni því upp og
stigu þau dansinn orðalaust nokkra hríð. En
nú þurfti harmonikkuleikarinn að hvíla sig,
eins og gerist um erf iðismenn og var því gerð-
ur stuttur stans á dansinum. Þá tók hinn ungi
glæsilegi listamaður upp pakka af Döresk
sígaretturriyfékk sér eina, kveikti í henni og
blés reyknum heimsmannslega framaní döm-
una. Þá sagði stúlkan: „A ígu ú enni".
Einhverra hluta vegna datt mér þessi saga í
hug, þegar hverhola fyrir norðan, nánar til-
tekið við Kröflu, tók að gjósa. Þá fannst mér
eins og allir sérfræðingar, allir aðstandendur
Kröf lu, allir spámenn og spekingar, fagmenn
og f jölmiðlar lykju upp einum munni um það
sem landsbyidioten, (í lauslegri íslenskri þýð-
ingu þorpsbjálfinn) hafði sagt við listamann
inn forðum ,,A ígu ú enni" eða nánar tiltekið:
„það rýkur úr henni."
Og þetta virðist mér, fávísum Reykjavíkur-
bjálf anum það eina sem í raun og veru er hægt
að fá á hreint í sambandi við
„náttúruatburðina" við Kröflu á dögunum.
Það kom nefnilega í Ijós við nánari vísinda-
lega athugun að hér var ekki um
„náttúruhamfarir" að ræða.
Fjölmiðlar ræddu við alla, sem hugsanlegt
var að gefið gætu einhverjar skýringar á því
hvað skeð hefði umrædda nótt. Rætt var við
verkamenn sem þarna starfa — þeir kváðu
vera tvöhundruð. Tveir, sem teknir voru tali,
voru sammálá um að eins og ástandið væri á
Kröflusvæðinu væri „Jötunn" stóri norður-
landsborinn í mikilli hættu, ef eldgos hæfist,
hann væri þannig staðsettur, og miklu lengur
verið að flytja hann úr stað en verkafólkið
sem þarna býr, einkum vegna þess að hann
hefði þyngst af leir, sem sest hef ði á hann við
leirgos nýja hversins. En það voru ekki bara
blækurnar, sem sjónvarp, útvarp og blöð köll-
uðu á sín vit. Þar komu lika fram hinir
„æðri".
Sá „æðsti" var að sjálfsögðu fyrst tilkvadd-
ur og var hann mættur á staðnum með dúsk-
húfu þarsem aðrir fyrirmenn báru hinsvegar
massífa stálhjálma (ef höf uðið er tekið með).
Fróðir menn teija að æðstiprestur Kröflu-
virkjunar hafi þaðfyrir sattað hausinn á hon-
um fletjist síður út við það að fá hraungrýti
ofaní skallann, ef hann er með lopadúsk, þar
sem höfuðið á honum ber hæst, en mann-
fræðingar hafa tjáð undirrituðum að það sé
nokkuð aftarlega í þessu tilviki. Það vildi svo
vel til að Ómar, vinur minn, Ragnarsson tók
þennan með lopadúskinn tali og sagði: „Jæja,
A ígu ú enni" og þá svaraði dúskamaðurinn
(þessu má ekki rugla saman við fyrirbrigði,
sem kallaðer búskmaðurinn) „Jáaíguú enni"
og þá sagði Omar: „Er ekki hættulegt þegar
„ígu ú enni" og dúskmaður: „Nei þaðerekk-
ert hættulegt þegar „a ígu ú enni" en þegar
sjálft gosið hefst þá mun hún veita öllum nær-
stöddum, já jafnvel öllum eyfirðingum, sem-
sagt landsmönnum öllum birtu og yl". Og þá
sagði Ómar: „Já eins og í Vestmannaeyjum"
en dúskmaðurinn fór útí aðra sálma og sagði
að menn yrðu að gera sér það Ijóst að þótt eld-
gos hæfist við Kröflu þá væru vísindamenn
búnir að sanna það að slíkt hefði fyrr gerst í
jarðsögu hnattarins og því væri engin vá f yrir
dyrum. „Hún mun brátt fylla landið af birtu
og yl" hélt dúskmaðurinn áfram, en þá
stoppaði Ómar hann af, því hann hélt að dúsk-
maðurinn væri aðtala um hraunstrauminn og
mundi ef til vill slysasttil aðtala af sér.
Svo var líka talað við vísindamennina. Og þó
aðég muni ef til vill ekki ræður þeirra frá orði
tilorðs, þá fannst mér sameiginleg niðurstaða
þeirra geta verið einhvern veginn svona:
Aukning á jarðsigsminnkun getur valdið því
að jarðsigshækkun hefur áhrif á þenslu sem
komið getur fram í lækkandi þrýstings-
aukningu jarðskorpunnar innanfrá og þyrfti
ef til vill að rannsaka jarðeðlisf ræðilega sam-
stöðlun titrings og skjálfta í þessu sambandi.
Já ef til vill er kominn tími til að rannsaka
til hlítar fræðilega samstöðlun titrings og
skjálfta í sambandi við Kröfluvirkjun.
Annars er ef til vill það merkasta sem sett
hefur verið fram varðandi líkur á gosi á
kröflusvæðinu hin kunna formúla jarðeðlis-
f ræðingsins:
Ef að orkustofnun
og almannavarnarráð
í Kröflunefnd valda klofnun
er kraftamiklu gosi spáð.
Umsjón: HELGI ÓLAFSSON
Þegar tveimur umferðum er
ólokið á haustmóti T.R. er staða
efstu manna mjög óljós vegna
fjölda biðskáka. Jónas P.
Erlingsson er efstur með 6.5
vinninga að loknum 9 skákum.
Hann byrjaði mótið mjög rólega
jafntefli i 4 fyrstu skákunum en i
5 siðustu umferðunum hefur
hann hlotið 5 vinninga sem er
mjög góður árangur. Stefán
Briem hefur hlotið 5 vinninga og
hefur auk þess 3 biðskákir sem
búast má við að hann hljóti 2
vinninga úr þannig að forystan
verður að öllum likindum hans.
Jón L. Árnason hefur 4.5 vinn-
inga og tvær biðskákir, aðra
betri en hina jafnteflislega. Aðr-
ir keppendur virðast ekki geta
blandað sér i baráttuna um
efsta sætið nema ef vera skyldi
Þröstur Bérgmann sem hefur 4
vinninga og tvær biöskákir. Þá
hefur Asgeir P. Asbjörnsson
hlotið 4.5 vinninga og á auk þess
betri biðskák.
I B-riðli haustmótsins er staða
efstu manna þessi:
1. Jóhann Hjartarson 7.5 (að 9
umferðum loknum)
2—3. Páll L. Jónsson, Björn
Árnason 7 v.
4.Sólmundur Kristjánsson 6.5 v.
5. Stigur Herlufsen 6 v. og
biðskák.
Frammistaða Jóhanns sem er
aðeins 13 ára hefur vakið verð-
skuldaða athygli. Skákþroski
hans er mikill, hann er vel að
sér í ófáum refilstigum byrjun-
, arfræðinnar og hefur gott auga
fyrir taktiskum möguleikum. 1
9. umferð hrifsaði hann til sín
efsta sætið með þvi aðsigra þá
verandi forystusauð Björn
Arnason:
Hvitt: Jóhann Hjartarson
Svart: Björn Arnason
Tarrasch-vörn
1. Rf3 Rf6
2. c4 e6
3. d4 d5
4. g3 C5
5. cxd5 exd5
6. Bg2 Be7
7. 0-0 0-0
8. Rc3 Rc6
9. b3 Be6
(Vel þekkt gildra i þessari stöðu er: 9. — Re4 10. Bb2 Bf6 11. Ra 4
b5 12. Rxc5 Rxc5 13. hvltur nær betra tafli.) Hcl og
10. dxc5 Bxc5
11. Bb2 Dd7
12. Hcl Hac8
13. e3 Be7
14. De2 Hfe8
15. Hfdl Bf8
16. Hc2 Bb4
17. a3 Bxc3
18. Hxc3 Re4
19. Hccl Bg4
20. b4 Df5
(Gegn hótuninni 21. — Rg5 er
ekki um margt að ræða. Hvit-
ur finnur bestu lausnina.)
21. h3 Bxh3
22. Rh4 De6
23. Bxh3 Dxh3
24. Hxd5 Iicd8
25. Hcdl Hxd5
26. Hxd5 De6
27. Dd3 afi
28. Rf5 f6
29. f3 Rg5
30. e4
(Þegarhér var komið sögu voru
keppendur, þó einkum hvitur
komnir i mikið timahrak.)
30. — Re7
31. Hd6 Df7?
(Þetta er að sjálfsögðu mjög
slærnur afleikur. Miklu meiri
mótspyrnu veitti 31.-Da2. Hvit-
ur á þá aóeins einn leiö til að
viðhalda frumkvæöinu: 32. Hd8
Kf8 33. Rxg7! Ekki neitt sérlega
auðveld leið með aðeins sekúnd-
ur eftir.)
32. Hxf6!
(Með réttu hefði þetta átt aö
vera náðarstuöiö, þvi staða
svarts er nú gertöpuð.)
32, — Dh5
33. Rxe7 + ?
(Betra var 33. Dc4+Rf7 (33. —
Kh8 34. Hf8 + o.s.frv.) 34.
Rxe7+ Hxe7 35. Dc8. o.s.frv.)
33. — Hxe7
34. Dd8 + He8
35. Dd5 Kh8
36. Dd7 Hg8
37. Hf5 Dg6
38. Kg2 Re6
39. Hf7 Hd8?
40. Bxg7 + ??
(Sterkara var 40. Dxd8 Rxd8 41.
Hf8 mát) 40. —Rxg7 ??
(Þar fór siðasti möguleikinn.
Eftir 40. — Kg8 á hvitur
naumast betri leik en 41. Hf8+.)
41. Dxd8+ Re8
42. De8 + Dg8
43. He7 Dxe8
44. Hxe8+ Kg7
45. He7 +
Svartur gafst upp.
Aö lokum kemur hér heldur
hjákátleg biðstaða úr 8. um-
ferð i A-riðli:
Hvitt: Asgeir Ásbjörnsson
Svart: Hilmar Viggósson.
- r
■ w ■ ■ ■ p
: & nn j|§
H n 3? u
Hjl §j§ H & B
1 H ■ ■ ■ ■ 8 ■