Þjóðviljinn - 22.10.1976, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 22.10.1976, Blaðsíða 11
Föstudagur 22. október 1976 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11 “V Evrópuleikurinn í Njarðvík: Naumur sigur skotanna, 78-77 Gunnari mistókst víti á síðustu sek. Félagsmála- námskeið hjá Víkingi Fulltrúaráö Víkings mun gang- ast fyrir félagsmálanámskeiði i félagsheimili Vikings sunnudag- ana 24.10, 7.11. 14.11, og 21.11.kl. 10-12 fyrir hádegi. Námskeiöið er opiö öllum félagsmönnum Vik- ings. Námskeiöiö mun fjalla um hin ýmsu vandamál viö stjórnun og framkvæmd félagsmála almennt, og einnig um leiðir til þess aö auka eigiö sjálfsöryggi og létta undir meö aö tjá sig á fundum og mannamótum. Leiöbeinandi á námskeiöinu verður Konráð Adolphsson skóla- stjóri stjórnunarskólans ásamt aðstoöarkennurum. Það voru skosku meistararnir Boroughmuir Barrs sem sigruöu UMFN meö einu stigi, 78-77 i mjög skemmtilegum og tvisýnum ieik. I hálfleik var staöan jöfn. Munurinn var yfirleitt 3-5 stig, en mest komust njarövikingar yfir 8 stig, 60-52. Gunnari Þorvaröarsyni, besta manni njarövikinga, mistókst vltakast er aöeins 6 sek. voru til leiksloka og reiö þaö baggamun- inn fyrir UMFN. Hefði Gunnar hitt, heföi þaö þýtt framlengingu og þá er aldrei að vita hver úrslit- in heföu oröiö. Njarövikingarnir allir áttu mjög góöan leik, einkum þó Gunnar. Skotarnir voru sterkir og liðin I heild áþekk aö getu, eins og úrslitin sýna. Skosku meistararnir voru aö vonum mjög ánægöir með sigur- inn og eru bjartsýnir á heimasig- ur i Sktolandi eftir viku, en þá fer siöari leikurinn fram. Stigahæstu menn: UMFN: Gunnar Þorv. 20, Brynjar Sig- mundsson 16, Jónas Jóhannesson 14. — Boroughmuir Barrs: Dave Patterson 22, Guthrie Wilson 18, Bill Mclnnes 14. G.Jóh. Jónas Jóhannesson, hæsti maöurinn íliöi UMFN.skoraöi 14 stig I leikn- um I gærkvöldi. Hér skorar hann körfu fyrir íslenska landsliöið. CJ CJ o D jhJ'WvHi I rí "' I j L \,v| 0 m m Æ Hhn Bikarmeistararnir frá Luxembourg munu vafalaust lenda I ein- hverjum erfiðleikum með hina harðsnúnu Valsmenn, sem að öllum llk- indum veröa að gefa eftir rauðabúninginn sinn og Ieika f einhverjum öðrum lit...a.m.k. ef skyrtur andstæðinganna verða jafn rauðar og nafnið gefur til kynna. Eitt stig frá 01- leikunumvar aö bætast í safnið! Guömundur lyftingakappi flyst upp í 8. sæti íslenska Oly mpiusveitin var að fá nokkuð óvænta viðbót á stigafjöldann sinn i Montreal. t stað þess að næla sér i tvö stig eins og opinberlega var yfirlýst, hcfur þeim fjölgað i þrjú og geröist það vegna þess, að Guðmundur Sigurðs- son lyftingamaður. sem fékk tvö stig fyrir að ná 9. sæti, var fluttur upp i 8. sæti fyrir skömmu. Nýiega komst það nefnilega upp að bandarlkjamaöurinn Greppaldi, sem náði 8. sæti, næstur á undan Guðmundi, hafði notað ólögleg örvandi lyf I rikum mæli og var hann um- svifalaust felldur út af list- anum yfir efstu menn. Guö- mundur fluttist fyrir vikiö upp og jók unninn stigafjölda lslands um helming. —gsp „Rauðu strákarnir” mæta Valsmönnum í EM um næstu helgi! Báöir leikir Vals og Red-Boys Differdange í Evrópukeppni bikarmeistara fara fram hér á landi Handknattleiksliö Vals mætir um helgina Red Boys Differdange frá Luxemborg í Evrópu- keppni bikarmeistara i handknattleik. Leika liðin tvo leiki/ báða í Laugar- dalshöllinni/ en Valsmenn sömdu við mótherja sína um að báðir leikirnir yrðu leiknir hér á landi. Leik- irnir i Laugarda Ishöll verða sem hér segir: Fyrri leikur: laugardag 23. október klukkan 15.00. Seinni leikur: sunnudag 24. október klukkan 20.30. Dómarar i báöum leikjunum veröa danskir, Jan Christiansen og Henning Svensson, en þeir hafa báöir dæmt oftsinnis hér á landi. Valur hefur einu sinni áður tekið þátt I Evrópukeppni i hand- knattleik. Var þaö áriö 1973 að félagiö tók þátt i Evrópukeppni meistaraliöa. Lék Valur tvo leiki viö þávarandi Evrópumeistara, vestur-þýska félagiö Gummers- bach og sigruöu þjóöverjarnir I báöum leikjunum, 12:11 hér heima og 16:8 I V-Þýskalandi. Nú þegar Valur tekur þátt i Evrópukeppni i annaö sinn, er félagiö i efsta sæti meö 6 stig i þremur leikjum — hefur unniö alla sina leiki til þessa. Telja valsmenn aö möguleikar á þvi aö komast nú i aöra umferö keppn- innar — aö minnsta kosti — séu mjög miklir og eru staðráönir i að ná þvi marki. Leikmenn Vals i Evrópu- leikjunum á móti Red Boys verða þessir: 1. Ólafur Benediktsson, 24 ára tölvufræöingur. 12. Jón Breiöfjörö, 31 árs prentari 2. Gunnsteinn Skúlason, 28 ára framkvæmdastjóri 3. Jóhann Ingi Gunnarsson, 22 ára nemi 4. Bjarni Guðmundsson, 19 ára nemi. 6. Karl Jónsson, 20 ára kjötiðnaðarmaður 7. Steindór Gunnarsson, 20 ára nemi 8. Stefán Gunnarsson, 25 ára múrari 9. Jóhannes Stefánsson, 20 ára matsveinn 10. Jón H. Karlsson, 27 ára fram- kvæmdastjóri. 11. Jón Pétur Jónson, 23 ára sölumaður. 13. Þorbjörn Guömundsson, 22 ára verslunarmaöur 15. Hermann Gunnarsson, 29 ára fulltrúi 14. Gisli Arnar Gunnarsson, 22 ára nemi 16. Garöar Kjartansson, 25 ára verslunarmaöur 17. Björn Björnsson, 21 árs pipulagningamaöur 18. Bergur Guðnason, 35 ára lögfræðingur Þjálfari Vals er Hilmar Björns- son Iþróttakennari. „Kópar” halda stofn- fundinn N.k. laugardag verður stofnfundur nýs knattspyrnu- félags I Kópavogi. Veröur fundurinn haldinn f félags- heimili K.F.U.M. við Lyng- heiði ki. 16:00. Mjög mikill áhugi er fyrir þessari félagsstofnun, þó helst i austurbænum, en þar hyggst félagið fyrst og fremst hasla sér völl. Það leikur engin vafi á þvi að mikil þörf er fyrir nýtt iþróttafélag i Kópavogi, þar sem ibúatalan er komin yfir 12 þúsund og a.m.k. helmingur þess undir tvftugs aldri. Ekki er vafamál að fjölmenni verð- ur á þessum fyrsta fúndi féiagsins.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.