Þjóðviljinn - 22.10.1976, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 22.10.1976, Blaðsíða 3
Föstudagur 22. október 1976 ÞJÓÐVILJINN — S1DA'3 Saul Bellow: Innhverfur Nóbelshafi Saul Bellow er fæddur i Kan- ada árið 1915 og voru foreldrar hans gyðingar frá Rússlandi. Hann fluttist með foreldrum sinum til Bandarikjanna níu ára að aldri. Hann nam félagsfræði og mannfræði við ýmsa háskóla. Fyrsta skáldsaga hans kom út 1944. Frægð hlaut hann svo um munaði með skáldsögunni „Ævintýri Augie March” (1953) sem er um ungan mann, gyðing, sem flakkar um heiminn, og prófar ýmis störf, kunningsskap og tálsýnir og yfirgefur þau. Verk hans eFu yfirleitt mjög tengd hinum gyðinglega arfi forfeðra hans, þótt þvi fari fjarri að hann sé lokaður inni i einskonar ghettotilveru. bekkt- asta verk hans og það sem við- ast hefur farið er Herzog, sem út kom 1964. Einnig i þvi verki er gyðingur aðalsöguhetja, eöa and-söguhetja, prófessor sem á i ógæfulegu hjónabandi. Bellow segir sjálfur um þá sögu á þá leið að Herzog sé nú- timamenntamaður sem glimir við hugmyndir einatt á nei- kvæðan hátt. Hann þarf að af- greiða mikið af hlutum sem ekki skipta máli, mikið af hverskyns endaleysu til þess að fá lifað af. ,,Ég held, segir höfundurinn, aö margt i þeirri bók megi útskýra blátt áfram með þvi, að þar er gengið út frá þvi að tilveran sé mikils virði”. I greinargerð Sænsku akademiunnar fyrir verðlaunaveitingunni segir á þá leið, að verk Saul Bellows séu öll um menn sem skorti fótfestu i lifinu, en gefast ekki upp við að halda áfram að leita að slikri fótfestu. Fer akademian viður- kenningarorðum um þessar persónur, þessar „and-hetjur” sem aldrei láta af þeirri trú sinni, að gildi lifsins séu tengd virðuleika en ekki velgengni. Saul Bellow er mjög ólikur þeim höfundum bandariskum sem hafa farið með samfélags- ádeilu i nafni umbóta. Hann kveðst heldur vilja forðast þaö sem hann kallar fáránleika upp- reisnarinnar. Hann er sagður forðast afmörkuð heimspeki- kerfi og goðsögn, ekki hafa þolinmæði til að fást við hvikul félagsleg fyrirbæri heldur finni hann kjarna mannlegrar reynslu i fólki sem er i leit að sjálfu sér og leitar ástar. Bellow lýsir einstaklingum sem i flóknu samfélagi gilma við fáránleika og marktæk gildi og eigin til- finningar. „Eftir þvi sem mann- leg einangrun vex, skrifar Bellow, meðan menntun og hæfni margfaldast, verða þær spurningar og þau svör sem mestu skipta innhverf. Það er dapurlegt til þess að vita að þeim greindum mönnum fjölgar sem eiga merkilegastar orðræð- ur við sjálfa sig”. 1 fyrra gaf Saul Bellow út bók sem nefnist „Humboldt’s gift”. áb Gleymdum á stundum að smella af — segir Gerður Óskarsdóttir, sem sýnir litskuggamyndir úr Kinaferð á fundi Alþýðubandalagsins um Kina á laugardag Þessar myndir sem við Sigurð- ur Pálsson ætlum að sýna á Kina- fundi Alþýðubandalagsins á laugardaginn eru ekki eins góðar og við vildum. Astæðan er sú að oft á tiðum, þegar eitthvað hreif okkur, sem við sáum I Kínaferð- inni þá gleymdum við að smella af. En við munum reyna að fylla I eyðurnar með spjalli kringum myndirnar, cftir þvi sem tilefni gefst til. Þetta sagði Gerður óskars- dóttir, kennari þegar Þjóðviljinn ræddi við hana i gær um dagskrána á Kinafundinum. Hún fór ásamt fimm öðrum islending- um til Kina i sumar og ferðaðist um tveggja og hálfrar viku skeið um austurhluta landsins. — Við skoðuðum bæði sögu- legar minjar og verksmiöjur, fór- um út i sveitir og kynntumst starfi kommúna, komum i skóla, dagheimili, sjúkrahús og inn á heimili. — Höfðuö þiö á tilfinningunni að verið væri að leiða ykkur á sér- staka sýningarstaði fyrir feröa- menn? — Auðvitað var það valið sem við skoðuðum. En ef við fengum áhuga á einhverju og óskuðum eftir að dagskránni yrði breytt var fúslega orðið við óskum okk- ar. Við höfðum ekki á tilfinning- unni aö verið væri að loka okkar af á neinn hátt og við fengum að ræða við hvern sem okkur fýsti á götu úti, á heimilum og i verk- smiöjum. — Er ekki dýrt að fara til Kina? — Það er rándýrt og ferðalagið með þotu tekur rúma 20 tima frá Kaupmannahöfn til Bankok og Hongkong. — Hvað fannst þér mest til koma hjá kinverjum? — Það var auðvitaö hvað þeim hefur tekist aö gera á 25 árum, það er nóg aö borða, allir hafa föt og atvinnu, sjúkrahjálp er næg og skólar fyrir öll börn. Auðvitað er llfsafkoman ekki komin á sama stig og hér, og mikið eftir að gera. En jöfnuðurinn milli manna er lika miklu meiri. — Varstu fyrir vonbrigöum meö þessi stuttu kynni þin af Kina? — Ég get varla sagt aö ég hafi annaö en yfirborðslega skyndi- mynd af lífinu i Kina. En ég get þó sagt, að ég varð ekki fyrir von- brigöum með þaö sem ég sá. Með i Kinaförinni i sumar voru þau Þórhildur Þorleifsdóttir. leikstjóri, Arnar Jónsson, leikari. Soffia Snorradóttir, hjúkrunar- kona, Kristján Guölaugsson, kennari, og Sigurður Pálsson, skáld. —ekh. Sveinafélag húsgagnasmiða: Vegið að rétti stétta rfé laga félagi húsgagnasmiða 18. okt. 1976. „Félagsfundur Sveinafélags húsgagnasmiða, haldinn 18. októ- ber 1976, mótmælir harölega framkomnum drögum að frum- varpi að nýrri vinnulöggjöf, sem félagsmálaráðherra hefur látiö semja. Þar er vegið svo að rétti l stéttarfélaganna, að verkalýös- hreyfingin hlýtur að snúast hart til varnar og gera allt, sem i hennar valdi stendur til þess að koma i veg fyrir að drögin verði lögð fyrir Alþingi. Fundurinn vill yfirleitt vara ráðamenn við þvi, að leggja fram á Alþingi lagafrumvörp, sem snerta verkalýðsfélögin og starf- semi þeirra, án samþykkis þeirra sjálfra.” , Eftirfarandi tillaga var ein- róma samþykkt á fundi i Sveina- íslendinga- félagið í T romsö Þann 27. september sl. var stofnað i Tromsö I Noregi Is- lendingafélag sem hlaut nafniö Hrafnaflóki. I félaginu eru 15 manns, flestir námsmenn i Tromsö. Formaöur er Gisli Þór Sigurþórsson. Breskir vinstri menn ísókn Foot kjörinn varaformaður Verkamannaflokksins LUNDÚNUM 21/10 Reuter — Michael Foot, einn helsti for- kólfur vinstri arms Verkamanna- flokksins breska i rikisstjórn, bar i dag efra skjöld af Shirley Williams i kosningum um stöðu varaformanns i flokknum. Fékk Foot, sem er 63 ára og leiötogi flokksins i neðri deild þingsins, 166 atkvæði i leynilegum kosn- ingum þingflokksins. Williams, sem er i hægri armi flokksins, 46 ára, bandarisk að ætt og fræðslu- málaráðherra, fékk 128 atkvæði. Kosning Foot þykir bera vott um verulega sókn vinstrimanna i Verkamannaflokknum, en sú sókn var ljós þegar á flokksþing- inu i september er Norman Atkin- son var kjörinn féhirðir flokksins. Foot hefur reynst stjórninni trúr undanfarið, enda þótt kreppuráð- stafanir hennar hafi vakið and- stöðu vinstrimanna. Hann nýtur mikilla vinsælda af alþýðu. Kenía stöðvar sam- göngur vegna grœn apaveikinnar NAIROBI 21/10 Reuter — Stjórn Keniu hefur bannað alla vöru- flutninga á landi milli þess lands annarsvegar og Zaire og Súdans hinsvegar vegna drepsóttar þeirrar er brotist hefur út i nefnd- um tveimur löndum. Veiki þessi, ýmist kölluð Marburgar- eða grænapaveikin, hefur að sögn orðið aö bana yfir 370 manns i Zaire og Súdan siðan i september. Fyrstu sjúkdómseinkenni eru hiti, höfuðverkur og verkir i vöðv- um, siðan ógleöi, uppköst og nið- urgangur. Þegar sjúklingum eln- ar sóttin blæða þeim gómar og nasir og einnig blæðir þeim inn- vortis. Engin lækning hefur enn fundist við veiki þessari, sem or- sakast af veiru. Veiki þessarar varö fyrst vart 1967, er um 30 starfsmenn á rann- sóknastofu i Marburg i Vestur- Þýskalandi veiktust eftir að hafa meðhöndlaö liffæri úr afriskum apa af tegund þeirri, er grænapi er kallaöur. Sjö þeirra sem veiktust dóu. Minnkandi vinsældir Bandaríkjanna í Vestur- Evrópu Hafa aldrei verið minni s.l. 20 ár WASHINGTON 20/10 Reuter — Vinsældir Bandarikjanna I Vest- ur-Evrópu eru nú minni en nokkru sinni á síöastiönum rúm- um tuttugu árum, samkvæmt skoðanakönnun sem gerð var fyr- ir Upplýsingastofnun Bandarikj- anna (USIA). Könnunin var gerð I Bretlandi, Frakklandi, ltallu og Vestur-Þýskalandi nú I sumar. Blaðið New York Times skýrði svo frá i dag að i Bretlandi heföu 34% aðspurðra lýst sig hliöholla Bandarikjunum, sem er lægsta hlutfall þar i landi siðan þessar skoðanakannanir hófust 1954. 41% aðspuröra itala kváðust vinsam- legir Bandarikjunum, og eru þaö lika minnstu vinsældir Banda- rikjanna þar i landi sem um get- ur, 38% frakka eru nú banda- rikjavinir samkvæmt niðurstöð- um könnunarinnar, eða færri en nokkru sinni siðan 1958. I Vestur- Þýskalandi eru bandaríkjamenn áberandi vinsælastir, þar er hlut- fallið 57% þeim i hag, en þó aðeins litlu hærra en 1973, þegar banda- rikjavinsældir þar I landi urðu minnstar frá þvi að fariö var að mæla þær með skoöanakönnun- um. Talsmenn USIA segja að helsta sveiflan felist i þvi aö þeim hafi fækkað, sem telji sig hliðholla Bandarikjunum, en hinum fjölg- aö sem séu hlutlausir eða skoö- analausir I afstöðu sinni til þeirra. Hinsvegarer svo að heyra að aukning beinna óvinsælda Bandarikjanna sé ekki mikil. Liklegt má telja að niðurstööur þessar verði hitamál I forseta- kosningunum i Bandarikjunum, en nú eru aðeins tvær vikur i þær. Jimmy Carter hefur haldið þvi fram að nú, undir stjórn Fords forseta, sé viröing Bandarikjanna minni en nokkru sinni fyrr. Ford hefur ekki viljað viöurkenna að það sér rétt.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.