Þjóðviljinn - 24.10.1976, Síða 22

Þjóðviljinn - 24.10.1976, Síða 22
22 SÍÐA — ÞJÓDVILJINN Sunnudagur 24. október 1976 Bókmenntir Framhald af bls 8. smásögur voru áöur en þærvoru settar þarna saman á einn staö. Þetta er i verkinu skýrt meö þvi aö Húnbogi hafi dáið áður en hon- um tókst aö fella þetta saman i eina sögu og ég held að það sé ein alódýrasta lausn ritvandamáls sem ég hef á ævi minni heyrt get- iö um. Annars eru þessar smá- sögur misjafnar eins og þær hafa alltaf veriö. Það má benda á ágætar sögur sem fara vel i þroskasögu Húnboga eins og td. sögurnar Vigsla, Striö, sem hét ÞJÓÐLEIKHÚSID Ennþá er hægt aö kaupa aðgagnskort (árskort) fyrir litla sviöiö, sem gilda á sýn- ingar aö þessum fjórum verkefnum: 1. Nótt ástmeyjanna eftir Per OIov Enquist. 2. Meistarinn eftir Odd Björnsson 3. Þeir settu handjárn á blómin eftir Arraball. 4. Endatafl eftir Bekett. Kortin fela 1 sér 25% afslátt á aögöngumiöaveröi og er þá verö pr. sæti kr. 2.400.- aö þessum fjórum sýningum. Landrover lengri gerö, árg. ’64 til sölu Fluttur inn 1970. Nýuppgerö diselvél. Upplýsingar I sima 21760 á vinnutima eöa 12422. áöur Tapað striö og A fjalli sem áöur hét Drengur á fjalli og birtist i samnefndu smásagnasafni áriö 1964. Aðrar sögur eru verri og nægir þar aö benda á Liljan i sandinum sem einnig birtist i smásagnasafninu Drengurá fjalli og hafði undirtitilinn: (Grisk hugsun, Með hliösjón af Kazant- zakis). Siguröur Bergsson reynir að visu að koma glóru i hana en tekst ekki og er sist að undra. Hvaö sem þvi liöur held ég að smásögur Guðmundar Daniels- sonar hafi á engan hátt batnað viö að birtast i þessu skáldsögugerfi og heföi verið nær aö endurútgefa þær óbreyttar. Kristján Jóh. Jónsson Haukur Framhald af bls. 15. Athugið þaö lika, strákar minir, aö það er til mikið af ljóðum og lögum sem komast aldrei á plöt- ur, gleymast eða jafnvel týnast. Ég á, til dæmis, frá þvi ég var i Bláu stjörnunni lög með gull- fallegum textum, sem ættu að vera i ljóðabókum. — Hefurðu nokkurn tima hætt að syngja? Ég hætti aldrei að syngja. — Ég hætti einu sinni að koma fram, kom ekki á svið i sex mánuði. Það var mjög gott. Maöur var alltaf heima, fri um helgar, annað lif. Svo fékk ég svo gott tilboð að ég gat ekki neitað og byrjaði aftur. Og að fara uppá sviðið eftir svona langt hlé... Það geri ég ekki aft- ur. Það þurfti mikið til. — Nú er ekki auðvelt aö spá á hvaða leiö þú ert. Hvernig plata gæti verið væntanleg? Eins og ég segi, það ræðst mest af þvi að ég vil ekki láta einhverja menn úti i bæ græða á mér. — Ef ég fengi þannig til- boð, þá myndi ég hugsa mig um. Segjum til dæmis aö ég fengi að fara til London og vera þar i mánuð og vinn aö þessu I róleg- heitum. Gæti mætt i upptökur þegar ég væri I stuði. Þá væri ég til i að fremja plötu. — Hvernig plötu? Með stóru bandi. Og þá yrði swing i þvi, djass. Og þá væri gaman að koma upp plötu. Það væri gaman. MR-pb. Erl. vettvangur Framhald af 5. siðu. starfsfólk sjúkrahúsa i Milano neitar að skipta á sjúklingum. Verkamenn i ýmsum greinum iönaðar búa sig i stakk til baráttu fyrir beinum launahækkunum. Þessi kjarabarátta nærist meöal annars á hinum mikla launamun sem einkum er áberandi i opin- berri þjónustu. Sumir járn- brautarstarfsmenn hafa enn 150 þúsund lirur á mánuöi, meðan háttsettir starfsmenn járnbraut- anna hafa nokkrar miljónir. Sumt starfsfólk sjúkrahúsa hefur 180 þúsund lirur, læknar 2-3 miljónir. Kommúnistaflokkurinn á erfitt með að brjótast I gegnum þennan frumskóg — ekki sist vegna þess aö starfsfólk hjá hinu opinbera er, þegar á heildina er litið, skipulagt I „sjálfstæðum” félögum, en ekki verklýðsfélögum. Aðrir flokkar Þá er að geta þess, að ýmis pólitisk öfl hafa fullan hug á að hagnást á þeirri flóknu pólitisku stöðu sem kommúnistar eru i, nauðugir viljugir. Hóparnir lengst til vinstri, sem ekki fóru vel út úr kosningum (fengu 1,7% atkvæða) hafa fullan hug á að bæta stöðu sina á kostnað kommúnista. Þeir sýna nú til- hneigingu til aö setja jafnaðar- merki milli kommúnista og stjórnarinnar og þar með fylgir, Framleiðum einangrunarplast i fjölbreyttum stærðum og þykktum. Framleiðum plast-umbúðapoka, áprentaða og ó- áprentaða i fjölbreyttum stærðum. SÍMAR 96-22210 og 22211 PLASTEINANGRUN HF. SS?11 að þeir ekki aðeins hafni efna- hagsráðstöfunum rikisstjórnar- innar heldur jafnvel sjálfri þeirri hugmynd aö nauðsyn sé á sér- stökum ráðstöfunum. Sósialista- flokkurinn, sem fór einnig heldur illa út úr kosningunum (fékk um 10% atkvæða), hann hefur og full- an hug á þvi að hressa upp á stöðu sina meðal verkamanna og þá með þvi aö sýnast harðari i kjara- baráttumálum en kommúnistar. Sósialistar hafa áður orðið að gera upp við sig ýmsan þann vanda sem kommúnistar þurfa nú að velta fyrir sér : þeir voru um árabil i stjórn með kristileg- um demókrötum og hlutu af veru- legan álitshnekki vegna þess hve illa þeim gekk að hafa raunveru- leg áhrif i umbótaátt. Um leiö höfðu þeir og hafa enn náið sam- starf við kommúnista i verklýðs- hreyfingu og borgarstjórnum. Að öllu samanlögöu er ekki undarlegt þótt kommúnistar séu hikandi við að gefa afdráttarlaus svör við ýmsum þeim spurning- um sem knýja dyra hjá þeim. Til- boð það sem Berlinguer bar fram fyrst fyrir þrem árum um „sögu- lega málamiölun” milli kristi- legra, sósialista og kommúnista, hefur hrært mjög upp I pólitisku lifi á Italfu, en um framhaldið er margt á huldu. AB byggði á le Nouvel Observateur. Samfélagið Framhald af 24. siðu. ur en deildin tók til starfa fóru þau Kristján Ingólfsson, Magnús Kristjánsson, sálfræöingur, Guöný Guðmundsdóttir, upp- eldisfræðingur og Bergþóra Gisladóttir, sérkennari um allan fjórðunginn og heimsóttu börn, sem grunur lék á, að þyrftu á þessiari hjálp að halda. 1 ljós kom að vandamál umræddra barna voru tvenns konar. Annars vegar bein þroskahömlun og hins vegar voru þau af félagslegum rótum runnin. Deild þessi tók svo til starfa 20. jan. sl. og voru þar8nem. og einn sérkennari, Árni Einarsson. Eftir þetta fyrsta tlmabil kom i ljós, að margt þurfti að endur- skoða og lagfæra og nú eru 3 kennarar við deildina, allir með uppeldis- eða félagsfræðilega menntun og nemendurnir 10. I þriðja lagi er gert ráð fyrir að senda i Oskjuhliðarskólann þá nemendur, sem Nesjaskólinn get- ur ekki sinnt og dveljast þau á fósturheimilum i Rvk. I fjórða og siðasta lagi er ætlun in að koma til móts við þarfir þeirra, sem minnsta möguleika hafa til þroska meö þvi að reisa heimilið, sem áður var á minnst á Egilsstöðum. Samkvæmt nýleg- um könnunum munu 32 austfirð- ingar á ýmsum aldri þurfa að vera á þannig heimili. — Við leggjum á það mikla á- herslu, sagði Kristján aö lokum, að þetta verði heimili i orðsins fyllstu merkingu. Það á auk þess að vera skóli, þar sem hverjum og einum verður komið til nokk- urs þroska, svo og verndaður vinnustaöur. —hs. Fræöslu- og umræðufundir Alþýöubandalagsins í Reykjavík NÆSTI FUNDUR ANNAÐ KVÖLD Tryggvi Baldur Ragnar Svavar Guðmundur Svava Tryggvi Þ. Baldur Óskars- Mánud. 1. nóv. Ragnar Arn- Svavar Gests- Guömundur Svava Jakobs- Aðalsteinsson. son. Málfundur alds. son. Hilmarsson. dóttir. Mánud. 25. okt.: Störf fundar- Fimmtud. 28. okt.: Fimmtud. 4. nóv.: Mánud. Aróöur 8. nóv. og póli- Fimmtud. 11. nóv.: Má nud. nóv.: 15. stjóra, tillögur og ályktanir. U m r æ ð u - mennsku. Hvernig vinnur Alþýðubanda- lagið aö upp- byggingu sósialisma? tisk barátta. Staða verka- lýðshreyfingar- innar. Er hægt losna við inn? að her- Væntanlegir þátttakendur geta látiö skrá sig á skrifstofu félagsins aö Grettisgötu 3, sími 28655, eöa mætt á fundina. Þátttaka er öllum heimil. Kompan: Viltu segja lesend- um Kompunnar örlitið frá upp- vexti þinum? Guðrún: Ég er fædd og upp- alin i Hafnarfirði i litlu timbur- húsi við Jófríðarstaðaveg 7, og allir Hafnfirðingar kannast viö það undir nafninu Blómsturvell- ir. Ég er elst af 10 systkinum. Pabbi varog er sjómaður. Hann var lengst af á togaranum Sur- prise og á sumrin fór hann á sfld á Eddu frá sama fyrirtæki (Ein- ar Þorgilsson og Co). Mamma hafði nóg að gera heima með hópinn sinn og fór þvi ekki út að vinna. Heimili okkar var ekta gammeldagsheimili, með afa og ömmu. Þau dóu ekki fyrr en ég var komin um tvitugt. Kompan: Var algengt þá að heimili væru svona stór? Guðrún: Já, það voru viða mörg börn, en okkar heimili var nú kannski stærst. Kompan: Pabbi þinn er sjó- maður. var hann ekki litiö heima? Guðrún: Ég minnist þess, að hann pabbi var einu sinni i burtu 351 dag á árinu. Það er furðulegt að enn þann dag i dag skuli ekk- ert vera gert til að gera sjó- mönnum kleift að vera i lengri frium. Þetta var auövitað ekk- ert líffyrir þau. Það er ekki litið lagt á eina manneskju að ala upp 10 krakka. Við striðum nú mömmu stundum á þvi, siðan við urðum fulloröin, að hún á mjög erfitt með að segja þú viö okkur,hún segiralltaf þið, þö aö hún sé að tala viö eitt okkar þvi auðvitað vorum við hreint og beint alin upp sem hópur. Þaö var ósköp litið pláss fyrir ein- staklingseinkenni. Reyndar er- um við afar ólik, en þetta var reynt að leysa með þvi að setja ákveðnar reglur sem ekki mátti yfir skriða. Nú ef maður haföi einhver vandamál, sem allir hafa nú — ég tala nú ekki um á gelgjuárunum — þá varð maður bara að leysa þau sjálfur, þaö var ekkert pláss og enginn tími fyrir neinar vangaveltur. Mað- ur varð að reyna aö klóra sig fram úr tilverunni einhvern veginn. Þetta bjargaðist kannski vegna þessað amma og afivoru á heimilinu. Kompan: Er ekki von á nýrri bók eftir þig? Guðrún : Jú, húnkemur núna i nóvember og fjallar um litla stelpu að þessu sinni — stelpu hér i Reykjavik. Ég vil nú ekki meina að þetta sé bara barna- bók, heldur fyrir fólk á öllum aldri — að minnsta kosti eru persónurnar i bókinni á öllum aldri. Kannski eru þarna likir hlutir og ég kynntist i æsku. Þarna á heimilinu eru afi og amma, eða i sama húsi, og fjór- ir krakkar og foreldrar. Kompan:Þettaer þá að sumu leyti likara heimili þinu þegar þú varst að alast upp, heldur en heimili þinu núna, þar sem börnin þin eru að alast upp? Guðrún: Já, miklu meira i þá veru. Það má kannski segja að umhverfi Jóns Odds og Jóns Bjarna sé líkar þvi umhverfi' sem minir krakkar alast upp i. Kompan: Gerist sagan þá milli 1940 og ’50? Guðrún:Nei — nei, þessi saga gerist núna. Kompan: Það er þá bara reynslan sem er byggð á minn- ingum þinum, en ekki umgjörö- in eða söguþráðurinn. Guðrún: Já — einmitt — bó kin á að ööru leyti ekkert skylt við minn uppvöxt. Það eru meira svona samskonar vandamál og þá voru uppi, en ekki á annan hátt neitt likt þvi. Kompan: Hvað kallar þú bók- ina? Guðrún:Hún heitir I afahúsi. Kompan: Og hvað heitir stelpan? Guðrún: Stelpan heitir Tóta og er mikil vinkona hans afa sins. Það sem ég er að reyna aö gera þarna er að taka á svolftið óvenjulegum vandamálum kannski, en ég veit ekki hvort ég á að vera að segja mikið frá efni sögunnar — en pabbi Tótu er skáld. Hann var sjómaður og hefur hætt að vinna til að skrifa bækur og það veldur að sjálf-

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.