Þjóðviljinn - 16.10.1976, Page 12

Þjóðviljinn - 16.10.1976, Page 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 16. október 1976 Grænlensk börn og færeysk munu eiga slna fulltrúa á norrænu menningarvikunni þegar m.a. verOur rætt um tómstundastarf á Noröurlöndunum. Þessi mynd var tekin af stoltum grænlenskum börnum með tfkina sina og afkvæmi hennar. í fyrsta sinn á Íslandí Leikrit frá Fœreyjum Sýnt i tengslum við norrœnu menn- ingarvikuna sem hefst i Kópavogi um helgina í tengslum við norræna menningarviku, sem hefst í Kópavogi um næstu helgi, mun Leik- félag Kópavogs setja á svið leikritið ,,Glataðir snillingar" og verður það fyrsta færeyska leikritið sem sett er upp hér á ís- landi. Höfundur er William Heinesen en leik- stjóri Stefán Baldursson. Norræna menningarvikan hefst nk. laugardag og stendur til 24. október. Aðdragandi vik- unnar er sá, að á sl. ári bauð Norræni menningarsjóðurinn i Kaupmannahöfn fram styrk meðal sveitarfólága á Norður- löndum, til þess að efla kynn- ingu á sviði menningarmála þeirra á milli. Hlaut Kópavogskaupstaður styrk frá sjóðnum til þessa, og fól bæjarstjórn Kópavogs full- trúum frá Leikfélagi Kópavogs, Lista- og rnenningarsjóði Kópa- vogs, Norræna félaginu i Kópa- vogi og Tómstundaráði Kópa- vogs að annast framkvæmd og skipulagningu vikunnar, ásamt bæjarstjóranum i Kópavogi. Sú hugmynd kom fljótlega fram að bjóða vinabæjum Kópavogs á Norðurlöndum þátttöku i vikunni og þáðu þeir allir boðið, en þeir eru Ang- magsalik á Grænlandi, Klaks- vik i Færeyjum, Mariehamn á Alandseyjum, Norrköping i Svi- þjóð, Odense i Danmörku, Tapere i Finnlandi og Þránd- heimur i Noregi. Meginþættir norrænu menningarvikunnar verða tvær sýningar að Hamraborg 1 og svo ráöstefna i Félagsheimili Kópa- vogs um tómstundamálefni og hlutdeild sveitarfélaga i þeim. Til ráðstefnunnar er boðið full- trúum ýmissa félagasamtaka i Kópavogi auk þess sem hún er opin almenningi á meðan hús- rúm leyfir.__ 'Sýningarnar verða sömuleiðis opnar almenningi frá kl. 16.00- 22.00 alla daga en auk þess verður fjölbreytt dagskrá á kvöldin i samkomusölum Félagsheimilisins. Ber þar hæst áðurnefndan leikritaflutning,en auk þess eru fyrirlestrar, nor- ræn kvöldvaka, kvikmynda- sýningar, sýning leikflokksins INOK o.fl. Þá er efnt til ritgerðarsam- keppni meðal barna og unglinga i Kópavogi og fleira gert i tilefni norrænu menningarvikunnar. —gsp Bætt aðstaða fyrir Yestmannaeyjaferju Eins og sagt hefur verið frá i blöðum og öðrum fjöimiölum að undanförnu hefur nú verið komið hér upp stórbættri aðstöðu fyrir Vestmannaeyjaferjuna, sagði Þorsteinn Sigvaldason, fréttarit- ari blaðsins i Þoriákshöfn, i viðtali við það I gær. Okkur hér i Þorlákshöfn finnst þó að þvi verki sé ekki sómasam- lega lokið fyrr en búið er að setja fyllingu á bak við gamla Suður- varnargarðinn. Þar flæðir alltaf yfir ef eitthvað hreyfir sjó og þegar það gerist, er bryggjan nánst ónothæf. Hinsvegar er kaflinn þar fyrir utan og svo garöurinn sjálfur i ágætu lagi. Þar fer sjórinn ekki yfir þótt eitt- hvað „gefi á bátinn”. Nú mun meiningin að svæðið verði malbikað i dag. Hingað er kominn vinnuflokkur frá Reykja- vík, — frá borginni eru þeir, held ég, — og er hugmyndin að hann malbiki bryggjuna og athafna- svæðið fyrir Vestmannaeviabát- inn. —mhg Fundur herstöðvaandstæð- inga í Mývatnssveit Um helgina var haldinn i Skjól- brekku Mývatnssveit fundur her- stöðvaandstæðinga sem starfs- hópur þeirra i Þingeyjarsýslu gekkst fyrir. Um sextiu manns sóttu fundinn og urðu á honum lif- legar umræður. Fundinn sóttu þeir Asmundur Asmundsson og Andrés Kristj- ánsson sem skýrðu frá starfi miðnefndar og höföu framsögu og Böðvar Guðmundsson skáld sem söng. Jakobina Sigurðardóttir og Þráinn Þórisson lásu ljóð. Fundarstjóri var Erlingur Sigurðarson. Nú getur þú áhyggjulaust boöiö gestum kalda drykki heima hjá þér. Engin biö eftir aö vatniö frjósi í ískápnum. Hjá Nesti færöu tilbúna ísmola, — og þú átt ekki á hættu aö veröa ís-laus á miöju kvöldi. Renndu viö í Nesti og fáöu þér ísmola í veizluna! NESTI h.f. Fossvogi f-f ] 1 < * R Ártúnshöfða — Elliöaár Þú færð ísmola í veizluna í Nesti

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.