Þjóðviljinn - 24.10.1976, Side 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 24. október 1976
DIOÐVIUINN
MÁLGAGN SÓSÍALISMA,
VERKALÝÐSHREYFINGAR
OG ÞJÓÐFRELSIS.
Útgefandi: Útgáfilfélag Þjóöviljans.
Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann
Ritstjórar: Kjartan ólafsson
Svavar Gestsson
Fréttastjóri: Einar Karl Haraidsson
Umsjón meö sunnudagsblaöi:
Arni Bergmann
Ctbreiöslustjóri: Finnur Torfi Hjör-
leifsson
Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar:
Skólavöröust. 19. Sfmi 17500 (5 Ifnur)
Prentun: Blaöaprent h.f.
AFTURHALDSSTEFNA í HEILBRIGÐISMÁLUM
Ekki er ýkjalangt siðan allar opinberar
framkvæmdir hér á landi drógust von úr
viti. Þetta átti ekki sist við um fram-
kvæmdir i þágu almennings, sjúkrastofn-
anir og skóla.
Til að mynda var Borgarspitalinn i
Reykjavik upphaflega i smiðum á annan
áratug, og á sama tima stóðu hálfkaraðar
byggingar við Landspitalann. Þetta tafði
allar úrbætur og var mjög óhagkvæmt
þvi að i hinum hálfgerðu byggingum var
bundið fé sem ekki skilaði neinum arði.
Þessum Bakkabræðravinnubrögðum var
reynt að breyta með lögum um opinberar
framkvæmdir, en breyting varð litil i
verki fyrr en með tilkomu vinstri-
stjórnarinnar 1971; má minna á mörg
dæmi þvi til sönnunar, t.a.m. sjúkrahúsið i
Vestmannaeyjum. Þeir sem i þeirri stjórn
störfuðu urðu þó varir við tilhneigingu til
þess að nota lögin um opinberar fram-
kvæmdir ekki sem hvata heldur sem
dragbit.
í tið vinstristjórnarinnar var ákveðið að
ráðast i byggingu geðdeildar við Land-
spitalann. Ástæðan var sú að aðstaða geð
sjúkra var mjög erfið og fyrirsjáanlegt að
á skömmum tima horfði til algers neyðar-
ástands. Ákveðið var að koma
geðdeildinni upp á lóð Landspitalans, svo
að deildin gæti notið þess mikla og marg-
vislega stuðnings sérfræðingahóps sem
þar starfar, auk þess sem sú breyting átti
að stuðla að eðlilegri afstöðu fólks til geð-
sjúkdóma. Allir þekkja þau niðrandi orð
sem búin hafa verið til og hafa ,,Klepp”
sem fyrri lið. Bygging geðdeildar var
undirbúin að fullu i tið fyrrverandi
stjórnar og gengið frá samningum við
verktaka um að gera húsið fokhelt á til-
teknum tima. Þær framkvæmdir gengu
myndarlega og þeim var lokið á fyrri
hluta þessa árs. Við gerð fjárlaga fyrir
þetta ár var hins vegar þannig að verki
staðið að fé var aðeins veitt til þess að
gera bygginguna fokhelda og ekkert
umfram það. Þvi stöðvuðust fram-
kvæmdir við húsið á fyrri hluta þessa árs.
Nefnd sú sem stjórnar framkvæmdum á
Landspitalalóðinni reyndi þvi að verða sér
úti um lánsfé og tókst að fá allverulegt lán
hjá Háskóla íslands, sem ekki gat á þessu
ári hafið fyrirhugaðar framkvæmdir sem
fé hafði verið veitt til. En þá hagnýtti
rikisstjórnin sér lög um opinberar fram-
kvæmdir til þess að stöðva framkvæmdir,
og er ekki annað vitað en að þeir nafnarnir
sem stjórna heilbrigðismálum og fjár-
málum séu algerlega sammála um þau
óhæfu vinnubrögð. Aformin virðast
þannig vera að taka upp forna hætti,
stöðva hálfkaraðar byggingar, gera
tviverknað, slúx og slen,að leiðarljósum.
Þetta er aðeins eitt dæmi af ákaflega
mörgum. í tið vinstristjórnarinnar var
t.a.m. sett löggjöf um heildarskipulag
heilbrigðismála og náði hún til landsins
alls. í þeirri löggjöf voru fyrirmæli um
það að heilbrigðisráðuneytið léti gera tiu
ára áætlun um framkvæmd laganna, en
hún skyidi siðan endurskoðuð á tveggja
ára fresti. Áætlunina átti siðan að leggja
fyrir alþingi, svo að þingmenn gætu stuðst
við hana við ákvörðun um fjárveitingar.
Vinna við gerð þessarar áætlunar var
hafin i tið fyrrverandi rikisstjórnar, en
núverandi heilbrigðismálaráðherra hefur
látið stöðva þá vinnu gersamlega. Hann er
ákaflega mikið gefinn fyrir geðþótta-
vinnubrögð, og hefur auk þess sýnt i verki
að hann hefur mjög takmarkaðan áhuga á
heilbrigðis- og tryggingamálum.
Heilbrigðis- og tryggingamál eru stærsti
liðurinn á f járlögum hvers árs og eiga að
vera það. Ef við viljum vera sjálfstæð þjóð
verðum við að sanna i verki að við getum
haft hér jafn gott eða betra þjóðfélag en
þau stóru riki sem umhverfis eru. Einn
skýrasti mælikvarðinn er það hvernig
búið er að sjúku fólki, öryrkjum og
öldruðum. Á þeim sviðum var gert mikið
átak i tið fyrrverandi stjórnar, enda var
skipan þessara mála orðin islendingum til
sárrar vanvirðu i tið viðreisnar-
stjórnarinnar svonefndu. En húverandi
stjórn hefur unnið markvisst að því að
brjóta niður, torvelda og tefja þá jákvæðu
stefnu sem hafin var i tið fyrrverandi
stjórnar. Sá blettur er einn hinn svartasti i
sögu rikisstjórnarinnar og verður
skráðuri islandssöguna i ófögrum
eftirmælum um hana. —m.
Kja ra má lafm mskógu r
Samanburöur launa er býsna
algengur og hjá opinberum
starfsmönnum hefur hann til
skamms tima verið beinlínis
lögbundinn — þvi að fyrsta lifs-
regla geröardóms þess, sem
lögum samkvæmt hefur ákveðið
kjör þeirra frá 1962-1976 var ,,að
hafa við úrlausnir sinar hliðsjón
af kjörum launþega er vinna viö
sambærileg störf hjá öðrúm eri
rikinu”.
Með þeim takmarkaða verk-
fallsrétti, sem opinberir
starfsmenn fengu s.l. vor, var
gerðardómur aö visu afnuminn
hjá BSRB (en heldur ennþá velli
hjá háskólamenntuðum). En
samanburöurinn blifur, þvi aö
bæði manna á milli og i sam-
þykktum starfshópa og félaga
opinberra starfsmanna endur-
ómar krafan um samanburð við
„almennan vinnumarkað”, já
og stundum meira að segja tal-
að um „frjálsan” launamarkað
— hvernig sem það fyrirbæri
fær nú þrifist i auðvaldsþjóð-
félagi.
Hvernig er þá „almennur
vinnumarkaöur” hér á landi?
Vissulega væri það verðugt viö-
fangsefni þessa greinarkorns aö
svara slikri spurningu — en
þegar i upphafi kynnisferðar
okkar komumst viö aö raun um,
aö vinnumarkaöurinn likist
mest frumskógi, þar sem sum
svæðin eru engum fær nema
fuglinum fljúgandi.
Þannig gefumst við strax upp
við að útskýra ótal tegundir
ákvæðisvinnukerfa og margvis-
lega bónusvinnu, sem ýmist
mun fundin meö flóknum tima-
mælingum eða hún miðast við
„fengna reynslu”. Ekki reynast
auðveldari sjómannakjör, sem
greinast m.a. eftir veiöiaðferð-
um, fiskiskipastærð, mismun-
andi fastakaupi, aflaprósentu
o.fl. ásamt álagi af ýmsu tagi
(mótortillegg, kælitillegg, tal-
stöðvatillegg, oliutillegg, fjar-
verutillegg o.s.frv.).
Fyrir hinn almenna launa-
mann er þessi stóri hluti vinnu-
markaöarins algert myrkviði og
verður svo áfram þrátt fyrir
þennan pistil, þvi að greinarhöf-
undur verður aö viöurkenna al-
gerlega vanþekkingu á þessum
samningum.
Þess i stað skulum viö halda
okkur á greiöfærari leiðum, þar
sem rikir fastmótaðra launa-
greiöslukerfi með timakaupi,
sem má breyta i vikukaup, sé
það margfaldað með 40 og þvi
vikukaupi er siðan unnt að
breyta i mánaöarlaun með þvi
að margfalda með 4,33.
En frá þessari meginreglu
munu svo einnig vera til undan-
tekningar (að visu sjaldgæfar)
— en um alla aðra þætti hins
heföbundna launakerfis virðast
gildandi ótal afbrigði, svo aö
ósjálfrátt beinist athyglin frem-
uraö afbrigöilegum sérkennum
en þvi aö fá fram heildarmynd.
Höldum samt áfram.
Grundvöllur hvers kjgra-
samningser byrjunarkaup, sem
enginn virðist þó vita hvernig
upprunalega er tilkomið.
Almenn einkenni þess er þó, að
það nægir ekki eitt sér fyrir
nauðaþurftum, og þaö hækkar
yfirleitt minnst i kjarasamning-
um, þótt allir keppist við aö
boða láglaunastefnu og launa-
jöfnun.
Byrjunarlaun hinna ýmsu
starfsgreina eru talsvert mis-
munandi og ræöur þar m.a. um
menntun og „ábyrgö” auk mis-
jafnra hagsmunatengsla við-
semjenda.
Ofan á byrjunarlaunin koma
svo oftast aldurshækkanir,
a.m.k. ein en þó gjarnan fleiri.
Þær koma eftir mislangan tima
(frá 3 mánuðum upp i 15 ár) og
eru afar ólikar, þvi að stundum
eru þær föst krónutala en oftast
þó prósentuhækkun.
Menntun og próf hafa ekki
einvöröungu þýðingu við
ákvörðun byrjunarlauna. A
starfsferlinum öölast sumir
starfshópar námskeiösálag,
starfsþjálfunarhækkun eöa lög-
gildingarálag.
Mannfaforráð leiða og til
skjótra hækkana og iöulega
nýrra nafngifta eins og umsjón,
varðstjórn, verkstjórn og
framan við þann titil er gjarnan
bætt við aðstoöar- eða vara-
handa þeim lægst settu, en yfir-
eða aöal- hjá þeim, sem betur
mega sin. Og þótt titlarnir séu
nú góðir, þá er nú meginkostur
þessa kerfis, aö þeim fylgir nær
ailtal væn prósentuhækkun
launa.
Eftir Harald
Steinþórsson,
framkvæmda-
stjóra BSRB
Siðan hefur átt sér stað á siö-
ustu árum ör þróun samnings-
bundinna hlunninda og álags-
greiðslna, t.d. vegna óþrifa-
legrar vinnu, viðgerða- og
breytingavinnu, svo og hæöará-
lag, þungaálag og erfiðisálag.
Dæmi eru um þaö i sumum
samningum, aö hækkanir þess-
ar gefi yfir 100% ofan á
byr unarlaunin.
Loks má ekki gleyma hér
yfirborgunum, sem stundum er
beinlinis getið i samningum, en
eru þó yfirleitt munnlegar og
þvi ótryggari. Þær eru almenn-
ari og rausnarlegrieftir þvi sem
ofar dregur, þvi að mikiö vill
jafnan meira.
Flest það, sem hér er nefnt að
framan, er taliö upp i reglugerö
um launajöfnunarbætur, sem
rikisstjórn gaf út fyrir tveimur
árum, og var þar reiknað sem
hluti af kaupi. Upptalningin var
ekki talin tæmandi.
Þessu til viðbótar var I reglu-
gerðinni getið um greiðslur
(kaupauka), sem ekki skyldu
svipta menn láglaunabótum, en
þær voru t.d. verkfærapeningar,
flutningspeningar, fæöispen-
ingar, fatapeningar og fata-
þvottapeningar.
Þessi staðreyndaupptalníng
er til þess ætluð aö vekja ein-
hverja til umhugsunar um
ástandið i launamálum og
væntanlega skilnings á sumum
þeim vandamálum, sem ein-
kennt hafa stéttarfélögin i bar-
áttu þeirra undanfarin ár.
Og'spurningarnar gerast áleitn-
ar.
Er fastaakupið og launastig-
inn i rauninni aö verða auka-
atriði i kjarabaráttunni? Er
ekki veriö að innleiða hér hnefa-
rétt starfsstéttanna, þar sem
hinn hærra setti stendur betur
að vigi? Skapar þessi þróun ekki
siaukna sundrung vinnandi
fólks i staö samstöðu? Styrkir
þetta ekki þannig stööu auö-
valdsins og pólitiskra þjóna
þess?
Á næsta ári fá opinberir
starfsmenn i BSRB verkfalls-
rétt um kjarasamninga I fyrsta
skipti. Viðmiðun við „almennan
vinnumarkað” er þá ekki lengur
aö finna i lögum frá Alþingi.
Eflaust mun þó samanburður
verða viöhafður áfram og ýmsir
munu telja fulla þörf á að
skreyta einhæft og fastnjörfað
launakerfi rikis- og sveitar-
félaga méð nokkrum viðbótar-
f jöðrum.
Væri nú ekki full ástæöa til á
þessum krossgötum fyrir
stéttarsamtök launafólks aö
meta sameiginlega heildarstöö-
una og ihuga, hvort ekki væri
fullþörf endurskoöunar og jafn-
vel byltingar i Íaunamálum hér
á landi.