Þjóðviljinn - 24.10.1976, Qupperneq 12

Þjóðviljinn - 24.10.1976, Qupperneq 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 24. október 1976 Sunnudagur 24. október 1976 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13 „Meðan fólk á Norðurlandi nýtur ekki leikritaflutnings skulum við ekki tala um STEREÓÚTVARP Rætt viö GUÐMUND JÓNSSON framkvæmda- stjóra hljóö- varpsins Fyrir skömmu birti Þjóðviljinn viðtal við Hörð Frímannsson, verkfræðing sjónvarpsins, þar sem gerð var grein fyrir ástandi mála hjá þeirri stofnun, sem átti 10 ára starfsaf- mæli fyrir skömmu. Sjónvarpið er sem kunnugt er aðeins annar hluti Ríkis- útvarpsins hinn hlutinn er hljóðvarpið. Sú stofnun hef ur nú starfað í 46 ár. En þrátt fyrir nærri hálfrar aldar starfsemi er það staðreynd, að það nær ekki til allra landsmanna. Á Vesturlandi má segja að hlustunarskilyrði séu góð, en vægast sagt misjöf n þar fyrir utan. Sumsstaðar a11 góð, annarsstaðar sæmileg en á N-Austurlandi afleit og stundum heyrist hljóð- varpið þar alls ekki. Hljóð- varp og sjónvarp eru ein og sama stofnunin, sem kallast Rikisútvarp eins og áður sagði. Og á sama tíma og ástandið er svona hjá hljóðvarpinu eru menn að tala um litasjónvarp og stereó-útvarp. Til að ræða um málefni hljóðvarpsins fórum við á fund Guð- mundar Jónssonar fram- kvæmdastjóra þess og spurðum hann álits á þessu og ýmsu öðru varðandi hljóðvarpið eftir 46 ára starfsemi þess. Slæmt dreif- ingakerfi „Það er auðvitað sorgleg stað- reynd að hljóðvarpið nær ekki nógu vel til allra landsmanna og auövitaö til skammar að svo skuli vera eftir nærri hálfrar aldar starfsemi. Það segja mér ábyggi- legir menn í Mývatnssveit að þeir njóti þess ekki að hlýða á leikrita- flutning i hljóðvarpinu vegna þess hve hlustunarskilyrðin eru slæm og meðan svo er, finnst mér hálf hjákátlegt að heyra menn i alvöru ræða um og krefjast þess, að hér komi stereó-útvarp,’1 sagði Guð- mundur Jónsson, þegar við fyrst ræddum um dreifingarkerfi hljóðvarpsins. ,,En ég get sagt þau gleðitiðindi að þetta stendur til bóta hjá okkur með dreifingarkerfið. Unnið hef- ur verið að þvi að koma upp ör- bylgjustöðvum frá Akureyri til N- Austurlands og þegar þær verða Guömundur Jónsson framkvæmdastjóri hljóövarpsins Þaö veröur ekki sagt aö rúmt sé um fréttamennina. Fremst á myndinni er Siguröur Sigurösson, vara fréttastjóri þá Vilhelm Kristinsson og fjærst er Jón örn Marinósson. teknar i notkun batna hlustunar- skilyrðin mjög mikið. Þá gefst kostur á að setja FM-bylgju- stöðvar á þessari leið þar sem þuria þykir, og þá fyrst eru hlustunarskilyrðin orðin fullkom- in.” „Arið 1966 var lagt fyrir alþingi áætlun þess efnis að þekja landið með FM-stöðvum á þremur árum og var áætlaður kostnaður við þetta þá 51 miljón króna, eða rúmar 17 miljónir króna á ári. En hinir háu herrar á alþingi strikuðu þetta út með einu penna- striki. Siðan kemur það upp fyrir fáum árum að útvarpsmöstrin á Vatnsenda eru dæmd ónýt og þá kostaði 75 milj. króna að fá ný, en ekkert var gert og þannig standa málin enn að þessi möstur eru dæmd ónýt og sérfræðingar segja að þau þoli ekki 6 vindstig, þá geti þau fallið. Ég er nú kannski ekki trúaður á að ástandið sé svo slæmt, en hættan er þó fyrir hendi. Og sannleikurinn er sá að Vatnsendastöðin er úr sér gengin sem útsendingarstöð. Staðsetning hefur raunar aldrei verið góð, sem slik, það þarf að vera meiri raki en þarna er, til þess að lang- bylgjuútsendingar séu eins góðar og frekast er kostur. Það gæti þvi hæglega farið svo i næsta stór- viðri að möstrin falli niður og að um leið falli hljóðvarpssendingar á langbylgju niður. Svona tæpt stendur þetta mál.” — En hver er skýringin á þeirri tregðu manna öll þessi ár að koma málum útvarpsins á hreint, ég á þar við dreifikerfið, hús- næðismál og tækjabúnað al- mennt? „Okkar ógæfa eru misvitrir al- þingismenn, sem alls ekki skilja eða vilja ekki skilja okkar mál. Þetta er staðreynd sem ástæðu- laust er að vera að reyna að dylja. Málefnum Rfkisútvarpsins hefur aldrei verið sýndur minnsti skilningur hjá þeim mönnum, sem einir ráða ferðinni i þessum málum. Rikisútvarpinu hefur verið gert að sjá fyrir sér sjálft, en samt sem áður hafa tekju- stofnar þess verið skertir stór- lega, og á ég þar við þegar Við- tækjaverslun rikisins var lögð niður, en af henni höfðum við drjúgar tekjur. Stofnuninni er skv. lögum gert að greiða hluta af tekjum i framkvæmdasjóð en staðreyndin er sú að tekjur hafa oft ekki hrokkið til daglegs reksturs. Þá er okkur einnig gert að greiða tolla vörugjald sölu- skatt o.s.frv. af öllum vörum, sem við þurfum að kaupa til rekstursins, svo og af tækjum. Þetta nær auðvitað engri átt. Og ofan á allt saman hefur afnota- gjöldum verið haldið svo niðri á stundum að stofnunin hefur oröið að taka stór lán, til að geta haldið rekstrinum gangandi. Og svo var komið fyrir nokkrum árum að við skulduðum 150 miljónir króna i Landsbankanum, sem við urðum að taka til að standa við okkar skuldbindingar, en sem betur fer erum við nú langt komnir með að greiða þessa skuld, en þá tekur við að greiða skuld okkar við framkvæmdasjóðinn, en við höf- um ekki getað staðið i skilum með þessi 5% af tekjum okkar til sjóðsins, þar sem endarnir hafa ekki náð saman.” 17 ára gömul tæki — Nú eru liðin 17 ár siðan þið fluttuð i þetta húsnæði hér við Skúlagötu, voru ekki öll tæki ykk- ar endurnýjuð þá og hvernig er ástand þeirra nú? „Það er rétt að liðin eru 17 ár siðan við fluttum að Skúlagötu 4. Þegar flutt var má segja að öll okkar tæki hafi verið endurnýjuö, en 17 ár er langur timi fyrir tæki sem ætlað er að endast i 7-8 ár eins og þeim tækjum sem við not- um. Ekki hefur verið komist hjá þvi að endurnýja örfá tæki á þess- um tima og þau tæki sem orðið hefur að kaupa hafa verið keypt með stereó-útvarp i huga en þvi miðurer þetta aðeins litill hluti af tækjakosti okkar. Aðallega er hér um upptökutæki að ræða en út- sendingartækin öll, eru frá þvi herrans ári 1959.” — Hvernig gengur ykkur að fá varahluti i þessi gömlu tæki? „í sum þeirra er ekki varahluti að fá, og þvi verða okkar menn að „mixa” þetta eins og þaö er kallað, stundum að búa hlutina hreinlega til. Annars gefur það augaleið, að eftir þvi sem tækin verða eldri er erfiðara að fá vara- hluti i þau og sannast sagna eru mörg okkar tæki, þ.e. þau elstu, orðin þannig að segja má að þau séu á siðasta snúning, enda varla nema von þar sem gert er ráð fyrir að þau endist i 7 til 8 ár. Endurnýjun er þvi að verða óum- flýjanleg.” — Er dýrt að skipta yfir i stereó-útvarp? - „Nei, mér er sagt að það sé alls ekki dýrt, en mér hefur alltaf fundist tómt mál að tala um stereó-útvarp á meðan fólk útá landi getur ekki hlustað á það ,,mónó”-útvarp sem nú er, fyrst er að koma dreifingarkerfinu i lag, og þá getum við farið að tala um stereó-útvarp. Ég þori nú ekki að slá á neina tölu viðvikjandi þvi að skipta yfir i stereó, en það mun ekki vera mjög dýrt. Hitt er annað að til þess að útvarpa i stereó þarf viðbótartæki og ég veit ekki hvort við gætum komið þeim fyrir i þeim þrengslum sem við búum við. ÚTVARP REYKJAVÍK Úr hinum þröngu húsakynnum tæknideildar. Nær á myndinni er Magnús Hjálmarsson en fjær Jón Sigurbjörnsson yfirmaður tækni- deildarinnar. i þessum litla klefa, sem Jón Múlidvelur i verður stundum 30 gráðu hiti og því verða dyrnar að útsendingaklefanum að standa opnar og eins gott aðekki séu læti imönnum fyrirutan. Húsnæöis- málin — Þá komum við að einu stór- málinu enn, húsnæðismálum ykk- ar hljóðvarpsmanna, hvað liður byggingu útvarpshúss? ,,SaU segirðu, vist er þar um stórmál að ræða, en hvað liður byggingu útvarpshúss er annað mál. Þó skal ég játa það, að það er i fyrsta sinn, siöan ég byrjaði að starfa við hljóðvarpið, að ég eygi von um að eitthvað fari að gerast i þessu máli. Það er verið að hanna húsið og það verk er raunar langt komið, lóðin er til þessara tækniatriða eru mjög erfið úrlausnar. Aðalatriðið er þó að hefjast handa, „hálfnað er verk þá hafið er” stendur ein- hversstaðar. Það þarf vart að taka það fram, að öll tæki verður að kaupa ný þegar flutt verður i þetta útvarpshús og þá má telja vist áðsett verði upp stereó-hijóð- ■'arp. Þannig að þegar allt verður tilbúið verður kostnaður af þessu mikill, en tölur vil ég ekki nefna, enda ekki til neins i sliku verð- bólguþjóðfélagi sem við búum i.” — Þetta húsnæði hér, að Skúla- götu 4 kreppir orðið mjög að ykkur? „Það er vist ekki of sterkt til Útvarpsmöstrin á Vatnsendahæð þola ekki 6 vindstig, segja sérfræð- ingar, en hvort sem það er nú rétt eða ekki, er það ljóst, að islendingar geta orðið útvarpslausir I næsta stórviðri. staðar og maður vonar að áður en langt um liður verði hægt að hefjast handa.” — En hvað með fjármálin er framkvæmdasjóðurinn nema nafnið tómt? „Hann hefur ekki verið það, en nú eftir að við erum búnir að greiðaupp>skuldokkar við Lands- bankann verður hægt að fara að greiða upp skuldina við fram- kvæmdasjóðinn. Þessi sjóður var stofnaður 1971 og samkvæmt lög- um áttum við að greiöa 5% af tekjum Rikisútvarpsins i fram- kvæmdasjóð en eins og ég hef áður sagt hefur okkur ekki tekist þetta vegna fjárhagsörðugleika. Við fáum ekki eyri frá rikissjóöi til þessarar byggingar, þvert á móti greiðum við stórfé til rikis- ins, svo sem tolla af tækjum og rekstrarvörum og söluskatt af auglýsingum og sú upphæð skiptir tugum eða hundruðum miljóna á ári. Siðan bætist það við, að alþingi hefur verið duglegt við að samþykkja allskonar und- anþágur frá greiðslu afnota- gjalda. t sumum tilfellum er kannske um réttlætismál að ræða, svo sem þegar öryrkjar eiga hlut en þvi miður er allt slikt misnotað, við vitum dæmi þess. En varðandi húsbygginguna endurtek ég það sem ég sagði áðan að ég er bjartsýnn á að skriður komist á málið innan tiðar. En i raun heyrir það mál allt undir stjórnvöld og við stjórn- endur hljóðvarpsins ráðum afar litlu um ferðina.” „En það verður ekki hrist fram úr erminni að byggja þetta hljóövarpshús, enda segja mér kunnugir menn að það verði .æknilega séð einhver flóknasta bygging sem hér hefur verið reist 1 þvi verða nýjungar sem ekki hafa sést i húsum hér áður og sum orða tekið. Sannleikurinn er sá, að hér er ekki orðin aðstaða til eins eða neins. Við höfum verið að reyna að koma okkur upp bóka- safni, en það verður allt að geym- ast i kössum úti bæ vegna hús- næðisleysis. Sama er að segja með segulbandasafn. Við viljum gjarnan geyma miklu meira en gert er af efni á segulböndum, en við höfum ekki geymt nema það sem gengur guðlasti næst að fleygja. Og ég fullyrði að margt hefur farið forgörðum af segul- böndum, sem væru ómetanleg eign i dag ef til væru.” „Sama er að segja um aila vinnuaðstööu hér, hún er vægast sagt slæm. Og er þá sama hvaða deild á i hlut. En verst er þó held ég aðstaða tæknimanna, sem vinna i loftlitlum smákytrum. Viðgerðarmenn okkar verða til að mynda að hýrast i smáherbergi, þar sem varla er rúm fyrir tæki, sem þarfnast viðgerða. Það er þessi blessunarlegi hæfi- leiki mannsins til aðlögunar, sem bjargar okkur hér. Menn hafa einhvernveginn alltaf lag á að samlaga sig aðstæðum og gera sem best úr öllu. En við hér hjá hljóðvarpinu lifum i von um að bráðum komi betri tið. Þótt mikið vanti á að ástandið hjá hljóð- varpinu sé viðunandi, hefur tekist að bæta margt og við getum sagt að þetta potist áfram.*1 —S.dór Myndir og texti: S.dór.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.