Þjóðviljinn - 28.10.1976, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 28. október 1976
Skrifið
eða
hringið.
Sími: 17500
Reyðarfjarðar■
fréttir
— Bátarnir, Snæþór og Gunn-
ar, eru nú báðir á veiöum og
sigla meö aflann til Þýskalands.
Eru búnir aö fara eina ferö,
sagöi Björn Jónsson, fréttarit-
ari Þjóðviljans á Reyðarfirði i
viötali viö blaöiö nú fyrir
nokkru.
Atvinna er ágæt eins og er, og
i þvi á sláturhúsiö náttúrlega
sinn þátt. Geta bæjarbúar eng-
an veginn einir annaö henni og
við urðum að manna sláturhúsið
að verulegu leyti með aðkomu-
fólki, t.d. ofan af Héraöi. Við
slátrunina vinna um 50 manns.
Féð, sem hingað er flutt til
slátrunar, er að sjálfsögðu héð-
an úr Reyðarfirði, af Seyöisfirði
og töluvert margt ofan af Hér-
aði. Það mun vera búið að slátra
núna um 17 þús. fjár og eitthvað
töluvert er eftir, þannig að
slátrun stendur enn nokkra
daga, jafnvel meira en viku.
Fremur litið er um bygginga-
framkvæmdir eins og er. Þó er
veriö aö byrja á tveimur ibúðar-
húsum nú þessa dagana. En svo
hefur verið haldið áfram bygg-
ingu sjö húsa, sem byrjaö var á i
fyrra. Annars er alltaf heldur
skortur hér á húsnæði, fremur
en hitt.
Gatnagerðarframkvæmdir
hafa verið töluvert miklar i
sumar. Var bæði malbikaö og
oliumalborið. Það var fyrir all-
nokkru lögð norsk olíumöl hér á
götukafla. Hún reyndist mis-
jafnlega. Megin hluti hennar
raunar vel en sumt illa og var
horfið að þvi ráöi að leggja mal-
bik ofan á hana.
Fólki fjölgar hér alltaf heldur.
Aö visu fer það hægt en sigur þó
i þá áttina.
Unga fólkið er nú sem óðast
að yfirgefa bæinn og fara i skóla
hér og þar um landið, til
Reykjavikur, Akureyrar, Eiða
og ýmissa fleiri staöa. Hér
heima höfum við bara skyldu-
námið og svo einn aukabekk.
—mhg
Reyðarfjöröur
Frá Fjórðungssambandi norðlendinga
Þjón ustumiðstöðvar
í dreifbýlinu
Það er réttlætismál, að sem
eðlilegasturþjónustujöfnuður sé
i landinu, þrátt fyrir dreifða bú-
setu. Þvi er nauðsynlegt að
komið verði á fót i þéttbýli
landsbyggðarinnar alhliða
þjónustustofnunum,þar sem
samhæfð veröi starfsemi opin-
berra þjónustugreina. Innan
þjónustustofnana verði sköpuð
skilyrði til að laða að þjónustu-
starfsemi, sem nauðsynlega
skortir á viðkomandi stað og
getur ekki þrifist nema i tengsl-
um við aðra starfsþætti. Sér-
staklega er nauðsynlegt að
draga með þessum hætti úr mis-
mun og auka dreifingu
milli st.aða i embættisþjónustu
sýsluskrifstofa, bygginga-
þjónustu og skattstofustarf-
semi. Þannig geta þjónustu-
stofnanir skapað aukinn þjón-
ustujöfnuð, sem ekki væri
hægt að skapa, ef hver grein
ræki hvert um sig sérstarf-
semi, sem væri tii muna dýrari
og skapaði óþarfa þenslu i
mannahaldi. Hin sameiginlega
starfsemi i þjónustustofnun, t.d.
skrifstofuþjónusta, bókhalds-
þjónusta, reikningstölva, getur
fært að veigamikla þætti, sem
sækja þarf annað meö miklum
aukakostnaði. Þetta gerir einn-
ig mögulegan rekstur félags-
starfsemi, sem annars væri ekki
til staðar og þarf að sækja fyrir-
greiðslu tilannarrastaða. Fjórð-
ungsþing norðiendinga leggur
ti! að lögfest veröi aö Byggða-
deild Framkvæmdastofnunar
rikisins geri 10 ára áætlun um
uppbyggingu þjónustustofnana
úti i dreifbýlinu og tekjuöflun
þjónustustofnanasjóðs verði
miðuð við að þetta markmið ná-
ist i stórum dráttum á þeim
tima.
Þjónustustofnanir
auðvelda
stofnanaf lutning
Fyrir nokkru skilaöi nefnd,
sem skyldi gera tiliögur um
staðarval rikisstofnana tillög-
um sinum. Þar er gert ráð fyrir
sérstakri nefnd Alþingis, Flutn-
ingsráði, sem skylt sé aö leita
umsagnar hjá um staðarval
nýrra stofnana, um staðarval
nýrrar starfsemi eldri stofnana
og um tilílutning á starfsemi
þeirra.
Siðasta Fjórðungsþing norð-
lendinga á Siglufirði lagði á-
herslu á það, að Alþingi samþ.
till. nefndarinnar um Flutnings-
ráð og að byggðadeild Fram-
kvæmdastofnunar geröi áætlun
um flutning stofnana út um
land, um deildaskiptingu þeirra
og að koma upp þjónustu frá
þeim, i samvinnu við aöra aðila,
staðsetta úti á landi.
Það er öllum ljóst, að þessi
nýbreytni mætir andstöðu.bæði
þeirra, er starfa við þessar
stofnanir og tregðu hinna, sem
telja að með þessu verði aukiö á
kostnað við þjónustustarfsemi,
og ekki verði hægt að ná með
dreifðum deiidum sama starfs-
árangri og nú er. Þessvegna er
nauösynlegt að dreifbýlinu tak-
ist að skapa trú á þvi, aö þjón-
ustudreifingin verði ekki til
þess, að slita nauðsynlegt sam-
hengi milli stofnana og gera al-
menningi örðugra um vik að
notfæra sér hina dreifðu þjón-
ustu, vegna fjarlægðar á milli
skyldrar þjónustustarfsemi.
Með þjónustustofnunum eru
sköpuð skilyrði til þess,að
tengja ólfka og samstæða þætti
saman i eina stofnun, sem
vegna samstarfs sameiginlegr-
ar tækni- og hagræðingar er fær
um að draga til sin þjónustu-
þætti frá stofnunum i Reykja-
vik, án kostnaðarmikils um-
stangs og verulegrar þenslu.
Þetta er hægt með þjónustu-
samstarfi ólikustu aðila og
vegna þess að Ibúar aðliggjandi
svæða sækja sina þjónustu til
einnar miðstöðvar.
Ljóst er aö þegar komin er
reynsla á starfsemi þjónustu-
stofnana og þær hafa unnið sér
traust stjórnsýslunnar og eru
orðin þjónustuvettvangur fólks-
ins, að þær verða fullfærar að
taka til sin i vaxandi mæli þá
þjónustustarfsemi, sem færa
þarf út i dreifbýlið, til að skapa
eins mikinn þjónustujöfnuð á
milli byggða, sem frekast er
unnt, svo að þjónustustarfsemin
styðji að grundvelli búsetunnar
um land allt. I tengslum við
þjónustustofnanir i þéttbýli
dreifbýlisins er siðan hægt að
byggja upp sjálfstæðar stofnan-
ir, sem fluttar verði frá höfuð-
borgarsvæðinu og eiga að þjóna
heilum landshlutum eða landinu
öllu. Þetta er þvi aðeins hægt að
þjónustustofnanir byggðanna
hafi sýnt gildi sitt fyrir byggða-
þróunina.
Raunhæf byggðastefna
Mönnum er að verða i vax-
andi mæli ljóst, að hvorki
sjávarútvegsgreinar og land-
búnaður, þrátt fyrir stór vax-
andi framleiöslu, geta tekið við
verulegri vinnuaflsaukningu.
Það er lika staöreynd, aö i há-
þróuðu þjóðfélagi leitar æ fleira
fólk til þjónustugreinanna. Ef
mönnum eru þessar staðreyndir
ekki ljósar verður ekki hægt að
reka raunhæfa byggðastefnu.
Hingað tii hafa stofnlánasjóðir
ekki fengist til að lána fé til
þjónustuhúsa sveitarfélaga t.d.
á Dalvik, Siglufirði og viðar.
Þetta er röng stefna gagnvart
byggðaþróun og búsetujafnvægi
i landinu.
Fjórðungssamband Norð-
lendinga undirbýr nú úttektar-
ráðstefnu á þessum málaflokki,
sem vonandi veröur upphaf að
auknum skilningi á þessum
þætti i byggðaþróun og verði
upphaf að raunhæfri byggða-
stefnu i þessum undirstöðu-
þætti.
NORÐRH)
ER RAUTT
Góði vinur, Hjalti Kristgeirs-
son.
Stundum kemur það fyrir
mig, að geta ekki orða bundist.
Jafnvel þegar ekki er til mln
talað á ég það til að gjamma, og
má það með sönnu ósið kalla.
Þú vikur i Bæjarpóstinum
hinn 20. okt. að tveimur konum i
Garði i Mývatnssveit og kvartar
undan menningarþreytu hinnar
yngri. Nú vill svo til, að þið
sunnlendingar hafið haft alveg
sérstakt rigningasumar i ár, svo
kannski er von að ýmislegt skol-
ist til i öllu þvi sulli, sem yfir
ykkur hefur gengið. Það er
kannski þessvegna, sem þú
flokkar framsækna hugsun
norölendinga undir þreytu,
jafnvel menningarþreytu.
Þar sem við höfum báðir
nokkurn áhuga á sögu þeirrar
dýrategundar, sem mestu ræð-
ur á þessari jörð, þá langar mig
til að benda þér á nokkrar stað-
reyndir. Veistu það, að norðrið
hefur alltaf verið bæði frjáls-
iyndara og vinstri sinnaðra en
suðrið? Siberia ungaði út fleiri
róttæklingum á sinum tima en
Svartahafsbyggðir Rússaveidis,
Maó sálugi formaður gekk sinn
langa veg til Norður-Kina og
stjórnaði þaðan sigursælli bar-
áttu viö japani fyrst og siðan
suður-kinverska auðvaldsleppa
Þrælahald var fyrst afnumið i
norðurrikjum Norður-Ameriku
og þurfti strið við Suðurrikin til
að afiétta þvi þar i sveit.
Nasistaflokkur Þýskalands átti
upptök sin suður i Bæheimi, upp
úr fyrra striði, ekki i Norður-*
Þýskalandi, Norður-Vietnam
var vettvangur gamla Hós og
norðlingar á Islandi, — mývetn-
ingar, — gripu fyrstir til skæru-
Böðvar Guðmundsson.
hernaðar i baráttunni við yfir-
gang skrifstofuveldisins.
Manstu eftir stiflunni, sem
brast i henni Laxá? Er þaö
mögulegt, Hjalti, að suðræn
ihaldssemi sé farin að þjaka þig
svo illa, að þú sért hættur að
greina á milli þeirra áfellis-
dóma, sem grundvallaðir eru á
stéttaanalýsu gamla Marx og
þeirra, sem byggjast á þrætu-
bók sænskra sósialdemókrata?
Hjalti, getur þaö verið?
Með bestu kveðju frá
sólskinsbörnum norðanlands til
regnúrgra sunnlendinga.
Þinn Böðvar Guömundsson
Umsjón: Magnús H. Gfslason