Þjóðviljinn - 16.10.1976, Qupperneq 9
Laugardagur 16. október 1976 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9
Undirskriftasöfnunin
um allt land
Undirskriftasöfnuninni, sem i
gangi hefur veriö um nokkurra
vikna skeið, til að mótmæla
bráðabirgðalögum, sem sett
voru á sjómenn, fer senn að
ljúka. Ætlunin er að lokið
verði við að safna saman listum
af öllu landinu þann 20. þessa
mánaðar, en 26. okt. verða list-
amir afhentir Alþingi.
Við spurðum Sigurpál Einars-
son, skipstjóra í Grindavik,
hvernig söfnunin gengi.
„Þetta fer að koma i ljós á
næstu dögum. Hópur nemenda
Vélskólans hefur tekið að sér að
safna listunum saman. Listum
vardreiftum alltland og mér er
ekki kunnugt um neinn stað,
sem orðið hafi Utundan. Undir-
skriftum hefur aðallega verið
safnað meðal sjómanna, og hafa
undirtektir verið ákaflega
góðar. Víöa úti á landi hefur
einnig verið gengið i hús með
lista og þar er sömu sögu að
segja. Yfirleitt er mikill skiln-
ingur á málstað sjómanna og
andstaða almenn gegn þessum
ólögum, sagði Sigurpáll.
Hann sagði ennfremur, að
ekki hefði veriö lagt ót I að saf na
skipulega meðal almennings á
Stór-Reykjavikursvæðinu. Þó
hefðu nemendur Sjómannaskól-
anstekiðmilli 100 og 200lista og
saf nað þannig og vissi hann ekki
annað en það gengi vel.
— Við höfum leika gefið út
blað til stuðnings sjómönnum i
baráttu þeirra og er ætlunin, að
það komi út áfram og verði mál-
gagn þeirra, sem vinna á fiski-
bátaflotanum, sagði Sigurpáll,
sjómönnum er mikil þörf á þvi
að geta náð saman og þurfa
stöðugt að eiga greiðan aðgang
að öllu, sem lýtur að kjörum
þeirra.
—-hs.
íslensk iönkynning á Akureyri
t)r Kjötiðnaðarstöð K.E.A.
Fólki í iðnaði líst
vel á tiltækið
Við ákváðum i tilefni
iðnkynningar á Akur-
eyri að ná tali af iðn-
verkafólki i tveimur
stærstu iðnfyrirtækjum
Akureyrar. Leið okkar
lá fyrst að verksmiðjum
Sambandsins. Þar hitt-
um við að máli Marg-
réti Jónsdóttur iðn-
verkakonu. Við báðum
hana að segja okkur álit
sitt á væntanlegri iðn-
kynningarviku, hvernig
henni likaði vinnan og
vinnuaðstaðan og hver
væru kaup og kjör iðn-
verkafólks sem ynni
hliðstæð störf og hún.
Gæti orðið til góðs.
Ég álit að iðnkynningarvikan
gæti orðið til góðs. Ef fólk kemur
og kynnist i sjón og raun hvernig
vinnan gengur fyrir sig. Það gæti
a.m.k. ekki skaðað neinn.
Mér likar vinnan ekkert illa, en
auðvitað er hún dálitiö einhæf, en
maður veit að hverju maður
gengur þegar maður ræður sig.
Við hérna á saumadeildinni vinn-
um aðallega við saumaskap á
skónum og frágang á þeim áður
en þeir fara i strengingu og sóln-
ingu. Við höfum okkar fasta mán-
aðarkaup en það er hugmyndin að
koma á bónus eins og það er i
sumum hinum verksmiðjunum.
Um það eru svoliötið skiptar
Margrét Jónsdóttir,
iðnverkakona.
skoðanir: sumir hugsa gott til
þess en öðrum er ekkert um það,
en þar er enginn neyddur til þess.
Ég tel vinnuaðstöðuna bara
eins og gengur og gerist og launin
eru þessi venjulegi Iöjutaxti. Ég
er á þriggja ára skala og hef
tæpar 70 þúsund með október-
hækkununni. Það lifir náttúru-
lega enginn lúxuslifi á þvi, en
maður tórir náttúrulega. —
List vel á kynningarvik-
una.
Næst lá leið okkar til Slipp-
stöðvarinnar. Þar hittum við að
máli Jóhannes Jóhannsson
vélvirkja og Tómas Guðmunds-
son iðnnema. Við spurðum þá
fyrst um álit þeirra á iðnkynning-
unni og hvernig þeim litist á þró-
unarmöguleika islensks iðnaðar.
Ennfremur spurðum við þá um
vinnuaðstöðu og launakjör.
Jóhannes Jóhannsson vélvirki:
Mér list mjög vel á kynningar-
vikuna. Hefði mátt vera fyrr sem
byrjað var á þessu, þvi það hefur
verið lengi loðað við islendinga að
þeir veldu frekar útlendan iðn-
varning en þann islenska. Þessi
kynning hlýtur allavega að hafa
einhver áhrif en hve mikil er ekki
gott að segja.
Já, ég dreg þróunarmöguleika
islensks iðnaðar ekki i efa, þvi
það er nú sem betur fer að verða
komið úr móð að menn geti ekki
látið sjá sig i islenskum fötum,
skóm eða sliku.
Það má ýmislegt finna að
vinnuaðstöðunni. En miðað við
hvernig hún er viða mætti segja
að hún væri þokkaleg. — En
ýmislegt mætti betur fara og þarf
að lagast, svo sem öryggisatriði,
þó svo að margir noti ekki þau
tæki sem eru fyrir hendi. —
Stöndumst fullkomlega
samanburð.
Tómas Guðmundsson iðnnemi:
Maður hefur litið heyrt um
þessa iðnkynningu og veit litið i
hvaða formi hún verður. Það
eina sem ég veit um framlag
Slippstöðvarinnar er að forstjóri
Slippstöðvarinnar er i fram-
kvæmdanefnd iðnkynningarinn-
ar. Og annað hef ég ekki heyrt um
hlut Slippsins.
Framleiðslan er skip, undan-
farið aðallega skuttogarar. Að
dómi þeirra sem vit hafa á, eða
eiga að hafa vit á, stenst þessi
framleiðsla fullkomlega saman-
burð við erlenda frameliðslu. Tel
ég hana þvi eiga mikla framtið
fyrir sér.
Eg þekki ekki til viða varðandi
vinnuaðstöðu. Hún mætti að
mörgu leyti vera betri hérna, en
eftir þvi sem ég hef heyrt er að-
staða hér nokkuð góð miðað við
það sem annarsstaðar tiðkast.
Launin aftur á móti eiga aö vera
betri; skilyrðislaust i svona iðn-
aði, mengunariðnaði. Þar kemur
til bæði hávaðamengun og einnig
mengun á þvi andrumslofti sem
við vinnum i og ef einhversstaöar
áað hækka launþá er þaði járn-
iðnaði, en vitaskuld einnig viðar.
Ætli ég þyrfti ekki að vinna enda-
laust yfirvinnu til að hafa lifvæn-
leg laun. Ég hef nú um það bil 60
þúsund kr. fyrir átta stunda
vinnudaginn og þarf þvi að ná
stærstum hluta tekna minna með
yfirvinnu.— KA/JÓ
Jóhann Jóhannsson, vélvirki og Tómas Guðmundsson, iðnnemi.