Þjóðviljinn - 22.10.1976, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 22. október 1976
DJOÐVIUINN
MÁLGAGN SÓSÍALISMA,
VERKALÝÐSHREYFINGAR
OG ÞJÓÐFRELSIS.
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans.
Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann
Ritstjórar: Kjartan ólafsson
Svavar Gestsson
Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson
úmsjón meö sunnudagsblaöi:
Arni Bergmann
Útbreiöslustjóri: Finnur Torfi Hjör-
leifsson
Auglýsingastjóri: Úlfar Þormóösson
Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar:
Skólavöröust. 19. Sfmi 17500 (5 Unur)
- Prentun: Bláöaprent h.f.
VERÐ Á ÞORSKBLOKK ALDREI VERIÐ HÆRRA
Nýjustu fréttir af verðhækkunum á út-
flutningsmörkuðum okkar eru þær, að nú
sé þorskblokkin komin i hærra verð á
Bandarikjamarkaði en nokkru sinni fyrr.
Frá þessu er m.a. skýrt i Morgunblaðinu i
fyrradag, en þar skýrir framkvæmda-
stjóri Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna
frá þvi, að dótturfyrirtæki Sölumiðstöðvar-
innar i Bandarikjunum hafi nú hækkað
verð á blokkinni til frystihúsa á íslandi i
85 cent.
Þetta er hæsta verð sem blokkin hefur
nokkru sinni komist i, en hæst varð verðið
áður stuttan tima um áramótin 1973/1974,
þá 82 cent.
Þessi frétt um verðið á þorskblokkinni
er vissulega engan veginn neitt einsdæmi
nú, heldur aðeins ein af mörgum álika
fréttum á undanförnum mánuðum.
Þvi skal hins vegar ekki gleymt, að það
var einmitt verðfall á þorskblokkinni á ár-
inu 1974, sem Morgunblaðið og rikisstjórn
Geirs Hallgrimssonar gerðu sér mestan
mat úr, og notuðu til að saxa niður kaup-
mátt launa verkafólks.
Þá hikaði Morgunblaðið ekki við að full-
yrða dag eftir dag, að fyrst verðið á blokk-
inni hefði fallið um 30%, þá yrði kaupið að
lækka álika.
Þá var ekki minnst á það i Morgunblað-
inu, eins og nú, að þorskblokkin væri þó
ekki nema nokkur hluti af útfluttum
sjávarafurðum okkar, en sannleikurinn er
sá, að aðrar freðfiskafurðir féllu hins veg-
ar aldrei i verði neitt i likingu við blokk-
ina.
Það er ljóst, að stjórnarherramir og á-
róðurstjórar þeirra eru nú famir að gera
sér ljóst, að hinar gifurlegu almennu verð-
hækkanir að undanförnu á útflutnings-
mörkuðum okkar hljóta að leiða til þess,
að almenningur á íslandi geri nú kröfur
um stórbætt kjör, — ekki sist einmitt
vegna þess, að stjórnarliðið og málpipur
þess hafa haldið uppi mjög háværum
áróðri um að öll kjaraskerðingin á siðustu
árum sé fyrst og fremst verðfalli á mörk-
uðum erlendis að kenna.
Nú fá þeir þessa áróðurskenningu
sjálfra sin i bakið, og þess vegna reyna
þeir nú i rökþroti að finna nýja varnarlinu,
nýja áróðursblöndu.
En þar fer flest i handaskolun, svo sem
að likum lætur. — Enga veislu fyrir verka-
fólk, var inntakið i fréttatilkynningu, sem
auðherrarnir i helstu samtökum frysti-
húsanna sendu öllum fjölmiðlum fyrir
nokkrum dögum. Þessi tilkynning mun
hafa verið send út i tilefni þess, að fisk-
blokkin komst i hærra verð en nokkru
sinni fyrr. Þarna eru á ferð sömu menn og
ákafast heimtuðu kauplækkun, þegar
þorskblokkin féll i verði fyrir rúmum
tveimur árum. Nú segja þeir enga kaup-
hækkun koma til greina þótt blokkin og
flestar aðrar afurðir okkar hafi náð fyrra
hámarksverði á ný, og sumar vel það.
Forystugrein Morgunblaðsins i gær ber
yfirskriftina Kjarabætur fyrir láglauna-
fólk —. Þótt yfirskriftin sé þessi er þó allt
inntak greinarinnar það, að vara við
nokkrum kauphækkunum og talað um „að
slikt mundi hafa hrikalegar afleiðingar
fyrir islenskt samfélag ”. Ymprað er þó á
möguleikanum á öðrum kjarabótum en
beinum kauphækkunum og á sérstökum
bótum til lágtekjufólks. í tilefni þessara
skrifa i Morgunblaðinu er vert að minna
rækilega á, að fyrir siðustu kjarasamn-
inga var það verkalýðshreyfingin, sem
bar fram sundurliðaðar kröfur um
margvíslegar kjarabætur i öðru formi en
beinna kauphækkana. Það var rikisstjórn-
in, sem hafnaði að kalla öllum þessum
kröfum, og neitaði að hlusta á alvarlegar
aðvaranir verkalýðshreyfingarinnar.
Verkalýðshreyfingin á íslandi hefur
aldrei einblint á krónutölu kaupsins eina
út af fyrir sig, heldur hefur það verið
kaupmáttur launanna, sem slagurinn hef-
ur staðið um, raungildið.
1 þessum efnum hefur að sjálfsögðu
engin breyting orðið.
Það er hins vegar núverandi rikisstjórn,
sem beitt hefur rikisvaldinu til að skerða
raungildi kaupsins hjá launafólki um
25-40% hvað sem krónutölunni liður, og
þannig gert nær alla launamenn á Islandi
að lágtekjumönnum.
Það eru Geir Hallgrimsson og hjálpar-
menn hans, sem bera höfuðábyrgð á þvi,
að verðlag hefur hækkað á Islandi um
160% á rúmlega hálfu þriðja ári.
Leiðir til að bæta kjörin eru fyrst og
fremst tvær. Að hækka kaupið i krónum
án verðlagshækkana, eða þá að lækka
verðlagið svo að óbreytt krónutala kaups
hækki að raungildi.
Það skiptir verkafólk engu máli, hvor
leiðin af þessum tveimur væri valin. Hitt
er aðalatriðið, að ná fram raunhæfum
kjarabótum, að vinna upp á sem allra
skemmstum tima kjaraskerðinguna
miklu, sem orðin er. Það er ekki fátækt
þjóðarbúsins, sem hér skammtar
smánarkjör, heldur það vald sem hreykir
sér i stjórnarráðinu og á Alþingi.
K.
Tillaga um
rœðu-
mann
Vöku
Ekki er hátt risiö á íhalds-
mönnum i Háskólanum frekar
en fyrri daginn; aB þessu sinni
þora þeir ekki aB bjóBa fram til
1. desember-nefndar, þrátt fyrir
Þór Vilhjálmsson mætti gjarn-
an fjalla um réttarrikiB á einka
samkomu Vöku 1. desember.
undangengiB mikiö brambolt og
auglýsingaskrum.
1. desember vildu Vökumenn
helst ræöa um „réttarrikiö”
ísland. AstæBan til þess aö
Vökumenn vilja kynna sér
nánar þetta fyrirbæri sem er
fremur til sem hugtak en veru-
leiki er vafalaust sú aö flestir
þeirra eiga e.t.v. eftir aö veröa
forsjármenn þessa rikis.
Forystumenn Vöku hafa
gegnum árin langflestir veriö
lögfræöingar og þeir hafa
margir hverjir prilaö upp eftir
stjórnmálastiga Sjálfstæöis-
flokksins og oröiö forsvarsmenn
rikisins. Þannig er Vökumaö-
urinn Þór Vilhjálmsson nýlega
oröinn hæstaréttardómari, og
væri vel viö hæfi aö Vökumenn
nútföarinnar geröu hann aö
ræöumanni sinum 1. desember
ef þeir fá einhverntima ein-
hverju aö ráöa fyrir vinstri
mönnum i Háskólanum. Þór
Vilhjálmsson gæti til aö mynda
fjallaö um efniö: Vl-stefnurnar
og hæstiréttur.
Bragð er að
Morgunblaöið fagnar nær
daglega miklum árangri rikis-
stjórnar Geirs Hallgrimssonar i
efnahagsmálum. En bragö er aö
þá barniö finnur og heimdell-
ingar hafa eitt og annaö viö
rikisstjórnina aö athuga saman-
ber eftirfarandi setningar úr
stjórnmálaályktun Heimdallar
sem samþykkt var fyrir nokk-
rum vikum:
Geir tekinn
i karphúsið
„Heimdallur harmar hversu
illa rikisstjórninni hefur gengiö
i baráttunni viö þá óöaverö-
bólgu og óreiöu sem vinstri-
stjórnin skildi eftir sig. Þrátt
fyrir tveggja ára valdasetu
sjást enn litil batamerki.
„Hættan, sem islensku þjóö-
inni stafar af sivaxandi skuida-
byröi erlendis veröur seint um of
fyrir mönnum brýnd. Þaö
ábyrgðarleysi, sem 1 þvi felst
aö velta á þennan hátt vanda
málum nútimans yfir á framtiö
ina er dæmigerö úrlausn Is
lenskra stjórnmálamanna í dag
Þaö hefur hingaö til ekki þótt
góöur siöur aö iifa um efni fram
og fresta vandamáium liöandi
stundar til morgundagsins”.
Sverrir — skiptir litlu þó bitling
ar falli i hlut flokksmanna.
Sverrir fœr
á baukinn
Þá segir um framkvæmda-
stofnunina: Flokkspólitiskt
eftirlitsmanna- og fyrir-
greiðslukerfi i opinberri stjórn-
sýslu veröur ekki meö nokkru
móti réttlætt undir rikisstjórn,
sem Sjálfstæöisflokkurinn á
aðild aö. Skiptir þar litlu þó
kommisaraembættin og feitir
bitlingar falli þá fremur þing-
mönnum flokksins i skaut.
Þingmönnum flokksins á ekki
aö vera stætt á að bregðast
margyfirlýstri stefnu flokks-
ráös og landsfunda Sjálfstæöis-
flokksins”.
Matthfas Bjarnason —
fullkomna ábyrgöarleysi.
Og Matthías
líka
Loks segir um ástand fiski-
stofnanna og viövarandi
fiskifræöinga:
„Þaö er fullkomiö ábyrgöar-
leysi aö tefla á tæpasta vaö i
þeim efnum. Heimdallur lýsir
furöu sinni á þvi aö stjórnmála-
menn okkar skuli leyfa sér aö
bjóöa hættunni heim meö þvi aö
hunsa álit fiskifræðinga um
ástand fiskistofnanna hér viö
land og vanrækja aö taka þær
pólitisku ákvaröanir sem nauö-
synlegt er aö taka ef skila á
jafnhagsælu landi til uppvax-
andi kynslóöar”.
— S
Geir— „dæmigeröur (slenskur
stjórnmáiamaöur i dag”.