Þjóðviljinn - 24.10.1976, Side 15
I
Sunnudagur 24. október 1976 ÞJöÐVILJINN — SIÐA 15
Aöstæðurnar voru nú svona og svona/ þegar
maöur var aö byrja. — Þeir áttu mikinn míkrafón á
bómu niðri útvarpi. Þaö var bara tekið upp um einn
mikrafón. Þar sem hann var fyrir alla hljóm-
sveitina, þá varð bómcfn aö vera nokkuö hátt uppi.
Nú/ — ég náöi ekki þarna upp. Þá var maður bara
settur upp á stól. Ef maður á að geta verið uppá stól
og syngja afslappað/ þá verður maður að vera loft-
fimleikamaður.
Það munaði litlu að við fengjum Little Richard
hingað. Hann var á ferð i Englandi og var til i að
koma hingað á leið til Bandarikjanna. Við veltum
þessu mikið fyrir okkur. Ég var búinn að fá
Sigurbjörn i Glaumbæ inná þetta. Hann átti að
koma fram þar. Við vorum búnir að staðfesta/
þegar okkur barst skeyti þess efnis að hann
hækkaði kaupkröfu um þúsund dollara/ — þar með
var það úr sögunni.
fram sem undirieikarar. Þeim
þóttigaman aö þessum islensku
lögum, jafnvel meira gaman en
islenskum tónlistarmönnum. Og
sumir þeirra voru snillingar á
sin hljóðfæri. Jörn var bæöi með
eigin hljómsveit og svo fékk
hann lika sessjónmenn i lið með
sér.
— Og þetta seldist?
Frá fyrstu tið seldist þetta
svo, að ég held aö það séu engar
plötur til. — Sumar af þessum
plötum komu út i 5000 eintökum.
— Ogég fékk ansi góðan pening.
Ég hugsa að ég hafi fengið fyrir
þær fyrstu svona þúsund krón-
ur.
— Syngurðu þessi lög enn?
Sum. Sum verð ég að syngja.
Ég forðast það heldur.
— Af hverju?
Ekki af þvi að ég sé á móti þvi
sem ég hef gert, en ég er mis-
jafnlega hrifinn af þvi. Þetta
eru ekki allt lög sem ég hef valið
eða ljóð. Þetta eru lög sem voru
valin til að fremja plötu. Sumt
af þessu finnst mér alveg standa
fyrir sinu. En það getur verið að
það sé hættulegt, þvi þá segir
fólk: „Nú hann er bara alltaf i
þvi sama.”
Áhrifavaldar.
— Þegar rokkið kemur til,
hvernig blandaðist það þessari
djasskenndu tónlist sem hér
var?
Það er nú svo mikill blús i
rokkinu, þannig að það verða
engin skil þar á milli. — Það
sem blandast meir inni þetta er
kántrý músikkin. Þeir sem
sömdu rokk tóku mjög mikið
þaðan. Þetta er nú allt
ameriskt, negrarnir setja mik-
inn svip á þetta.
— Hverjir hafa verið helstu
áhrifavaldar á söngstil þinn?
Okkur hefur verið nefndur einn,
Billý Eckstein.
Ég veit ekkert um það. — En
hitt er annað mál að ég viður-
kenni Eckstein sem topp-
söngvara. Hann var
trompetleikari hjá Dizzy
Gillespie, prýðis djassisti. En
það eru bara svo margir slikir.
Ég las fyrir nokkru viðtal við
Sammy Davis, þar sem hann
nefndi mann sem hefur verið
lengur að en þeir báðir, Sammý
og Eckstein, sá heitir Arthur
Prysock. Þar er einn til. Svo er
það Nat King Cole. — En ég vil
ekki segja að ég hafi haft neitt
meiri hug á Eckstein, en — bara
Bing Crosby. Eckstein kom i þá
daga með þessar djassballöður
sem urðu vinsælar, eins og bara
poppið er i dag.
— Nú hefur það alltaf verið
algengt að islenskir léku á vell-
inum?
Já, — það er nú ekki oft sem
ég hef gert það, en þaö kom
fyrir að maður fór suöureftir.
Það var ágætt þvi þar gat
maður spilað þá músikk sem
maður hafði hvað mestan áhuga
á.
— Heldurðu að þetta hafi haft
einhver tónlistaráhrif?
Nei. — Louis Armstrong og
Benny Goodman swingsextettar
og svoleiðis, voru þekktir hér
fyrir strið. A striðsárunum
komu aftur hingað stórar
hljómsveitir, enskar og
ameriskar, og það er eðlilegt, að
þeir hafi leitað til kollega sinna
á hótelum og skemmtistöðum i
Reykjavik og það hafi stofnast
kynni, þá leita menn eftir þvi
sem þeir hafa áhuga fyrir.
Meir um djass.
— Hver er orsök þess á árum
áður, þegar músikkin er svona
djasskennd, þú segir: Þar gat
maður spilað þá músikk seni
maður hafði hvað mestan áhuga
á þvi að djassinn nær engum
itökum hér?
Ég álit það hljóðfæraleikur-
unum sjálfum að kenna. Væru
þeir ákveðnir i að spila eina
tegund af djassmúsikk, i stað
þess að hlaupa úr einni tónlist i
aðra. Ef þið farið á djassklúbb
erlendis, þá heyrið þið eina týpu
af djass allt kvöldið, — kannski
er þriggja manna grúppa með
sitt eða kvartett með sina týpu.
Það er ekki hægt með fjórum
mönnum að samræma margar
týpur af djass. — Kannski veld-
ur fólksfæðin einhverju hjá okk-
ur. En það væri hægt að halda
sliku bandi úti, það er mikill
áhugi fyrir djass hér. Ég get
reyndar ekki fallist á allt það
sem djass, sem i dag er kallað
þvi nafni. — Það var einhver
ungur maður i útvarpinu ekki
alls fyrir löngu að skilgreina
djammsessjón, — „það væri
nokkurs konar djass." Það er
ekki hægt að fara bara upp á
pall og halda djasskvöld. Menn
verða að þekkjast og hafa
spekúlerað. Það er ekki bara
happening sem skeður.
— Nú höfum við alltaf átt
viðurkennda djassista, hvers
vegna hverfa þessir menn
hljóðalaust til þess að spila á
vinveitingahúsum?
Sko, — maður verður bara að
vera maður, sjálfum sér trúr og
samkvæmur. Hann verður að
vera reglusamur. — Svo ég segi
ykkur sögu. Ég fór til New York
i mars til að leika fyrir islend-
inga þar. Og ég fór á djass-
klúbba. Ég sá þarna menn eins
og Zoot Sims, mikinn djassista.
A1 Cole. Maður heyrir þessa
menn öðru hvoru af plötum, —
en þarna... Þeir blésu svo við-
undurlega vel. — Mann langar
til að hrópa, en maður bara
slappar af. Maður verður svo
undrandi, ...maður má ekki
segja undrandi, þvi þetta eru
kunnáttumenn, maður bara
fyllistgleði. Og svo fór ég á ann-
an. Þar var spiluð gömul swing,
ragtime, dixiestælmúsikk.
Yngsti maðurinn i þeirri grúppu
var pianistinn sem spilaði
Joplin i pásunni svo listilega.
Það var þarna kall sem spil-
aði á básúnu, — hann talaði á
hana; túlkunin var svo óstjórn-
leg, hann sagði bara alla sina
sögu. Maður spekúlerar ekki
þegar maður heyrir svona vel
spilað, þetta er svo yndislega
gert að maður bara fellur i
trans. Ég fór að hugsa, hvað
heitir þessi piltur? — Rick
Dickinsson. Hvað ætli hann sé
gamall? Hann var negri, það er
ekki alltaf svo gott að sjá, þeir
eldast öðruvisi en við, finnst
manni. — Hann var sjötugur. —
Björn R. var mjög hrifinn af
þessum manni fyrir svona 30 ár-
um. — Hann spilaði dásamlega
maðurinn, hann talaði á básún-
una. Klarinettuleikarinn stóð
við hliðina á htnum, —hann var
69 ára. Trompetleikarinn, sem
var mjög hressilegur, — hann
var 53 ára.
Það er þetta sem ég á við: all-
ir þessir menn hljóta i gegnum
árin að hafa tekið sjálfa sig al-
varlega. Þeir voru ekki bara að
hugsa um að skvera þessu af i
kvöld. Jafnvel þótt maður hafi
heyrt að þessir menn hafi verið
óreglusamirá einhverja visu, þá
hafa þeir alltaf staðið fyrir sinu
og þeir væru ekki að, ef svo
hefði ekki verið, þeir fengju þá
bara ekki að vera með. Það er
þetta sem ég á við með mögu-
leikum svona klúbbs hér á landi.
— Hann yrði lika að vera með
annari tegund af músikk.
— Til dæmis góðu poppi,
framúrstefnunni.
Ferðir erlendis.
— Vikjum nú að öðru. Þú hef-
ur oft farið til útlanda og
skemmt þar?
Já, ég hef farið viða, til
Finnlands og verið þar um tima,
i Höfn hef ég oft verið, vann þar
heilt sumar, Noregi sömu-
leiðis, Englandi. Þýskalandi, og
svo náttúrlega i Færeyjum. Þar
hef ég sungið i hverri eyju sem
hægt er að komast uppi. Og svo
fórum við til Rússlands '58.
— Hvernig stóð á þvi?
Þar var þá Heimsmót æsk-
unnar. Þeir sem stóöu fyrir þvi
hér heima spurðu hvort ég gæti
komið og skemmt. Ég sagðist
þurfa undirleik. Þeir töluðu um
pianó. Þá bætti ég við bassa og
trommum. Það var ókey. Svo
ég fór að leita að mönnum i
þetta. — Ég var þá að vinna með
Gunnari Ormslev niðri
Oddfellow. Þessir menn sem
stóðu fyrir þessu vildu að Viðar
Alfreðsson trompetleikari færi
með. Það var komin öll hljóm-
sveitin, nema Gunnar. Það var
helviti leiðinlegt að skilja hann
einan eftir, svo þvi var reddað
og við fórum allir.
— Og gerðuð það gott?
Við gerðum það eins gott og
hægt var að gera það. Okkur
var feikivel tekið. Við vorum
með dáldið djassað prógramm,
vinsæl lög og rokk. Rokkið gerði
mikla lukku. Þaðer nú i rokkinu
þetta þjóðlagabit. Og þeim þótti
það gaman. Við fórum eiginlega
ekki út fyrir Moskvu. Við áttum
að koma fram þrisvar, en kom-
um fram i tuttugu skipti á
sautján dögum. Og við fengum
vel borgað fyrir þetta, miklar
greiðslur.
Heimsmælikvarðinn.
— Þú hefur lika reynt að
komast á erlendan markað
gegnum hljómplötur?
Já, það var Lonesome sailor
boy og Black angel. Það var
reynt að koma þessum lögum
fram i Englandi, en það gekk
ekki. Það var þá mest út af
Black angel. Það er skemmtileg
saga, vangaveltur hvort það séu
svartir englar til. En þeim leist
illa á að dreifa þvi.
Ég fór lika út með lög eftir
nokkra islendinga og athugaði
hvort þeir hefðu áhuga. Þeir
vildu kaupa þau i eitt skipti fyrir
öll og siðan gefa þau út á nafni
manns sem var hjá þeirra fyrir-
tæki. Til slikra samninga hafði
ég engin umboð.
— Nú hefur það lengi verið
draumur islenskra poppara að
selja sig erlendis?
Ég held það sé ekkert tiltöku-
mál að margir þessir strákar
gætu staðið sig prýðilega. En
þetta er ekkert auðvelt. Þetta
gerist allt i gegnum umboðs-
skrifstofur. Spurningin er, viltu
vinna, — viltu að ég vinni fyrir
þig. Og það verða að vera miklir
peningar á bak við þig.
— Þú fluttir inn nokkuð af
skemmtikröftum á tima?
Ég byrjaði á þvi fyrir Röðul.
Þá vantaði skemmtik.'afta og ég
var að ílækjast þetta og þekkti
á umboðsskrifstofur bæði i Höfn
og i London, svo ég tók það að
mér. Það var svo seinna að ég
fékk hingað nokkrar hljóm-
sveitir, en það var alltof hættu-
legt fyrirtæki til þess að maður
stæði i þvi. Það varð að hafa
miða nógu ódýra, en á móti kom
að verð á þessúm mönnum var
alltaf uppspennt.
Rikisútvarpið —
Hljóðvarp.
— Hvernig finnst þér rikisút-
varpið standa að flutningi og
kynningu á islenskri dægur-
tónlist?
Engan veginn. — Þeir geta
ekkert flúið bað, að dægurtónlist
sem framl. er af islendingum
hlýtur að eiga hér uppá pall-
borðið. Við getum bara bent á
óskalagaþættina sem þeir eru
með. En þeir viðurkenna ekki
islenska tónlist að neinu leyti.
Það sem veldur þessu er litils-
virðing fyrir þessari tegund
tónlistar. Þeir geta ekki með
neinum rétti d.æmt þannig.
Þetta er til og þvi ekki að flytja
þetta eins og annað tónlistar-
efni. Það er ekki gert. — Ég vil
meina að margir þeir sem flutt
hafa dægurlagamúsikk, þeir séu
listamenn. Þeir eru margir
stórkostlegir túlkarar og ef það
er ekki list. þá veit ég ekki hvað
list er. Þessi sönglög, þessi
músikk er komin frá fjöldanum
og er fyrir fjöldann. En svona er
þetta. Þvi miður.
Eigin útgáfa
Þú fórst úti það að gefa
þinar plötur út sjálfur?
— Ég gerði það nú vegna þess
að mér fannst það ekki skipta
máli, hvort maður stæði i þessu
sjálfur og léti plötuna standa
undir kostnaði, þvi það hefur
aldrei fengist neitt út úr plötuút-
gáfu hér. Ekki úr þvi að syngja
inn á þær. Engin laun.
Það er talað um að plata hafi
'selst i fimm þúsund eintökum
fyrir tuttugu og fimm árum, ég
fékk 1000 kr. fyrir þrjár plötur,
þá var plata seld á 30 krónur. 1
dag kostar plata i búð 2500 krón-
ur og selst i 3000 eintökum. Það
eru sjö og hálf milljón brúttó.
Svo er flytjanda boðin eitt
hundrað þúsund i laun. — Þá
hlýtur einhver að fá góðan pen-
ing.
Ég gaf fyrst út tvær litlar
plötur og þær stóðu alveg fyrir
sinu. Ég auglýsti þetta sama
sem ekkert. Ég er ekki maður
til að selja sjálfan mig. Sömu
sögu var að segja með MEÐ
BESTU KVEÐJU. Og svo var
siðast þessi úrvals plata. — Mér
finnst ekki ástæða til að endur-
taka það, — ekki uppá þau býtti.
Ilún seldist vel, — ég er ekki að
horfa i aurinn, en það er bara
það. hver fær peninginn? A ég
ekki að njóta góðs af þvi eins og
einhver maður úti i bæ sem ég
er að raula fvrir?
— Ertu eitthvað að hugsa þér
til hreyfings með plötu?
Ég hef oft spekúlerað i þvi. —
Kannski er rétt að fara að gera
það. Fólk spvr oft eftir þvi, það
heldur manni við. Maður finnur
þá að það er áhugi. Það hafa
leitað til min tveir útgefendur.
Enn er ég nú hálf volgur i þvi.
— Hvertiig efni er það sem þú
ert þá að hugsa um?
Ég hef úr nógu efni að velja. A
MEÐ BESTU KVEÐJU voru
frumflutt nokkur islensk lög. Ég
hef yfrið nóg af efni, þess vegna
gæti ég gefið út tiu plötur.
Framhald á bls. 22
Ég var meö þátt meö Jónasi Jónassyni á þriöju-
dagskvöldum 1956. Þá kom til min stúlka/ ég var aö
vinna þá á gamla Röðli á Laugaveginum, og hún
segir viö mig: „Heyrðu Haukur, ég er hérna með
nýja plötu sem er alveg geggjuð i Bandarikjunum."
Og hvaö var þaö? — „Þaö er Elvis Presley og hann
er aö veröa númer eitt fyrir vestan." Lagiö hét
Heartbreak hotel og ég fór heim og hlustaði á þetta.
— En þetta var alveg...., eitthvað svo mikið..,
maöur var bakk. Þetta var fyrir tuttugu árum og
hann er enn á ferð. Og svo les maður þaö i blöðum
hér heima sem einhver hefur þýtt, aö Presley sé að
dala, — ég trúi þvi ekki. Hann er enn á fullu.
->'V >
Ég hef alltaf verið verkalýðssinni og aðhyllst
jafnaöarstefnuna.— Kannski er þaö vegna þess aö
þvi var haldið aö manni strax þegar maður var
strákur, að maður tilheyrði þessu.
í
\ mmm1
JL 'æSR ntfiLy