Þjóðviljinn - 16.10.1976, Side 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 16. október 1976
DJOÐVIUINN
MÁLGAGN SÓSÍALISMA,
VERKALÝÐSHREYFINGAR
OG ÞJÓÐFRELSIS.
(itgefandi: (Jtgáfufélag Þjóöviljans.
Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann
Ritstjórar: Kjartan Ólafsson
Svavar Gestsson
Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson
Umsjón meö sunnudagsbiaöi:
Arni Bergmann
(Jtbreiöslustjóri: Finnur Torfi Hjör-
leifsson
Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar:
Skólavöröust. 19. Sfmi 17500 (5 linur)
Prentun: Bláöaprent h.f.
RÁÐSTEFNA HERSTÖÐVAANDSTÆÐINGA
1 dag hefst i Stapa landsráðstefna Sam-
taka herstöðvaandstæðinga. Ráðstefnunni
verður haldið áfram i Reykjavik á morg-
un og lokið þar.
Að undanförnu hefur staðið yfir undir-
búningur fyrir ráðstefnu þessa á vegum
miðnefndar samtakanna. Er ljóst að þátt-
taka verður myndarleg i ráðstefnunni en
að leiðarlokum verður þó fyrst og fremst
spurt um innihald og meginniðurstöður.
Það sem mestu skiptir er tvennt:
1) Að samtökunum verði sett ljós
stefnuskrá, sem einföldust og skýrust. í
slikri stefnuskrá þarf að ná til þeirra meg-
inmála sem samtökin berjast fyrir: ísland
úr Nató — herinn burt, og forðast að hafa
nokkur þau atriði stefnuskrá sem geta
hrakið fólk frá stuðningi við þessi einföldu
markmið. Jafnframt þarf i lögum sam-
takanna að kveða skýrt á um þessi grund-
vallarmarkmið, og að gera lagaramma
samtakanna þannig úr garði að þau geti
innan hans haft sem mest svigrúm til þess
að virkja fjöldann til alhliða baráttu.
2) Að samtökunum verði kjörin forysta
sem hefur vit og vilja til þess að fylkja
hinum breiða f jölda undir merki Samtak-
anna og ofangreind markmið.
Skilyrðislaust þarf þetta tvennt að fara
saman, ella ná Samtök herstöðvaandstæð-
inga ekki tilgangi sinum.
Baráttan gegn herstöðvum bandarikja-
manna á tslandi og aðild íslands að Nató
hefur nú staðið um áratugi. 1 þessari
baráttu hefur margt unnist — hvað eftir
annað hefur verið komið i veg fyrir áætl-
anir um að framkvæma stórfellda út-
færslu hernámsins. Stærsti sigurinn i
þessum efnum er frá árinu 1945, þegar
tókst með stjórnaraðild islenskra sósial-
ista, að koma i veg fyrir að bandarikja-
menn fengju leyfi til þess að setja upp
þrjár herstöðvar lokaðar til 99 ára eða til
ársins 2044. Hefðu þessi áform banda-
rikjastjórnar tekist væri enn svartara
fyrir augum islenskra herstöðvaand-
stæðinga en nú er, þegar þó sér ekki i
lokaárangur á næstunni.
I baráttunni gegn herstöðvum á Islandi
er ekki einasta erfið andstaða þar sem er
varnarlið hersins i Sjálfstæðisflokknum,
Alþýðuflokknum og Framsóknarflokkn-
um. Baráttan fyrir brottför hersins og úr-
sögn úr Nató er háð við öflugasta herveldi
heims, Bandarikin, og við hernaðarkerfi
heimsins i heild, sem Island er hluti af
vegna herstöðvarinnar. Og i rauninni
snýst barátta herstöðvaandstæðinga frá
degi til dags ekki einasta um brottför
hersins og úrsögn úr Nató; baráttan snýr
nú ekki sist að þvi að koma i veg fyrir þá
útfærslu hernámsins sem gæti falist i þvi
að taka leigugjald fyrir landið undir her-
stöðvunum. Leigugjaldsstefnan á sér nú
fylgismenn og málsvara i einu dagblað-
anna, i þingflokkum og i rikisstjórninni
sjálfri. Meðan svo er verða herstöðvaand-
stæðingar að snúa sér af aflefli gegn þess-
ari leigugjaldsstefnu.
Þjóðviljinn óskar ráðstefnu herstöðva-
andstæðinga velfarnaðar og þess að hún
verði enn einn hlekkurinn i varnarkeðju
islensks sjálfstæðis. Það verður hún að
visu þvi aðeins að samtök herstöðvaand-
stæðinga verði sett skýr markmið sem
sameina en sundra ekki, og að samtökun-
um verði kjörin forysta sem hefur víðtæka
samfylkingu herstöðvaandstæðinga að
viðmiðun.
—s.
200 MÍLNA LANDHELGI
í gær 15. október, var rétt eitt ár frá út-
færslu islensku landhelginnar i 200 sjómil-
ur. Þó að svo skammt sé frá útfærslunni
hefur sennilega furðu margt þegar
gleymst mörgum af sögu hins liðna árs.
Þó er ekki langt siðan bresk Nató-herskip
fóru með ofbeldi innan islensku landhelg-
innar gegn islenskum sjómönnum og ógn-
uðu lifi þeirra og tækjum. Þó er ekki langt
siðan islenskir ráðamenn hörfuðu á und-
anhald fyrir ofbeldisöflunum þrátt fyrir
þann sigur sem þjóðin með samstöðu sinni
og varðskipsmenn með ósérhlifni sinni
höfðu unnið á ofbeldisöflunum. Saga
svikasamninganna og undanlátsseminnar
er svartur blettur á 200 milna baráttunni.
Nú eru sex vikur eftir af gildistima samn-
inganna við breta og vestur-þjóðverja. Nú
þarf islenska þjóðin að vera á varðbergi
enn einu sinni, nú þurfa islenskir ráða-
menn að verða hræddari við einhug þjóð-
arinnar en hótanir ofbeldisaflanna i Nató
og Efnahagsbandalaginu. Nú þarf að
koma i veg fyrir allt frekara samninga-
makk um 200 milna landhelgina. 200 milna
landhelgin er og á að vera skýlaus eign og
yfirráðasvæði islendinga einna. Ekkert
annað má koma til álita.
—s.
Leikfélag Kópavogs
Glataðir samningar
eftir skáldsögu Williams Heine-
sen í leikformi Casper Kochs.
Þýðandi Þorgeir Þorgeirsson.
Tönlist Gunnar Reynir Sveins-
son. Leikmynd Sigurjón
Jóhannsson.
Frumsýning laugardag 16.
október kl. 8.30.
Önnur sýning fimmtudag kl.
8.30.
Ath. græn aðgangskort gilda.
Miðasala kl. 5—8 sími 41985.
Glataðir
samningar
ASI og BSRB hafa samninga
fram á vor, en forsendur þeirra
eru fyrir löngu úr sögunni. ViB
blasa ólögleg verkföll hjá hinu
opinbera og hörð kjarabarátta
hjá verkalýðsfélögunum. Með
batnandi viðskiptakjörum
munu menn ekki biða vorsins
með að knýja fram leiðréttingu
á launum sinum. Astandið i
þessum málum er þannig, að
mikillar taugaveiklunar gætir
nú á stjórnarheimilinu vegna
þróunarinnar. Og alla leið nær
hún inn á auglýsingadeild
Morgunblaösins. 1 gær birtist
þessi auglýsing Um „Glataöa
snillinga” Leikfélags Kópavogs.
Leiöarahöfundar Morgunblaðs-
ins ættu að leita til auglýsinga-
stjóra sins næst þegar þeir
þurfa að hitta naglann á
höfuöiö.
Norsk hydro
segir fyrir
verkum
Eins og áöur hefur komíð
fram hefur Náttúruverndarráð
verið sniðgengið i sambandi við
' áætlanir um vistfræöirann-
sóknir f Eyjafirði vegna álvers-
ins, sem Norsk hydro sækir á
um að verði reist þar. Alþýðu-
blaðið skýrir frá þvi f fyrradag
að þar fyrir utan hafi norski
auðhringurinn sjálfur sent
hingað forskrift aö þvi hvernig
rannsóknirnar skyldi stunda. 1
mars á þessu ári segir hringur-
inn Rannsóknastofnun Norður-
lands og Veöurstofu Islands fyr-
ir verkum og i einstökum atrið-
um hvernig haga eigi rannsókn-
um. Og fyrr á þessu ári, nánar
tiltekið 29. janúar, sendir sér-
fræðingur Norsk Hydro, Per
Ravn almennar tillögur aö um-
hverfisrannsókn vegna áætlana
um álversbyggingu. Það vekur
athygli hve mikill skriður er
kominn á undirbúninginn, þótt
engin lýðræðisleg ákvörðun hafi
verið um þaö tekin, að kanna
skuli möguleika á að reisa álver
i eigu erlends auðhrings við
Eyjafjörð.
Gróðinn
númer eitt
Alþýðublaðið segir að i al-
mennu tillögunum frá þvi i
janúar sé þess getið aö tekist
hafi að draga verulega úr flúor-
mengun frá álverum og nú
finnist varla hreinn flúor i úr-
gangi heldur sé hann oftast
komin i bland við önnur úr-
gangsefni, svo sem brenni-
steinsdioxið og hydrókarbón.
Skyldi það vera mikið betra? Þá
segir að i seinni tið hafi athyglin
i sambandi við álversmengun
dregist aðúrrennsli frá álverum
i sjó og vötn og svo að heil-
brigðisástandi og mengun innan
veggja verksmiðjanna.
En þrátt fyrir alla viðleitni
auðhringanna er gróöinn áfram
i fyrirrúmi. Þaö sýnir þessi
ágæta setning:
„Til þess að ná sem bestum
árangri, hvað varðar um-
hverfismáiin innan aðgengi-
legra fjárhags- og tæknimarka
er mikill styrkur af bráða-
birgðarannsókn.”
,Alvarleg mistök’
íslendingum til viðvörunar
nefnir Norsk hydro dæmi af eig-
in mistökum við skipulagningu,
stofnun og rekstur Karmöy-
verksmiöju auðhringsins i
Noregi. Allir þessir þættir
virðast hafa mistekist hrapal-
lega. Reykhreinsunin mistókst
og flúormengunin var tvöfalt
meira en ætlað var. Sauðfé
sýktist — en vegna rangs fæðis
miðað við aðstæður, aö sögn
Norsk hydró. (Jrgangur rann
óhindrað i sjó vegna þess að þá
bönnuðu það engin lög.
Staösetning verksmiðjunnar
var ákveðin án tillits til vinda-
fars og ,,það varð dýrkeypt
reynsla”. Sjálfsagt nefnir ál-
hringurinn þetta dæmi til þess
að sýna að hann hafi lært af
reynslunni. En hjá mistökum
kemst engin — og öruggt er að
verði reist álver við Eyjafjörð
mun gróöasjónarmiðið þyngra á
metunum en umhyggja fyrir
undirstööu landbúnaðar og
blómlegs mannlifs þar.
Litið í spegil
Gisli Jónsson, menntaskóla-
kennari á Akureyri og bæjar-
fulltrúi skrifar nokkur sann-
leikskorn i ritstjórnargrein i
Islending. Hann ræöir um hinn
almenna dryggkjuskap, sem i
umræöum að undanförnu hefur
verið gerður að sérstöku ung-
lingavandamáli.
,,Hvað eru unglingar? Þeir
eru annars vegar það sem þeir
hafa tekiðað erfðum, hins vegar
uppeldi og umhverfi. Allt þetta
hafa þeir frá okkur. Eðli sitt fá
þeir i arf, á uppeldi þeirra og
umhverfi berum við ábyrgð. Ef
eitthvað fer úrskeiðis, ber okkur
fyrst að hyggja að okkur sjálf-
um. Og við skulum ekki rjúka
upp til handa og fóta með
hneykslun og ásökunum i ann-
arra garð, ef okkur þykir sem
spegilmynd sjálfra okkar sé
ófögur.
Það tjáir ekki að hrópa lok,
lok og læs, þó að drukkinn ungl-
ingur komi á samkomu i æsku-
lýðsheimili, eða hlakka yfir þvi,
að slik heimili hafi verið mán-
uðum saman lokuð vegna við-
gerða. Það stoðar litt að ætla að
skella skuldinni á æskulýðsráö
viðkomandi staða. Ekki hafa
þau skapað vandann, sem við er
að fást. Þau eru þvert á móti
stöðugt að reyna að leysa hann.
Það dugir litt að heimta af
forstöðumönnum skemmtistað-
anna, að unglingum sé hent á
dyr, ef upp kemst, að þeir hafi
neytt vins áður en inn var
komið. Þeir eru betur komnir
undir vernarhendi æskulýðs-
leiðtoga, sem reyna að hjálpa
þeim, heldur en himandi i
skúmaskotum eða ráfandi um
stræti og hallærisplön. Og þvi
miður stoðar það einnig stund-
um litt að ætla að senda þá heim
til sin, þegar svo ber við að
aðstandendur eruekki betur á
sig komnir en unglingarnir, er
þeir eru þá ekki önnum kafnir
við að „skemmta sér”, við þau
forréttindi að mega neyta vins
inn i samkomuhúsum.”
„1 öllum þeim umræðum, sem
fram hafa farið um drykkju-
skap unglinga, hefur undarlegá
litiö komið við kjarna málsins,
vandamál okkar sjálfra, eldri
kynslóðarinnar. Sá yðar sem
syndlaus er kasti fyrsta steinin-
um, var sagt og skrifað. Og
hvernig geta æskulýðsráö og
umsjónarmenn skemmtistaða
tekið betur á móti unglingi, sem
þegar er orðinn drukkinn, en
með þvi að sýna honum skiln-
ing, góðvild og umburðarlyndi,
láta renna af honum og fá hann
til að upplifa það og sannreyna,
að það er hægt að skemmta sér
án áfengis þrátt fyrir það for-
dæmi sem við höfum gefið, sem
fullorðnireigum að heita. Hér
dugar engin skinhelgi né yfir-
drepsskapur. Við skulum lita i
spegil áöur en við áfellumst
aðra. Þá væri kannski von til
þess að sameiginleg vandamál
okkar hinna eldri og ung-
linganna leystust”. —ekh.