Þjóðviljinn - 28.10.1976, Qupperneq 9
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 28. október 1976
Fimmtudagur 28. október 1976 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 9
,.n í
>• 0'
't* *
Kortiö sýnir farveg og næsta
nágrenni Norölingafljóts
í Borgarfiröi
Trölliö Surtur. Allir sæmilega
hjátrúarfullir feröamenn kasta á
hann kveöju áöur en lagt
er upp á heiöina.
Loftmynd, er sýnir neösta hlutann af umræddu veiöisvæöi: A: Hér veröur farvegi Fljótsins llklega breytt. B: Armót Norölingafljóts og Hvitár.
D: Hraunfossar E: Armót Litlafljóts og Hvitár. F: Húsafell (til glöggvunar). (Birt meöleyfi Landmælinga Islands).
C: Barnafossar
NORÐLINGAFLJOT
Nýir möguleikar
0-
Um nokkurra ára skeiö hefur
þaö veriö mikiö áhugamál bænda
i Hvitársiöu og Hálsasveit, er
lönd eiga aö efsta hluta Hvitár og
Norölingafljóti, aö fá lax til aö
ganga upp Hvítá fram hjá Hraun-
fossum og Barnafossi og I Norö-
lingafljótiö. Litlum vafa er undir-
orpiö aö þarna yröi um merkt
framtak aö ræöi i þágu laxveiöa
hér á landi, þvi Norölingafljót er
aö flestra dómi tilvalin veiöiá og
rennur auk þess um einhver
fegurstu og ósnortnustu heiöalönd
tslands og jafnvel þótt viöar væri
leitaö. Ef litiö er á þá statk-eynd
aö laxveiöar eru nú komnar i röö
gjaldeyrisskapandi tekjulinda i
þjóöfélaginu er eölilegt aö áhugi
fyrir laxarækt og lagningu fisk-
vega hefur mjög aukisthin siöari
ár. Fannst þvi undirrituöum ekki
úr vegi aö fara á stúfana og
fræöast ögn nánar um þaö sem
þama er á döfinni.
Tvær leiðir
Tveir möguleikar eru fyrir
hendi til aö koma laxi i Norö-
lingafljót. Er annar sá aö leggja
stiga i Barnafoss og gengi þá lax-
inn óhindraö upp i Fljótiö (eins og
þaö er venjulega kallaö af heima-
mönnum),sem rennur i Hvítá um
4 km ofan viö fossinn. A þessu er
hins vegar sá galli aö jafnvel þótt
laxastigi yröi lagöur i Barnafoss,
sem út af fyrir sig þarf ekki aö
vera svo ýkja mikiö fyrirtæki, er
engan veginn öruggt aö laxinn
komi nokkurn tima inn aö fossin-
um. Astæöan er sú aö á um 600 m
löngum kafla nokkru neöan viö
fossinn streyma heil reginnar
býsn af mjög köldu uppsprettu-
vatni undan hrauninu meðfram
norðurbakkanum og falla i Hvitá i
gullfallegri fossaröö sem flestir
kannast viö og heitir Hraunfoss-
ar. A þessu svæöi kólnar vatniö i
ánni afar mikiö eöa niöur i um 6
gr. að sumri til þannig aö vafi
ieikur á hvort laxinn fæst nokkurn
tima i gegn. Athuganir viö laxa-
teljara t.d. i Elliðaánum, hafa
leitt i ljós, aö fari hitastig vatns-
ins mikiö niöur fyrir 8 gr. er svo
til engin hreyfing á laxinum.
(Þetta er aö sjálfsögöu engin al-
gild regla, lax gengur viöa I ár
þar sem vatnshitinn er lægri, t.d.
Blöndu).
Þvi hallast menn frekar aö
þeirri hugmynd aö veita Norö-
lingafljóti úr farvegi sinum vest-
ur yfir hrauniö noröan þess og i
aðra á, Litlafljót, sem rennur
siöan i Hvitá skammt neöan viö
Hraunfossana. Yröi þá Bamafoss
ekki lengur nein hindrun og héldi
auk þess ósnortinni fegurö sinni
og sérkennileik, og þar sem
vatnið i Fljótinu er aö jafnaði
mjög hlýtt, fengist volgur
strengur utan i noröurbakka
Hvi'tár, þar sem Fljótiö kæmi i
hana, og niður fyrir kalda svæðiö.
Fari svo aö farvegi Fljótsins
veröi breytt er taliö vænlegast aö
veita þvi vestur yfir Gráhraun
um 2 km ofan viö ármdtin og i
Litlafljót þar skammt fyrir
neöan. Þetta er hagkvæmasta
leiöin, en hefur þann ókost helst-
an i för meö sér aö hrauniö er ef-
laust hriplekt og þvi hætta á að
einhver hluti árinnar stytti sér
leiö niöur aö Hvitá. En aö sjálf-
sögöu mun hrauniö þéttast smám
saman af möl og sandi sem áin
ber fram, og reyndar litil vand-
kvæði að keyra möl 1 f arveginn, ef
hann veröur mjög gljúpur.
Eins hefur veriö rætt um aö
breyta farvegi Fljótsins talsvert
ofar, eöa skammt noröan viö hell-
inn Viðgelmi, 7-8 km ofan við ár-
mótin. Yröi Fljótiö þá tekiö
noröur fyrir Gráhraun og I Litla-
fljót skammtneöan viö efstu bæi i
Hvitársiðu, Fljótstungu og Þor-
valdsstaöi. En þessi leiö er hins
vegar óhagkvæmari vegna þess
aö hún hefur i för með sér mikla
röskun á vegakerfi staöarins.
Reisa yröi nýja brú á afleggjar-
ann heim aö áöurnefndum bæjum
og brúin, sem nú er á Fljótinu
yröi harla litils viröi.
Mikill áhugi meðai
bænda
Til aö vinna aö þessu máli
stofnuðu landeigendur meö sér
félagsskap., veöifélag Hvitár og
Eins og sjá má af kortinu
er þaö enginn smáspölur
sembætist viö vatnasvæöi;
lax.ns, ef hann kemst upp
i Norölingafljót.
örvarnar sýna þá mögu-
leika sem til greina koma
ef farvegi Fljótsins
veröur breytt
ri,\
<0
„Kald a sv æðiö"
Hraunfossar I Hvftá.
Norðlingafljóts, og er formaöur
þess Guölaugur Torfason, bóndi i
Hvammi i Hvitársiðu. Sagöi Guö-
laugur I stuttu rabbi viö Þjóövilj-
ann á dögunum aö undanfarin ár
heföu félagsmenn sleppt nokkru
magni af laxaseiöum i Fljótiö og
þó fyrst verulega i vor, er þeir
slepptu i samráöi viö Veiöimála-
stofnun 5000 gönguseiöum sem öll
höföu veriö klippt til merkingar.
Eruþeir meö þessu aö kanna hve
innarlega laxinn fer við núver-
andi aðstæður. Argangur hefur
þegar birst i aukinni laxveiöi, t.d.
veiddust i fyrra milli 30 og 40 lax-
ar viö Bjarnarstaöi ( um 3 km
neöan viö Hraunfoss) og er þaö
veruleg aukning frá fyrri árum.
Hins vegar hafa þeir ekki oröiö
varir viö lax ofan viö áöurnefnt
kuldasvæöi og rennir þaö stoöum
undir þá hugmynd aö hentugra
muni verba aö breyta farvegi
Fljótsins, einkum ef unnt er aö
læöa þvi með noröurbakkanum til
Litla fljót.
þvi og þá
Myndin sýnir staöinn þar sem Norðlingafljót myndi tengjast
yröi öllu vatnsmeira umhorfs hér.
Fljótstunguvaö I Norölingafljóti. Þar var oft fariö yfir Fljótiö fyrr á
árum meöan þaö var I alfaraleiö milli Noröur- og Suöurlands. Fjalliö
Tunga I baksýn.
Barnafossar.
móts viö þaö svæði i Hvitá, þar
sem lax hefur veiöst.
Guölaugur kvaö mikinn áhuga
vera meðal bænda þar vestra fyr-
ir þessum framkvæmdum en
sagði jafnframt, að það væri
mjög erfitt fyrir þá aö leggja f jár-
magn i stööug seiöakaup o.þ.h. án
þess aö hafa vissu fyrir aö fá
nokkurn tima arö. Þeir heföu
reynt aö útvega fjármagn frá riki
og fleiri aöilum en sú málaleitan
hefði engan árangur boriö.
Fljótið og umhverfi
þess
Norðlingafljót á upptök sin
vestan undir nyrstu bungu Lang-
jökuls i svokölluðum Fljótsdrög-
um. Kvisl úr Fljótinu kemur und-
an sjáfum jöklinum og jökullitar
það, en þegar ekki er leysing i
jöklinum er Fljótiö svo til tært og
þvi dragá að mestu. Frá ármót-
um upp aö Fljótadrögum er þaö
(mælt á korti) milli 40 og 50 km
og auk þess renna i það tvær ár,
sem báðar eru laxgengar,
Refsveina aö norðan og Reyká úr
Reykjavatni aö sunnan. Af þessu
sést að vatnasvæði laxins myndi
aukast gifurlega, ef honum yröi
opnuð leiö þarna inneftir.
yjBtp'
, ,, . »Mmfet
'mm
x >; J; --JS.
p^.; ' , v 'J; ; -*■ t ' V , , -í c ;
KfHK ' • ' X* •
'' JiJíJ J ' ^ : - x - . ■ -
‘ (>
....
Séö til austurs: Lengst t.h. sést I Langjökul, noröan viö hann er Strúturinn og fjalliö Tunga
fyrir miöju, en framan viö hana mætast Norölingafljót og Hvltá. Örin visar á neöri
staöinn þar sem Fljótinu yröi veitt úr farvegi sinum.
Armót Hvltár (nær) og Litlafljóts.
Um kosti Norðlingafljóts sem
laxveiöiár þarf tæplega aö efast
— bæöi er bað vatnsmikiö og auk
þess er hitastigiö hátt. um 14 gr.
aö sumarlagi og mjög stöðugtÉn
auövitaö þarf aö gera nánari út-
tekt á Fljótinu áöur en unnt er aö
fullyrða neitt um gæöi þess sem
laxveiðiár. Þaö þyrfti aö halda
áfram að sleppa i þaö merktum
seiðum eins og gert var i vor,
veiba þau siðan aftur og kanna af-
komu þeirra og annað og fá
þannig sem gleggsta vitneskju
um uppeldisskilyröi o.þ.h. En
samanboriö viö svipaöar ár, t.d.
Kjárrá, sem rennur vestur af Tvi-
dægru og er prýöisgóð laxveiðiá,
er Fljótiö vissulega mjög girni-
legt þvi þaö er bæbi lengra og
vatnsmeira.
Og undir norðurásn-
um...
Norölingafljót rennur um ein-
hver sérkennilegustu og fegurstu
öræfi Islands. Að norðan eru
Arnarvatnsheiöi og Tvidægra
með óteljandi vötnum og mýrar-
flákum, þar sem silungur vakir i
hverjum polli, kvak ótal smá-
fugla blandast angurværu ópi
himbrimans og lækurinn hans
Jónasar llöur niöur um lágan
hvannamó. Suður undan er
stórkostleg fjallsýn, Lang-
jökull aö austanveröu, i suðri
Eiriksjökull sem gnæfir yfir
umhverfi sitt i senn kaldur og
hrikalegur, en verður þó eitt
glitrandi eldhaf er sól gengur til
viöar. Vestast er svo Strúturinn,
uppmjór og strýtulaga og
viö rætur hans þrymur trölliö
Surtur, þungbrýnn karl mótabur i
kolsvart hrauniö, sem margir
skála viö til aö tryggja sér
hnökralausa og góöa ferö inn á
heiði.
Margt bendir þvi til aö Fljótið
geti orðið sannkölluö draumaá
laxveiöimanna, jafnt þeirra sem
fyrst og fremst sverma fyrir
,,þann stóra” (reyndar gera þeir
það vist flestir!) veiða veiöinnar
vegna og meta túrinn i pundum
og hausatölu, og þó kannski ekki
siöur hinna, sem dorga mest sér
tifdundurs, en leggja þeim mun
meira upp úr aö losna viö skar-
kala nútimaþjóbfélagsins og
komast i snertingu viö sitt upp-
runalega umhverfi, hina ósnortnu
náttúru — sem vissulega gerist
óviöa fegurri.
A.Þ.