Þjóðviljinn - 28.10.1976, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 28.10.1976, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 28. október 1976 ÞJÓDVILJINN — SÍÐA 3 Breska pundið neðar en nokkrn sinni fyrr Landsstjórn Verkamannaflokksins snýst gegn rikisstjórninni LUNDÚNUM 27/10 NTB- Reuter— Breska sterlings- pundið hélt áfram að falla LIMA 27/10 Reuter — Herinn i Perú hefur fyrirskipað útgöngu- bann að næturlagi i hafnarborg- inni Chimbote eftir götubardaga þarmilli lögregluog ansjósufiski- manna i verkfalli. Yfirvöld hafa ekki gefið neinar upplýsingar um manntjón, en allmargir voru sagðir handteknir. Fiskimenn- í dag og komst neðar gagn- vart öðrum gjaldmiðlum en nokkru sinni fyrr í sögu irnir hafa verið i verkfalli á aðra viku til að mótmæla þeirri ákvörðun rikisstjórnarinnar að fá ansjósuveiðiflotann, sem fyrir nokkru var þjóðnýttur, aftur i hendur einkaaðilum. I fyrri viku svipti stjórnin 9000 fiski- mannanna vinnu i refsingarsKyni vegna verkfallsins. sinni/ eða undir 1.58 doll- ara. Jafnframt gerðist það að lands- stjórn breska Verkamannaflokks ins, flokks rikisstjórnarinnar, samþykkti með 13 atkvæðum gegn sex ályktun, sem felur i sér stuðning við andstöðu verkalýðs- hreyfingarinnar við stefnu stjórnarinnar i efnahagsmálum. Vinstriarmur Verkamanna- flokksins hefur meirihluta i landsstjórninni. James Callaghan forsætisráð- herra gekk af fundingum i bræði, eftir að samþykkt ályktunarinnar hafði verið kunngerð. — Vand- ræði pundsins hafa haft i för sér kviksögur þess efnis, að Denis Healey fjármálaráðherra neyðist til að segja af sér. Stjórnin stendur lika tæpt i þinginu og þrennar aukakosningar, sem fram eiga að fara i næstu viku, geta orðið henni örlagarikar. Anthony Wedgwood Benn, orku- málaráðherra i bresku stjórninni, er einn helsti forkólfur vinstri- arms Verkamannaftokksins i andstöðu hans við efnahagsstefnu rikisstjórnarinnar, sem vinstri- menn telja koma verst við þá lægstlaunuðu. Tapi Verkamannaflokkurinn kosningunum i tveimur þessara kjördæma, missir hann meiri- hlutann i meðri málstofu þings- ins. Ofbeldi rikisvalds gegn perúönskum fiskimönnum Sovetríkin tilkynna lækkun útgjalda til hermála WOSKVU 27/10 NTB-Reuter — sovétrikin tilkynntu i dag að þau myndu draga úr útgjöldum ti her- mála næsta ár, að þvi er virðist i f>vi skyni að ganga á undan með »óðu fordæmi vegna tillagna sinna i afvopnunarmálum. Upp- ýsti Vasili Garbúsof, fjármála- ráðherra, þetta á fundi æðsta- ráðsins, sem komið er saman til að afgreiða fimm ára áætlunina íyrir 1976-80. Sagði Garbúsof að Aukin áhersla lögð á neyslu- vöruframleiðslu næsta ár myndu Sovétrikin verja 17.200 miljónum rúblna til her- mála, sem er 200 miljónum rúblna ininna en i ár. Fjárveitingin til hermála nemur 7,2% útgjalda á fjárlögum, en i ár var hlutfallstalan 7.8%. Er þetta mesta lækkun hlutfallslega, sem sovétmenn hafa gert á fjár- framlögum til hermála siðustu árin. Vestrænir fréttaskýrendur eru fyrir sitt leyti tortryggnir á þessar upplýsingar og telja að ekki komi öll kurl til grafar, eink- um hvað varðar visindi. Þeir halda þvi lika fram, að erfitt sé að Kairó-ráðstefnan Sýrlendingar sigurvegarar Ihlutun þeirra óbeint samþykkt KAÍRÓ 27/10 NTB-Reuter — Leiðtogaráðstefnu Arabarikja i Kairó lauk án þess að tækist að ná samkomulagi um öll ágreinings- atriði varðandi Libanon. Þannig náðist ekki samkomulag um hvernig friðargæsluliðið yrði samansett, og var þvi máli visað til Eliasar Sarkis, forseta Libanons. Fréttaskýrendur i Kairó telja að Hafes al-Assad Sýrlandsforseti hafi komið frá ráðstefnunni sem sigurvegari, þó svo að nokkur riki ámæltu sýrlendingum fyrir ihlutunina i Libanon. Sýrland leggur trúlega til mestan hluta friðargæsluliðs- ins, og er gert ráð fyrir þvi að hið 22.000 manna innrásarlið sýrlend- inga i Libanon muni nú einfald- lega skipta um nafn og héreftir kallast friðargæslulið. Með þessu hefur leiðtogafund- urinn óbeint samþykkt ihlutun sýrlendinga. Libanskir hægrimenn eru sagðir ánægðir með þennan gang mála, enda hefur hægrimönnum, með stuðn- ingi sýrlendinga, tekist að ná á sitt vald mikilvægum landsvæð- um i bardögunum siðustu mán- uðina. Hinsvegar eru niðurstöður ráðstefnunnar sagðar verulegur ósigur fyrir palestinumenn, þar eð þeir höfðu krafist brottfarar sýrlenska hersins frá Libanon. Palestinumenn fengu þó vissa tryggingu fyrir áframhaldandi athafnafrelsi i Libanon. Auk sýrlendinga eiga sex önnur Arabariki að leggja til hermenn i friðargæsluliðið, svo og palestinumenn. bera saman hermálaútgjöld Sovétrikjanna og Vesturlanda sökum þess að rúblan sé ekki skráð á raunhæfu gengi, efna- hagskerfi Sovétrikjanna sé til þess að gera verðbólgulaust og að hermenn i þjónustu samkvæmt herkvaðningu hafi lágan mála. Engu að siður er litið svo á að þessi niðurskurður útgjalda muni vekja mikla athygli, sérstaklega með tilliti til þess að fjárveit- ingar Bandarikjanna til hermála fara hækkandi og að ný tillaga frá sovétmönnum um að forðast valdbeitingu i millirikjaviðskipt- um er fyrir Sameinuðu þjóðun- um. Fimmáraáætlun sú, sem æðsta- ráðið fjallar nú um, er hin tiunda i sögu Sovétrikjanna. 1 henni er gert ráð fyrir heldur minni fram- leiðsluaukningu, þegar á heildina er litið, en i næstu fimm ára áætl- un á undan. Erlendir sérfræð- ingar telja áætlunina raunhæfa og að góðir möguleikar séu á að tak- istað ná þeim markmiðum, sem i henni eru sett. Samkvæmt áætluninni á heildarframleiðsla iðnaðarins að aukast um 34% á þvi árabili, sem áætlunin nær til. Aukningin i þungaiðnaðinum á sem fyrr að vera mest, en framleiðslu á neysluvörum er þó gert hærra undir höfði en áður. Umræður á siðasta þingi sovéska kommúnistaflokksins snðrust að miklu leyti um það, að framboð á ■ neysluvörum væri of litið og j iélegt. () lym /)iu s liá l> m ó lið: Kólumbíu- menn unnu íslendinga I þriðju umferð Ólympiuskák- mótsins i Haifa tapaði islenska skáksveitin fyrir Kólumbiu- mönnum með 1 1/2 vinningi gegn 2 1/2. Guðmundir, Helgi og Björn gerðu jafntefli en Björgvin tap- aði sinni skák ístendingar hafa nú sex vinninga eftir 3 umferðir. Filippseyingar eru efstir með 9 1/2 vinning og biðskák og Italir i næst efsta sæti með 9 vinninga og biðskák. Fjórða umferð verður tefld i dag. Spænskt Lockheed- hneyksli MADRIII 27/10 Reuter — Koinið er nú i Ijós að handariski flug- vélaauðhringurinn Lockheed hefur hegðað sér á sama hátt á Spáni og annarsstaðar. Hershöfð- ingi og ofursti i spænska flug- hernum hafa verið reknir úr störfum fyrir að hafa tekið við mútum ilaunaskyni fyrir að sjá til þess að spánverjar keyptu flug vélar af Lockheed. Blaðafregnir herma að miklu fleiri menn séu flæktir í þetta spænska Lockheed- mál. Timaritið Cambio 16 hélt þvi fram i dag að ellefu menn að minnsta kosti heföu þegið dýr- legar jólagjafir frá Lockheed i fyrra, þar á mefal gullúr og bæ- heimskan kristal. —Verstu Lock- heedhneykslin til þessa hafa sem kunnugt er komist upp i ttaliu, Japan og Hollandi. Japan slær EBE út i skipasniiðum PARIS 27/10 Reuter — Riki Efna- hagsbandalags Evrópu hafa nú þungar áhyggjur af harðri sam- keppni við Japan i skipasmiðum, en gerter ráð fyrir þvi að um 1980 muni Japan smiða skip að stræð samtals 6.5 miljónir smálesta, eða rúman helming alls þess skipastóls, er þá verður smiðaður i heiminum. Oliukreppan dró mjög úr pöntunum i ný skip, og siðan þá hafa japanir mjög sótt i samkeppninni við önnur riki á þessu sviði, og hefur það sérstak- lega komið niður á skipasmiða- iðnaði EBE-landa. Viðræður við japani um þessi mál hafa ekki borið fullnægjandi árangur frá sjónarmiði EBE. Fundur um ræöu- mennsku Næsti fræðslu- og umræðufundur Alþýðubandalagsins i Reykjavik verður i kvöld fimmtudags- kvöld og hefst kl. hálf- niu. Þá hefur Baldur Óskarsson, ritstjóri Vinnunnar, framsögu um ræðumennsku. Nýir þátttakendur geta komið á fundinn eða látið skrá sig áður á skrifstofu félagsins á Grettisgötu 3. Fræðslu- og umræðufundir Alþýðubandalagsins í Reykjavík Hrafn Tryggvi Baldur Ragnar Svavar Guðmundur Svava Hrafn Magnús- son. Fimnitud. 21. okt.: Stofnun félaga, lög' þeirra og skipulag. Tryggvi Þ. Aðalsteinsson. Mánud. 25. okt.: Störf fundar- stjóra, tillögur og ályktanir. Baldur óskars- son. Fimmtud. 28. okt.: U m r æ ð u - mennsku. Mánud. 1. nóv. Málfundur Ragnar Arn- alds. Fimmtud. 4. nóv.: Ilvernig vinnur Alþýðu banda- lagið að upp- bvggingu sósialisma? Svavar Gests- son. Mánud. 8. nóv. Aróður og póli- tisk barátta. Guðmundur Hilmarsson. Fimmtud. 11. nóv.: Staða verka- lýðshreyfingar- innar. Svava Jakobs- dóttir. M á n u d . 15. nóv.: Er hægt að losna við her- inn? Væntanlegir þátttakendur geta látið skrá sig á skrifstofu félagsins að Grettisgötu 3, sími 28655, eða mætt á fundina. Þátttaka er öllum heimil.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.