Þjóðviljinn - 24.10.1976, Síða 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 24. október 1976
SVAVA JAKOBSDÓTTIR:
Frá ráöstefnu herstöðvaandstæðinga um sfðustu helgi.
Um siðustu helgi, dagana 16,-
17. október var haldið landsþing
herstöðvaandstæðinga sem var
jafnframt stofnfundur skipulegra
samtaka sem settu sér lög og
samþykktu stefnuskrá. Siðastlið-
ið ár hefur verið ár undirbúnings
og reynt eftir megni að treysta
sambönd og samstöðu milli her-
stöðvaandstæðinga um land allt.
Hin glæsilega Keflavikurganga
sýndi að málstaður herstöðva-
andstæðinga á sér hljómgrunn
meðal fjöldans og erindrekstur og
fundahöld viðs vegar á landinu i
sumar og i haust, sönnuðu enn
betur þörf herstöðvaandstæðinga
fyrir að fylkja sér undir sama
merki og berjast saman á vigvell-
inum. A ráðstefnunni heyrðust
engar raddir i þá veru, að skipu-
legra samtaka væri ekki þörf.
Þar rikti eindrægni og einhugur.
Samtök herstöðva-
andstæðinga
Samtök herstöðvaandstæðinga
eiga að vera sameiginlegur vett-
vangur þeirra sem trúa þvi, að
erlend herseta i landi okkar og
aðild að hernaðarbandalagi feli i
sér skerðingu á sjálfstæði þjóðar-
innar og sjálfsákvörðunarrétti al-
þýðu, og viija þvi berjast fyrir þvi
að Island standi utan hernaðar-
bandalaga og engar herstöðvar
verði i landi okkar. Einlæga her-
stöðvaandstæðinga er að finna i
þvi sem næst öllum stjórnmála-
flokkum og ekki má gleyma
þeirri augljósu staðreynd að sum-
ir eru hvergi flokksbundnir —
samtök herstöðvaandstæðinga
geta þvi ekki starfað sem stjórn-
málaflokkur.þau verða þvi að
haga starfi sinu á þann veg aðall-
ir herstöðvaandstæðingar geti lit-
ið á þau sem sin samtök án tillits
til stjórnmálaskoðana að öðru
leyti.
Islendingar eru fróðari um eðli
hersetunnar og Nató-aðildar — og
um sjálfa sig — en þeir voru um
þetta leyti i fyrra. Ber þar eink-
um tvennt til: landhelgisdeilan
við Breta og birting bandarisku
leyniskýrslnanna svonefndu.
Það var einkum landhelgismál-
ið og þróun þess sem kom af stað
meiri og opinskárri umræðum um
herstöðvámálið og Nató-aðild ís-
lands en nokkurn tima um árabil.
tslendingar reyndu það loks á
sjálfum sér svo ekki varð um
villst að herinn er hér til að gæta
bandariska heimsveldisins en
ekki til að verja Island.
Ætternisstapi
Aronskunnar
áfskipti Lunds,framkvæmda -
stjóra Nató og hin blygðunar-
lausa samvinna hans og aftur-
haldsrikisstjórnar þeirrar sem nú
situr að völdum, um að koma á
samningum við Breta um fisk-
veiðiréttindi hvað sem þverrandi
fiskistofnum liði, sönnuöu að hjá
þessum aðilum sátu hagsmunir
Nató i fyrirrúmi fyrir hagsmun-
um islensku þjóðarinnar. Luns
var meira að segja svo greiðvik-
inn að bera það i okkur, hvað það
mundi kosta Bandarikjamenn i
beinhörðum peningum, ef þeir
höguðu vörnum sinum á Atlants-
hafi á annan hátt en þann að hafa
her sinn hér á tslandi. Og þá fór
aldeilis skriðan af stað og nú er
málum svo komið að sumir ráð-
herranna eru reiðubúnir að leiða
þjóðina fram af ætternisstapa
aronskunnar. Hið göfuga framlag
islensku þjóðarinnar til „sameig-
inlegra varna vestrænnar menn-
ingar” er þá eftir allt saman
hreinn bissness upp á gamla
kapitaliska visu. 1 rikisstjórn Is-
lands sitja menn sem virðast biða
þess eins að setjast að fjárhættu-
spili við Kanann og leggja ætt-
jörðina undir.
Það þarf i sjálfu sér ekki að
koma á óvart, að Nató-sinnaðir
forustumenn stjórnarflokkanna
skuli hampa aronskunni, svo
mikinn ágóða sem þeir og vissar
klikur i flokkum þeirra hafa nú
begar af hermangi. Einu um-
skiptin eru þau,að nú mæla þeir
upphátt og feimnislaust það sem
þeir reyndu áður að dylja. Hitt er
öllu meira umhugsunar- og á-
hyggjuefni, að einstaklingar, sem
engra persónulegra hagsmuna
eiga að gæta af veru hersins hér,
skulu hefja upp sama sönginn.
Ekki vitum við raunar hversu
margir þeir einstaklingar eru, en
slikar raddir verða herstöðva-
andstæðingar að kveða niður. Það
hlýtur að vera eitt brýnasta verk-
efni hinna nýju samtaka að beita
sér gegn slíkum málflutningi og
reyna að gera sér grein fyrir
hvernig slíkt má gerast.
Það virðist augljóst að undirrót
þessara viðbragða sumra fylgis-
manna aronskunnar meðal al-
mennings eru sárindi. Þetta fólk
hefur trúað þvi i einlægni, að her-
inn væri nauðsynlegur til þess að
vernda tsland gegn árás utan frá
og nú skilur það, að þaö hefur
verið blekkt. En i stað þess að
draga hina einu réttu ályktun af
þessari nýfengnu vitneskju, snýst
það til varnar með þvi að krefjast
þess að nú skuli Bandarikjaher fá
að borga — það sé ekki nema
maklegt á hann.
Með tímanum
skildu þeir
gróðann, sem
hringlaði í eigin
vasa
En þótt þessi málflutningur sé
óhugnanlegur, þá erum við samt
reynslunni rikari. Fólk hefur þó
alténd opnað sig og nú riður á, að
herstöðvaandstæðingar kunni að
beitá þeim málefnalegu rökum
sem ná til þessa fólks. Skæðustu
vopn hernámsflokkanna þriggja
hefur veriö þögnin og trúarinn-
rætingin. Haldbær rök hafa raun-
ar aldrei verið færð fram fyrir
nauðsyn hersetunnar, en hins
vegar hefur ekki skort á fullyrð-
ingar sem búnar eru til i Penta-
gon og höfuöstöövum Nató. Þess-
ar fullyrðingar hafa forustu-
menn hernámsflokkanna flutt is-
lensku þjóöinni sem trúarboðskap
i ræðum og málgögnum sinum án
þess að skilja boðskapinn sjálfir,
vitandi ekki meira um hernað en
hver annar tslendingur, og má
þvi með sanni segja, að þeir hafi
alla tið verið önnungar Nató. En
með timanum skildu þeir gróðann
sem hringlaöi i eigin vasa og svo
varö að breiða yfir allt saman. Og
þaö var best gert meö þögninni.
Meö timanum var hersetan hér á
landi gerð aö feimnismáli og þeir
sem börðust gegn henni voru sak-
aöir um velsæmisbrot — ef ekki
hreint guölast. Með vopni þagn-
arinnar grafa hernámssinnar
undan lýðræði i landinu — með
þvi að koma i veg fyrir umræðu
stýfa þeir sjálfstæða hugsun og sú
staðreynd að þeir skuli telja vopn
þagnarinnar þjóna sér best, sýnir
einungis hvað málstaður þeirra
er veikur.
Opna umræöu
verður að tryggja
Sú staðreynd að sumt fólk sem
dytti aldrei i alvöru I hug að af-
sala sér sjálfstæöi tslands, hleyp-
ur beint undan verndarvængnum
út i aronskuna, stafar áreiðan-
lega að miklu leyti af þvi, aö her-
námssinnar hafa reynt að kæfa
allar málefnalegar umræður um
herinn og þær afleiðingar sem
hersetan hefur fyrir sjálfstæði
þjóðarinnar. Það hefur verið
reynt að telja fólki trú um að
þetta tvennt — hersetan og sjálf-
stæði Islands, væru tvö aöskilin
mál.
Við verðum að horfast i augu
við að hernámsflokkunum hefur
að vissu marki tekist að slæva
sjálfstæðis- og siðferðiskennd
hluta islensku þjóðarinnar.
Það hlýtur þvi að vera eitt
brýnasta verkefni Samtaka Her-
stöðvaandstæðinga að efna til op-
inna umræðna um þetta mál og
reyna að ná eyrum fólks hvar-
vetna — á heimilum, vinnustöö-
um, skólum, launþegasamtökum
og ekki sist i fjölmiðlum.Berjast
þarf harðri baráttu ge^h þvi að
núverandi útvarpsráð loki rikis-
fjölmiðlum fyrir málflutningi
herstöðvaandstæðinga, en nú
þegar er farið að gæta þeirrar við-
leitni að sveigja þessar stofnanir
æ meir undir skoðanir rikis-
stjórnarinnar.
Her til að tryggja
afturhaldsstjórnir
í sessi
Herstöðvaandstæðingar gera
sér ljóst að þeir þurfa á sam-
vinnu að halda við sem flesta
aðila i þjóðfélaginu. Það er al-
kunna, aö vinstri Framsóknar-
menn og ungir jafnaðarmenn eru
einlægir herstöðvaandstæöingar,
en forystumenn flokka þeirra og
þingflokkar daufheyrast við kröf-
um þeirra. Barátta þessa fólks
innan sinna flokka hefur að visu
enn borið takmarkaðan árangur,
en ýmislegt bendir til þess að það
muni nú i æ rikara mæli koma til
starfa innan Samtaka herstöðva-
andstæðinga. Það er vel fariö þvi
breiðfylking hlýtur að vera styrk-
ur okkar herstöövaandstæöinga.
Þá er brýn nauðsyn að sam-
vinna takist milli Samtaka her-
stöðvaandstæðinga og verkalýös-
hreyfingarinnar. Sú var tiöin aö
verkalýösforustan barðist hat-
rammlega gegn Itökum Banda-
rikjamanna hér á landi, Nato-
aöild og hersetu. Þeir bentu á
órofa tensl hersetunnar og aftur-
haldsins i landinu. Nú hafa
skýrslur Bandarlkjamanna
sjálfra staðfest að Natóaöildinn i
var af þeirri hál/u fyrst og fremsi
beint gegn alþýðu þess lands,
gegn sjálfsákvörðunarrétti henn-
ar um stjórn landsins. Fremsta
hlutverk Nató-hersins hér á landi
er að tryggja I sessi afturhalds-
stjórnir af þvi tagi sem nú sit-
ur.Bandarisku „leyniskýrslurn-
ar” eru sönnun þess að hagsmun-
ir verkalýðshreyfingarinnar og
herstöövaandstæðinga fara sam-
an.
Samtök herstöövaandstæðinga
eru nú að hefja fyrsta starfsár sitt
sem skipuleg fjöldasamtök. Lifs-
von sina eiga þau undir þvi aö
sem allra flestir herstöðvaand-
stæðingar leggi sitt af mörkum.
Takmarkið er: herlaust land,
sjálfsákvörðunarréttur alþýðu —
sjálfstætt Island.
HERRASKÓR í DOMUS
DOMUS LAUGAVEGI 91