Þjóðviljinn - 24.10.1976, Qupperneq 20
20 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 24. oktdber 1976
INGIBJÖRG HARALDSDÓTTIR SKRIFAR UM KVIKMYNDIR:
Um þessar mundir eru liöin
fimm ár síðan sovéski kvik-
myndastjórinn Mikhail Romm
andaðist i Moskvu, 71 árs aö aldri
og hafandi stjórnaö 14 kvikmynd-
um um ævina auk einnar sem
honum entist ekki aldur til aö
ljúka viö. Margir kvikmynda-
stjórnar hafa skilað af sér stærra
æviverki. Romm var heldur ekki
ánægöur meö allar myndirnar
sem hann geröi. En samt veröur
hans alla tiö minnst sem eins af
sköpurum sovéskrar kvikmynda-
listar einsog hún gerist best. Nafn
hans á heima innan um nöfn eins-
og Eisenstein, Pudovkin, Vertof,
Kulesjof og Dovsjenko.
Romm var jafngamall tutt-
ugustu öldinni. Hann sagöist
sjálfur hafa reynt fyrir sér i öllum
listgreinum „nema ballett og lúö-
urblæstri” og mistekist i þeim öll-
um, þangaötil hann sneri sér að
kvikmyndum. bá var hann orðinn
28 ára. En þaö var ekki fyrren
1934 aö hann geröi fyrstu mynd-
ina sem- sjálfstæöur kvikmynda-
stjóri. Þaö var þögul mynd af
fullri lengd og nefndist „Bolla” (i
merkingunni rúsinubolla eða
þessa leið: Það var veriö aö taka
þrjár kvikmyndir og var ein
þeirra Osjakof aðmiráll, sem ég
stjórnaöi, en hinum stjórnuöu
þeir Alexandrof og Tsiáreli. Og
þá geröist það, aö blóöþrýstfng-
urinn hækkaöi iskyggilega í
Alexandrof, eitthvaö kom fyrir
hjartað i Tsiáreli og ég fótbrotn-
aði. Upptökusalirnir stóöu gal-
tómir i grafarþögn. Leöurblökur
flugu um. Daglegir fundir starfs-
liösins minntu helst á læknafundi
á sjúkrahúsi...
Flestir þeirra „útvöldu” héldu
áfram að lifa og starfa einsog þeir
höfðu gert á stalinstimanum,
löngu eftir að hlákan fræga var
orðin að veruleika og ungir menn
höfðu þyrpst inní rykiö á Mosfilm
og tekið aö gera myndir meö nýju
yfirbragöi. Sumír þessara gömlu
manna eru m.a.s. enn að. En
Romm var ekki einsog þeir. Einn
I
minnmgu
Mikhail Romm
rjómabolla, og var þetta viöur-
nefni aöalpersónunnar, vændis-
konu). Myndin var byggö á sam-
nefndri smásögu Guy de Mau-
passant, og sló þegar i gegn.
Tuttugu árum siöar var sett i
hana tal.
Siöan rak hver myndin aöra um
margra ára skeiö. Frægastar af
þessum gömlu myndum hans eru
vafalitiö tvær myndir um Lenin,
„Lenin i október” og „Lenin
1918”, en þær geröi hann á árun-
um 1937-39. Ég þreyti lesendui
ekki meö lengri upptalningu, en
læt nægja aö geta þess aö Romm
var þegar hér er komiö sögu orö-
inn vitur og vinsæll kvikmynda-
stjóri. Hann var „i náöinni” allan
staiinstimann og fékk aö gera
myndir þegar margir ungir og
efnilegir listamenn uröu að
þreyja þorrann úti i kuldanum.
Romm hefur sjálfur sagt frá þvi,
hversu siðspillandi áhrif þetta
hafði á þessa fáu „útvöldu”.
Hann lýsti eitt sinn ástandinu á
Mosfilm árið 1951 eitthvað á
látins meistara
góöan veöurdag uppgötvaði hann,
að það sem hann var að gera var
ekki nýtt, hann hafði gert það áö-
ur. Hann var farinn að endurtaka
sig, framleiða klisjur. Þá snar-
hætti hann að gera kvikmyndir og
tók að hugsa ráð sitt. Hann hugs-
aði sig um í 6ár. A þessu timabili
tók hann til gagngerrar endur-
skoöunar öll sin fyrri viðhorf, leit
yfir farinn veg og fann að hann
átti margt ólært. Ef til vill er það
þetta sem gerir Romm að þeim
merka persónuleika kvikmynda-
sögunnar sem hann óneitanlega
er. Þessi hæfileiki til að afneita
öllu sem áunnist hefur á langri og
strangri ævi vegna einhvers ó-
áþreifanlegs á borð viö sannleiks-
leit eöa sjálfsleit.
Árangurinn af þessum heila-
Rafsuðumenn
Óskum eftir vönum rafsuðumönnum
vinnu við Kröfluveitu.
Uppl. hjá verkstjóra.
Stálver h.f., Funahöfða 17,
Reykjavik, slmi 83444.
til
TILBUNAR A 3 MIN.!
OFIjCD I IA B'E GM’Cf
Ljósmyndastofa AMATÖR
LAUGAVEGI 55 ® 2 27 18
brotum kom i ljós áriö 1962. Þá
sendi Romm frá sér mynd sem
átti eftir að verða heimsfræg,
„Niu dagar á einu ári” og fjallaði
um atómvisindamenn, um
ábyrgð þeirra gagnvart mann-
kyninu. t þeirri mynd komu allir
bestu eiginleikar Romms skýrt
fram: hæfileiki hans til aö fá fólk
til aö hugsa og taka afstöðu,
ábyrgðartilfinning hans sem
listamanns og brennandi áhugi
hans á stærstu vandamálum nú-
timans. Og ef til vill kom þetta
allt enn betur i ljós i næstu mynd
hans, sem varð sú siöasta sem
honum auönaðist aö ljúka viö:
„Venjulegur fasismi” (1965).
t „Venjulegum fasisma” segir
Romm frá upptökum þýska fas-
ismans og ieggur mesta áherslu á
að sýna hvernig þessi hug-
myndafræði nær tökum á venju-
legu fólki, hvernig hún býr um sig
i þjóðfélaginu og veröur hluti af
daglegu lifi fólksins. Myndin er að
langmestu leyti byggð upp með
efni sem fyrirfannst i kvik-
myndasöfnum, bæði i Sovétrikj-
unum og annarsstaöar. Flest er
það fengiö úr söfnum nasista,
sem bandamenn yfirtóku i striðs-
lok. Einnig er þarna efni úr nú-
timanum,myndir af fólki á götum
úti, börnum og fullorðnum. Allt
þetta efni er tengt saman meö
texta sem. Romm las sjálfur inná
myndina. Mikið af þeim texta
varö til á þann hátt, að Romm tal-
aöi hann inn á segulband um leiö
og hann horfði á efnið sem hann
ætlaöi að nota i myndina. Haqn
hugsaði upphátt um það sem sá.
Þessvegna verður textinn að
sjálfsögðu afar persónulegur og
átti þetta mikinn þátt i að veita
myndinni sérkennilegan og sterk-
an svip, gera hana mun áhrifa-
meiri en geristog gengur um slik-
ar myndir. Þetta er ekki aðeins
saga liðinna tima, saga hættu-
legrar hugmyndafræði sem varð
mannkyninu dýrkeypt. Romm
vissi að þessi saga gat endurtekið
sig. Myndin endar á hugleiðing-
um um striöiö i Vietnam og
bandarisku heimsvaldastefnuna.
Þegar Romm haföi lokið þess-
ari mynd átti hann enn margt
ósagt. Hann vissi sem var, að
timinn var naumur, enda var
hann nú kominn á þann aldur
þegar venjulegir menn setjast i
helgan stein og láta hrósa sér fyr-
ir afrek fortiðarinnar. Likaminn
fór aö gefa sig, þótt andinn væri
hress. 1 fyrstu átti nýja myndin
hans að heita „Heimurinn 1968”.
Svo breyttist ártalið nokkrum
sinnum. Hann barðist við sjúk-
dóminn, var alltaf að flýta sér,
timinn hljóp frá honum og efnið
varð stöðugt yfirgripsmeira. Það
var svo margt sem hann þurfti að
segja áður en hann kveddi þenn-
an heim. Hann þurfti að benda
unga fólkinu á útgönguleiðir,
vara þaö viö, miöla þvi af eigin
reynslu. Hann feröaðist út um
alla Evrópu og tók myndir, haföi
viðtöl við fólk á öllum aldri, af
ýmsum þjóðernum, stjórnmála-
skoðunum, trúarbrögöum. Efnið
óx i höndum hans. Og svo einn
góðan veðurdag gafst hjarta hans
upp. Aðstoðarmenn hans lögðu i
það þrekvirki að ljúka við mynd-
ina, en fjögur ár liðu frá dauöa
meistarans þar til þeir þorðu aö
láta hana koma fyrir almennings-
sjónir. Þeirkölluðu myndina „Og
samt trúi ég..”. Þetta er
erföaskrá Mikhails Romm. Nafn-
iö segir okkur aö þrátt fyrir allt,
þrátt fyrir brjálæði heimsins,
grimmd mannanna og þungbæra
reynslu kynslóöanna trúöi hann á
framtiöina. Þessi trú gaf honum
þrek til að lifa og starfa og segja
mannkyninu hug sinn, gefa þvi af
þeim auðæfum sem hann átti.
Þær fimmtán kvikmyndir sem
Romm lét eftir sig eru þó ekki
nema hluti af ævistarfi hans.
Hann gaf einnig út nokkrar bækur
og um margra ára skeið stundaði
hann kennslu i kvikmyndastjórn
við Kvikmyndaháskólann i
Moskvu, þar sem undirrituð átti
þvi láni að fagna að vera nemandi
hans i nokkur ár. Hann var einnig
fræðimaöur á sviði kvikmynda og
margir fyrirlestrar hans hafa
verið gefnir út i bókarformi.
Kennari var hann frábær.
Kennsla hans var öllu frekar upp-
eldi en kennsla i þröngri merk-
ingu. Hann sagði einhverntima að
kvikmyndastjórn væri ekki hægt
að kenna, þaö væri fáránlegt aö
hugsa sér að einhver skrifaði
kennslubók i þessu fagi og siðan
gæti fólk lært bókina utanað og
tekiö til viö að stjórna kvikmynd.
Kvikmyndastjóri væri fyrst og
fremst maður með viðtæka þekk-
ingu á sem flestum sviöum, maö-
ur sem hugsaði og hefði eitthvað
að segja. Sumir nemenda hans
hafa mjög komið við sögu
sovéskra kvikmynda á undan-
förnum árum, og nefni ég sem
dæmi tvo sem myndir hafa verið
sýndar eftir hér á landi: Andrei
Tarkofski (Bernska ívans,
Andrei Rúbljof, Solaris) og
Andrei Kontsjalovski-Mikhalkof
(Vanja frændi, en einnig á hann
góða mynd sem heitir Fyrsti
kennarinn, o.fl.).
Mikhail Romm var ekki aðeins
frábær listamaður og kennari,
hann var einnig gull af manni.
Maöur sem hollt og gott var að
kynnast. Þegar einn af gömlu
starfsbræörunum hans, Sergei
Gerasimof, varö sjötugur, sendi
Romm honum kveðju i skólablaði
kvikmyndaskólans. Hún hljóðaði
eitthvað á þessa leiö: ég óska þér
fyrst og fremst aukinnar kimni-
gáfu. Hann var aldrei aö rembast
við aö vera viröulegur, einsog
flestir gera þegar þeir komast á
vissan aldur. Meðfædd kimnigáfa
gyöingsins leyföi honum þaö
ekki.
Bréf um sleggjudóm
Ekki ætla ég mér aö bera blak
af siðustu kvikmyndum Ken
Russels, „Tommy”, „Mahler”
„Lisztomania” og fleiri, — sem
allar bera vott um eindæma
smekkleysi og barnaskap. En
þó vil ég mótmæla óvönduðum
sleggjudómum kvikmynda-
gagnrýnanda Þjóðviljans
siðastliðinn sunnudag, þar sem
hún dæmir Russell allan gjör-
ómögulegan, — eftir aðhafa séð
myndina „Savage Messiah”
eina af verkum hans. Vil ég
benda kvikmyndarýninum á að
Russel hóf feril sinn við breska
sjónvarpið og geröi þá einhver j-
ar bestu heimildarmyndir sem
gerðar hafa verið um tónskáid,
— vil ég nefna myndir hans um
Delius og Bartók sem enn er
vitnað i. Ekki má heldur gleyma
þvi að það var Russell sem
stjórnaði „Women in Love” og
var hann að minu viti eini kvik-
myndaleikstjórinn sem komist
gat litt skaddaður^frá þvi verk-
efni, — sem hann geröi.
Kvikmyndarýnirinn les siöan
inn i meðferð Russels á „Savage
Messiah” miklar ýkjur og for-
dæðuhátt. Satt er að á stöku
stað i myndinni kvikmyndar
Russelli æsistil, breytir og stað-
færir. En i þessu tilfelli er veru-
leikinn furðulegri en skáldskap-
urinn, eins og rýnirinn hefði
komist að hefði hún lesið frá-
sögn Ede af sambandi þeirra
Henri Gaudier og Sophie
Brzeska i bók með sama nafni
og myndin. Samband þeirra
skötuhjúa var nefnilega með
afbrigðum einkennilegt og
móðursýkisiegt, — Gaudier
örgeðja og dyntóttur, Sophie
taugaveikluð og kvalin af alls-
kyns komplexum. Er þvi lofs-
vert, eins og Russell er nú skapi
farinn, að hann skuli ekki hafa
misþyrmt efninu meir en hann
gerðí.
Vinsamlegast
Aöalstcinn Ingólfsson