Þjóðviljinn - 24.10.1976, Qupperneq 17
Sunnudagur 24. október 1976 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 17
blaöamennina?
Efri myndin: Robert Redford og Dustin Hoffman á skrifstofu
Washington Post — Þeir fara i kvikmyndinni „Þeir sem ekki varö
mútaö” meö hlutverk Bernsteins og Woodwards, sem sjást i sömu
stólum á neöri myndinni.
Hvaö verður um Watergate
Stórstjörnur
ritvélarinnar
Þeir Carl Bernstein og Robert
Woodward eru nú frægastir
blaöamanna. Þeir voru heldur
aftarlega á merinni hjá þvi góöa
blaöi Washington Post þegar
þeim var i júli 1972 faliö aö athuga
hvaöa apakettir heföu brotist inn I
bækistöövar demókrataflokksins
i Watergatehótelinu i
Washington. Og þeir voru ekki
neinir vinir svosent heldur. En
þeir hófu þá rannsókn sem mjög
varö afdrifarík. Þeir fundu þá
þræöi sem lágu frá innbrotinu og
skuggalegu athæfi ööru og til
Hvita hússins. Watergatemáliö
fór aö staö. Aö lokum varö Nixon
forseti Bandarlkjanna, aö hypja
sig af vettvangi meö skömm.
Saga þeirra Bernsteins og
Woodwords er um leið draumur
allra blaðamanna. Þeir eru
súperstjörnur ritvélarinnar. Það
er þeim að kenna að allir blaða-
mannaskólar Bandarikjanna eru
yfirhlaðnir umsóknum mörg ár
fram i timann. Allir ætla að vinna
afrek, vaða eld og reyk að sann-
leikanum sem siðan krýnir þá
gulli.
Þvi vissulega hafa þeir félagar
grætt á sinu starfi. Bók þeirra um
Watergate hefur fært þeim miljón
dollara og kvikmyndin sem á
bókinni er byggð, fær meiri að-
sókn en Guðfaðirinn. Aðra miljón
hafa þeir grætt á bók sinni um
„Siðustu daga” Nixons i Hvita
húsinu. Af þeirri bók hafa selst
600 þúsund eintök.
Þeir félagar eru hálfsmeykir
við þennan auð öðrum þræði. Þeir
sverja og sárt við leggja að þeir
vilji ekki setjast i forgylltan stein,
braska eða auglýsa raksápu eins
og ólympiustjarnan Mark Spitz.
Hitt er svo annað mál hvort þeim
tekst að snúa aftur til blaða-
mennsku. Að undanförnu hafa
þeir ekki skrifað neitt sem sér-
staka athygli hefur vakið —
venjulegar samantektir um kosn-
ingabaráttuna helst. En segjast
að visu luma á einhverri leyndri
áætlun.
Orösending
til orkukaupenda
Rafmagnsveitu Reykjavíkur
Við viljum vekja athygli á þvi, að hafin er
skráning á nafnnúmerum allra viðskipta-
vina vorra.
Við aðsetursskipti ber þvi að tilkynna okk-
ur nafnnúmer nýs orkukaupanda áður en
orkusala getur hafist.
|T/3 RAFMAGNSVEITA
REYKJAVÍKUR
Nú bjóða öil umboðsverkstæði VOLVO umhverfis landið sérstaka
VOLVO tilboð fram til 30.11.
1. Vélarþvottur
2. Hreinsun og
feiti á geymissambönd
3. Mæling á rafgeymi
4. Mæling á rafhleðslu
5. Hreinsun á blöndung
6. Hreinsun á bensíndælu
7 Skipt um kerti
8. Skipt um platínur
9. Stilling á viftureim
1Q Skipt um olíu og olíusíu
11. Mæling á frostlegi •
12. Vélastilling
13. Ljósastilling
Verð: kr. 9.966 — með söluskatti
Innifalið í veröi: Platínur, olíusía, þurrkublöð,
ventlalokspakkning, vinna, vélarolía.
Volvobónus: Ókeypis kerti í bílinn.
VELTIR HE
Suðurlandsbraut 16 • Sími 35200
r
Askriftarsími Þjóðviljans er 17505
Alla virka daga opið til kl. 9 á kvöldin